Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUNDRAÐ ár voru liðin frá fæð- ingu þýska rithöfundarins, Ber- tolds Brechts, á síðasta ári. Is- lenskir áhugamenn um verk hans hafa minnst afmælisins með ýms- um hætti þó að sumum hafí þótt það heldur aumt að hvorki Þjóð- leikhúsið né Borgarleikhúsið skyldu hafa lagt þar nokkuð af mörkum. Vonandi stendur það til bóta. Mætti kannski nota tækifær- ið og auglýsa eftir sýningu á „Krít- arhringnum í Kákasus“ eftir Brecht sem átti að setja upp í Þjóð- leikúsinu í apríl 1998 en var frestað. Óþægilegur eftir dauðann líka Máski hefur Þjóðleikhússmönn- um óað við þeirri umræðu sem spratt í byrjun afmælisársins um það hvort Brecht hafi í raun verið höfundur allra þeirra verka sem við hann eru kennd, hvort hann hafí ekki komið illa fram við konur og verið kommúnisti í ofanálag. Málshefjandi var Arnór Hannibals- son, prófessor við Háskóla Islands, og efaðist hann um að rétt væri að taka verk skáldsins til sýningar í stofnunum á borð við Þjóðleikhúsið og Útvarpsleikhúsið sökum þess að það hafí hugsanlega ekki haft hreint mjöl í pokahorninu. Þor- steinn Gylfason, starfsbróðir Arn- órs, kom Brecht til varnar ásamt fleh’um og sumir tóku undir með Arnóri í framhaldinu. Eftir um það bil tvo mánuði féll deilan niður án þess að lesendur væru miklu nær um þrætuefnin. En það er þó kannski fyrir öllu að Brecht sjálf- um virðist ekki hafa orðið meint af því að lenda á milli tannanna á ís- lenskum vitundarvörðum. Kannski hann hafi bara verið að láta vita af sér eins og hann lofaði að gera í viðtali við blaðamann á dánarbeði: „Þér skuluð skrifa að ég hafí verið óþægilegur og hugsi mér að vera það áfram eftir dauðann. Það verða ýmsar leiðir til þess.“ Útvarpsleikhúsið undir stjórn Maríu Kristjánsdóttur lét þetta ________LISTIR ____ Listnautnin kallar á inntak Þýska skáldið Bertold Brecht lofaði að verða óþægilegur eftir dauða sinn eins og hann hafði verið í lifanda lífí. Þröstur Helgason leið- ir að því getum að Brecht hafí vitjað ís- lenskra vitundarvarða á aldarafmæli sínu og gluggar í nýjasta hefti tímaritsins Bjarts og frú Emilíu sem helgað er minningu skáldsins. orðaskak hins vegar ekki á sig fá og hélt úti allnokkurri dagskrá um Brecht af þessu tilefni og mun gera enn um sinn. Nýjasta hefti Bjarts og frú Emilíu (nr. 29) er svo eins konar hliðarverkefni við þá dag- skrá en í því eru birtir ýmsir textar eftir Brecht í íslenskum þýðingum ásamt ágripi um ævi hans. Efnið er unnið upp úr dagskrá útvarpsins nema kafli úr „HeOagri Jóhönnu í sjáturhúsunum" sem verður flutt í Útvarpsleikhúsinu síðar á árinu. Að breyta heiminum Textarnir sem birtast í heftinu fjalla margir hverjir um listina á einn eða annan hátt; hér eru til að mynda raktar nokkrar forsendur listnautnar og tillögur íyrir leik- stjóra og leikara. Eins og segir í formála heft- isins taldi Brecht að skáld ættu erindi við fólk. Hann trúði því að skáldskapurinn gæti og ætti að breyta heiminum, enda væri ekki vanþörf á. Aðferð sinni í leikhúsinu lýsti hann kannski best með þessum orðum: „I leikhúsinu vOdi ég beita setningunni, að ekki sé aðeins nauð- synlegt að túlka heim- inn heldur þurfí að breyta honum.