Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 4^ ) I i Kjaramálin voru Kristjáni mjög hugleikin og hann vann að því af hugsjón að bæta kjör og réttindi op- inberra starfsmanna. Þannig starf- aði hann lengi að lífeyrismálum þeirra og átti m.a. sæti í stjórn Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins um langt árabil. En þótt Kristjáns verði eflaust fyrst og fremst minnst fyrir störf sín í þágu opinberra starfs- manna, þá vann hann mestan hluta starfsferils síns í fjármálaráðuneyt- inu. Þar hóf hann störf árið 1937 og starfaði samfleytt í ráðuneytinu í 40 ár, þar af sem deildarstjóri í rúma tvo áratugi, áður en hann helgaði sig alfarið störfum í þágu BSRB. Fáir menn hafa unnið jafnlengi og Krist- ján í Stjórnarráði íslands. Hann kom eðlilega víða við sögu hér í ráðuneytinu á þessum langa ferli. Mér telst til að hann hafi starfað fyrir ellefu fjármálaráðherra og síð- an verið aðili að kjarasamningum við sex til viðbótar. Þá var Kristján einnig um tíma virkur í stjórnmál- um og sat m.a. alloft á Alþingi á ár- unum 1964-70 sem varaþingmaður. Nú þegar Kristján Thorlacius er allur er mér ljúft að þakka störf hans fyrir fjármálaráðuneytið á ár- um áður sem og fyrir forystu hans í ótal samningum opinberra starfs- manna og fulltrúa ríkisins. Eg á persónulega góðar minningar um samstarfið við hann sem ég vil enn- fremur þakka fyrir. Ekkju Krist- jáns, frú Aðalheiði Thorlacius, og fjölskyldu þeirra sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Geir H. Haarde. Launþegasamtök verða oft að taka afstöðu til pólitískra mála, og sumir segja að samtök opinberra starfsmanna séu oftast á öndverðum meiði við stjómvöld, ríkisstjórnir og sveitarstjórnir. Þetta er ekki mín reynsla eftir aldarfjórðungs setu í stjóm BSRB undir forsæti Krist- jáns Thorlacius, og það þótt stjórn- arkosningar færa stundum eftir stj órnmálaskoðunum. Árið 1960 sameinuðust andstæð- ingar hinnar nýstofnuðu „Viðreisn- arstjórnar" þ.e. sósíalistar og fram- sóknarmenn um uppstillingu gegn þáverandi stjórn bandalags undir forystu eins af þingmönnum Ai- þýðuflokks. Þessi hópur hafði litla reynslu af fyrri þingum BSRB en þá reyndist í hópi framsóknarmanna fulltrúi sem bæði hafði félagslega reynslu og var þaulkunnugur starfs- mannahaldi ríkisins og Kristján féllst á að gefa kost á sér í for- mannskjöri og sigraði með eins at- kvæðis mun, en við hinir sátum þessa samkomu í fyrsta skipti og bratum víst allar hefðir sem ríkt höfðu í samtökunum frá byrjun. Þannig vora aðeins kosnir með hon- um tveir stjórnarandstæðingar í að: alstjórn en sex stjórnarsinnar. I varastjórn lentum við hins vegar þrír af okkar lista og einn utan hans. Kristján sýndi þá strax sína ákveðni og reynslu, þar sem hann boðaði bæði aðal- og varastjórn á fyrsta stjórnarfundinn og lét okkur kúldrast í litlu herbergi sem banda- lagið hafði á leigu í húsi við Laufás- veg, en lýsti því síðan yfir í fundar- lok að hann myndi leita að stærra húsnæði til frambúðar og boðaði til næsta fundar í leiguhúsnæði hjá SÍBS við Bræðraborgarstíg. En það var fleira á döfinni en fundahús- næði, því að strax var hafið að vinna að samningsrétti í stað spranginna launalaga frá Aiþingi. Þar sem von- laust reyndist að ná fram viðunandi rétti til að semja um launasamninga, þá sömdum við um tvo gerðardóma sem voru örlítil framför frá fyrra kerfi. Og um þetta ríkti fullt sam- komulag. Það var hlutverk BSRB að koma með tillögur um 30 