Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 25 ERLENT Hið Gyllta hús Nerós Rómarkeisara opnað á ný AP ENDURGERÐ freskna í sal Akkillesar í hinu Gyllta húsi Nerós í Róm. Myndin sýnir Akkilles velja sér vopn fyrir Trójustríðið. Margar ómetanleg- ar freskur eyðilagðar The Daily Telegraph. HIÐ Gyllta hús Nerós Rómarkeis- ara var opnað á ný í gær eftir viða- miklar endurbætur, en höllin hafði þá verið lokuð gestum í tuttugu ár. Margar af hinum ómetanlegu freskum sem málaðar voru á vegg- ina á keisaratímanum hafa síðustu áratugi orðið eyðileggingu að bráð. Höll Nerós var byggð á árunum 64-68 e.kr., eftir að miklir eldar höfðu lagt miðborg Rómar í rúst. Keisarinn, sem sagan segir að hafi spilað á fiðlu á meðan Róm brann, tryggði sér strax bestu lóðina í borginni, sem var auð eftir brun- ann, og skipaði tvo arkitekta til að byggja sér þar glæsilega höll. Dvaldi Neró þar síðustu mánuðina sem hann lifði, en hann framdi sjálfsvíg árið 68. Gyllta húsið, sem nefnist Domus Aurea á latínu, þykir ein merkasta bygging fornaldar sem þekkt er, ekki síst vegna hinna ómetanlegu freskna sem málaðar eru á vegg- ina. Freskurnar stóðust vel tímans tönn og voru í góðu ásigkomulagi allt fram á þessa öld. Einræðis- herrann Mussolini ákvað hins veg- ar að byggja almenningsgarð ofan á rústum hallarinnar. Sérstakt vatnsúðakerfi hefur verið notað til að vökva grasflatirnar í garðinum, og leki frá þeim hefur nú unnið mikið tjón á freskunum. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ljóst um langt skeið var ekki ákveðið að slökkva á úðurunum fyrr en fyrir þremur vikum, vegna ágreinings milli ríkisvaldsins, sem fer með stjórn hallarinnar, og borgaryfirvalda, sem hafa umsjón með garðinum. Ekki er þó sagan öli, því kraninn til að skrúfa fyrir vatnið hefur enn ekki fundist. Freskurnar höfðu áhrif á mál- aralist endurreisnarinnar Auk skemmda af völdum vatns hafa freskurnar Iátið á sjá vegna raka, ryks, salts og mengunar, sem borist hafa inn í höllina í gegnum loftop. Þá hafa tijárætur brotist í gegnum veggina, þar á meðal í Sal skógardísanna, þar sem talin er vera fyrsta mósaíkmyndin sem gerð er á hvolfþak, en hún sýnir Ódysseif bjóða kýklópanum Pólýfemusi vín. Til að koma í veg fyrir frekari skemmdir hefur loftopunum verið lokað og settir hafa verið upp rakanemar í höllinni. Gyllta húsið fannst ekki fyrr en árið 1496, en þá fóru listmálarar að tiðka það að láta sig siga niður um loftopin til að gera eftirmyndir af freskunum, og höfðu þær veru- leg áhrif á þróun málaralistar end- urreisnartímabilsins. Framfarir í einræktunarvísindum hafa verið gífurlega örar undanfarin ár Ræða þarf hættuna á misnotkun London. The Daily Telegraph. FRAMFARIR í einræktun eru nú svo stórstígar, að nauðsynlegt er að ræða hvernig koma má í veg fyrir misnotkun á þessari vísindagrein, að mati formanns Alþjóðasamtaka lækna (WMA). Miklar framfarir hafa orðið í greininni síðan deilur um einræktun á fólki risu fyrst 1993, í kjölfar þess að rannsakendur við George Was- hington-háskóla í Bandaríkjunum greindu frá því að þeir hefðu endur- skapað á rannsóknarstofu ferlið sem leiðir til eineggja tvíbura. Nú eru nokkrir rannsóknarhópar að reyna að einrækta mannfóstur, og nota til þess tvær þekktar aðferðir, sem þróaðar voru á Roslin-stofnun- inni í Edinborg annars vegar, og svo- kallaða Honolulu-aðferð, sem þróuð var í Háskólanum á Hawaii í fyrra. Hvar skulu mörkin sett? „Við teljum að einræktun á mann- eskjum eigi ekki að eiga sér stað,“ sagði dr. Anders Milton, formaður WMA. „En frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að við getum áttað okkur á því hvar setja beri mörkin.