“ Leikhúsið átti þannig að vera í día- lektísku sambandi við heiminn, hafa áhrif á hann með orðum sín- um og gjörðum. Leikhúsið varð að miðla merkingu, það varð að hafa eitthvað að segja, annars var það ekki til neins. Brecht hélt því fram að nautnin, þar með listnautnin, kallaði á að fyrirbæri ættu sér inn- tak. Brecht rak leikhús sitt, Berlínar Ensemble, undir þessum for- merkjum síðustu ár ævi sinnar. Veigamest í hverri sögu taldi hann vera „merking hennar, það er að segja þjóðfélagslegur kjarni". Hann segir að merking textans sé ákvörðuð með því „að kafa ofan í textann, sérkenni höfundarins og þann tíma sem hún varð tO á“. Og það er forvitnilegt í samhengi við umræðu sem átt hefur sér stað hér á landi um rétt leikstjórans til að túlka verk, að Brecht telur að ef sagan er frá allt öðru tímabOi þá sé ekki hægt að endurskapa hana í anda höfundarins; „leikstjórinn verður að velja lestraraðferð sem vekur áhuga í samtíma hans sjálfs“. Allt miðar að því að verkið sé í samræðu við umhverfí sitt og þar varð leikstjórinn að beita hugvitssam- legum brögðum. í anda hugmyndar sinnar um framand- gervingu (þ. Ver- fremdungseffekt) þá kvað Brecht hins vegar skýrt á um að leikarar yrðu að beita hlutlægri túlkun í leik sínum. Hvorki leikendur né áhorfendur áttu að lifa sig inn í verkið heldur meta atburðarásina hlutlægt. Með þeim hætti komst inntak sögunnar best til skila. Þannig mátti ekld töfra fram ákveðnar stemmningar hjá áhorf- endum „sem gera atburðarásina yfirborðskennda og rangtúlka hana“, eða búa tO spennu sem ekki er í sögunni og svo framvegis. Reglur sem Brecht lagði fyrir leikara beindust að því að ná fram markmiðinu um hlutlægni: „Þegar öldungar, illmenni og spákonur eru túlkuð þarf maður ekki að afmynda röddina." Eða: „Þegar maður talar hratt má maður ekki verða hávær. Þegar maður er hávær má maður ekki verða ákafur." Og hin hlut- læga túlkun krafðist þekkingar á Bertold Brecht raunverulegum aðstæðum: „Til- finning fyrir samfélaginu er leikar- anum nauðsynleg en hún kemur ekki í stað vitneskju um samfélags- legar aðstæður. Og vitneskjan kemur ekki í stað stöðugra rann- sókna á þeim. Fyrir hvert hlutverk og hverjar aðstæður og hverja setningu er nauðsynlegt að afla sér nýrrar þekkingar." Með list sinni og þekkingu átti leikarinn að kenna og hafa áhrif, breyta en umfram allt skemmta: „Áhorfendur eiga rétt á skemmt- un.“ Skýr pólitísk afstaða í heftinu birtast einnig fáein ljóð eftir Brecht, smásagan Hinn særði Sókrates og Sögur af herra Keuner. Síðastnefndu sögumar eru anekdótur, stuttar hnitmiðaðar athugasemdir af heimspekilegum toga og frásagnir af ýmsum atvik- um og uppákomum sem Keuner þessi lendir í. Umfjöllunarefnin eru meðal annars frumleiki, svik, sann- leikurinn og Guð. Sú sem ber heitið „Fyrirmannlegur limaburður" sýn- ir jafnt fyndni Brechts sem hár- beitta gagnrýni: „Herra Keuner sagði: „Einu sinni henti mig það líka að bera mig fyrirmannlega (þið vitið: Beinn í baki, uppréttur og stoltur, hnakkakerrtur). Eg stóð nefnilega í vatni sem steig. Þegar það náði mér upp á kinn bar ég mig svona.