Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 25 ERLENT Ákveða byggingu minnisvarða um helförina Tillaga um minnisvarða hönnuð af bandaríska arkitektinum Peter Eisen- man varð fyrir valinu Reuters ÞYSKA þingið greiddi í gær atkvæði ura byggingu á minnisvarða í Berlín um helförina. Samkvæmt til- lögunni sem samþykkt var verður minnisvarðinn á stærð við fjóra fótboltavelli. Blair og Ahern í Belfast á N-frlandi til neyðarviðræðna Tillögur Blairs falla í grýttan jarðveg London, Belfast. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, gerði í gær heyrinkunnar hug- myndir sínar um hvernig best sé að leysa deilur um aívopnun öfgahópa á Norður-írlandi áður en frestur, sem stríðandi fylkingum var gefinn til _að setja á laggirnar heimastjóm á N-ír- landi, rennur út næstkomandi mið- vikudag. Þykir fréttaskýrendum ekki líklegt að tillögurnar muni freista mjög Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Féin, stjómmálaarms Irska lýðveldishersins (IRA), eða Davids Trimbles, leiðtoga Sambandsflokks Ulsters (UUP). Blair ræddi við Bertie Ahern, for- sætisráðherra Irlands, í London í gærmorgun en þeir félagar héldu síðan til Belfast til að leggja tillögur að úrlausn deilnanna fram fyrir stjórnmálaleiðtoga í héraðinu. Þeir munu leyfa deilendum að ræða til- lögurnar yfir helgina og snúa aftur til Belfast á mánudag í lokahrinu neyðartilrauna til að koma í veg fyrir að friðarsamkomulagið frá því í fyrra renni út í sandinn. Blair skýrði hugmyndir sínar í grein í The Times í gærmorgun en skv. þeim fer hann fram á það við Trimble að hann samþykki að setjast í heimastjóm með fulltrúum Sinn Féin gegn beinu loforði frá Adams um að IRA muni afvopnast fyrir lok maí á næsta ári. Trimble var augsýnilega ekki ýkja hrifinn af hugmyndum Blairs í gær en Trimble, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir störf sín í þágu friðar á N-írlandi, hefur lagt áherslu á að sambandssinnar muni ekki setjast í stjórn með Sinn Féin nema IRA sé í það minnsta byrjaður að afvopnast. Fréttaskýrendur The Times bentu hins vegar á að verið sé að veifa ansi álitlegri gulrót fyrir framan nefið á Trimble; nefnilega loforði um að IRA afhendi öll vopn sín innan tíu mánaða, og svíki IRA þetta loforð yrði heima- stjórnin ieyst upp, í það minnsta yrði Sinn Féin vísað frá borði. Taki Trimble gulrótina er að vísu sennilegt að hópur flokksmanna í UUP muni reyna að fella hann úr leiðtogastóli þannig að Trimble yrði að vera sannfærður um að hann gæti staðið af sér slíkt áhlaup. IRA líklegur til að afvopnast að fullu á tíu mánuðum? Að vísu hlýtur Trimble, eins og öll- um öðrum sem fylgjast með málefn- um N-írlands, að finnast harla ólík- legt að IRA muni gefa slíkt loforð - hvað þá standa við það. Liðsmenn IRA líta í raun á afvopnun sem upp- gjöf og samtökin hafa ítrekað lýst því yfir að afvopnun sé hreinlega alls ekki á döfinni. Loks hefur Gerry Adams margoft sagt að hann geti einfaldlega sagt IRA fyrir verkum og er því erfitt að sjá hvernig Adams ætti að geta samþykkt tillögur Blairs. Það er til marks um þá spennu sem nú er á N-írlandi að írska lögreglan handtók tvo menn í Donegal-sýslu á fimmtudag sem óku bifreið er full var af sprengiefni. Að því er fram kemur í The Irish Times er talið líklegt að markmið mannanna - sem líklega eru meðlimir klofningssamtaka