Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 60
y 60 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MYNPBÖNP *■ Tóm leiðindi Ástfanginn (Fall)____________ Áslarsaífa ★ Framleiðsla: Terence Michael. Hand- rit og leikstjórn: Eric Schaffer. Kvik- myndataka: Joe De Salvo. Tónlist: Amanda Kravat. Aðalhlutverk: Eric Schaffer. 93 mín. Bandarísk. Há- \ skólabíó, júní 1999. Öllum leyfð. PESSI ástarsaga fer af stað með gríðarlegum metnaði. Sagan á að vera erótísk, töff, listræn og flott. í stuttu máli klikk- ar hún á öllum þessum sviðum svo úr verður til- gerðargrautur af, sem betur fer, sjaldgæfri stærð- argráðu. Eric Schaffer nokkur leikur aðalhlut- verkið, skrifar handritið og leikstýrir myndinni og verður að segjast að gott samræmi f er í því hversu hrikalega honum tekst upp. Persóna hans á að vera ómótstæðilega sjarmerandi gaur, rétt eins og ofurfyrirsætan sem hann er skotinn í á að vera óviðjafn- anlega fögur. Leikurunum tekst hins vegar báðum að skapa undar- lega ljótar og leiðinlegar persónur. Hvað erótík varðar er myndin miklu frekar vandræðaleg. Kynlíf parsins er kauðslegt þegar það á að vera æsandi og hlægilegt þegar það á að vera töff. í stuttu máli veru- > lega misheppnuð kvikmynd sem réttast væri að skilja eftir í hillunni. Guðmundur Asgeirsson Ægileg della Andstæðingar (Opposite Corners)__ Spennumynd ★ >/2 Framleiðsla: Eric E. Schaffer. Leik- stjórn: Louis D’Esposito. Handrit: Joseph Garzilli, Irvin S. Bauer og Elio Lupi. Kvikmyndataka: Glenn Kershaw. Tónlist: John Frizzell. Að- alhlutverk: Cathy Moriarty og Ant- hony John Dennison. 102 mín. Banda- rísk. CIC myndbönd, júní 1999. Ald- urstakmark: 16 ár. HNEFALEIKAR og mafían eru miðpunktar þessarar mjög svo slöku bandarísku sjónvarpsmynd- ar. Fjölskyldu- vandamál mafíósa eru hversdags- legri en mann grunar, ef marka má söguna, sem er með þeim klisjukenndari. Persónusköpun er með eindæmum stereótýpísk svo jaðrar við gamansemi. Kynhneigð karlanna í myndinni er áberandi og flestir þeirra mjög óvissir um þetta atriði. Þetta er óvenjulegur flötur á ofbeldisfullri mafíumynd, en því miður er lítið gert úr honum af viti. Annars er miðað á vandann sem getur myndast þegar foreldrar reyna að lifa lífi sínu í gegnum börnin og hafa með þvi óeðlileg áhrif á þau síðamefndu. Það er því vtæpt á ýmsu í þessari mynd, en meðalmennskan ræður ríkjum og ekkert nýtt kemur upp úr dúmum. Guðmundur Asgeirsson. ^)mb l.is ALLTXk/= eiTTHISAÐ NÝTl 1 OPPOSITE ■ HllMiliihÍ Leikstjórinn Stephen Frears með myndina Hi-Lo Country Englending- ur í Villta vestrinu Pað heyrir orðið til tíðinda að kúreka- myndir séu gerðar. Stephen Frears lauk nýlega við sinn fyrsta vestra sem sýndur er í Háskólabíói. Dagur Gunnarsson hitti athygliverðan leikstjóra í London og spjölluðu þeir um kúrekamyndir yfír te- bolla að breskum sið. STEPHEN Frears er breskur kvik- myndaleikstjóri með lögfræðipróf frá Cambridge. Áhugi hans á leiídist leiddi fljótlega til tækifæra í kvik- myndagerð og sjónvarpi. Hann vakti fyrst athygli árið 1984 þegar hann leikstýrði myndinni „The Hit“, glæpamynd sem gerist á Spáni, með John Hurt í aðalhlutverki. Ari síðar gerði hann litla 