Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 3$ Þrír íslendingar með í Blackpool EIN sterkasta danskeppni heims fór fram í Blackpool á dögunum og tóku 3 íslenzk pör þátt í henni. Keppni þessi tekur heila viku og eru keppendur hátt á annað þúsund. Keppni þessi hef- ur verið haldin á hveiju ári í hartnær 60 ár og fer hún fram í Wintergardens danssalnum, sem er ákaflega fallegur og tignar- legur salur. Keppendur koma hvaðanæva að og eru Japanir sérstaklega áberandi. Að þessu sinni voru einungis þrír íslenzkir keppendur í Blackpool og allir dansa þeir við dansfélaga sem eru af erlendu bergi brotnir. Ingvar Geirsson dansaði í at- vinnumannaflokki og Rising star keppninni, sem er fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumenn. Ingvar er búsettur i Bandaríkjunum og dansar við stúlku þaðan sem heitir Leslie Spearin. Þau dansa eingöngu suður-ameríska dansa og komust í 48 para úrslit í báðum keppnis- flokkum sinum, þar sem hátt í þrjúhundruð pör voru skráð til leiks. Karen Ósk Björgvinsdóttir og Adam Reeve voru að keppa sem atvinnumenn í fyrsta skipti. Karen er uin tvítugt og er búin að vera búsett erlendis siðastliðin misseri til að æfa sinn dans. Hún og Adam hafa verið í mikilli framför og hafa vakið töluverða athygli. Karen og Adam komust í 48 para úrslit í Rising Star keppninni í suður-amerískum dönsum, en í 96 para úrslit í sí- gildum samkvæmisdönsum. f flokki atvinnumanna komust þau í 96 para úrslit í bæði suður-am- erískum dönsum og sígildum samkvæmisdönsum. Elísabet Sif Haraldsdóttir fyrrum unglinga- meistari í Blackpool og marg- faldur Islandsmeistari, keppti í Youth flokki í Blackpool með Roky Césn fyrrum heimsmeist- ara frá Slóveníu. Þau stóðu sig mjög vel og komust alla leið í undanúrslit í suður-amerískum dönsum og höfnuðu í 9. sæti. I þessa keppni voru skráð 228 pör og er árangur þeirra því mjög glæsilegur. Elísabet sem er einnig um tvítugt hefur undan- farin ár verið búsett erlendis eins og Karen til að stunda sína íþrótt og hefur hún unnið til fjölda verðlauna á erlendri grundu. ELÍSABET Sif Haraldsdóttir og Roky Césn komust í undan- úrslit í suður-amerískum döns- um í Youth-flokki í Blackpool. Árangur íslendinganna í Blackpool er mjög góður, hvern- ig sem á hann er litið, og er greinilegt að þessir frábæru dansarar eru að gera góða hluti. Kínaklúbbur Unnar til Tíbet og Kína DRENGUR í Tíbet með systkini sitt á bakinu. LEIÐRÉTT Rangt nafn RANGT nafn var við mynd af beitn- ingamanni á Bolungarvík í Verinu sl. miðvikudag. Pilturinn á mynd- inni heitir Ingimar Finnbjömsson. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Friðarhlaupinu lýkur í dag FRIÐARHLAUPINU lýkur í dag kl. 14:20 með athöfn á Ingólfstorgi. Ranglega var sagt í blaðinu í gær að hlaupinu lyki á laugardag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tekur við friðarkyndlinum af hlaupurunum. Tengist ekki myndinni TEKIÐ skal fram að mynd sem fylgdi umfjöllun um rán í Reykjavík í föstudagsblaðinu tengist ekki ný- legum ránum sem framin hafa verið í Reykjavík. Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 •Reykjavík KÍNAKLÚBBUR Unnar stendur fyrir ferð til Tíbet og Kína 17. sept- ember til 8. október nk. Unnur Guðjónsdóttir kynnir þessa 13. Kínaför, sem hún leiðir um Kína, fimmtudaginn 15. júlí á veitinga- staðnum Sjanghæ, Laugavegi 28, kl. 19. Unnur mun sýna litskyggnur frá þeim stöðum sem heimsóttir verða en þær hefur hún tekið í fyrri ferð- um klúbbs síns. Eftir að kynningu lýkur geta viðstaddir fengið sér kínamáltíð og haft gaman af spurn- ingaleik og happdrætti í kínversk- um stíl. Matargestir ættu að panta borð hjá Sjanghæ. r Smánateigun 1 Hnífsdaiur Til sölu er einbýlishúsið að Smárateig 1 í Hnífsdal, 130 fm ásamt tvöföldum bílskúr. Húsið er á snjóflóðahættu- svæði og selst með þeirri kvöð sem þinglýst er á það varðandi takmörkun á bú- setu. Selst til notkunar þar sem það er eða til flutnings. Síman 456 4554 og 862 3223 FASTEIGNA rf MARKAÐURINN ____________________j ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-17. Netfang: http://habil.is/fmark/ SKJÓLBRAUT Vesturbær Kópavogs Falleg og vel staðsett 85 fm 3ja herb. neðri hæð í þessu fallega tvíbýlishúsi. Stofa og 2 góð svefnherb. Snyrtilegar innréttingar. Suðurlóð með timburverönd. Hús í góðu ástandi að utan. Áhv. byggsj./húsbr. 2,9 millj. Góð íbúð í barnvænu umhverfi, stutt í alla þjónustu. % v........ ........-........ Þverholt II-— Mosfellsbæ Opið hús í dag Ekkert greiðslumat Sérlega falleg íbúð á 3. hæð og í risi. Parket og flísar á gólfum. Viðarklæðning í loftum. íbúðin er skráð 114,8 fm en er í raun nokkuð stærri. Áhv. 6,1 millj. byggsjóður. Verð 9,9 millj. fbúðin getur verið laus fljótlega. Katrín tekur vel á móti ykkur í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 17.00. Brynjólfur Jónsson fasteignasala, sími 511 1555, gsm 898 9791. ^..................... ...........-.........-4 Skrifstofu- og verslunarhúsnæði Til leigu er öll fasteignin Skúlagata 36 vegna væntanlegra flutninga GJ Fossberg Vélaverslunar á starfsemi sinni. Húseignin er samtals 1.834 fm og skiptist í kjallara (bfla- stæðakjallara?), verslunarhæð og tvær skrifstofuhæðir. Góð bflastæði. Vagn Jónsson ehf. Fasteignasala, Skúlagata 30, sími 5614433. FASTEIGNASALANj f r O n FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASALI SIÐUMULA 2 SIMi 533 1313 FAX 533 1314 Opið virka daga 9-17. _ l 1 - Lokað um helgar - ! |1 Atvinnuhúsnæði noTum rengio i einKasoiu idcs tttt notalegt kaffihús í hjarta Akranesbæjar. Húsið, að innan og utan, hefur verið tekið í gegn á smekklegan hátt. Vinalegt kaffihús sem skiptist í hæð og ris. Verönd í suðvestur. „Eitt besta kaffihús á Vesturlandi“. 2ja herbergja íbúð í kjallara og útiskúr fylgir með. Verð kr. 17 millj. 4ra herb. Hrísateigur Falleg ca 90 fm 4 herb. efri sértiaeð í tvíbýli á þessum eftirsótta stað. Eignin er í mjög góðu ástandi og hús fallegt. Verð kr. 9,9 millj. Eingöngu I skiptum fyrir stærra ( sama hverfi. 3ja herb. Suðurbraut Hf. Um er að ræða snotra 92 fm ibúð á 3ju hæð, (efstu), með þvottahúsi innan íbúðar. Rúmgóð herbergi. Gott útsýni. Stutt i Suður- bæjarlaugina. Bamvænt umhverfi. Verð kr. 8,7 millj. Við óskum eftir fyrir nokkra á skrá 2ja til 3ja herbergja í vesturbæ og í Kópavogi. 3ja til 4ra í austurbæ. Hæð miðsvæðis. Raðhúsi eða einbýli fyrir útgerðarmann. Einbýli í Hveragerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.