Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Eignarhaldsfélagið Ker ehf. kaupir stóran hlut í íshafi hf. Aætlað að leysa Is- haf upp á næstunni EIGNARHALDSFELAGIÐ Ker ehf., sem er í eigu Olíufélagsins hf., keypti nýlega upp mikinn hluta bréfa í Hlutabréfasjóðnum íshafi hf. með það fyrir augum að undir; búa endalok á starfsemi sjóðsins. í apríl síðastliðnum gerði Ker öllum öðrum hluthöfum í íshafi kauptil- boð þar sem þeim var boðið and- virði bréfa sinna á genginu 1,21. Að sögn Jóhanns Magnússonar, framkvæmdastjóra Kers ehf., svör- uðu um 127 hluthafar tilboðinu, af rúmlega 200 hluthöfum. Hafa hundrað hluthafar þegar selt Keri ehf. bréf sín en Jóhann segist bú- ast við að fleiri muni bætast við á næstunni. Hann segir að þrátt fyr- ir að kauptilboðið sé formlega runnið út hafi Ker enn áhuga á að kaupa bréf hluthafanna. íshaf hf. var upphaflega í eigu Hættir hjá Burnham HJÁLMAR Kjartansson hefur hætt störfum sem einn fram- kvæmdastjóra Bumham Internat- ional á Islandi frá og með 30. júní síðastliðnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem stjórn Bum- ham Intemational hefur sent til Verðbréfaþings íslands. Hjálmar var áður annar tveggja fram- kvæmdastjóra verðbréfafyrirtæks- ins Handsals, forvera Bumham Intemational, og hafði hann gegnt þeirri stöðu frá því í nóvember síð- astliðnum. Núverandi fram- kvæmdastjórar Bumham Intemat- ional á Islandi eru Guðmundur Pálmason og Sigrún Eysteinsdóttir. íslenskra sjávarafurða og var stofnað sem áhættufjárfestinga- sjóður í sjávarútvegi. Sjóðurinn á hlut í fjölmörgum sjávarútvegsfyr- irtækjum hér á landi en stærstu hlutir sjóðsins í einstökum félögum em í Vinnslustöðinni, Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur, Skagfirðingi, Snæ- felli og Tanga. Olíufélagið hf. keypti fyrst hlutabréf í sjóðnum á árinu 1998 en íshaf var skráð á Verðbréfaþing Islands árið áður. „Markmiðið með því að kaupa eldri hluthafa út var fyrst og fremst það að gefa þeim einstak- lingum sem keyptu sig inn í sjóðinn á sínum tíma tækifæri á að selja bréf sín á góðu verði. Við ráðgemm síðan að lögð verði fram tillaga um að sjóðurinn verði tekinn af skrá Verðbréfaþings Islands og síðan verður unnið að því á næstu miss- emm að leysa upp þau verðmæti sem í sjóðnum em og greiða þau út tii eigenda," segir Jóhann. Þeir hundrað aðilar sem seldu Keri hlutabréf sín áttu bréf að nafnvirði rúmlega 32,8 milljónir króna en kaupverðið, miðað við gengið 1,21, er um 39,7 milljónir. Virkt hlutafé í íshafi hf. er alls tæplega 572 milljónir króna. Nú um mánaðamótin seldi Ker ehf. eignarhaldsfélaginu Mastri ehf. hlutafé í íshafi að nafnverði 82 milljónir króna á genginu 1,21 eða fyrir um 99 milljónir króna, og á Mastur nú 14% hlutafjár í sjóðn- um. Olíufélagið hf. á hlut í Mastri ehf. en sá hlutur er ekki ráðandi. Jóhann segir að Mastur viiji með kaupunum taka þátt í uppgjöri sjóðsins en við söluna minnkaði eignarhlutur Kers í sjóðnum úr 56,1% í 48%. Segiagerðin Ægir ehf. kaupir Skeljungsbúðina Liður í þróun á úti- vistarvörumarkaði SEGLAGERÐIN Ægir ehf. hefur keypt rekstur og lager Skeljungs- búðarinnar á Suðurlandsbraut 4 og hefur þegar tekið við rekstrinum. Verður hann óbreyttur fram í miðj- an ágúst þegar Skeljungsbúðin verður sameinuð útivistarverslun Seglagerðarinnar, Everest í Skeif- unni. Kaupverð er trúnaðarmál að sögn Óla Þórs Barðdal hjá Segla- gerðinni. Færri og stærri útivistarvöruverslanir Að sögn Óla Þórs Barðdal era kaupin liður í þeirri þróun á útivist- armarkaðnum sem lýsir sér í færri og stærri verslunum. „Þetta kemur til með að styrkja okkar verslanir," segir Óli Þór. „Við fáum inn merki eins