16 mm mynd með þá óþekktum Daniel Day- Lewis, „My Beautiful Laundrette", sló rækilega í gegn og bæði Frears og Day-Lewis fengu mikið lof fyrir þá mynd og Hollywood fór að sýna þeim áhuga. Næsta mynd Frears kom 1987, „Sammy and Rosie Get Laid“, sem vakti athygli víða um heim, en það var „Dangerous Liasons", fyrsta myndin sem hann leikstýrði í Hollywood árið 1988, sem kom hon- um í úrvalsdeild leikstjóra. Þar voru stórstjörnur í kippum, Glenn Close og John Malkovich eftirminnilegust. Frears brást hins vegar bogalistin þegar hann reyndi að gera aðra sögulega stórmynd í Hollywood, „Mary Reilley", nánast með sömu leikurum en hafði ekki jafn hrífandi; hún kolféll. „The Hi-Lo Country" hefur fengið mjög góða dóma og er talið að Fre- ars sé búinn að ná sér á strik. Hann er sagður „leikaravænn" leikstjóri sem nær því besta út úr þeim með stimamýkt og enskri kurteisi. Ertu ánægðw með nýju myndina þína? „Já, ég get ekki sagt annað en að svo sé, en þetta er of pínlegt um- ræðuefni fyrir mig, viltu ekki bara spyija um eitthvað annað?“ „The Hi-Lo Country" fjallar um tvo vini, Pete Caldre og Big Boy Matson (Billy Cudrup og Woody Harrelson), sem koma heim eftir að hafa barist í seinni heimsstyrjöldinni og taka til við sitt fyrra líferni sem kúrekar í nágrenni við bæinn Hi-Lo í Nýju Mexíkó. En aðstæður í Hi-Lo eru breyttar og svo setja ástarmálin verulega strik í reikninginn; þeir falla báðir fyrir sömu konunni Mónu (Patricia Árquette) sem er gift einum harð- asta keppinaut þeirra og þá fara hlutimir að gerast. Myndin er byggð á sögu eftir Max Evans, sagan er einföld en frammistaða leikaranna gefur henni mikla dýpt. Nú eru myndirnar þínar mjög ólíkar, er eitthvað sem tengir þær saman? „Ég hef ekki hugmynd, þínar til- gátur er örugglega jafngóðar og mínar, ég veit ekki hvar ég ætti að byrja... eitthvað hljóta þær að eiga sameiginlegt, en mér dettur ekkert annað í hug en að þetta var það sem ég hafði áhuga á, ég eyði ekki mikl- um tíma í að hugsa út í svona lagað.“ Ekki nei við Scorsese 1990 leikstýrði Frears mjög drungalegri og vandaðri mynd „The Grifters" og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta leik- stjórn. Hann svaraði síðan kalli frá BBC og gerði rómaða sjónvarps- mynd eftir sögu Roddy Doyle „The Snapper" um viðbrögð írskrar verkamannafjölskyldu við óléttu tán- ingsdóttur þeirra. Jafnframt því að leikstýra mjög fjölbreyttum myndum hefur Stephen kennt kvikmyndaleikstjórn við The British Film Institute. Þegar Martin Scorsese, sem framleiddi „The Grifters", hringdi í hann á kennara- stofuna og bauð honum að leikstýra kúrekamynd með Woody Harrelson þurfti hann ekki að hugsa sig tvisvar um. Hvers vegna kúrekamynd? „Það er nú ekki í hverri viku sem maður er beðinn um að leikstýra kúrekamynd og þegar ég las hand- ritið varð ég líka mjög hrifinn af hugmyndinni og fékk mikinn áhuga á verkefninu og þannig kom þetta til. Ég er búinn að vera að vinna að þessari mynd í þrjú ár og allt hefur gengið mjög vel, þetta var virkilega skemmtileg reynsla." Höfða kúrekamyndir sérstaklega til þín? „Ég er hrifínn af þeim og hef séð ansi marga vestra um ævina og hef lært mjög mikið af þeim, sérstaklega hafa myndir John Ford og George Stevens menntað mig sem kvik- myndaleikstjóra. En ég var ekki svo heillaður af þeim að ég hafí hugsað: „Ég verð sko að búa til einn vestra“; það var engan veginn ætlun mín eða sérstakur draumur að leikstýra vestra. Þetta kom bara svona út í bláinn.