launa- flokka í stað þeirra 13 í gömlu launalögunum og Kjararáð banda- lagsins undir forystu Kristjáns lagði í það stórvirki að safna starfslýsing- um og raða öllum starfsheitum í þjónustu ríkisins í þessa nýju flokka og kynna þessar nýjungar í mál- gagni samtakanna og efna til af- greiðslu á þingi bandalagsins. Það var síðan samið um röðun þeirra við samninganefnd ríkisins, þannig að Kjaradómur fékk það eitt sem verk- efni að ákveða launastigann, og þar með kjör allra ríkisstarfsmanna. Leiðréttingin varð svo mikil, að það varð að semja um að hún kæmi í áföngum, en ekki í einu lagi. Allar þessar breytingar vora svo nýstár- legar, að önnur stéttarfélög mændu á háar framtíðartölur og bára sig saman við þær. Útkoman er svo sú, að nú era allar launatölur gefnar upp í prósentum en ekki í tölum. Síðan tók hvert verkefnið við af öðra. BSRB samdi um fyrstu og einu tilraunina tii starfsmats, og sú tilraun var eingöngu gerð vegna mjög góðs samstarfs Kristjáns og þáverandi fjármálaráðherra Magn- úsar Jónssonar frá Mel. Það var að vísu umdeilt, enda algjör framsmíð, en það veitti félagsmönnum svo miklar hækkanir, að þær tóku gildi í áföngum á mörgum áram, eins og fyrsti samningurinn 1963. Undir forystu Kristjáns varð bandalagið að heyja tvö löng og erfið allsherja- verkfóll árin 1977 og aftur 1984 og var hann bæði formaður samninga- nefndar BSRB og forystumaðurinn, sem bar uppi fána samtakanna. Við gerð kjarasamninga var stöðugt haldið sambandi við félagsmenn um land allt og þegar bandalagið stóð ekki í kjarasamningum var boðað til fundarherferða um land allt til að meta síðustu samninga og gefa fé- lagsmönnum tækifæri til að ræða þau verkefni, sem þeir vildu að bandalagið ynni að á næstunni. For- ystan fékk því miður ekki alltaf nóga mætingu á fundi þar sem ekki var fjallað um samninga. Sú stefna að leggja mesta áherslu á það að bæta sérstaklega lægstu launaflokk- ana fékk ekki alls staðar góðar und- irtektir og það var stundum talað niðrandi um félagsmálapakka, sem um samdist í stað beinna launa- hækkana. Kristján lét til sín taka fleira en kaupið. Hann beitti sér mikið fyrir umbótum á lífeyrismálum og var sjálfur fulltrúi í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og jafnframt fulltrúi BSRB í sautján manna nefnd, sem ríkisstjórn fól að undir- búa og endurskoða allt lífeyrissjóða- kerfi landsins. Einnig vora jafnrétt- ismál kvenna honum hugleikin og beitti hann sér mjög fyrir þátttöku samtakanna í Nordisk Foram. Þótt ætla megi að Kristján hefði í nógu að snúast skoraðist hann ekki undan beiðni ríkisstarfsmannafélaga í Reykjavík að taka sæti bandalagsfé- laga í stjórn Verkamannabústaða, en þessi félög vildu að ríkisstarfs- maður sæti í stjórninni fyrir Reykjavík því þeir væru svo fjöl- mennir í höfuðborginni. Til þess að eining gæti tekist um fulltrúann tók hann þetta að sér, þar sem þannig væri sköpuð full eining um málið. Þá vil ég skýra frá hinu frábæra starfi og ódrepandi elju sem Krist- ján sýndi við uppbyggingu orlofs- heimiia, en það er enginn sem lagt hefur fram það stórvirki, sem for- maður BSRB vann með byggingu 102 orlofshúsa að Munaðamesi og Eiðum. Það sama hvar drepið er niður í sambandi við aðdraganda, byggingu og rekstur sumarbústaða- byggðar bandalagsins, alls staðar rekumst við á þátt Kristjáns og við hlið hans á stuðning konu hans Að- alheiðar. Þeirra mikla og fórnfúsa starf og hinar óteljandi ferðir sem þau fóra skiluðu bandalaginu