Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÖLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Hollensku konurnar sem björguðust eru vel á sig komnar Sjaldgæfír þörungar í Mývatni Á BOTNI Mývatns lifa græn- þörungar sem eru kallaðir kúluskítur, -skítur vegna þess að þeir koma stundum í sil- unganet, kúlu- vegna lögunar sinnar. Þessi lögun þörung- anna, sem heita cladophora aegagropila á fræðimáli, er mjög sjaldgæf og finnst nú ein- göngu á botni Mývatns og Ak- an-vatnsins í Japan. Japanski fræðimaðurinn Isamu Wakana tók sér ferð á hendur til íslands til að rann- saka þörungana, en hann er sérfræðingur um þá. Að sögn Áma Einarssonar, forstöðu- manns Náttúmrannsóknarstof- unnar, era þörangarnir friðað- ir í Japan og þykja mikil nátt- úrugersemi. Ferðamenn flykkjast einnig til rannsóknar- stöðvarinnar við Akan-vatn til að skoða þörungana, Um 500 þúsund manns gera sér ferð þangað árlega til að skoða kúluskft. Árai segir þörungana hafa verið rannsakaða þó nokkuð, en fram á þessa öld fundust þeir í fleiri vötnum hér á iandi. Nú eru þeir alls staðar útdauð- ir, nema í Mývatni, líklega vegna mengunaráhrifa. Ljósmynd/Junji Takahashi ISAMU Wakana virðir fyrir sér kúluskít. Innan við sólarhring á sjúkrahúsi ^EFFIE Andreé Wilkens og Lidia van Benkum voru sendar á gæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur til aðhlynningar. Þær sluppu nyög vel og yfirgáfú sjúkrahúsið síðdegis í gær, innan við sólarhring eftir að slysið átti sér stað. Á innfelldu myndinni er sams- konar vél og konurnar brotlentu í gær. Hún er af gerðinnni Gulfstream AA-5A. ar við vorum rétt við ströndina sá ég að það dygði ekki til að ná til flugvallarins og tók þá ákvörðun að brotlenda vélinni í sjónum. Ég vissi að það var besti kosturinn því það er svo grýtt á þessum slóðum." Erfiðast að komast út úr stýriklefanum Flugvélin sporðreistist þegar hún lenti á sjónum. Stýriklefinn var því undir allri vélinni og fylltist hann fljótlega af vatni. Þær Effie og Li- dia höfðu því skamman tíma til að koma sér út úr klefanum og segja þær að þessi stund hafi verið sú erf- iðasta í gærkvöldi. „Við höfðum samt ekki tíma til að vera hræddar, við þurftum að ein- beita okkur að því að komast út úr vélinni. Halda niðri í okkur andan- um, því klefinn var fullur af vatni, ná áttum, því það var alveg dimmt inni í klefanum, finna dymar og opna þær, sem var mjög erfitt,“ segir Effie sem telur að þær hafi verið komnar út um tveimur mínút- um eftir að vélin lenti. Fljótlega þegar þær voru komnar út úr vélinni skildu leiðir. „Mér létti þegar ég sá að Lidia var óslösuð og komin í björgunarvesti," segir Effie sem komst í land af eigin rammleik fjörutíu mínútum eftir lendinguna. „Ég hitti fljótlega björgunarsveitar- mann og sagði honum frá Lidiu.“ Henni var bjargað um borð í vélbát- inn Gústa í Papey eftir tveggja klukkustunda volk í sjónum og segir hún að sér hafi verið orðið ansi kalt þegar björgunin barst. „Ég sá ekki bátinn nálgast og var ótrúlega fegin þegar þeir kipptu mér um borð.“ Konumar vom báðar í flotgöllum, sem bjargaði lífi þeirra. „Eg flýg aldrei yfir höf án þess að vera í slík- um galla," segir Éffie sem hefur átt flugvélina í m'u ár. Hún liggur nú á hafsbotni með öllum fijggum þeirra vinkvenna sem vora á leið til íslands í frí, en hér eiga þær vini. „Mestu máli skiptir að við eram heilar á húfi,“ segja þær og bæta því við að þær hafi ekki í hyggju að hætta við fríið á ís- landi þrátt fyrir þessa byrjun. Morgunblaðið/Jim Smart „ÉG HUGSAÐI með mér að ég ætl- aði ekki að deyja en varð skelkuð vegna þess að mér gekk illa að setja á mig björgunarvestið. Svo þegar ég var komin út festust skóreimam- ar mínar í flugvélinni sem var tekin að sökkva, en mér tókst einhvem veginn að losa mig,“ segir Lidia van Benkum frá Hollandi, en hún og Effie Andreé Wilkens voru hætt komnar