Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 56
'f>6 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ Nr. var vikur Diskur Flytjandi Otgefandi 1. 12 6 Boyzone By Request (Greatest hits) Universal 2. 4 41 Gling gló Björk Smekkleyso 3. 3 21 Gold Abba Universol 4. 8 39 Sings Bocharach & David Dionne Warvick Music Collection 5. 18 4 lcelandic Folk Favourites Ýmsir islenskir Tónor 6. 7 18 Greatest Hits 2Pac EMI 7. 2 Mensch Maschine Kraftverk EMI 8. 9 6 Best of Van Morrison Universal 9. 5 12 Pottþétt rapp Ýmsir Pottþétt 10. 2 Blue Line Mossive Attack EMI 11. 2 Check Your Head Beastie Boys EMI 12. 28 4 Romanza Andrea Bocelli Universal 13. 38 8 Under a Blood Red Sky U2 Universal 14. 43 8 Ljúflingslög Sigrún og Selma Spor 15. 6 18 Gullna hliðið Sólin hans Jóns míns Spor 16. 137 5 íslandsklukkur Ýmsir M&R Records 17. 2 My Iron Lung Radiohead EMI 18. 10 10 Rain Dogs Tom Waits Universal 19. 20 10 Violent Femmes Violent Femmes Universol 20. 99 8 License to III Beastie Boys Universal Unnið of PricewaterhouseCoopers í samstorfi við Sambond hljómplötufromieiðendo og Morgunblaðið. Ljúfsár snilld > STRÁKARNIR í Boyzone. Drengirnir í Boyzone á toppnum BREIÐSKÍFAN „By request“ sem inniheldur úrval vinsælustu laga hljíimsveitarinnar Boyzone, .'■rírónir nú efsta sæti listans yfír mest seldu, gömlu góðu plötum- ar. Björk og Dianne Warvick færa sig upp um nokkur sæti. Björk í annað sæti og Dianne í það fjórða, en þær hafa báðar verið í um tíu mánuði á listan- um. Abba Gold situr sem fastast í þriðja sætinu og hefur nú verið í fimm mánuði á listanum. Ferðamennirnir selja mark sitt á listann og rýkur „Icelandic folk favorites" upp í fimmta sæti listans og íslandsklukkur koma nýjar inn á listann og fara beint í sextánda sætið. Hljómsveitin Kraftwerk kem- ur ný inn á listann og fer beint í sjöunda sætið með „Mensch mashine", Massive attack fer beint í tíunda sætið með „Blue line“ og Beastie boys fara beint í það ellefta með „Check your head. ÉG FÉKK góða sendingu úr Svía- ríki fyrir rúmum tveimur árum eða svo. Reyndar má segja að Svíar hafi ekki í annan tíma látið svo gott af sér leiða. Sænsk stúlka, Helen vinkona mín, sendi mér plötuna If You’re Feeling Sinister, með skosku hljómsveitinni Belle and Sebastian, á segulbandi. Tónlistin var einfaldlega frábær, svo notað sé kunnuglegt hugtak. Hugmyndaauðgi Stuarts Mur- dochs, sem er aðallagasmiður hópsins, vakti aðdáun mína. Lög sveitarinnar eru „hefðbundin" popplög, minna svolítið á sjöunda og áttunda áratuginn, en eru um leið ískrandi frumleg, jafnast jafn- vel á við Bítlalögin í þeim efnum. Áður hafði ég haldið að erfitt eða ógerlegt væri að semja slík lög nú á tímum. En í kjölfar þessarar góðu send- ingar frá frænku vorri í Svíþjóð keypti ég semsagt allt sem hægt var að kaupa með Belle and Sebastian. Það var að sjálfsögðu ekki hægt hér á landi, en Netið kom að góðum notum sem fyrri daginn. Eina plötu var þó ekki hægt að panta. Það var fyrsta afurð flokks- ins, Tigermilk. Hún hafði verið gef- in út árið 1996 í aðeins 1.000 ein- tökum, þar að auki bara á vínil- plötu. Nú hefur Tigermilk verið endur- útgefin og mér barst eintak fyrir skömmu. Svo maður noti eina klisj- una enn er skemmst frá því að segja að þessi plata er stórkostleg. Reyndar má segja að seinni verk B&S fölni í samanburðinum, þótt þau séu verkum flestra annarra æðri. Tigermilk hefst á laginu The State I am In, sem kom seinna út á plötunni Dog On Wheels. Þessi út- gáfa er þeirri seinni fremri og lagið sjálft er meiriháttar, svo enn sé notuð gamalkunnug klisja. Gæsa- húðin bankar á dyrnar. Svo rekur hvert meistaraverkið annað. Næst er Expectations, sem minnir svolítið á La Pastie De La Bourgeoisie af 3..6..9 Seconds of Light sem kom út 1997. Kannski eru það þó bara blásturshljóðfærin sem eru svip- uð. En þvílíkt lag! She’s Losing It heitir næsta lag, sveipað ljúfsárum trega. „When the first cup of coffee tastes like washing-up, she knows she’s losing it.“ Nánast fullkomið lag, eins og flest hin. Þá er það lagið You’re Just a Ba- hy og gæsahúðin hverfur ekki enn. Electronic Renaissance er rafræn fullkomnun, með eldgömlum trommuheila og skemmtilegum hljóðgervli frá fyrri hluta níunda áratugarins eða seinni hluta þess áttunda. Gæsahúðin magnast. Þá er það lagið I Could be Dr- eaming, Mig gæti verið að dreyma. Já, svei mér þá. We Rule 'the School: „Do something pretty while you can, don’t fall asleep.“ My Wandering Days are Over er kannski lélegasta lagið á plötunni. Frábært lag. í laginu I Don’t Love Anyone minnir söngur Stuarts svo- lítið á Sice úr sveitinni sálugu Boo Radleys. Hvaða máli skiptir það? Engu. Síðasta lagið, Mary Jo hefst á undurfögrum samleik píanós og þverflautu, þá kemur kassagítar, bassi, rödd og loks trommur ásamt rafgítar. Hinn ljúfsári tregi er yfir- þyrmandi. Loks, tíu mínútum eftir að hafa lokið við að hlusta á Tigermilk, þegar amstur hversdagslífsins tek- ur við, hverfur gæsahúðin. 9{œiur^aíinn Smiðjuvegi 14, %0-pavogi, sími 587 6080 V Dans- og skemmtistaður í kvöld og laugardagskvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms Opið ffrá kl. 22—3 Næturgalinn — alltaf lifandi tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.