ómet- anlegu verðmaeti, sem er ævarandi minnisvarði. Eg mun ekki rekja þennan stóra þátt í einstökum atrið- um, því að það væri efni í aðra minn- ingargrein. Þetta er þegar orðið alltof langt, en samt hef ég aðeins stiklað á sum- um þeirra mála, sem ættu erindi í frásögn af aldarfjórðungs samstarfi við Kristján á vegum BSRB og síð- an hjá Lífeyrissjóði ríkisstarfs- manna. Við höfum ekki alltaf litið hlutina sömu augum, en hjá mér er yfirgnæfandi minningin um gefandi samvinnu og ég vil votta Aðalheiði, börnum hennar og venslafólki inni- lega samúð því að þeirra missir er stærstur, en samstarfsfólkið hjá BSRB mun ætíð minnast hans fyrir gott og árangursríkt forystuhlut- verk sem formaður samtaka, sem í voru 5.000 manns er hann tók við formennsku en 18.000 er hann lét af henni eftir 28 ára forystu. Haraldur Steinþórsson. IVAR KRISTJÁNSSON + ívar Kristjáns- son fæddist hinn 22. september 1934 á Blönduósi, og lést á heimili sínu að Hrafnagilsstræti 36 á Akureyri hinn 11. júlí 1999. Foreldrar hans voru Margrét G. Guðmundsdóttir og Kristján Júlíus- son, bæði frá Blönduósi. fvar var næst- yngstur níu systk- ina. Þau voru: Guð- mundína, f. 1915, d. 1994, Helga, f. 1916, d. 1998, Torfhildur, f. 1924, d. 1997, Jónína, f. 1925, býr á Selfossi, Guðný, f. 1930, býr í Reykjavík, Hallbjörn, f. 1936, býr á Blöndu- ósi. TVeir drengir dóu ungir. Ivar kvæntist fyrri eiginkonu sinni Guðbjörgu Hallgrímsdótt- ur, f. 1928, d. 1997, árið 1953 og eignuðust þau 2 böm. 1) Guð- rúnu Kristínu sem býr á Akra- nesi, f. 16.12. 1953. Hún á 3 böm: Láms Kristján, f. 7.1. 1971, Hönnu, f. 8.3. 1972 og írisi Dögg, f. 21.7. 1977. 2) Guðmund Eyþór Má, f. 19.3. 1956. Hann á tvö böra: Sigurð, f. 1.1. 1979 og Guð- björgu Hall, f. 28.1. 1982. Guðmundur býr nú í Ólafsvík og er í sambúð með Margar- et Mary Byrne. ívar og Guðbjörg skildu árið 1960. ívar kvæntist eftir- lifandi eiginkonu sinni Rósu Sighvatz í októ- ber 1964 og eignuðust þau fimm böm. Þau em: 1) Snævar f. 25.5. 1961, hann kvæntist Gunnhildi Þórarinsdótt- ur og eignuðust þau Ástu Rós f. 3.12. 1993. Þau skildu og er hann nú í sambúð með Sólrúnu Kristr jánsdóttur f. 3.6. 1973 og eiga þau einn son, Dam'el, f. 10.9.1995. Þau búa í Reykjavík. 2) Pálmi Þór f. 26.10. 1962, hann er giftur Ragn- heiði Svölu Káradóttur, f. 12.12. 1963. Þau eiga fjögur böm: Berg- þór Smára, f. 5.7. 1989, Rósönnu Dröfti, f. 2.4. 1993, Viktor Jarl, f. 25.9. 1996 og Helenu Eik, f. 12.4. Elsku hjartans afi minn ívar. Nú ertu farinn úr þessum heimi og yfir í þann næsta. Það var bjart- ur og fallegur sunnudagsmorgunn þegar þú vaknaðir ekki aftur. Ég var einmitt í heimsókn hjá þér með mömmu, pabba og litia bróður og við erum svo glöð yfir því að hafa eytt með þér síðustu dögunum. Það era svo margar góðar stundimar sem ég átti hjá þér og ömmu Rósu, þið vorað mér svo góð og alltaf var ég velkominn að dvelja hjá ykkur hvort sem það var heilt sumar eða nokkrir dagar. Alltaf fékk ég að koma með þér hvert sem þú fórst, ég hafði svo gaman af því. Þú sagðir mér svo margar skemmtilegar sög- ur. Ég var búinn að vera á leiðinni til þín í allt sumar til að hjálpa þér að smíða krossa en við voram einmitt hálfnaðir með einn, þegar þú kvadd- ir. Við voram alltaf svo góðir vinir, elsku besti afi minn, og ég á eftir að sakna þín svo mikið. Ég ætla að segja litla bróður mínum sögur af þér, en hann sagði einmitt „afi“ í fyrsta skiptið daginn áður en þú kvaddir. Élsku amma Rósa, megi góður Guð styrkja þig og okkur öll í þessari miklu sorg. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð í skjóli þínu. (Höf.ók.) Kristófer Elfar Sighvatsson. Fallinn er frá um aldur fram kær vinur, Ivar Kristjánsson. Mig lang- ar að minnast hans með nokkram orðum og koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir langa og gjöfula sam- fylgú- Ég kynntist Ivari fyrst heima á Sauðárkróki árið 1960, en þá hafði hann fundið ástina sína hjá eldri systur minni, Rósu Guðrúnu Sig- hvats. ívar var ættaður frá Blöndu- ósi og bjuggu þau systir mín þar fyrstu árin. Þar uxu úr grasi tveir elstu synir þeirra, Snævar og Pálmi Þór. Síðar fluttust þau til Akureyr- ar og hafa búið þar síðan. Þar fædd- ust þeim Sighvatur Víðir, Herdís Margrét og Ivar Þórður (sem varð tvítugur 19. júní s.l.). Þessi bama- hópur hefur nú eignast alls 10 barnabörn. ívar átti frá fyrra hjóna- bandi son og dóttur (Guðmund Má og Guðrúnu Kristínu), sem einnig hafa fært honum bamabörn. ívars verður minnst með ómældu þakklæti, ekki bara fyrir einstaka hjálpsemi og greiðvikni, heldur líka fyrir að gefa af sér sterkan persónuleika sem enginn varð ósnortinn af. Hann var hár og rennilegur á yngri árum, naut þess að dansa og skemmta sér, hafði hugljúfa söngrödd, var ljóðavinur. Ivar var smekkmaður í allri fram- göngu og stundum sem heimsmað- ur. Þær verða ógleymanlegar allar stundirnar við eldhúsborðin sem við höfum matast saman við, allt spjallið um mat, um sjómennsku, dagleg störf, tómstundir, allt. Með áranum fór heilsu hans hrakandi og átti hann í langri og erfiðri baráttu við margs konar veikindi og erfiðleika svo að erfitt var að átta sig á hvernig leggja mætti þvílíkt á einn mann. Ivar gerði oft ótæpilegar kröfur til sjálfs sin og jafnframt til samferðamanna sinna. Mörgum þótti nóg um, en segja má í hans tilfelli að sá sem gefur mikið, tekur mikið. Hann átti sannarlega góður stundir í faðmi kærrar fjölskyldu og var bamgóður með afbrigðum. Ivar gat alltaf kom- ið á óvart með þekkingu sinni og góðum ráðum. En einnig átti hann erfiðar stundir, þar sem vanheilsa og erfiðleikar tóku völdin. Hann stríddi við Bakkus, en vann sigur og var virkur í starfi AA-samtakanna á Akureyri. Ivar hafði mikia þörf fyrir að hanna, smíða og búa til hluti, sem hann hafði unun af að gefa og einnig til að drýgja tekjur með. Allt lék í höndum hans, hann var ótrúlega þolinmóður og drjúgur við verkefn- in þrátt fyrir skerta heiisu, svo sterkur var hugurinn og áhuginn. Síðustu áratugi gat hann veitt sér þá ánægju að hanna úr smíðajámi alls konar hluti, m.a. handrið, leiðiskrossa og kertastjaka. Frá 1983 hafði hann aðstöðu í bílskúm- um hjá okkur á Svalbarðseyri, en þar bjó ég með fjölskyldu minni frá 1978-1998. Fyrir nokkram áram kom hann sér líka upp vísi að tré- smiðju í litlu herbergi heima hjá sér. Þar urðu til alls konar tré- myndir, sem sendar vora suður til tengdadætra, sem máluðu á gripina og buðu til sölu við miklar vinsæld- ir. Ivar var liðtækur á flesta hluti innan húss sem utan. Hann vann við smíði hússins okkar á Svalbarðseyri og átti ótal handtök við frágang inn- andyra. Okkur reyndist hann alltaf sem einlægur vinur og óþreytandi ráðgjafi. Síðasti greiðinn var auð- sóttur fyrir skömmu, þegar hann aðstoðaði okkur hjónin við að velja okkur bíl á Akureyri. I fyrra urðu mikil umskipti hjá Ivari og Rósu þegar þau festu kaup á stóru einbýlishúsi ásamt dóttur sinni og fjölskyldu. Þá fluttu þau úr Glerárþorpinu (eftir 20 ár þar) yfir í Hrafnagilsstræti á Brekkunni. Stóri draumur Ivars um eigin bílskúr með smíðaaðstöðu og öllu tilheyr- andi rættist. En hann naut þessa draums ekki lengi, heilsubrestur 1998. Þau búa í Reykjavík. 