Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ s Islensk nútímaljóð í Búlgaríu Vera Gantseva Pavel Slavyanski Ægir E. Sverrisson Ný tímarit • ORÐIÐ, rit Félags guðfræði- nema, 34. árgangur, er komin út. Meðal efnis er greinin Starf og boðun við aldahvörf sem byggist á könnun sem Sigríður Munda Jóns- dóttir og Stefán Már Gunnlaugsson gerðu meðal sóknarprsta þjóðkirkj- unnar í október og nóvember á sl. ári. Trú, kirkja og samfélag séð með augum tveggja íslenskra at- hafnamanna hefur að geyma viðtöl Árna Svans Daníelssonar og Berg- lindar Salvarar Heiðarsdóttur við Helga S. Guðmundsson, formann bankaráðs Landsbankans og Kára Stefánsson, forstjóra íslenskrar erfðagi'einingar. Af öðrum grein- um má nefna Póstmódernismi í bók- menntum og listum: Gunnar Krist- jánsson, Búfræði í Gamla testament- inu, Grundvallaratriði þaulræktunai' (Lev 25: 3-5): Jón Asgeir Sigurvins- son, Kristinn tilvera í takmörkuðum heimi: John Cobb jr., Af konum og kvengervingum í Nag Hammadí-rit- unum: Jóhanna Þráinsdóttir, Vín og vínrækt í Gamla testamentinu: Sig- urður Örn Steingrímsson, Þjáningin og syndin: Ingólfur Hartvigsson og Guð meðal guða. Bókmenntafræði- leg greining á 82. Davíðssálmi: Jón Ásgeir Sigurvinsson. Orðið er rösklega 200 síður. Ritstjóri er Stefán Már Gunn- laugsson. NÝVERIÐ kom út hjá Bókaforlag- inu Litse í Sofíu í Búlgaríu Sýnis- bók íslenskra nút ímaljóða, í þýð- ingu Ægis E. Sverrissonar. Vera Gantseva valdi ljóðin og skrifar for- mála að þýðingunum sem hún nefn- ir Blóð og hunang. Sextán skáld eiga ljóð í bókinni. Steinn Steinarr skipar þar öndvegi en síðan koma þýðingar á ljóðum eftir Snorra Hjartarson, Stefán Hörð Grímsson, Hannes Sigfússon, Sigurð A. Magn- ússon, Matthías Johannessen, Hannes Pétursson, Þorstein frá Hamri, Jóhann Hjáhnarsson, Ingi- björgu Haraldsdóttur, Sigurð Páls- son, Steinunni Sigurðardóttur, Ein- ar Má Guðmundsson, Sigfús Bjart- marsson, Gyrði Elíasson og Braga Ólafsson. Vera Gantseva dvaldi hér á landi í fyrra á Snorra Sturlusonar-styrk í þijá mánuði. Hún er prófessor í nor- rænum bókmenntum við Háskólann í Sofíu og rekur lika eigið útgáfufyr- irtæki. Þýðandinn, Ægir Einarsson Sverrisson, er bamabarn Sverris heitins Kristjánssonar, hins kunna bókmenntamanns og sagnfræðings. Ægir á búlgarska móður og er tví- tyngdur. Hann hefur dvalið lang- dvölum hér á landi og kennir nú nú- tfmaíslensku við Háskólann í Sofíu. Útgefandi ljóðanna og eigandi Litse er Pavel Slavyanski, ljóðskáld og þýðandi. Ljóðskáldin Ingibjörg Haraldsdóttir og Sigurður A. Magnússon vom viðstödd heilmikil hátíðarhöld í Menningarhöllinni í Sofíu, í tilefni af útkomu bókarinn- ar. Að sögn Ingibjargar hefur út- gáfufyrirtæki Pavels Slavyanskis gefið út ljóðasöfn frá ýmsum lönd- um, m.a. frá Finnlandi, en þetta mun vera fyrsta sýnisbók ljóða frá íslandi í Búlgaríu. „Vera Gantseva er doktor í nor- rænum bókmenntum og mikilvæg persóna í búlgörsku bókmennta- lífi,“ segir Ingibjörg. „Faðir hennar var sendiherra á Islandi með aðset- ur í Stokkhólmi. Vera lærði sænsku og hin fornu fræði - miðaldabók- menntir okkar. Hún er mjög dugleg að kynna bókmenntir okkar í Búlgaríu og hefur skrifað greinar um fjölmarga höfunda. Hún hefur sannarlega reynst okkur haukur í homi! Pavel er ljóðskáld og þýð- andi. Þau komu bæði að þýðingun- um og veittu góð ráð. Búlgörsk ljóðskáld lásu síðan lokagerð þýð- inganna yfir. Það má með sanni segja að útkoma ljóðanna hafi vak- ið athygli í Búlgaríu." Teikning- ar sýndar í Lónkoti SÝNING á teikningum eftir Ragnar Lár verður opnuð í Lónkoti í Sléttu- hlíð norðan Hofsóss föstudaginn 17. júlí. Flestar eru teikning- arnar gerðar við