Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 52
MORGUNB LAÐIÐ } 52 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 • ■________________________ Dýraglens ^ Hann verður að halda í það ^ sem hann ó þarna uppi! J 'Æáí'1 iSirrlfc' ° IÞU&F j fi —0 Jfl&J Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Grein Stefáns Kristj ánssonar í Sportveiðiblaðinu Frá Þórólfí Antonssyni og Sigurði Guðjónssyni: FYRIR skömmu kom Sportveiði- blaðið út. Þar er á undarlegan svo ekki sé sagt sóðalegan hátt vakin athygli á annars þörfu málefni, sem er verndun Elliðaánna. Höf- undur greinarinnar er Stefán Kri- stjánsson. Þar fá flestir sem að málum hafa komið ádrepu, en starfsmenn Veiðimálastofnunar einna harðasta hríð. Ádrepan var á mjög lágu plani, svo fæst af því er svara vert. Þó verður ekki hjá því komist að taka eitt fram og það er að þær dylgjur um að hleg- ið sé að Þresti Elliðasyni á kaffi- stofu okkar eru fjarri öllum sann- leika. Ekki nema þá þegar Þröst- ur lítur inn og segir eitthvað skemmtilegt sem oft gerist. Sam- starf við hann hefur verið gott, þótt stundum sé ágreiningur um málefni erum við menn til að ræða það á öðrum nótum en gerist á síð- um Sportveiðiblaðsins þessa dag- ana. Tilgangurinn er greinilega að gera starfsmenn Veiðimálastofn- unar ótrúverðuga, hvaða meðulum sem þarf að beita. Ur því Stefán Kristjánsson telur sig þess umkominn að vera með refsivöndinn á lofti og vita betur um flesta hluti en aðrir sem mikla vinnu hafa lagt fram máli þessu til stuðnings, viljum við spyrja um eftirfarandi: 1. Á hverju byggir þú það að 80% gönguseiða drepist í árósnum? 2. Af hverju segir þú að ekki hafi verið varað við mengun í ánum af hálfu Veiðimálastofnunar, eða hefur þú ekki kynnt þér skýrslur stofnunarinnar áður en þú skrifað- ir greinina? (Sjá skýrslu VMST- R/92015 sem skrifuð var 1992 og margar greinar síðan.) 3. Getur þú sýnt fram á með óyggjandi hætti að kviðpokaseiða- sleppingar hafi áhrif á laxgengd í Elliðaám eða vísað í rannsóknir máli þínu til stuðnings? Eða hefur þú ekki kynnt þér rannsóknir sem fram hafa farið á sambandi hrygn- ingarstofns og nýliðunar, veiðiálagi og árangri seiðasleppinga í Elliða- ám? Þær niðurstöður eru allar til reiðu. Ef ekki koma skýr svör við þessu hljóta ummæli þín að dæm- ast ómerk. Að öðru leyti erum við tilbúnir til málefnalegra rökræðna um rannsóknir okkar í Elliðaánum hvenær sem er. ÞÓRÓLFUR ANTONSSON og SIGURÐUR GUÐJÓNSSON, starfa hjá Veiðimálastofnun og m.a. við rannsóknir í Elliðaám. Að berjast við ímyndanir Ég hef ákveðið að sækja því aðeins um framhaldsskóla sem hafa golflið.. Heldurðu ekki að þú þurfir háa meðaleinkunn? Nei, það eina sem þeim er leggja upp úr er að þú getir farið par 5 holu í tveimur... Frá Jakobi Bjömssyni: í BRÉFI Hrafnhildar Ýrar Víglundsdóttur, ferðaráðgjafa, til Morgunblaðsins frá 22. júní sl., „Brostnar vonir“, segir svo: „Hálendið okkar, heimili elds, vatns og ísa, á undir högg að sækja þessa dagana. Hætta er á að stór- um hluta þess verði sökkt undir vatn án þess að skeyta nokkuð um mótmælaraddir íslensku þjóðar- innar.“ Og ennfremur: „Það hryggir mig óstjórnlega að börnin okkar eigi aldrei eftir að sjá Herðubreiðarlindir í sinni fegurstu mynd eða einstakt landslag Eyja- bakkanna." Mér vitanlega hefur aldrei kom- ið til orða að taka Herðubreiðar- lindir undii’ miðlunarlón eða að leggja raflínu yfir þær. Sama er að segja um Hvannalindir, sem Hrafnhildur nefnir raunar ekki. Þótt raforkuvinnsla á Islandi væri næstum áttfölduð frá því sem hún var 1998 myndi hún aðeins leggja hald á tæplega 4% af miðhá- lendinu. Jafnvel þótt við tvöföldum þá tölu eru það tæplega 8% af mið- hálendinu. Átta hundraðshlutar, eða minna, geta með engu móti talist „stór hluti“. Það eru því tóm- ir hugarórar að hætta sé á að stór- um hluta hálendisins verði sökkt undir vatn og áhyggjur Hrafnhild- ar Ýrar af örlögum Herðubreiðar- linda eða stórs hluta hálendisins eru því ástæðulausar. Hér er um ímyndaða hættu að ræða. En um- ræður um mál þurfa að vera grundvallaðar á staðreyndum en ekki ímyndunum. Um Eyjabakkana er það að segja að Alþingi hefur með sam- þykkt heimildarlaganna um Fljóts- dalsvirkjun 1981 heimilað að þar verði gert miðlunarlón. Sú heimild var í rauninni staðfest að nýju 1993, fyrir sex árum, með því að ákveða að lögin um umhverfismat frá því ári skuli ekki ná til mann- virkja sem heimiluð höfðu verið fyrir gildistöku þeirra. Eyjabakkar fara því undir vatn nema Alþingi afturkalli virkjunarheimildina með nýjum lögum. Það getur Alþingi gert en það kynni að vísu að kosta ríkissjóð, þ.e. skattgreiðendur, ein- hverja milljarða í skaðabætur. Ekkert er við því að segja að Hrafnhildur Ýr sé ósammála þess- um ákvörðunum Alþingis og berjist fyrir því að þingið endurskoði þær. Líklega afgreiðir Alþingi fá mál án þess að einhverjir séu ósammála niðurstöðunni. JAKOB BJÖRNSSON, fv. orkumálastjóri. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blað- inu efnitil birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.