á föstudagskvöld þegar flugvél þeirrar síðamefndu brot- lenti suður af Stokksnesi við Horna- fjörð. Þær sluppu ótrúlega vel og einu merki slyssins eru marblettir við auga. Effie, sem hefur margoft komið til Islands og talar ágæta íslensku, segir að hún hafi strax gert sér grein fyrir, þegar hún gat ekki lent flugvélinni í Færeyjum vegna veð- urs, að eitthvað gæti farið úrskeiðis. „Það var ekki um marga valkosti að ræða og spurning um skjótar ákvarðanir. Ég hefði getað haldið mig í loftinu fyrir ofan Færeyjar í tvær klukkustundir en vissi að um leið og ég hinkraði þar væri mögu- leikinn að ná til Islands úr sögunni." Besti kosturinn að lenda í sjónum Flugvélinni var því haldið áleiðis til Homafjarðar, en Effie er kunnug staðháttum þar. „Við vorum með nóg eldsneyti til að fljúga frá Skotlandi til Islands en notuðum að- eins of mikið vegna veðursins. Þeg- Höfðum ekki tíma til að vera hræddar Fjölgun í öllum málaflokkum umferðarlagabrota í Reykjavík Kærur vegna hraðaksturs tvöfölduðust milli ára FJÖLDI umferðarlagabrota frá árinu 1996 til 1998 jókst úr 12.955 í 30.923 og jókst málafjöldi í nær öllum málaflokkum er varða brot á umferð- arlögum. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunn- ar í Reykjavík. Þar segir að ólíklegt sé að rekja <; 'jínegi ástæðu aukningarinnar eingöngu til tíðari brota ökumanna heldur hafi meiri áhersla verið lögð á umferðareftirlit á síðasta ári. I fyrra var fjöldi brota vegna ökuhraða 6.451, árið 1997 3.348 og 3.941 árið 1996. Miklar sveiflur era í fjölda hraðakstursbrota milli mánaða, sér- staklega yfir sumarið. Mánuðina október til des- ember er tíðni brota 8 til 10% á mánuði, hún , sveiflast frá 2 til 12% í janúar til apríl en stökkin 1 verða mun meiri yfir sumarmánuðina. Þá er hlut- fall brota frá um 6% og uppí 18%. Telur lögregl- an veðurfar hafa þarna áhrif og mismikil áhersla lögreglunnar á eftirlit með hraðakstri. Karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem kærðir era fyrir hraðakstur. Þá vora 26 fyrirtæki eða stofn- anir kærð vegna hraðaksturs starfsmanna á öku- tæki fyrirtækis. Málum vegna brota á reglum um notkun ör- yggisbelta og annars öryggisbúnaðar fjölgaði um 46% eða úr 560 og 633 árin 1996 og 1997 í 1.367 í fyrra. Karlmenn í meirihluta Umferðaróhöpp vora í fyrra 3.475 en kringum 2.800 bæði árin á undan. Tíðnin er mest síðari hluta árs, 8,9% í október, 9,3% í nóvember og rúm 10% í desember. Fæst óhöpp era í janúar, apríl og júní, kringum 7%. Fram kemur í skýrslu lögreglunnar að karlmenn eru í miklum meiri- hluta þeirra sem kærðir eru fyrir umferðarlaga- brot. Þeir voru 77% þeirra sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur og 79% þeirra sem kærðir voru fyrir ölvunarakstur. Flestir þeirra sem kærðir vora fyrir hraðakstur voru á aldrinum 18 og 19 ára og í ölvunaraksturshópnum vora flestir á aldrinum 21 til 25 ára. Innbrotum fækkaði enn í fyrra og vora þau um 20% færri en árið áður. Telur lögreglan megin- skýringuna þá að minna sé um innbrot í bíla. Kærðir vora 353 karlar vegna innbrota en 23 konur. í fyrra voru 660 manns kærðir fyrir lík- amsárás eða líkamsmeiðingar og era karlar þar í meirihluta. Húsbruni í Þorlákshöfn ELDUR kviknaði í mannlausu íbúðarhúsnæði í Þorlákshöfn laust fyrir hádegi í gær, en hús- ið skemmdist ekki mikið. Hús- ráðendur vora ekki heima, en talið er að kviknað hafi í út frá þvottavél eða þurrkara. Ekki urðu miklar skemmdir vegna elds, en reyk- og vatnsskemmd- ir urðu nokkrar. Þreyta Viðeyjarsund KRISTINN Magnússon og Fylkir Þ. Sævarsson ætla í dag að synda frá Reykjavík til Við- eyjar og til baka aftur. Kristinn hefur áður synt hefðbundið Við- eyjarsund, sem er frá Viðey til Reykjavíkur. Sundkapparnir stefna að því að leggja af stað frá ferjubryggjunni í Sunda- höfn kl. 16:30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.