þjóðsög- ur sem tengjast Skaga- firði þar á meðal prestin- um Háldani og kerl- inguni Ólöfu í Lónkoti. Teikningamar era unnar með pensli og penna með svörtu tússi á vatnslita- pappír. BÆKLR Ljóð IN OUR OWN WORDS An Anthology of poetry From a Generation Falsely Labeled Gener- ation X, ýmsir höfundar, ritstýrt og valið af Marlow Peerse, Weaver, NWE, 1999. HVAÐAN fékk X-kynslóðin, svo- kallaða, þá flugu í höfuðið að hún væri sú fyrsta sem þyrfti að glíma við gildisleysi, fánýti og tóm? Eða hefur hún aldrei haft þá hugmynd? Samkvæmt Marlow Peerse Weaver, sem stendur fyrir þessu ljóðasafni hér, hefur aldrei verið til neitt sem heitir X-kynslóðin eða týnda kyn- slóðin. Hugtakið er tilbúningur fjöl- miðla, stimpill. Ætlun Weavers er að gefa aðra mynd af kynslóðinni sem fædd er frá 1961 til 1982, sýna annnað en tilfinningadoða, afskipta- leysi og fábreytni. Hér tekur tóma kynslóðin til máls í ljóðum. Tildrög- in eru þau að Weaver auglýsti eftir ljóðum á veraldarvefnum, Ijóðum sem hefðu sjálfsmynd ungs fólks að yrkisefni. Hann nefnir að mikið sé ort á Netinu, að margar heimasíður snúist um ljóð. Við það má raunar bæta að nýr vettvangur hefur opn- ast fyrir upplestur á ljóðum með mp3-byltingunni (mp3 eru hljóð- skjöl á þjöppuðu formi með sæmileg hljómgæði). Á mp3-slóðum má finna mikið af ljóðum sem eru lesin, söngluð, öskruð, tautuð og hljóð- skreytt eða kveðin eins og rímur. Fyrirbæri eins og Netið breytir bókmenntunum og ekki gott að sjá fyrir endann á þeirri breytingu. Viðbrögðin við aug- lýsingu Weavers voru enda mikil: mun færri komust í safnið en vildu og er annað bindi á döfinni, jafnvel það þriðja. Spumingin er hvort þetta sé tvíbent sem málsvöm fyrir X- kynslóðina. Gæti verið að vænstur sé sá kost- ur að gangast við skammaryrðinu X og bera af stolti, líkt og til dæmis atómskáldin gerðu? Hún er dálítið slagorðakennd þessi samhygð sem byggist á sundurgerð. I am not the voice of my generation./I am the voice of no one/but myself' yrkir C.C. Russell frá Bandaríkjunum í upphafsljóði bókarinnar. Margir yrkja í ekki ósvipuðum dúr um X- kynslóðina, sundurleysi hennar og glötun veruleikans. En hafa ekki allar kynslóðir verið týndar? Afrakstur ljóðasöfnunarinnar er af ýmsum toga. Ljóðin era frá öllum heimshomum, flest þó af skiljanleg- um ástæðum frá Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum; tölvunotkun er út- breiddust þar. Til að hnykkja á fjöl- breytileikanum er hvert ljóð í bók- inni með sinni eigin leturgerð svo öllu ægir saman: marktæk uppsetn- ingartilraun sem slík en þó er ekki laust við að betur hefði farið á meiri pappírs- eyðslu og færri letur- gerðum. Weaver hefur einkum sóst eftir ná- lægum ljóðum, einlæg- um, einföldum. Mörg skáldanna yrkja bein- línis um andúð sína á menntuðum og erfiðum skáldskap og er sömu- leiðis ekki lítið uppsig- að við hippakynslóðina. Neðan við mörg ljóðin eru einkunnarorð sem rýra ljóðin þegar skáldin nýta þetta tO að gefa einskonar summu Ijóðsins: I often feel meaningless and unimportant in this massive world we live in“, segir Laura Thedorow, 16 ára, og hefði ef til vOl betur látið ljóð sitt um tjáningu þeirrar tilfinningar. Mörg ljóðanna eru ölvuð af æsku og mettuð af angist, sum líða fyrir þetta, önnur njóta góðs af því. Verstu ljóðin snúast um spælinguna yfir að vera ekki boðið í partí. Ind- verjar skera sig úr, skrifa í sterkri hefð og ráða við einfaldleikann. ísland á sinn fulltrúa í In Our Own Words. Birgitta Jónsdóttir hefur kallað sig vefskáld; í útvarps- þætti á rás 1 á dögunum var hún sett fram sem fulltrúi þess sem er annarskonar og kemst illa að í fá- breytni íslenskrar