“ Hasar er meira spennandi Drifkrafturinn í þessari mynd eru manngerðirnar, persónurnar og þeirra innri barátta, er það eitthvað sem þú sækist eftir? „Nei, það er bara það sem ég geri. Ég hef hugsað mikið um þetta og satt best að segja, ætli það sé ekki vegna allra þeirra mynda sem ég hef séð frá blautu barnsbeini, þá vil ég miklu frekar hafa hasar í myndunum mínum. Ég sæki eiginlega meira í hasarinn vegna þess að ég ræð svo vel við persónusköpunina; það sem maður getur ekki gert eða hefur minni reynslu af er oft meira spenn- andi.“ Sam Peckinpah ætlaði sér alltaf að gera þessa mynd, ekki satt? „Jú, hann lét gera handrit að myndinni eftir þessari sögu Max Evans, og það stóð til í tugi ára að hann gerði myndina, en það handrit var ekki nógu gott. Bókin sjálf er fremur einföld í uppbyggingu, mjög mikið efni en allt hangir saman á vin- áttu tveggja manna. Ég veit ekki al- veg hvað gerðist, hann [Peckinpah] var ekki nógu hlutlaus að ég held og virtist ekki geta sleppt neinu úr bók- inni. Ég held að sagan hafí minnt hann á æsku hans. Hann ólst upp í þeim heimi sem lýst er í „The Hi-Lo Country". En byssubardagi á hálfum hraða gengi aldrei í í þessari mynd og því varð aldrei neitt úr þessu hjá Sam.“ Hvernig datt Martin Scorsese í hug að framleiða þessa mynd? „Hann var að gera Casino og fór að spjalla við einn af leikurunum, L.Q. Jones [gömul vestrakempa sem lék í mörgum Peckinpah-myndum] og spurði hann hvaða vestrar voru aldrei gerðir og Jones, sem hafði líka gert tilraun til að gera The Hi-Lo Country, benti á hana. Martin lás handritið og sagði við mig: „Mér varð hugsað til þín.“ Hafa Bandaríkjamenn annað við- horf til vestra en Evrópubúar? „Já, tvímælalaust, þeir hafa mun flóknari tengsl við bandaríska sögu en við Evrópubúar genim okkur grein fyrir. Það er mjög gaman að hlusta á gamla karla í Nýju-Mexíkó tala um vestra, þeir tala ekki um það sama og við. Fyrir þeim er þetta miklu nátengdara sögunni og raunveruleikanum. Ég varð alveg heillaður af landslaginu þar, það er engu líkt, við sólsetur er þetta alveg eins og að vera á tunglinu, þetta er í órafjarlægð frá nútímanum. I raun er þessi mynd að mörgu leyti táknræn fyrir stöðu Bandaríkj- anna eftir seinni heimsstyrjöldina og það er ekki lengur hægt að gera vestra öðruvísi en í sögulegu sam- hengi, ég gæti allavega ekki gert kúrekamynd á nútímagrundvelli. Fyrir fimmtíu árum var ekkert mál að gera vestra, það var ekkert sem maður hugsaði sérstaklega út í, í dag þarf maður nokkrar háskólagráður." Hrifinn af harmleikjum Myndin minnir svoiítið á gríska harmleiki. Hafðirðu þá íhuga? „Ó já, ég kann vel að meta harm- leikjahliðina í vestrum, og þá hug- mynd að örlögin ráði gangi mála, al- veg eins og þegar ég gerði Grifters, þar sem hástemmdur harmleikurinn leyndi sér ekki.