“ Einræktun á mannfóstrum, ekki manneskjum, hefur færst skrefi nær vegna tilrauna til að þróa meðferðir við ýmsum kvillum, frá sykursýki til hjartasjúkdóma, með því að nota ein- ræktun til að búa til frumur og vefi úr sjúklingnum sjálfum. Nú hafa vísindamenn í hyggju að taka í sundur einræktuð mannfóstur á frumstigi til að rækta vefi til ígræðslu og viðgerða á líffærum, fremur en að koma einræktuðu fóstrunum fyrir í meðgöngumóður svo úr verði einræktuð manneskja. Hafa gagnrýnendur haldið því fram, að þetta sé fyrsta skrefið í átt til fyrsta einræktaða barnsins. Á síðasta ári ítrekaði WMA álykt- un sína frá árinu áður þar sem skor- að er á lækna, sem starfa að vísind- um, að taka ekki þátt í einræktun á manneskjum. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru að gera tilraunir með notkun einræktun- ar til að búa til vefi til ígræðslu er Geron í Kaliforníu, sem nýlega tók upp samstarf við Roslin-stofnunina í Edinborg, þar sem kindin Dollí var einræktuð íyrir tveim árum. Stofnfrumuræktun Hafa bæði fyrirtækin lagt áherslu á að markmiðið sé alls ekki að ein- rækta manneskjur, heldur vonist þau til að geta búið til mannfóstur, og fá úr þeim frumur og vefi til ígræðslu. Fyi-sta skrefið er að taka kjarna úr frumu, sem tekin er úr sjúklingi sem þarf á ígræðslu að halda, og koma kjarnanum úr frumu sjúk- lingsins fyrir í ófrjóvguðu eggi, eftir að búið er að taka úr kjarnann sem var upphaflega í því. Þessu „endur- forritaða" eggi er síðan veitt vægt raflost til að fá það til að vaxa og verða að fóstri. Verði farið að tilmælum stofnunar er hefur forræði í málefnum er varða frjósemis- og fósturfræði geta vís- indamennirnir notað fóstrið, sem verður til, í tvær vikur, til að taka úr því stofnfrumur, sem hægt er að nota í hvers kyns vef, hvort sem er taugavef eða vöðvavef til þess að gera við skemmt hjarta. Þar eð kjarni úr frumu sjúklingsins sjálfs var notaður til að rækta fóstrið hafnar líkami sjúklingsins ekki ígrædda vefnum sem fenginn er með því að rækta stofnfrumur úr fóstrinu. Hvað er fóstur? Geron-fyrirtækið hefur einnig rannsakað öldrun og hyggst nota þessa tækni til að nota stofnfrumur, sem fengnar eru með þessum hætti, til að vinna gegn öldrun. Kemur þetta fram í The New York Times. Vandinn virðist vera sá, að ekki eru allir á eitt sáttir um hvenær frjóvgað egg sé orðið að fóstri. Þeir sem telja að líf kvikni um leið og getnaður verður líta svo á, að fóstur skuli njóta réttinda og verndar strax eftir frjóvgun. Notkun á allt að tveggja vikna fóstrum til stofnfrumuræktunar er því að þeirra mati siðferðislega óverjandi, að þvi er George Annas, lífssiðfræðingur við Boston-háskóla, tjáði The Washington Post. En þeir sem telja að fóstur verði ekki að manneskju fyrr en í fyrsta lagi tveggja vikna, þegar fyrstu merki um taugakerfi fara að sjást, eru þeirrar skoðunar að vert sé að gera tilraunir með fimm til tíu daga gömul fóstur í því skyni að rækta stofnfrumur. Margir visindamenn eru þessarar skoðunar. Ekki orðnar að neinu „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því að við erum að tala um frumur sem eru enn ekki orðnar að neinu. Það eru engar hendur og fætur og ég held að mikið af umræð- unni snúist um