Morgunblaðið - 24.07.1999, Page 34

Morgunblaðið - 24.07.1999, Page 34
34 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERÐBOLGA Á UPPLEIÐ MÖRGUM HEFUR vafalaust hnykkt við þeirri spá Seðla- bankans, að verðbólga frá upphafi til loka ársins verði 4%. Það er umtalsvert meiri verðbólga en Seðlabankinn spáði í aprílmánuði, en þá taldi hann verðbólgu innan ársins verða 2,8%. Þetta er veruleg breyting, sem ríkisstjórn og fjármála- yfirvöld verða að taka alvarlega. Svo mikið er í húfi fyrir fólk og fyrirtæki að koma þarf í veg fyrir að verðbólguskrúfan fari í gang á ný. Seðlabankinn rekur þessa verðbólgusveiflu fyrst og fremst til þess, að benzínverð hefur hækkað mikið á síðustu vikum, verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur haldið áfram að hækka og loks hefur orðið mikil hækkun á iðgjöld- um bifreiðatrygginga. Auk þess er gengi krónunnar 0,3% lægra en þegar bankinn birti spá sína í apríl, en það hefur m.a. áhrif á innflutningsverð. Ekki er nema mánuður síðan Þjóðhagsstofnun birti endur- mat sitt á efnahagshorfum á þessu ári. Þar var gert ráð fyrir 3% verðbólgu, eða mun minni en hjá Seðlabankanum nú, svo og verulegum viðskiptahalla. Að öðru leyti var gert ráð fyrir björtum horfum í efnahagsmálum, m.a. var spáð 5,1% hag- vexti í ár í stað 4,8% í fyrri spá. Þar með verður hagvöxtur um og yfir 5% í fjögur ár samfleytt, sem er mikill árangur á alþjóðlegan mælikvarða. Atvinnuleysi hefur verið útrýmt að heita má og mikil eftirspurn er eftir vinnuafli í ýmsum at- vinnugreinum. Það hefur m.a. valdið nokkru launaskriði, sem aftur á móti veldur nokkrum verðbólguþrýstingi. Þrátt fyrir verðbólguspána verður því áframhaldandi góð- æri í landinu og þenslumerki má m.a. rekja til þess öra hag- vaxtar, sem verið hefur undanfarin ár. Full ástæða er þó fyr- ir stjórnvöld til að vera á varðbergi og leita leiða til að slá á þensluna. I því sambandi má benda á viðvörun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins frá því í febrúar þess efnis, að nægjanlegt að- hald skorti í ríkisfjármálum og nauðsyn þess, að tekjuauki ríkissjóðs umfram fjárlög komi fram í auknum tekjuafgangi en verði ekki notaður jafnóðum til aukinna ríkisútgjalda. STAÐA TUNGUNNAR SÆNSKA málnefndin leggur til að staða sænskunnar verði lögfest eins og fram kom í grein sem birt var hér í blaðinu í gær eftir fyrrverandi formann nefndarinnar og skrifstofustjóra hennar. I þessari athyglisverðu grein er rak- ið hvernig breyttar aðstæður í Svíþjóð og alþjóðlegu um- hverfi hafa haft gagnger áhrif á stöðu þjóðtungunnar. Staða sænskunnar hefur löngum þótt sjálfsögð, segir í greininni, en nú er svo komið að styrkur málsins og gagnsæi þess gilda ekki lengur. Nýjar aðstæður sökum vaxandi Evrópu- og hnattvæðingar, jafnt í efnahags- sem stjórnmálum, og ekki síst vegna upplýsingabyltingarinnar gera það að verkum að sænskan hörfar smátt og smátt á ýmsum sviðum. Æ algeng- ara er að enska sé notuð í skólakerfínu, á háum stigum sem lágum, umræða um vísindi fer í meira mæli fram á ensku, í atvinnulífinu