Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 40
jáO ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um „leiðbeinendur“ og kennara með leyfísbréf FRÁ því lög númer 48 frá 1996 um lög- verndun á starfsheiti og starfsréttindum framhaldsskólakenn- ara, grunnskólakenn- ara og skólastjóra tóku gildi hefur stund- um andað köldu í garð _ þeirra kennara sem ékki hafa rétt til að nota hin lögvernduðu starfsheiti. Þann 12.6. síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu eftir Unni Sólrúnu Bragadóttur þar sem hún tekur upp hansk- ann fyrir þetta fólk. Síðan hafa nokkrir kennarar svar- að henni á heldur neikvæðum nót- um. Mér þykir Unnur eiga hrós skilið, enda á sá fjölmenni hópur „leiðbeinenda“ sem starfar við skólakerfið að njóta sannmælis. Sum svörin við grein Unnar virð- ast byggð á misskilningi. Til dæmis ygefur Sigrún Ólafsdóttir (Mbl. 26.6.) í skyn að rangt sé að nota orðið „kennari" um þá sem ekki hafa leyf- isbréf. Starfsheitið „kennari" nýtur engrar lögvemdunar heldur aðeins starfsheitin „framhaldsskólakenn- ari“ og „grunnskólakennari" og það er rétt og eðlilegt að kalla ökukenn- ara, danskennara og háskólapró- fessora einu nafni „kennara" alveg óháð því hvort þeir hafa lært kennslufræði í skóla. Svona misskilningur er leiðinleg- 'ur. Öllu verra er þó að sumir sem tjá sig um störf „leiðbeinenda“ halda fram hleypidómum sem sæma vart uppeldisstéttum. Þegar ég lærði til kennsluréttinda við Há- skóla íslands var mér meðal ann- ars kennt að treysta varlega alhæf- ingum um skólastarf sem hvorld styðjast við rannsóknir né vísinda- leg rök. Það hafa engar rannsóknir verið gerðar á því hvaða munur er á árangri af störfum kennara með leyfisbréf og hinna sem ekki hafa lögvemdað starfsheiti. Meðan nið- urstöður slíkra rannsókna liggja ekki fyrir er skynsamlegast að full- yrða sem minnst um lakan árangur kennslu þeirra réttindalausu. Samt er „leiðbeinendum" aftur og aftur kennt um þegar illa gengur í skólum. Kannski era sumir þeirra lítt hæfir til að sinna kennslu en það réttlætir ekki gífuryrði um all- an hópinn. Kennsla er óvenjulegt fag að því leyti að árangur byggist á samspili skapgerðar, iðjusemi, hæfni í kennslugrein, mannþekkingu og margvíslegri kunnáttu í tjáningu, framsetningu efnis og fleiri grein- um. Kennaranám eflir suma af þessum hæfileikum en bara suma og ef aðra hæfileika vantar hrekk- ur það líklega skammt til að gera mann að góðum kennara. Þeirrar "T starfshæfni sem menn öðlast með námi í kennaraháskóla eða rétt- indanámi við Háskóla íslands er Atli Harðarson Kr. 8.100 iviurKin 3, sími 588 0690 einnig hægt að afla með öðram hætti. Kennsla er líka óvenjuleg að því leyti að það er ósköp fátt sem allir kennarar verða að kunna. Trú- lega er best að við hvem skóla starfi kennarar með fjöl- breytilega hæfileika og ólíka reynslu. Mig minnir að kennararnir sem kenndu mér í rétt- indanáminu hafi inn- rætt nemendum sín; um skilning á þessu. í riti eftir einn þeirra segir til dæmis: „Það verður að gera ráð fyrir því að í [skólakerfinu] eins og öll- Kennsla Engar rannsóknír hafa verið gerðar á því, segir Atli Harðarson, hvaða munur er á árangri af störfum kennara með