Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkeppnisstofnun fínnur að auglýs- ingum frá Bflabúð Benna Yfirlýsingin fékk ekki staðist Tveir gagnabankar um hross sameinaðir Morgunblaðið/Arnaldur JÓNAS Kristjánsson og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, undirrita samstarfssamninginn. SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint þeim tilmælum til Bílabúðar Benna að gæta þess í bifreiðaaug- lýsingum að samræmi sé milli aug- lýstra og skráðra hestafla og sýna þurfi fram á að yfirlýsingar um auk- ið vélarafl standist. Ástæðan var sú að fyrirtækið auglýsti Musso Grand Luxe, Turbo/Diesel, 2,9 lítra jeppa og sagði að hann væri „nú 155 hest- öfl“ en jeppinn var þegar hann var fluttur inn skráður 120 hestöfl. Jeppinn var sagður 129 hestöfl í auglýsingabæklingi Bflabúðai’ Benna en 155 hestöfl í dagblaðsaug- lýsingu. I niðurstöðu Samkeppnis- stofnunar segir að hún hafi meðal annars aflað upplýsinga frá Skrán- ingarstofunni hf., sem hafi upplýst að allir nýir bílar séu skráðir eftir evrópskri gerðarskráningu og mið- ist sú skráning við óbreyttan bfl frá framleiðanda. „Virðist sem umræddir Musso dísiljeppar séu ekki skráðir 129 eða 155 hestöfl heldur um 120 hestöfl," segir í niðurstöðunni. „Þannig virð- LEIKMYND, sem notuð var í Myrkrahöfðingjanum, kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, hefur staðið á Vatnsleysuströnd síðan tökum á myndinni lauk fyrir um tveimur árum. Að sögn Sigurð- ar Valtýssonar, byggingarfull- trúa Vatnsleysustrandarhrepps, hefur landeiganda verið send beiðni um að fjarlægja leik- myndina, þar sem leyfið fyrir henni var aðeins veitt til tveggja ára og er að renna út. Sigurður sagði að það væri á ábyrgð landeiganda að fjar- lægja leikmyndina, þar sem ist sem jeppamir séu fluttir inn og skráðir sem 120 hestöfl. Þeim sé síð- an breytt með búnaði frá fyrirtæk- inu Huber sem eykur afl vélarinnar. Engar mælingar á afli vélarinnar eru fyrirliggjandi frá óháðum aðil- um. Þá hefur Bflabúð Benna ekki lagt fram gögn frá framleiðanda jeppanna sem sýna afl vélarinnar.“ Vitnað er til fundar auglýsinga- nefndar, ráðgjafarnefndar sam- keppnisráðs, þar sem komið hafi fram að til að auglýsingar á afli bíl- véla bijóti ekki gegn ákvæðum 21. greinar samkeppnislaga verði að miða við það afl sem skráningar- vottorð bifreiða sýni. Öll frávik frá skráðu afli og breytingar verði að kynna sérstaklega og verði aug- lýsandi að geta sýnt fram á með hlutlausum hætti að mælingar á afli standist. Þetta hafí Bílabúð Benna ekki tekist að gera í þessu tilviki og telji auglýsinganefndin því að aug- lýsingamar séu villandi og ófull- nægjandi og brjóti því gegn ákvæð- um 21. greinar samkeppnislaga. hann hefði sótt um leyfið fyrir fslensku kvikmyndasam- steypuna, og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefði skrifað honum bréf þess efnis. Hann sagði að ekki hefði þótt ástæða til þess að fjarlægja leikmyndina fyrr, þar sem leyfið var til tveggja ára og fresturinn því ekki runn- inn út. Hann sagði að ef land- eigandinn fjarlægði ekki Ieik- myndina myndi það verða gert á hans kostnað síðar. Leikmyndin, sem í meginat- riðum samanstendur af nokkr- um torfhúsum, hefur vakið HROSSARÆKTENDUR og áhugamenn um hestamennsku eiga þess nú kost að fá aðgang að tveim- ur gagnabönkum um hross á Netinu og borga aðeins fyrir annan þeirra. Gagnabankamii- tveir sem um ræðir em Veraldarfengur, sem er staríræktur af Bændasamtökum Is- lands, og Hestur, sem er hrossabanki Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. Bankamir hafa hafið markaðs- og rekstrarsamstarf sem verður til þess að áskrifendur gagnabankanna fá aðgang að báðum bönkunum og nýir áskrifendur borga bara sem nemur áskriftargjaldi annars bank- ans en