úr IRA, „framhalds-IRA“ - hafi verið að koma sprengjunni fyrir í sama mund og hópur mótmælendatrúaðra sam- bandssinna hélt af stað í kröfugöngu frá borginni Derry á fimmtudag. Með þvi magni sprengiefnis sem var í bíl mannanna hefði þeim verið unnt að framkalla sprengingu sem orðið hefði jafn öflug og sprengjan er sprakk í Omagh í ágúst á síðasta ári, með þeim afleiðingum að 29 létust. Bonn, Berlín. Reuters, AP. ÞÝSKA þingið greiddi i gær at- kvæði um tillögu um byggingu minnisvarða í Berlín um þær sex milljónir gyðinga sem fórust í hel- för nasista. Tillaga bandaríska arkitektsins Peters Eisenman varð fyrir valinu hjá þingmönnum en bygging minnisvarðans hefur verið umdeilt mál í Þýskalandi síðastlið- inn tíu ár. Samkvæmt tillögu Eisenmans verður minnisvarðinn á að líta eins og gríðarlega stór kirkjugarður en hann verður á stærð við fjóra fót- boltavelli með 2.600 minningar- steinum á. Einnig samþykktu þing- menn með 314 atkvæðum gegn 209 þá tillögu ríkisstjórnar Gerhards Schröder, kanslara Þýskalands, um að setja á laggirnar heimildarsafn við minnisvarðann, sem verður byggður skammt frá Brandenborg- arhliðinu. „Næsta skref er að reisa þennan minnisvarða um þá gyðinga sem lét- ust í Evrópu, í miðborg Berlínar eins fljótt og unnt er,“ sagði Wolf- gang Thierse, forseti þingsins, eftir að niðurstaða þingmanna hafði ver- ið kynnt. Val þingmannanna stóð á milli til- lögu Eisenmans og guðfræðingsins, Richards Schröder frá Austur- Þýskalandi. Tillaga Schröders var heldur umfangsminni, en hún fól í sér minningarstein með árituninni; „Drepið ekki.“ Ottast að minnisvarðinn verði fyrir skemmdum nýnasista Michel Friedman, meðlimur í Að- alráði gyðinga í Þýskalandi, sagðist sáttur við ákvörðun þingmanna og hvernig atkvæðin féllu þar sem það endurspeglaði það hlutfall almenn- ings sem hlynnt er byggingu minn- isvarðans, en um fimmtungur þing- manna greiddi atkvæði gegn tillög- unni. Efraim Zuroff, talsmaður Wies- enthal-miðstöðvarinnar, sagði minnisvarðann „skref í rétta átt“ og nauðsynlega aðgerð ríkisins til að hörmungar helfararinnar líði mönn- um ekki úr minni. Helmut Kohl, fyrrverandi kansl- ari Þýskalands, átti upphaflega hugmyndina að byggingu minnis- varðans fyrir tíu árum. Hefur málið verið tilefni deilna í landinu frá þeim tíma og því fór það svo að mál- ið var sett í hendur þingmanna. Borgaryfirvöld í Berlín eru and- víg tillögu Eisenmans og sagðist Eberhard Diepgen, borgarstjóri, óttast að nýnasistar í Þýskalandi myndu ekki láta minnisvarðann óá- reittan. 23.-26. JÚNÍ /TIGF^ SLATTUVELAR Útsölustaðir um allt land Notendavænor Morgnr gerðir Landsþekkt varahlutaþjónusta VETRARSOL HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864 Vertu með í gleðikasti! Komdu í Kringluna, skoðaðu nýju sumarvörurnar, gæddu þér á girnilegum réttum og geröu gæðakaup á Kringlukasti. Sérkjörin koma þér á óvart á hverjum degi. Nokkrar verslanir og þjónustuaSilar veita dag hvern 15 % viöbótarafslátt af sérvaldri vöru eöa þjónustu ofan á Kringlukastsafsláttinn. í dag koma þessar verslanir þér á óvart: VALMIKI RR SKÓR HAGKAUP Komdu f Kringluna og njóttu þess nýjasta á sólskinsverdi. laugardagur NYJAR VORUR með sérstökuin afslætti 20%-50% Opiö alla laugardaga til kl. 18:00 Upplýsingar i síma 588 7788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.