leyfísbréf og hinna. um öðram sambærilegum kerfum starfi saman fólk sem hefur marg- víslegan bakgrann. Sumir geta t.d. haft uppeldis- fræðilega menntun, aðrir ekki, sbr. tækni- og listafólk. Til þess verður að bjóða upp á fjölbreytt nám auk þess að leyfa að fólk komi úr mörgum áttum til starfans. Á lög- vemdun starfs kennara verður að líta sem nauðvöm í kjarabaráttu, en þeim tilgangi sem almennt á að ná með lögvemdun verður að leit- ast við að ná með öðram hætti í því þjóðfélagi sem nú blasir við. Það er ekki lengur framtíðarspá að benda á að viðhorf og tækni í fjölmörgum störfum breytist svo skjótt að sí- felld enduraýjun sé bæði eðlileg og nauðsynleg - óumflýjanleg. Það gengur ekki að á sama tíma og slíkt gerist reyni sífellt fleiri stétt- ir að ná fram einhvers konar einkarétti á störfum eftir að hafa gengið einhverja tiltekna náms- braut, e.t.v. í örfá ár einhvem tíma fyrir upphaf síns starfsferils“. Jón Torfi Jónasson. 1988. Menntun og skólastarf á íslandi í 25 ár 1985-2010. Bls. 88-89. Þegar ég rifja þetta upp dettur mér í hug að sumir þeirra sem andæft hafa grein Unnar þurfi að læra sína uppeldis- og kennslu- fræði ögn betur, enda held ég að þeir sem læra slík fræði vel verði yfirleitt umburðarlyndari og við- sýnni en þeir vora fyrir og geri sér um leið þetri grein fyrir því hve margt það er sem þeir hvorld vita né skilja. Sá sem telur sig full- numa í kennslufræðum á mikið eft- ir ólært, ef til vill jafnmikið og hinn sem enga skólagöngu hefur í slík- um fræðum. Undanfarin ár hefur vitund kennara um sjálfa sig sem fag- menn verið að eflast. Þótt ég sé allt annað en hrifinn af lögunum frá 1986 og telji það óttalega tíma- skekkju að lögvemda störf og starfsheiti með þeim hætti sem þau gera, þá býst ég við að setning þeirra hafi átt nokkum þátt í að efla fagvitund og metnað kennara- stéttarinnar. En tilburðir kennara til að verja þann rétt sem lögin veita þeim hafa að nokkra verkað í öfuga átt. Menn hafa nefnilega talið sér trú um að fagmennskan sé einkum í því fólgin að hafa lokið þeirri tilteknu skólagöngu sem þarf til að öðlast lögvemdað starfs- heiti og fyrir vikið öðlast ranga sýn á starfið og skyldur sínar við það. Ég get ekki gert fulla grein fyrir því hvaða munur er á fagstéttum og öðram stéttum. Ég þyldst þó vita að til að starfsmenn í einhverri grein geti talist fagmenn þurfi þeir meðal annars að hafa vitund um skyldur sínar við starfíð og þær hugsjónir sem í því felast og vera stoltir af því að rækja þessar skyldur. Svona fag- mennska sem einkennist af virðingu fyrir starfinu er til mikils menning- arauka og vonandi mun hún blómstra meðal kennara. En mér virðist að sú trú að starfshæfni þeirra ráðist sér í lagi af stuttri skólagöngu, sem stór hluti stéttar- innar ber því miður takmarkaða virðingu fyrir, sé illa til þess fallin að auka hana. Það er vænlegra til árangurs að taka höndum saman við alla þá sem vilja vinna vel og tala af virðingu um stéttarbræður sína og -systur, hvort sem þau hafa lokið formlegri skólagöngu í kennslu- fræðum eða ekki. Ég vona að þetta greinarkorn mitt verði til þess að þeir kennarar sem hafa leyfisbréf hugsi sig um tvisvar áður en þeir slá