gegnir enskan æ ríkara hlutverki vegna fjöl- þjóðlegs samstarfs, viðfangsefnum sænskra stjórnmála hefur fækkað með inngöngu í ESB og í kjölfarið minnkar hlutverk sænskunnar, jafnvel í menningarlífinu er enskan að verða æ algengara tjáskiptatæki. Að mati málnefndarinnar er hætt við að sænsk tunga þró- ist ekki í takt við þróun samfélagsins og vísindanna með þessu áframhaldi. Málnefndin segir því rétt „að slá því föstu að sænskan eigi að ráða ríkjum í Svíþjóð og hana skuli rækta sem tungu er dugi á öllum sviðum." Nefndin leggur auk þess til að ákvarðanir sem teknar séu á opinberum vettvangi verði metnar út frá áhrifum á tungumálið, líkt og mat er lagt á um- hverfis- og jafnréttisáhrif. Eins og fram kemur í grein sænsku málnefndarmannanna eru aðstæður sænskunnar ekki einsdæmi. Víða fínna menn fyrir þrýstingi enskunnar og sjálfsagt eiga fleiri eftir að ámálga hugmyndir á borð við þær sem sænska málnefndin hefur nú uppi. Þessar hugmyndir hljóta einnig að vekja Is- lendinga til umhugsunar um stöðu íslenskrar tungu og mál- verndar. Hér hefur þegar verið brugðist við sumum þeirra vandamála sem Svíar standa frammi fyrir, en það er spurn- ing hvort hin síaukna hnattvæðing, þar sem alþjóðleg sam- skipti af öllum toga verða æ greiðari og meiri, gefi ekki til- efni til að þyngja enn frekar áhersluna á ræktun tungunnar og menningarinnar sem hún hefur alið af sér. Grundvallar- krafan hlýtur þó að vera að skólar landsins leggi nægilega mikla áherslu á íslenska tungu í starfí sínu, ekki bara grunn- og menntaskólar heldur einnig æðri menntastofnanir, í þeim verða jú kennarar framtíðarinnar til. Mikil atvinna og fólksfjölgun á Tálknaf ÖLL HÚS FULL Á NÝ Þensla er á Tálknafírði, litla „fríríkinu“ inni ------------7---------------- 1 Vesturbyggð. Ibúum fjölgar stöðufft og nú er á ný búið í öllum húsum í þorpinu. Atvinnulífíð er tiltölulega fjölbreytt og erfíðleikar eins fyrirtækis eiga ekki að koll- varpa byggðinni. Helgi Bjarnason ræddi við oddvita og sveitarstjóra Tálknafjarðar- hrepps sem líta bjartsýnir fram á veginn. AÐ hafa aldrei verið veru- legar sveiflur hér í atvinnu- lífinu. Um það leyti sem togararnir fóru voru önnur fyrirtæki að byggja sig upp og því tók eitt við af öðru,“ segir Björgvin Sigurjónsson, oddviti Tálknafjarðar- hrepps. Þótt niðursveiflan hafí orðið minni en efni stóðu til fækkaði veru- lega í sveitarfélaginu. Kom það mest fram í því að erlendu verkafólki fækkaði. Við tók stöðnun en síðustu misseri hefur íbúunum fjölgað aftur og er fjöldi þeirra nú nálægt fyrra hámarki. Björn Óli Hauksson sveitarstjóri segir að útgerð smábáta hafí tekið við af togaraútgerðinni. Þegar tog- arinn hafi farið hafi verð á aflaheim- ildum smábáta verið lágt og margir sjómenn farið út í eigin útgerð. Á sumrin hafa auk þess margir að- komubátar gert út frá Tálknafirði. Smábátarnir hafa þannig skapað fíölmörg störf á sjó og í landi. Bjöm Öli tekur þó undir það sjónarmið að hráefnisöflun með smábátum sé ekki trygg, hún sé algerleg háð veðri, jafnvel á sumrin, eins og vel hefur