tengjast hinum einnig. Jónas Kristjánsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að stærsti kosturinn í þessu samstarfi væri umræddur spamaður fyrii' áskrif- endur svo og aukið bolmagn gagna- bankanna tveggja til framþróunar. „Ég vil líkja þessu við knattspyrnu, menn hætta að sækja inn á miðjuna en færa sig út á kantana,“ sagði Jónas. Gagnagrunnarnir tveir sinntu nú ekki sömu málunum held- ur hefðu sín sérsvið og þannig héld- ist sérstaða bankanna þrátt fyrir sameininguna. þónokkra athygli meðal fólks sem átt hefur leið þarna fram- hjá, að sögn Sigurðar. Hann sagði að húsin væru enn mjög Jónas sagði einnig að áhugamenn um íslenska hrossarækt væru dreifðir víðsvegar um heiminn. „A íslandi era núna um 100.000 hross og einnig er álíka fjöldi íslenskra hrossa í útlöndum," sagði Jónas. Netið væri til þess fallið að sameina heilleg, en bætti því við að ekki væri um varanleg mannvirki að ræða og því þyrfti að fjarlægja þau áður en þau grotnuðu niður. þessa hópa þrátt fyrir fjarlægðir og mismunandi tungumál, en þess má geta að Veraldarfengur er á þremur tungumálum en Hestur á fjóram. Jónas nefndi einnig að gagnagrann- amir tveir væra um margt einstök fyrirbæri og miklar upplýsingar væri að finna á þeim báðum. Mikill fjöldi hrossa í bankanum Veraldarfengur er gagnagrunnur þai- sem má finna upplýsingar um á annað hundrað þúsund hross. Þar má lesa um ættir, afkvæmi, kyn- bótadóma og kynbótamat hross- anna. Hestur inniheldur upplýsingar um 39.000 hross í 17 löndum. I bankann komast aðeins hross sem náð hafa lágmarksárangri á sýning; um eða era af ætt slíkra hesta. I sumar hafa niðurstöður allra kyn- bótasýninga landsins verið færðar inn jafnóðum, auk kynbótasýninga í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Askriftarverð bankanna verður um 5.500 krónur og skiptir ekki máli hjá hvorum bankanum fólk gerist áskrifendur, hinn bankinn fylgir í kjölfarið. Jónas sagði að sama lykilorðið gilti þá hjá báðum gagnabönkunum en á næstu vikum og mánuðum verði farið í að ein- falda flakk áskrifenda á milli þeirra tveggja. Að lokum má geta þess að slóðir gagnabankanna eru, www.is- landsfengur.is og hestur.is. Leikmynd Myrkrahöfðingjans á Vatnsleysuströnd Landeiganda gert að fjarlægja leikmyndina Morgunblaðið/Þorkell Fullbright-styrkir sem bandarísk stjórnvöld veita til háskólanáms í Bandarikjunum Styrkþegar verða að snúa til heimalandsins FULLBRIGHT-styrkjum, sem veittir era til háskólanáms í Banda- ríkjunum, íylgir sú kvöð að styrk- þegar verða að snúa aftur til síns heimalands að námi loknu og dvelja þar í tvö ár áður en þeir geta snúið aftur til Bandaríkjanna og fengið þar atvinnuleyfi. Nú er jafnframt mun erfiðara en áður að fá undanþágu frá þessu ákvæði og getur það gert þeim lífið leitt sem stendur til boða starf í Bandaríkjunum strax að námi loknu. Sigurður Kristinsson heimspek- ingur er einn þeirra sem lent hefur í vandræðum vegna þessarar reglu. Haustið 1990 hóf hann doktorsnám í heimspeki við Comell-háskóla og hlaut til þess styrk frá Fulbright- stofnuninni, sem annast m.a. tengsl milli Islands og Bandaríkjanna á sviði menntamála. „Þegar maður þiggur þennan styrk skuldbindur maður sig til þess að koma aftur til heimalandsins og vera þar í tvö ár áður en maður getur fengið at- vinnuleyfi í Bandaríkjunum. A þess- um tíma, þ.e. í kringum 1990, var hins vegar ákveðin undankomuleið frá þessu ef menn skiptu um skoðun og ætluðu sér að flengjast í Banda- ríkjunum. Þá var hægt að fá eins konar vottorð, sem kallað er „No objection certificate" frá sendiráði síns heimalands. í því fólst að ef rík- isstjórnin í heimalandi námsmanns- ins hafði ekkert á móti því að hann væri áfram í Bandaríkjunum var kvittað upp á það og undanþága veitt, en reglan