Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 61 S FÓLK í FRÉTTUM Líðan Stephens Kings góð eftir atvikum Ibúarnir bíða í röð eftir að gefa blöð Klæmst á Hemingway AÐ var óneitanlega dálítið í anda skáldsagna hrollvekjuhöf- undarins Stephens Kings þegar íbúar Maine biðu í röðum eftir því að gefa honum blóð. Það átti sér þó eðli- legar skýringar því hann var í átta tíma skurðaðgerð, sinni þriðju á nokkrum dögum, eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi. Að sögn talsmanns sjúkrahússins í Maine, Randall Dustin, var raunar til nóg af blóði á spítalanum „en það er alltaf góð hug- mynd að gefa blóð og við kunnum vel að meta þetta framtak“. Aðgerðin á King tókst vel en að sögn lækna var King „úrvinda af þreytu" eftir að hún var afstaðin. „Þetta er seigur náungi og hann fær mikinn stuðning frá fjölskyldunni sinni sem stendur við bakið á honum,“ sagði skurðlæknirinn David Brown. Aðgerðin var sú stærsta hingað til og var skipt um mjöðm sem brotnaði á nokkrum stöðum þegar ekið var aftan á rithöfundinn þar sem hann var á göngu í grennd við sumarbústað sinn í North Lovell í Maine. Mjaðmagrindin brotnaði, hægri fóturinn og tvö rifbein sem valda honum mestum sársauka, að sögn lækna. King fór í fjórðu aðgerðina í gær og sagði Brown að ef allt gengi að óskum myndi King geta gengið með hækjur í lok næstu viku en hann þyrfti líklega níu mánaða sjúkraþjálfun til að ná fullum bata. Kortum og tölvupósti með óskum um bata hefur rignt yfir spítalann Central Maine Medical Centre í Lewiston þar sem King er í meðferð. Brown sagði að þótt King hefði ekkert getað lesið eða skrifað eftir slysið hefði hann boðist til þess að ljóstra upp endinum á nýjustu skáldsögu sinni, sem annar læknir hefði verið að lesa. Brown sagði að læknirinn hefði hafnað boðinu. Á laugardagskvöld fyrir viku sýndi Stöð 2 gamla mynd um Ernest Hemingway, „Ástir á stríðsárunum“ (In Love and War), þar sem segir frá marg- frægu ævintýri sem Hem- ingway upplifði undir lok heims- styrjaldarinnar fyrri á Italíu, en þangað fór hann átján ára gam- all til að aka særðum mönnum frá vígvöllunum á vegum Rauða krossins og koma þeim undir læknishendur. Sjálfur skrifaði Hemingway um veru sína á Ital- íu á stríðsárunum í skáldsög- unni „Vopnin kvödd“ (A Farewell to Arms), sem gerði hann heimsfræg- an, einnig það fótarsár, sem hann fékk við Fossalta á Ítalíu, sjúkrahúsleguna og hjúkkuna sem hann kynntist. Dregin er upp heldur ógeðfelld mynd af Hemingwy ungum í kvikmynd- inni, sem Attenborough leik- stýrir. íslendingar fengu snemma nokkur kynni af skrif- um Hemingwy, en fyrstu skáld- sögu hans þýddi Karl ísfeld, blaðamaður og rithöfundur, „Og sólin rennur upp“, sem var góð þýðing og tilgerðarlaus, en Vopnin voru síðan þýdd af Hall- dóri Laxness á mál sem kom illa við Suður-Þingeyinga og var um margt meiri laxneska en Hem- ingway. Síðan höfum við fengið þennan ameríska höfund frá Michigan þýddan mest á lax- nesku, þar sem einfalt orð eins og ávísun heitir sýnivíxill o.s.frv. Um þessar mundir er verið að lesa „Hverjum klukkan glymur" í þýðingu Stefáns Bjarman í út- varpið í þætti sem einskonar varaútvarpsstjóri stýrir. Fyrir einum þremur vikum fylgdi ein- hver kvenmaður, auðheyrilega vel upp alin í skólakerfí lands- ins, upplestrinum á þessum róman Hemingway úr hlaði með því að tala um áhrif „Rauðra penna“ í Evrópu fyrir seinna stríð. Manni skildist að Hem- ingway hafi átt að vera einn af fulltrúum Rauðra penna á tím- um Spánarstríðsins, en hér á ís- landi mun hafa komið út tímarit með þessu nafni um skamman tíma og áhrifalít- ið nema í hugum þeirra sem hafa verið heilaþvegnir til und- irbúnings nýrrar Islandssögu. Engum sögum fer af Rauðum pennum í Evrópu. Það fer hins vegar meiri sögum af afskiptum rússneskrar stjórnvalda af Spánarstríðinu, enda hirtu þeir allan gullforða Spánar og fluttu með skipi frá Barcelona. Um það hafa verið fluttir færri fyr- irlestrar í útvarpið en áhrif Rauðra penna. Fimmtándi þáttur um kalda stríðið var sýndur s.l. mánudag í sjónvarpinu. Þar kom kínverska byltingin einkum við sögu og pólitískur ferill Maos formanns. Miklir kærleikar voru með þeim Stalín og Mao í fyrstu, en því að- eins að Kínverjar létu kyrrt liggja þótt Rússar teldu að Sta- lín væri æðstur maður kommún- ismans í heiminum. Síðan færð- ist þetta tignarheiti yfir á Mao, sem var skáld og kvennamaður samkvæmt ævisögu líflæknis hans. Kínverjar halda enn þess- um gamla titli Maos, enda eru allar „hugsjónir“ dauðar í Rúss- landi og forustan hjartveik og á brauðfótum. Kínverjar eru fjöl- mennastir þjóða heims, þrifnir með afbrigðum og iðnir og bjargast vel með öðrum þjóðum. Þeir verða ekki kommúnstar lengi, til þess eru þeir alltof glaðværir og lausir við óþörf hindurvitni. En þeir þurftu margt að lagfæra, eins og erlend yfirráð og herkóngaveldi heima- fyrir, árviss flóð og mannfelli. Nú fréttist ekki af hungursneyð- um. Þeir óttast helst mannfjölg- un og hafa sett skorður við barneignum. Spjallað var við Pétur Péturs- son, þul, í þættinum Maður er nefndur í sjónvarpinu á mánu- dagskvöldið. Pétur er mikill sagnamaður og halda mátti í fyrstu að hann kæmist ekki hjálparlaust fram úr langfeðga- tali sínu. En Eyjólfur hresstist og við tók baráttusaga sósíalista item Gúttóslagur, sem allir við- staddir virðast hafa upplifað á mjög persónulegan hátt, svo engum ber saman um hver barði hvern og til hvers. Pétur vék undir lokin að þeim Helga Hjörvar og Jónasi Þorbergssyni og var það svolítið sérkennileg saga af vinnustað, þegar menn þurftu helst að ganga í einkenn- isklæðum, eins og hermenn, til að sæist hver réði hverju og hvar í húsinu. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Jaifier Bardem Ofbeldi, blóð, voodoo, monnfórnir, serðíncjar, mannút og almennur skepnuskapur! Eín sú blóðugosto sem birst: hefur ú hvito tjalciinu I lungan tima. Stranglega tsönnuð innan 16. ii Adrerialiri lcilclc" maxim mátt eldcl missa af nessari" Empire “Mest brútal mynd sem ég hef séð11 Baröninn undírtónum romeo dolorosa,- Klíkkaður voodooprestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.