fram nei- kvæðum alhæfingum um starfsfé- laga sína sem ekki hafa lögverndað starfsheiti. Höfundur er framhaldsskólakennari. Víkurskóli Reykjavíkurborg stendur í miklum fram- kvæmdum við grunn- skóla borgarinnar vegna einsetningar þeirra en jafnframt er nýr grunnskóli tekinn í notkun á eins eða tveggja ára fresti. Gíf- urlega fjármuni þarf til að unnt sé að sinna þessu á sama tíma. Það er gert ráð fyrir að árið 2002 verði allir skólar borgarinnar einsetnir og Borga- og Víkurskóli í Borgarholtshverfum risnir. Aukið fjármagn Itarleg og vönduð úttekt var gerð 1996 á öllum skólum borgar- innar varðandi þörf á viðbyggingu með tilliti til einsetningar. Úttektin tók til þriggja þátta þ.e.a.s. stærðar byggingar, fjármagnsins og tíma- setningar. I flestum tilfellum hafa skólabyggingarnar stækkað í hönn- unarferlinu og þar með orðið dýr- ari. Það orsakar síðan seinkun á sumum framkvæmdum þar sem áætlað hafði verið að um milljarður á ári færi til skólabygginga. Reykjavíkurlistinn hefur ákveðið að hækka framlagið til skólanna um 50% til næstu þriggja ára eða í einn og hálfan milljarð á ár. Þetta er mikið fé og þvi aldrei of oft brýnd fyrir okkur öllum nauðsyn þess að gæta aðhalds í stærð bygginga og eiga heldur meira fé í innra starf skólanna. Skólastarf í Víkurskóla Nokkrar deilur hafa orðið um skólastarfið fyrir Víkurhverfi, en fræðsluyfirvöld hafa alltaf sagt að skólastarf hæfist haustið 1999 í bráðabirgðahúsnæði meðan sjálft skólamannvirkið væri í byggingu. Að mínu viti er staðið fullkomlega við þessa áætlun þó að bráðabirgða- húsnæðið sé á Korpúlfsstöðum en ekki í færanlegum kennslustofum. Aðalsteinn Símonarson skrifaði ný- lega fyrirspurnargrein til mín hér á síðum Morgunblaðsins. Mér er ljúft að svara þessum þremur spurning- um. 1. Hvenær tekur Víkurskóli til starfa? Svar: Haustið 2001. 2. Hve stóran hluta fyrirhugaðs skólahúsnæðis Víkurskóla er ráðgert að taka í notkun þá? Svar: Stefnt er að því að skólahúsnæðið verði að langmestu leyti tilbúið 2001, en að fullu lokið við það árið 2002. íbúar Víkurhverfis geta fylgst með hvernig gengur hjá nágranna- skólanum, Borgarskóla, en svipað ferli mun eiga sér stað með Víkur- skóla. 3. Hvaða bekkjar- deildir er ráðgert að verði í Víkurskóla fyrsta starfsárið? Sv- ar: Skólinn byrjar með árgangana frá 1.-8. bekk. Hins vegar er Sigi-iín . útilokað að segja á Magnúsdóttir þessari stundu hversu margir bekkir verða, enda er áformað að það verði alfar- ið í höndum skólastjórnenda að raða nemendum niður á bekki. E.t.v. byrjar skólinn með 15-16 bekkjardeildir. Skólamál Gert er ráð fyrir að ár- ið 2002 verði allir skól- ar borgarinnar einsetn- ir, segir Sigrún Magn- úsdóttir, og Borga- og Víkurskóli í Borgar- holtshverfum risnir. Ég vona svo sannarlega að börn- um úr Víkurhverfi vegni vel í Korpu- skóla næstu tvö árin. Ráðnir hafa verið afar metnaðarfullir og áhuga- samir skólastjórnendur að Korpu- skóla og ég tel að umhverfið allt sé örvandi og bætandi. Korpúlfsstaðir era stórglæsilegt hús með mikla sögu sem borgaryfirvöld eru að bæta og laga. Þá met ég mjög þegar for- eldrar eru áhugasamir um skóla- göngu barna sinna, við sjáum að þeim börnum vegnar betur. Að