“„ Hin skýra pólitíska afstaða skáldsins kemur einnig fram í ljóð- inu „Eg sem lifði af‘: „Auðvitað er mér það Ijóst: Það var fyrir ein- skært lán / að mér auðnaðist að lifa svo marga vini. Svo var það í nótt / í draumi / að ég heyrði þessa sömu vini segja um mig: „Hinir sterkari/ lifa af ‘ / Og ég hataði mig.“ Þýðendur og aðrir sem að heft- inu komu eru Kristján Árnason, María Kristjánsdóttir, Heimir Pálsson, Jórunn Sigurðardóttir, Magnús Þór Þorbergsson, Franz Gíslason, Pétur Gunnarsson, Arthúr Björgvin Bollason og Bjarni Jónsson. Tónleikar í Norræna húsinu SNORRI Sigfús Birgisson, píanó- leikari og tónskáld, heldur tónleika í Norræna húsinu þriðjudagskvöldið 13. júlí kl. 20 á vegum Félags antró- pósófa, en um þessar mundir eru haldinn fundur norrænna antró- pósófa í Reykjavík. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá norrænu gest- anna en eru auk þess opnir almenn- ingi. Á efnisskránni eru fimm verk eft- ir Snorra: Portrett nr. 4, 6 og 7 (1998), Divertimento í sól (1998) og Hymni (1982). Tónleikamir eru innan við klst. langir án hlés. Aðgangseyrir er 500 kr. Velind Fegurðin kemur innan fró Laugavegi 4, sími 551 4473 mbl.is Keli í Eden með bláan heim MYNDLISTARMAÐURINN Keli sýnir í Eden í Hveragerði, Bláan heim (Blue world) sem eru 52 myndir unnar í olíu og akrýl. Myndimar era flestar gerðar á þessu ári. Myndefnið er fjölþætt, „portret" í raunsæisstíl, súrreal- ismi, impressiónismi, og abstrakt. Þema sýningarinnar er út í bláinn, sem er komið út frá draumi lista- mannsins en í draumnum langaði hann að mála þennan fagurbláa heim, segir í fréttatilkynningu. Keli sýndi í íyrra í Þórshöll í Reykjavík og er þetta önnur einka- sýning hans hérlendis en hann hef- ur einnig sýnt á Spáni og Englandi. Hann hefur numið myndlist hér- lendis og hefur undanfarna fjóra vetur verið í myndlistarnámi í The Art Center of Mijas og í einkaaka- demíu Eugenio de la Cruz í Ma- laga. Sýningin stendur til 19. júlí nk. og er opin frá kl. 9 til 23 alla daga. Málverkasýn- ing á Rauða veggnum ELÍSABET Olka Guðmundsdóttir opnar sýningu sína, Veisla fyrir ormana, á Rauða veggnum í Japis, Laugavegi 13, í dag, sunnudag, kl. 15. Elísabet er 20 ára og sjálfmennt- uð en hefur áður haldið einkasýn- ingu á Nelly’s Café og tekið þátt í samsýningum. Veisla fyrir ormana er röð figúratífra olíumálverka sem era öll unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 6. ágúst og er opin alla daga eftir opnunartíma verslunarinnar. Verk Mistar frumflutt í Belgíu Sumardagskrá Norræna hússins Kynning á menn- ingarlífi Bologna í KYNNINGU á menningarborg- um Evrópu árið 2000 í sumardag- skrá Norræna hússins er komið að Bologna. Kynningin fer fram mánu- daginn 12. júlí kl. 20. Yfirskrift Bologna á menningar- árinu er Menning og samgöngur. Daniele Gasparinetti segir í máli og myndum frá menningarmiðstöðinni „Link“ og starfinu þar, fram- kvæmdastefnu, viðfangsefnum sem nú eru uppi og tilraunum. Bologna með yfir 400.000 íbúa er talin sérstakur miðpunktur í ítölsku menningarlífí. Menningarmiðstöðin Link er menningar- og rannsókna- staður fyrir ungt listafólk í Bologna, klúbbahús, fundastaður og félags- miðstöð. Viðfangsefnin