Morgunblaðið - 07.07.1999, Page 21

Morgunblaðið - 07.07.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 21 ERLENT Cifil AÐKIfi BETUB! 7?Iboð baðherbergissett! Kr. 25.000,- stgr. Baðkar. 170 x 70 cm. Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm Ath. Öll hreinlætis- tæki hjá okkur eru __framleidd hjá sama aöila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baökari. VERSLUN FYRIR ALLA I Vió Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is OSTUR í SALATIÐ Kitlaðu bragðlaukana! Perskt, nýsprottið salat með grœnmeti og osti er endumœrandi sumarmáltíð sem Ipú setur saman á augabragði. Taktu lífinu létt í sumar — og njóttu þess í botn! Ostur í allt sumar ÍSLENSKIR 5|f. OSTAR^ y? u^tiNAsta AP KAÞÓLSKIR íbúar Lower Ormeau-götunnar í Belfast fögnuðu í gær þeirri ákvörðun að Óraniumönnum yrði ekki leyft að ganga fylktu liði niður götuna í skrúðgöngu sem áætluð er næsta mánudag, en þá nær „göngutíð" Óraníureglunnar árlegu hámarki. Belfast. Reuters, AFP. BERTIE Ahern, forsætisráðherra Irlands, sagði í gær að grundvöllur framkvæmdaáætlunar sem bresk og írsk stjórnvöld kynntu síðastlið- inn föstudag, um hvernig staðið skuli að myndun heimastjórnar í héraðinu og afvopnun öfgahóga, væri sú að allir flokkar á Norður-ír- landi tækju þátt í henni. E>ví væri umræða um að útiloka Sinn Féin, stjómmálaarm Irska lýðveldishers- ins (IRA), frá heimastjóminni alls ekki í anda framkvæmdaáætlunar- innar. Ummæli Aherns virtust í nokkurri mótsögn við það sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á mánudag, en þá lofaði hann sambandssinnum því að hann myndi tryggja að Sinn Féin yrði útilokað frá heimastjóm stæði IRA ekki við skuldbindingar varðandi af- vopnun hersins. Athygli vakti að Seamus Mallon, varaleiðtogi flokks hófsamra kaþ- ólikka (SDLP), gaf í gær í skyn að flokkurinn myndi styðja tilraunir til að útiloka Sinn Féin frá heima- stjóminni stæði IRA ekki við skuld- bindingar um að afvopnast. Eftir loforð Blairs þar að lútandi á mánudag beindust allra augu að SDLP því skv. skilmálum friðar- samkomulagsins frá því í fyrra get- ur heimastjómin ekki starfað án að- ildar kaþólikka. Voru orð Mallons í gær túlkuð á þá leið að flokkurinn myndi ekki standa í vegi fyrir því að stjómarsamstarfinu yrði haldið áfram án Sinn Féin. Fulltrúar Sinn Féin em hins veg- ar allt annað en ánægðir með þessi áform og Gerry Adams, leiðtogi flokksins, sagði á mánudag að Blair væri vel ljóst að það bryti í bága við skilmála friðarsamkomulagsins að reyna að útiioka Sinn Féin frá heimastjóminni. Ganga Óraníumanna í Belfast um næstu helgi bönnuð Nefnd sem starfar á vegum breskra stjómvalda úrskurðaði í gær að Óraníumenn í Belfast fengju ekki að ganga fylktu liði í gegnum hverfi kaþólskra í Suður-Belfast næstkomandi mánudag, en þá nær „göngutíð" Óraníureglunnar árlegu hámarki. Ákvörðunin olli mikilli óá- nægju á meðal Óraníumanna og hvatti George Patton, einn af for- ystumönnum reglunnar, liðsmenn nefndarinnar til að segja af sér. Þetta er í fyrsta skipti sem bresk stjómvöld banna göngu Óraníu- manna niður Lower Ormeau-götuna í Belfast, þar sem búa nánast ein- göngu kaþólikkar. Var þessi ákvörðun hins vegar tekin nú, þar sem Óraníumenn höfðu að mati nefndarinnar ekki sýnt neinn vilja tO að ná samkomulagi við íbúa göt- unnar um gönguna. Kemur hún í kjölfar svipaðrar ákvörðunar vegna Dramcree-göngu Óraníumanna í Portadown um síðustu helgi, en þessar tvær göngur hafa undanfar- in ár verið afar umdeildar og skap- að mikla spennu á N-írlandi. Til átaka kom við Drumcree í fyrrinótt þegar hópur mótmælenda gerði aðsúg að lögreglunni. Köstuðu þeir flöskum og grjóti að lögregl- unni, sem tók sér stöðu við Dramcree um helgina td að sjá tO þess að Óraníumenn héldu sig fjarri Garvaghy-götunni, en þar búa kaþ- ólikkar. Sex lögreglumenn vora fluttir á slysadedd eftir átökin og tveir menn voru handteknir. ?a0s TÆTARAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Vefsíða: www.oba.is Deilt um rétt Sinn Féin til stjórnarsetu á Norður-frlandi afvopnist IRA ekki Ahern lítt hrifinn af umræðu um útilokun Sinn Féin www.ostur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.