lok- um vil ég taka fram að engar rann- sóknir sýna samhengi milli árangurs í námi og skólahúsnæðis. Það er nauðsynlegt að skólamannvirkið sé verðugur ytri rammi utan um far- sælt skólastarf en það er og verður starfið innan veggja skólans sem skiptir sköpum. Höfundur er borgarfulltrúi. Ríkissj ónvarpið Breiðband ÞÓRARINN V. Þórarinsson er búinn að fá vinnu, sem ríkis- forstjóri hjá Lands- símanum rhf. Þórarinn var til skamms tíma talsmaður frjálsrar samkeppni, andvígur ríkisafskiptum og rík- isstyrkjum til fyrir- tæly'a á samkeppnis- markaði. En öflugri andstæðingur þeirra sjónarmiða er nú vandfundinn. Meðal þeirra fyrir- tækja sem Þórarinn gerist nú ríkisforstjóri fyrir er Ríkissjónvarp- ið Breiðvarp, sem er deild í Lands- símanum rhf. Sá flokkur sem hæst hefur talað um frelsi í fjölmiðlun hefur nefnilega hægt og hljótt komið upp nýju ríkissjónvarpi, sem selur áskriftarsjónvarp til heimila er tengjast breiðbandinu. Friðrik Friðriksson, forsprakki félags „frjálshyggjumanna", er þar deildarstjóri/ríkissjónvarps- stjóri. Eins og margir aðrir sjálf- stæðismenn var hann settur á launaskrá án auglýsingar. For- sætisráðherra taldi reynslu Frið- riks af rekstri fjöl- miðlafyrirtækja myndu nýtast vel, sem og hefur komið á dag- inn. Mikil leynd hvílir yf- ir þessum rekstri. Ólafur Stephensen, einn toppurinn enn hjá Landssímanum rhf., hefur neitað að upp- lýsa höfund um fjölda áskrifenda Breiðvarps- ins, en segir þá tals- vert fleiri en þúsund. Þá hefur hann neitað Helgi upplýsingum um fjár- Hjörvar festinguna, tekjur og gjöld, enda taprekst- urinn feimnismál. Ljóst er þó að tekjur Breiðvarpsins á sl. ári nema vart meir en 20-30 m.kr. Fjárfest- ingin í Breiðbandinu, sem nær ein- vörðungu þjónar þessum sjón- varpsrekstri, mun hins vegar nema í árslok 3-5 milljörðum króna. Til að afskrifa það á tuttugu áram þarf að gjaldfæra 200 m.kr. Vextir af fjárfestingunni era ámóta upphæð ofan á það, eða alls um 400 m.kr. á ári samtals, og þá er allur rekstrar- kostnaður eftir. Vísast er þessum stærðum hagrætt í bókhaldi Ríkisrekstur Þar með, segir Helgi Hjörvar, haslar ríkið sér völl á myndbanda- leigumarkaðnum. Landssímans með vanmati á fjár- festingu, engum fjármagnskostn- aði, o.s.frv. Enda hefur Samkeppn- isstofnun upplýst um 11 milljarða vanmat í því bókhaldi. Hitt er ljóst að Byggðastofnun bliknar hjá þess- um pilsfaldakapítalisma. Til að drýgja tekjur Breiðbands- ins upplýsir Olafur Stephensen að boðið verði upp á að leigja myndir eftir Breiðbandinu síðar á þessu ári (e. „pay pr. view“). Þar með haslar rikið sér völl á myndbandaleigu- markaðnum, með rekstri stærstu vídeóleigu landsins. MYNDBANDALEIGA RÍKISINS (Davíðs video) mun hljóta í vöggu- gjöf milljarða fjárfestingu af al- mannafé í Breiðbandinu, er skapar henni forskot í samkeppni við fyrir- tæki sem fyrir era á markaðnum og mun gera viðskipti fjölda sjálf- stæðra atvinnurekenda að engu. Stöðvum útþenslu ríkisins á fjöl- miðlamarkaði. Komum í veg fyrir ríkisrekinn myndbandaleigumark- að. Hættum að sóa milljörðum af al- mannafé í atvinnubótavinnu. Báknið burt. Höfundur er forseti borgarstjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.