“ Hefurðu rekist á harmleikina sem gerast í Islendingasögunum, það hafa margir séð ýmislegt sameigin- legt meðþeim og vestrunum? „Nei, ég man bara eftir vinsælli sögu eftir Haggard [Sir H. Rider Haggard, rithöfund frá 19. öld] sem gerðist á Islandi, en það er einungis hundrað ára saga.“ Var erfítt að fínna réttu leikarana í myndina? „Já... (löng þögn) ... mér fannst ég verða að finna fólk sem liti út fyrir að hafa lifað lífinu og væri markað af því með hrukkum í andliti. I Los Angeles rekst maður á svo marga unga menn sem eru hæfileikaríkir og auðugir, en andlitin eru eins og barnsandlit. Þegar Big Boy var skot- inn var hann einungis tuttugu og fjögurra ára, en þá var hann búinn að þjóna hlutverki „fjölskylduíöðurins" frá því að hann var tíu ára og því var hann eins og tuttugu og fjögurra ára miðaldra maður. Þess vegna m.a. var erfitt að finna réttu leikarana." Landslagið spilar í fyrsta sinn stóran þátt í mynd sem leikstýrt er af þér. „Já, það er nokkuð til í því, ég var kunnugur svona landslagi sem hug- mynd, en ég þurfti að læra á það og uppgötva það. Víðátturnar þarna eru svo magnaðar að smámsaman fer maður að skilja þetta landslag og hvaða áhrif það hefur. Ég var stöðugt að læra hvernig hægt væri að breyta sjónarhorni myndavélar- innar lítillega til að ná fram mismun- andi áhrifum. Við fórum t.d. á einn búgarð um sólsetur og leikmyndafólkið sagði að þarna ætti fátækur kúahirðir að búa. Það getur ekki verið, sagði ég, þetta lítur út eins og paradís. Nei, nei, sögðu þau, þetta eru bara þúsund ekrur og þá var það á mörkum þess að nægja til að draga fram lífið.“ Þú kennir kvikmyndaleikstjórn, samhliða kvikmyndagerðinni, hvers vegna ertu að standa í því? „Já, ég kenni kvikmyndaleikstjórn, en það er nú kannski full virðulegur titill. Ég geri það vegna þess að nem- endurnir eru svo athygliverðir. Mað- ur verður leiður á að hlusta endalaust á eigin hugsanir og fyrir mig er nauð- synlegt að hafa gefandi samskipti við annað fólk, t.d. fór ég í gegnum Sta- gecoach með nemendum mínum þeg- ar ég vissi að ég myndi leikstýra þessum vestra.“ Jóðlandi kúreki Ertu hestamaður? „Nei, ég er ekki hestamaður, ég lét leikarana og þá sem önnuðust hestana um þá deild. Leikstjóm gengur voða mikið út á að hafa augun opin og fylgjast með. Ég hafði séð kúrekasýningu og sagði bara til um hvernig ég vildi að þetta virkaði, síðan hélt ég mig í ör- uggri fjarlægð og nautið sá um af- ganginn. Þessir „ródeó“-kappar kunna líka sitt fag, þeir vita hvemig á að detta af baki og kunna að taka dynkjunum.“ Þú hefur væntanlega þurft að læra eitt og annað í sveitatónlist. „Já, ég er orðinn mjög fróður um allt sem snertir þjóðlög, Texas- sveiflu og Vestrasveiflu og eitthvað sem kallast La Tenja. í Mexíkó er Mariarchi en í Nýju-Mexíkó er La Tenja aðalmálið. Það vora ekki allir jafn hrifnir þegar ég valdi lag með jóðlandi kúreka fyrir myndina, en tónlistarstjórinn fór smám saman að kunna að meta þetta svo við fóram til Dallas til að taka lagið upp í hljóðveri. Þegar ég sá kappann stóðu augun í mér á stilkum, mér fannst hann alveg frábær týpa. Sem betur fer hafði ég rænu á að skella honum í myndina; þannig er maður smám saman að læra fagið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.