era af öllu tagi: raflistarinnsetningar, framúr- stefnukvikmyndir, hip-hop-menn- ing, leikhús og bókmenntir. Link verður ofarlega á blaði á ári menn- ingarborgarinnar því að eitt aðal- verkefni í Bologna verður að örva og styðja unga listamenn og hópa sem vinna á sviði samskipta og tækni. Daniele Gasparinetti hefur unnið hjá Link frá árinu 1994 að skipulagningu sjónmiðlunar og mál- og myndmiðlun. Auk framkvæmda- stjórnar og markaðssetningar vinn- ur Gasparinetti sem umsjónarmað- ur fyrsta „Netmag“-s, alþjóðlegra samskipta í listum og nýjum miðl- unarformum. Dagskráin verður á ensku. Að- gangur ókeypis. Málverkasýning Kristjáns Jónssonar í Borgarnesi KRISTJÁN Jónsson sýnir nú 18 málverk í Safnahúsi Borgarfjarð- ar í Borgarnesi. Verkin eru öll ný og hafa ekki verið til sýnis áður. I aðalsal safnsins eru myndir í þeim stfl sem margir kannast við hjá Kristjáni, segir í fréttatil- kynningu, þar sem mannanna verk og forgengileiki þeirra eru til umfjöllunar. I forsalnum kveð- ur aftur á móti við nýjan tón, en myndirnar þar eru hugsaðar sem eins konar óður til konunnar sem móður og ástkonu. Kristján Jónsson nam grafík og listmálun við Massana-listaskól- ann í Barcelona. Hann hefur áður tekið þátt í tveimur samsýningum en sýningin í Safnahúsi Borgar- Ijarðar er sjötta einkasýning hans. Sýningin f Safnahúsinu er hald- in á vegum Listasafns Borgar- ness, en fimni listamenn hafa nú þegar sýnt verk sín í boði Lista- safnsins og fyrirhugað er að opna tvær til þrjár sýningar í viðbót síðsumars og í haust. Sýningarn- ar eru opnar á hefðbundnum tima en Safnahúsið er opið alla daga vikunnar kl. 13-18, og að auki á fimmtudagskvöldum kl. 20-22. Sýning Kristjáns Jónsson- ar stendur til 8. ágúst. EINAR Jóhannesson klarinettu- leikari frumflytur verk Mistar Þorkelsdóttur á klarinettuhátíð, sem nú stendur í Oostende í Belgíu. Á hátíðinni, sem nefnist Clarfest, koma saman margir klarinettuleikarar víða að og leika ný og gömul verk. Einar er fyrsti íslenski tónlist- armaðurinn sem tekur þátt í há- tíðinni og samdi Mist af því til- efni fyrir hann verkið För. Einar segir verkið samið fyrir klar- inettu og pianó. „Það er eins og heitið gefur til kynna, ferð eða för,“ segir Einar. „Þetta er eins og ferðalag í gegnum margskon- ar tónlist. Það eru hægir dans- þættir þarna og samtal milli klar- inetts og píanós þar sem hljóð- færin kallast á.“ Verkið segir Einar vera bæði Iifandi og skemmtilegt, enda hlakki hann til að spila það. ís- lendingar eiga væntanlega eftir að eiga þess kost að heyra För, því hann segist vonast til að spila það oft og jafnvel taka upp fljót- lega. Tónleikagestir Clarfest koma víðs vegar að úr heiminum til að vera við hátiðina, en tónleikahald hefst þar klukkan átta á morgn- ana og lýkur á miðnætti. Einar segir nyög hvetjandi að taka þátt í hátíðinni. Hann lék nýlega á Risor tónlistarhátíðinni í Noregi og hélt ásamt öðrum einleikurum hátiðarinnar til London. En þar voru valin verk af Risor hátíðinni leikin í Wigmore Hall. Fengu tónleikarnir að sögn Einars tölu- verða umfjöllun í bresku blöðun- um Times og Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.