3) Sig- hvatur Víðir, f. 24.3. 1967, hann er í sambúð með E. Þómnni Elfar, f. 11.2. 1966. Þau eiga tvo syni* Kristófer Elfar, f. 11.8. 1988 oj^'”* Lórenz Sólon, f. 27.3. 1998, þau búa í Garðabæ. 4) Herdísi Mar- gréti, f. 15.11. 1973, hún er gift Ingólfi Frey Guðmundssyni, f. 1.2. 1973. Þau eiga tvær dætur, Indiönu Líf, f. 8.4. 1994 og Alexöndru Sól, f. 1.12. 1995. Þau búa á Akureyri. 5) fvar Þórð, f. 19.6. 1979, hann er ókvæntur, barnlaus og býr í Reykjavík. Ivar gegndi hinum ýmsu störf- um á lífsleiðinni og má þar nefna vinnu á vertíð með föður sínum, hin ýmsu störf á Keflavíkurflug- velli, sjómennsku, og í Slippstöð- inni á Akureyri í 11 ár. Eftir að starfsþrekið minnkaði snéri hann sér alfarið að því sem hann undi sér best við, sem var handavinna ýmiskonar. Var hann mikill völ- undur á því sviði hvort sem um trésmíðar, járnsmíðar eða út- saum var að ræða. Eftir hann liggja mikil listaverk hjá vinum, ættingjum og öðram. Síðustu tvö æviárin bjó hann í Hrafnagils- stræti 36 á Akureyri en þar á undan hafði hann búið í ein 20 ár í Steinahli'ð 3c á Akureyri. Útför fvars fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. «| gaf engan grið. ívar andaðist á heimili sínu aðfaranótt 11. júh'. Hljóðlega kvaddi hann langvinnt stríð en líka lífið héma megin, sem hann elskaði svo að lifa lifandi. Hann hafði sterka trú og lét hana í ljósi af einlægni og gjeði. Bænin var honum mikils virði. I bænum okkar honum tii handa beram við fram þá einlægu ósk, að vel verði tekið á móti honum, hann leiddur til sáttar við sjálfan sig og Guð, sem öllu ræð^g ur. Elsku Rósa okkar og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk í sorg- inni og samhug í minningunni. Þórunn E. Sighvats og fjölskylda, Akranesi. Ég var ekki hissa á því að búin hefði verið til söngur um svona góð- an og skemmtilegan frænda eins og Ivar bróður hennar mömmu, en ein af fyrstu bemskuminningum mín- um era tengdar honum. Mér nokkrra ára krakka heima á Blönduósi, að uppgötva veröldina og læra talaða tungu, fannst nefni^ lega „í vor kom ég sunnan“ hljóma: „Ivar kom sunnan með sólskin í hjarta“. Ég vissi að hann var að vinna fyrir snnan og kom svo í heimsókn heim á Blönduós og kom með sólskin í hjarta heim til afa míns og ömmu, og sendi eftir litlu systurdætram sínum til að geta knúsað þær og glatt með einhverju. Síðan í gegnum árin hafa stöðugt bæst í minningabranninn gullnar stundir og þessi ímynd frænda míns breyttist ekki er ég varð fullorðin og hann fullorðnari. Hann hefur alltaf reynst mér góður frændi og tryggur vinur. Það var engin logn- molla í kringum Ivar, hressilegar, gamansamar frásagnir, hlátur og«- gleði einkenndu samverastundir með honum og fjölskyldu hans. Já, það var alltaf gaman að hitta Ivar og fjölskyldu hans, hvort sem var á fömum vegi, ættarmótum eða í heimsóknum, aldrei var rennt í gegnum Akureyri nema koma við hjá Ivari og Rósu enda höfðingjar heim að sækja. Það er mikið ríki- dæmi að eiga frænda eins og Ivar. Elsku Rósa, sorg ykkar er stór, ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna Hrefna Hólmsteinsdóttir. ^ Hlómabúð iit öa^*3skom v/ Possvogskipkjwgapð Sími: 554 0500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.