hugmyndir sem orð eins og „fóstur“ vekja," sagði Mich- ael West, forstjóri fyrirtækisins Ad- vanced Cell Therapeutics, í Massachusetts, við Washington Post. Það fyrirtæki vinnur að svip- uðum rannsóknum og Geron og Roslin. Hann sagði nauðsynlegt að banda- rísk yfirvöld fetuðu í fótspor evr- ópskra yfirvalda, sem væru þegar farin að gera greinarmun á „með- ferðareinræktun", sem væri ein- ræktun fóstra til að fá mikilvægar frumur, og „æxlunareinræktun", er miðaði að því að láta fóstrin verða að börnum. West sagði að það væri stórt skref aftur á bak að koma í veg fyrir vís- indarannsóknir er miðuðu að því að nota frumur til að lækna sjúkdóma í fólki. Yfirvöld í Hong Kong óttast streymi innflytjenda Hong Kong. AFP. FULLTRUAR á kínverska þinginu eru sagðir vera reiðubúnir að snúa við dómsúrskurði í Hong Kong sem kveður á um takmörkun innflytjenda frá Kína. Telja yfirvöld í héraðinu að ef niðurstaða í málinu, sem liggur fyrir Alþýðuþinginu í Peking verður á skjön við fyrri dóm, kunni það að valda miklu innstreymi innflytjenda frá meginlandinu. Allsherherjarnefnd kínverska al- þýðuþingsins hóf fyrir skömmu um- ræður um beiðni héraðsyfirvalda í Hong Kong sem kvað á um að end- urskilgreina bæri stjórnarskrá sjálf- stjórnarhéraðsins sem komið var á eftir að Bretar skiluðu Hong Kong til kínverskra stjórnvalda fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir almennt bann við frétta- flutningi af umræðum um innflytj- endalögin hafa kínverskar fréttastof- ur og fréttastofur í Hong Kong greint frá því að þingmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hæstiréttur í hér- aðinu hafi mistúlkað stjórnarskránna. Samkvæmt dómi er féll í janúar sl. er þeim íbúum meginlandsins sem eiga í það minnsta einn fjölskyldumeðlim í Hong Kong leyft að flytjast til hér- aðsins. Er nú talið líklegt að dómi þessum verði hnekkt með þeim afleið- ingum að um 1,7 milljónir manna geti flust til héraðsins innan nokkurra ára. Yfii-völd í Hong Kong hafa hins vegar farið fram á að kínversk stjómvöld breyti lögunum í þá vera að aðeins um 200.000 manns geti hugsanlega flust til héraðsins. Gagnrýnendur stjórnvalda í Hong Kong telja hins vegar að markmið yfirvalda geti veikt sjálfstæði dóms- kerfisins í Hong Kong sem fengið hafi að starfa óáreitt frá því Bretar fengu yfirráð héraðsins í hendur Kína árið 1997.Richard Boucher, ræðismaður Bandaríkjanna í Hong Kong, sagði í gær að bandarískir embættismenn fylgdust grannt með þróun mála. „Hver svo sem niður- staða málsins verður erum við áhyggjufullir yfir að völd áfrýjunar- dómstólsins [í Peking] gætu hnikað til stöðu og fullveldi dómskerfisins í Hong Kong og þar með vakið upp spurningar um forsendur réttarríkis í héraðinu í framtíðinni," sagði Boucher. Þótt Hong Kong sé nú hluti af meginlandi Kína búa héraðsyfirvöld þar við tiltölulega mikið sjálfræði. Landamæraeftirliti er haldið uppi milli héraðsins og meginlandsins, jafnvel þótt á hverjum degi takist hundruðum að flakka þar á milli. Margir þeirra sem gætu flutt lög- heimili sín til Hong Kong samkvæmt dómsúrskurðinum eru óskilgetin börn karlmanna úr héraðinu sem þeir áttu með konum á meginlandinu. FUTURA Beta-Caroten MHÍBtÍtOP* HUDtN III ÍOUt'H Tilboð á Futura vítamínum Beta Caroten • Ginkgo biloba • Q-10 30 mg 20% afsláttur Nú á tilboði í Nýkaupi og í apótekum OCO/ Allir bollar á kasti. /0 afsláttur. KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.