komið í ljós í gæftaleysinu að undanfömu. Þá vekur hann athygli á því að verð á aflaheimildum smá- báta sé nú orðið mjög hátt og ef eitt- hvað bjátaði á í atvinnumálum, mik- ill kvóti færi í burtu eða annað af því taginu, þá ættu menn ekki kost á því að byggja upp að nýju með sama hætti og þegar smábátaútgerðin tók við af togaranum. Engin starfsemi hjá Rauðhamri Hraðfrystihús Tálknafjarðar hætti frystingu eftir að togarinn fór og seldi síðar Rauðhamri ehf. frysti- hús og frystigeymslur. Hins vegar hélt Hraðfrystihúsið áfram starf- semi með því að hefja saltfiskverkun í öðra húsnæði í eigu íyrirtækisins. Rauðhamar er eitt af fyrirtækjum „Rauða hersins" svokallaða á Vest- fjörðum sem mikið hefur verið í fréttum að undanförnu vegna fjár- hagserfiðleika sem leitt hafa til stöðvunar allra fyrirtækjanna. Á vegum eigenda Rauðhamars var unnið að endurbótum á frystihúsinu og voru bundnar vonir við rekstur þess á Tálknafirði enda var töluvert af íbúðarhúsnæði á lausu og mögulegt að taka við fleira fólki í þorpið. Starf- semi hófst hins vegar aldrei hjá Rauðhamri og vora aðeins einn eða tveir menn í vinnu hjá fyrirtækinu. Erfiðleikar Rauða hersins hafa því ekki haft teljandi áhrif á Tálknafirði og finnst forystumönnum sveitarfélagsins slæmt að það skuli alltaf vera nefnt í fréttum um erfiðleika íyrirtækja Rauða hersins. Nú er svo komið að ekki er hægt að bæta við fólki, nema auka við íbúðarhúsnæði á staðnum. Auk Hraðfrystihúss Tálknafjarð- ar eru tvær öflugar saltfiskvinnslur á staðnum, Þórsberg og Útnaust. Fyrirtækin hafa öll verið að auka veralega starfsemi sína að undan- förnu, byggt hefur verið við físk- vinnsluhúsin og þau endurbætt. At- vinnulífið er tiltölulega fjölbreytt, miðað við stærð staðarins, og felst ekki eingöngu í útgerð og saltfiski. Meðal annars era þrjár fískeldis- stöðvar í sveitarfélaginu, tvær vél- smiðjur, plastverksmiðja, trésmíða- verkstæði, verslanir og veitingahús, auk margvíslegrar persónulegrar þjónustu. „Þó svo eitt fyrirtæki hætti, þá myndi byggðin ekki hrynja," segir Björgvin. Flutt í öll húsin Tálknafjörður er sjálfstætt sveit- arfélag, sem er umlukið Vestur- byggð að sjó. Ibúarnir höfnuðu því á sínum tíma að vera með í samein- ingu sveitarfélaganna sem nú mynda Vesturbyggð og er á forystumönn- um sveitarfélagsins að heyra að áhugi Tálknfírðinga á sameiningu hafi fremur minnkað en aukist á síð- ustu áram. Erfið fjárhagsstaða Vest- urbyggðar virðist vera aðalstæðan fyrir þeirri afstöðu. Björgvin telur unnt að reka áfram sjálfstætt sveit- arfélag í Tálknafirði. En þá verði að stilla framkvæmdum í hóf og með lækkandi skuldum verði unnt að láta meira fjármagn ganga til að standa undir þjónustu og tfl að framkvæma ýmis gæluverkefni sveitarfélagsins, eins og hann orðar þar. „Við höfum hins vegar áhuga á allri þeirri sam- vinnu við Vesturbyggð og önnur sveitarfélög sem yrði báðum tfl góðs. Við eigum nú þegar nokkra sam- vinnu og hana mætti gjarnan auka,“ segir Björgvin. Um 370 til 380 íbúar vora í Tálknafirði þegar mest var en fækk- aði