og Britax-barnastóla og Prim- us-gastæki og verðum aðalseljend- ur þessara merkja á landinu. Þetta styrkir verslunarrekstur Segla- gerðarinnar með nýjum vömm og nýjum viðskiptavinum." Ekki mun koma til uppsagna starfsfólks vegna kaupanna en Seglagerðin rekur nú tvær útivist- arvöraverslanir, í Örfirisey og Skeifunni. „Markmiðið hjá okkur er að bjóða upp á allt sem tengist ferðalögum,“ segir Óli Þór. Breytt starfsemi beggja verslana Skeljungsbúðin hét upphaflega Brennarabúðin og veitti þjónustu vegna katla og brennara þegar olíukynding var algengari hér á landi. Starfsemi Skeljungsbúðar- innar hefur færst yfir á útivistar- vöramarkaðinn á síðustu áram. Hvar færðu hollráð um Margrét Guðmundsdóttir frá Skeljungi hf. og Óli Þór Barðdal frá Segla- gerðinni Ægi ehf. innsigla kaup Seglagerðarinnar á Skeljungsbúðinni. Seglagerðin Ægir ehf. var stofn- uð árið 1913 og annaðist þá fyrst og fremst seglagerð fyrir skip og báta. Á síðari árum hefur fyrirtæk- ið sérhæft sig í útivistar- og ferða- Árangur fjármálastofnana við gengisspár Frávik frá raunverulegu gengi dollars Röð Fjármálastofnun gagnvart pundi, evru og jeni 1. Búnaðarbankinn, Reykjavík 0,48 % frávik 2. Hypovereinsbank, Munchen 0,64 % frávik 3. Bank of Montreal, Toronto 0,67 % frávik 4. Helaba, Frankfurt 0,67 % frávik 5. Banque Populaire, Par'is 0,84 % frávik 6. KBC, Bressel 0,88 % frávik 7. 4-Cast, London 0,88 % frávik 8. Pictet & Cie, Zurich 0,89 % frávik 9. Gandon Cap Mkts, Dublin 0,90 % frávik 10. Macquarie Bank, Sidney 0,93 % frávik 11. Banco Santander, Lissabon 0,94 % frávik 12. BCI, Mílanó 0,95 % frávik 13. Nord Landesbank, Hannover 0,96 % frávik 14. Credit Lyonnais, París 0,97 % frávik 15. Banca IMI, London 1,00 % frávik 16. Unicredito Italiano, Mílanó 1,04 % frávik 17. Dresdner Bank, Frankfurt 1,15 % frávik 18. Nomura Int., London 1,18 % frávik 19. Christiania Bank, Osló 1,21 % frávik 20. Lioyds TSB, London 1,21 % frávik Búnaðarbankinn rekstur og stjórnun? Deloitte & svarið er Touche ö Deloitte & Touche hf. - öflugt alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki á íslandi Hlíöasmári 14 Sími 580 3000 - Ármúli 40 Sími 580 5500 - Lyngháls 9 Sími 580 5570 skákaði alþjoð- legum bönkum BÚNAÐARBANKI íslands hf. spáði næst raunverulegu gengi dollars í júnímánuði og skákaði þar með 60 alþjóðlegum fjármálastofn- unum, samkvæmt könnun sem Eeuters-fréttastofan hefur gert. Búnaðarbankinn gerði gengis- spá í byrjun júní og var 0,48% frá raunveralegu gengi dollarsins við lokun kauphalla í London 30. júní sl. í öðra sæti varð Hypovereins- bank í Munchen sem var 0,64% frá raunveralegu gengi og í því þriðja hafnaði Bank of Montreal í Toronto, 0,67% frá raunveralegu gengi. Góður árangur virkari markaði að þakka Að sögn Árna Maríassonar, gjaldeyrismiðlara hjá Búnaðar- bankanum, hefur þessi árangur í för með sér góða kynningu á bank- anum á alþjóðlegum mörkuðum. „Markaðurinn hér heima er að dýpka og eflast og rannsóknir að aukast og Island er því að komast á kortið á alþjóðamarkaði.“ Árni segir Gjaldeyrissvið Búnað- arbankans hafa stækkað og góður árangur í könnuninni fylgt í kjöl- farið á aukinni þátttöku á mark- aðnum. „Þetta sýnir að það er ým- islegt hægt, stórar erlendar fjár- málastofnanir era að sjálfsögðu mun öflugri en þær íslensku en virkari markaður hér heima hefur gert þær samkeppnishæfari," segir Árni. Búnaðarbankinn spáði í byrjun júní að dollarinn myndi í lok mán- aðarins enda í 1,5958 gagnvart sterlingspundi, 1,0348 gagnvart evrunni og 121,37 gagnvart jeni. Raunverulegar tölur voru 1,5770, 1,0352 og 121,1 í sömu röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.