bókmenntaflóra. Góð hugmynd er að slá nafni Birgittu í netleitarvél því heimasíð- ur gerast ekki mikið betur smíðaðai' en heimasíða hennar, enda verð- launuð. Heimasíða Birgittu er í svipuðum dúr og ljóðin hér, uppfuO af persónulegri hreinskiptni, ein- lægni, nánast óþægOegri nálægð og kosmískri mystík. Annað ljóðanna sem birtast í safnritinu nefnist Bone day“ og er ort eftir að borin hafa verið kennsl á bein látins eigin- manns Birgittu sem hvarf fyrir nokkram árum. Þetta er sterkur texti. Birgitta yrkir á ensku. Hitt ljóðið er stutt og einföld mynd án titils, næstum einsog bænasöngl, hugmyndaheimurinn kannski ekki óskyldur Einari Ben.: May the sun walk with you, theraoonsmiletoyou. Walking the milky way you might look down and throw a star towards me. To remind me there is more. Much more than our eyesight can grasp. May you be what you are and wiO allways be. A delicate being with heart-shaped hands oflight. Frómt frá sagt finnst mér ljóð Birgittu og fáein önnur standa upp- úr í þessu safni og ég efast um að ég dragi hlut íslands í því mati. Of mikið af ljóðunum eru þuskenndar, almennar hugsanir sem ýfa ekki upp neinn framandleika og ná ekki að koma neinum við nema þeim sem skrifar. Eftir sem áður er leitun að kyn- slóð sem er ekki týnd. Hermann Stefánsson Tóma kynslóðin tekur til máls Birgitta Júnsdúttir Tónleikar í Landa- kotskirkju SIGURLAUG S. Knudsen sópransöngkona heldur ein- söngstónleika i Kristskirkju, Landakoti i Reykjavík laugardag- inn 17. júlí við undir- leik Ulriks Ólasonar organleik- ara og söng- stjóra kirkj- unnar. Tón- leikarnir hefjast kl. 15.30 stundvíslega. Á efnisskránni verða órator- íur og óperuaríur eftir Vivaldi ásamt þekktum ítölskum antikaríum. Þetta eru síðustu tónleikar Sigurlaugar hér á landi, en hún heldur til Bret- lands til framhaldsnáms við Northern College of Music í Manchester í næsta mánuði. Sigurlaug lauk 8. stigs prófí frá Söngskólanum sl. vor. Að- alkennarar hennar hafa verið Ásrún Davíðsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Auk námsins við Söngskólann hef- ur Sigurlaug sótt söngnám- skeið hér á landi og erlendis, m.a. Master-class námskeið hjá André Orlowitz. Hún hefur tekið þátt í tveimur sýningum íslensku óperannar og sungið á fjölmörgum tónleikum, við kirkjulegar athafnir sem og á einsöngstónleikum. Verð aðgöngumiða er 700 kr. Forsala aðgöngumiða er á skrifstofu kaþólska biskups- dæmisins, Hávallagötu 14, en á tónleikadaginn verða miðar seldir í safnaðarheimili Krists- kirkju, sem er bak við sjálfa kirkjuna. Tríó Hauks Gröndal á Jómfrúnni SUMARTÓNLEIKARÖÐ veitingahússins Jómfrúarinn- ar við Lækjargötu heldur áfram laugardaginn 17. júlí kl. 16-18. Á sjöundu tónleikum sumarsins kemur fram tríó saxófónleikarans Hauks Gröndal. Með Hauki leika tveir danskir hljóðfæraleikar- ar; kontrabassaleikarinn Mor- ten Lundsby og trommuleik- arinn Stefan Pasborg. Haukur Gröndal útskrifað- ist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 1997. Hann hefur síðan verið við nám í Danmörku og Svíþjóð. Haukur fékk nýlega inngöngu í Rytmíska konservatoríið í Kaupmanna- höfn. Tónleikarnir fara fram ut- andyra, á Jómfrúartorginu, ef veður leyftr, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU Hreins Friðfinns- sonar í Galleríi Ingólfsstræti 8 lýkur sunnudaginn 18. júlí. Hreinn Friðfinnsson var með í fyrstu sýningu SUM 1965 og var einn af stofnend- um þess félagsskapar. Hann hefur sýnt verk sín um allan heim og ýmsar bækur og rit hafa verið gefnar út um myndlist hans. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Sigurlaug S. Knudsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.