nokkuð á tímabili. I lok síðasta árs vora skráðir 348 íbúar í sveitar- félaginu en þeim hefur fjölgað um 21 á árinu, eru nú orðnir 369, sam- kvæmt upplýsingum sveitarstjórans. fbúatalan er því að nálgast það sem mest var. „Hér getur aðeins orðið fjölgun úr þessu með byggingu íbúð- arhúsnæðis," segir Björn Óli sveitar- stjóri. Tiltölulega hátt hlutfall íbú- anna er erlent verkafólk, eða 55 manns. Litlar skuldir Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er ágæt, að sögn Björgvins Sigurjónssonar oddvita, þrátt íyrir að það hafi ráð- ist í miklar framkvæmdir á undanfömum árum, með byggingu glæsilegs íþróttahúss og sundlaugar og við uppbyggingu grannskólans. Skuldir sveitarsjóðs Tálknafjarðarhrepps nema 42 millj- ónum kr. en til samanburðar má geta þess að árlegar tekjur nema 76 milljónum kr. Er skuldastaðan að sögn Björns Óla Haukssonar mun betri en hjá flestum öðrum sveitarfé- lögum á Vestfjörðum en nálægt meðaltali á landsvísu. Þess ber að geta að Tálknafjarðarhreppur hefur aldrei tapað á hlutafjárkaupum eða vegna veittra ábyrgða tfl atvinnufyr- ODDVITINN og sveitarstjórinn, B Hauksson, í garðinum vi irtækja, ólíkt mörgum öðram sveit- arfélögunum á Vestfjörðum hafa lent í. Á síðasta ári var tekjuafgang- ur og engin ný langtímalán tekin til að standa undir rekstri eða fjárfest- ingu. Auk eigin skulda sveitarsjóðs ber hann ábyrgð á 52 milljóna króna skuldum félagslega húsnæðiskerfis- ins og 19 milljóna króna skuldum hafnarsjóðs. Björn Óli vekur á því athygli hvað mikil breyting hafi orð- ið á húsnæðiskerfinu. Þegar fækkaði í sveitarfélaginu hafi fólk íyrst farið úr félagslegum íbúðum og hafi margar staðið auðar og verið baggi á sveitarfélaginu. Þegar hann kom til starfa sem sveitarstjóri íyrir tveim- ur áram hafi sjö af tólf íbúðum í eigu sveitarfélagisins staðið auðar. Nú sé búið að leigja þær allar og færri komist að en vflji og meira að segja séu íbúarnir famir að spyrjast íyrir um möguleika á að kaupa íbúðirnar. Segir hann að á meðan íbúðirnar séu leigðar út standi húsnæðiskerfið undir sér og sé ekki baggi á sveitar- sjóði. Kaupleigukerfið gengur ekki Sveitarfélagið hefur tilbúnar all- margar byggingarhæfar lóðir og á auk þess skipulagt nýtt bygginga- svæði. Björgvin er framkvæmda- stjóri Trésmiðjunnar Eik- —;—-------- ar hf. og vonast til að hús- IbÚUItl byggingar hefjist að nýju í fjölga sveitarfélaginu til þess að 21 á íbúaþróunin geti haldið ............. áfram. „Það hefur sýnt sig að kaup- leiguíyrirkomulagið gengur ekki. Ef sveiflur verða í atvinnulífinu þá tæmast þau hús fyrst og sveitarfé- lagið situr uppi með skellinn,“ segir Björgvin. Menn eru þó ekki allt of bjartsýnir á það að einstaklingar fari að fjárfesta í nýbyggingu íbúðarhús- næðis, eins og umræðan um byggða- málin hefur verið. Forráðamenn sveitarfélagsins vilja þó stuðla að því að það geti gerst með því að skapa sem best umhverfi fyrir íbúana og sjá tfl þess að þeir eigi kost á ódýrri Útgerð smá- báta tók við af togaraútgerð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.