var upphaflega sett til að vemda hagsmuni heimalands hvers námsmanns," sagði Sigurður. Undanþágur ekki lengur veittar Þegar leið að því að Sigurður lyki námi fýsti hann að vera áfram í Bandaríkjunum og leita fyrir sér á vinnumarkaðinum. Hafði hann því samband við íslenska sendiráðið í Washington sem skrifaði fúslega upp á fyrmefnt vottorð fyrir hann. „Þetta var árið 1995, en þá vora ný- lega afstaðnar þingkosningar í Bandaríkjunum. I kjölfar þeirra varð Newt Gingrich forseti neðri deildar þingsins og margt nýliða af hægri væng stjómmálanna komst þar inn. Þarna vora á ferð róttækir hægrimenn sem ætluðu að breyta ýmsu og vildu t.d. taka fyrír ýmsar leiðir útlendinga inn í landið. A sama tíma ætluðu þeir að minnka rfldsbáknið og í því fólst m.a. að þrengt skyldi að Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna. I kjölfarið urðu menn þar á bæ mun harðari á öllum reglum í sambandi við inn- flytjendur. Þessar hræringar virð- ast hafa leitt til þess að hætt var að veita undanþágur, án þess að ég geti fullyrt nokkuð um það í smáat- riðum hvert orsakasamhengið var.“ Sigurður segir að nú hafi verið úr vöndu að ráða, enda hann kominn með tvö atvinnutilboð. Fór þó svo að hann fékk stöðu við Missouri-háskól- ann í St. Louis og fékk hann hjálp þaðan við að berjast fyrir því að fá undanþágu. Skólinn kom honum m.a. í samband við þingmenn ríldsins sem töluðu máli hans fyrir yfirvöldum. Allt kom þó fyrir ekki og voru rök yf- irvalda m.a. þau að ef Sigurði yrði veitt undanþága þyrfti að veita hana fjöldamörgum öðrum, t.d. læknum sem væru ómissandi í sínu heima- landi. Voru þetta endanleg svör Upp- lýsingaþjónustunnar og ákvað Sig- urður að hætta rnálarekstrinum og grípa tíl eins konar varaáætlunar. „I henni felst að ég sætti mig við að vera hér á Islandi í tvö ár, en þó ekki samfellt. Til þess að geta það varð ég að sækja um svo kallað „o-visa“, sem ætlað er framúrskarandi fræðimönn- um. Ég fékk þetta og get því verið hér um skeið en snúið svo aftur til Bandaríkjanna og unnið þar án þess að árin tvö séu liðin.“ Veldur margvíslegum vanda Sigurður segist hafa orðið fyrir ýmiss konar óþægindum vegna þessa máls. Hefur hann meðal ann- ars þurft að leggja í allnokkum lög- fræðikostnað, auk þess að hafa þurft að ferðast oft milli íslands og Bandaríkjanna síðustu misseri. Þá sé afskaplega óþægilegt að geta ekki ákveðið á eigin forsendum í hvaða heimsálfu hann eigi að dvelja og að erfitt sé að halda heimili á tveimur stöðum. „Ég hef svona í gamni kallað þetta afplánun, því þótt mér lfld ágætlega að vera á ís- landi þá vil ég vera hér þegar ég kýs og á mínum eigin forsendum," segir Sigurður. Hann telur þá ákvörðun Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna að hætta að veita undanþágur mjög ósanngjama gagnvart þeim sem fengu styi'ki meðan þær vora enn veittar, því þótt undanþágumar hafi ekki verið opinber undankomuleið hafi menn engu síður gengið út frá því sem vísu að hafa kost á því að fá þær. Þarna hafi því forsendur styrkþega breyst skyndilega án þess að fyrir því liggi nokkur rökstuðningur. Fer eftir stefnu Bandaríkja- stjórnar hverju sinni Hjá Fulbrightstofnuninni á íslandi fengust þær upplýsingar að það færi einfaldlega eftir stefnu Bandaríkja- stjómar hverju sinni hvort ofan- nefndar undanþágur væra veittar eð- ur ei. Stundum sé auðvelt að fá und- anþágu, en stundum sé eftirlit með útlendingum hert og þá verði erfið- ara um vik. Mun þetta ráðast af hin- um pólitíska tíðaranda í Bandarík.j- unum á hverjum tíma og skiptir þá litlu að íslensk stjómvöld setja sig al- mennt ekki upp á móti því að undan- þágur séu veittar. Fulbrightstofnun- in sjálf mun hins vegar hvergi koma nærri undanþágunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.