Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 51 * + Guðlaug Matthí- asdóttir fæddist í Skarði í Gnúp- verjahreppi 17. ágúst 1910. Hin lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 22. júlí síðast- liðinn. Hún var dóttir hjónanna Jó- hönnu Bjarnadótt- ur, f. 3. sept. 1878 í Glóru í Gnúpverja- hreppi, d. 28. ágúst 1955, og Matthíasar Jónssonar, f. 7. nóv. 1875 í Skarði, d. 17. des. 1952. Systkini Guðlaugar voru: 1) Jóhanna, f. 26. apríl 1905, d. 20. júní 1906. 2) Bjarni, f. 10. apríl 1907, d. 21. apríl 1983. 3) Haraldur, f. 16. mars 1908. 4) Steinunn, f. 8. okt. 1912, d. 6. febrúar 1990. 5) Kristrún, f. 22. sept. 1923. Upp- eldisbróðir þeirra systkina var Jóhann Snjólfsson, f. 31. des. Sagt hefur verið að það sé ekki sorgarefni þegar gamalt og las- i burða fólk deyr. Vissulega á það við um Laugu. Henni var hvíldin kær. Hún vissi fullvel að hún var að hefja nýja ferð og óvíst hvenær næst yrði staldrað við, hellt upp á könnuna, spjallað og allt gert sem var svo gaman þegar Lauga var nærri. Við sem eftir stöndum finnum bæði fyr- ir söknuði og trega. En eftir langa ferð er gott að hvflast. Lauga ólst upp í Gnúpverja- hreppi og Hrepparnh- voru hennar heimkynni alla tíð. Frá 1948 til 1990 var hún húsfreyja á Bjargi í Hruna- mannahreppi. Hún unni öllum sveitastörfum og vann ekki síður karlmannsstörf en kvenna. Þá var verkaskipting karla og kvenna meiri og annar hugsunarháttur en nú er. En Lauga var jafnréttissinni. Til dæmis sló hún með hestasláttu- vél og ók dráttarvél eftir að hún kom að Bjargi. Hún var á sínum bestu árum hestakona, kunni vel að vinna með hestum og fór til fjalls í smalamennsku sem karlmaður væri. Margt hefur breyst í þjóðfé- lagi okkar síðan 1910 og ef Lauga væri ung núna stæðu þessari dug- legu og gáfuðu konu, sem hún var, margar dyr opnar. Við sem þetta skrifum vorum samferða Laugu nær alla tíð en hún var gift afabróður okkar, Guðjóni bónda á Bjargi. Foreldrar okkai- bjuggu þar einnig og um tíu ára skeið bjó allt heimilisfólkið í sama íbúðarhúsinu. Þröngt var oft á þingi en hjartarúmið stórt og þar átti Lauga ekki sístan þátt. Þótt sístarf- andi væri átti hún alltaf tíma, var bæði fræðandi og skemmtileg. Flest börn og unglingar, sem dvöldu hjá henni, eignuðust í henni trúnaðar- vin og bundust henni böndum sem : héldu allt til loka. Ef sú kenning er rétt að við eig- um það sem við gefum þá var Lauga rík kona. Ótal myndir liðins tíma vaka í hugskotinu. Lambféð á vorin, nýfædd folöld, fuglahreiður í mýr- inni, leikur óðinshana á vatnsfleti; allt þetta veitti fögnuð sem hún gaf öðrum hlutdeild í. Hún unni bókum og fróðleik og var fróðleiksfús fram á síðustu ár. Var mjög gaman að ræða við hana um margt því tengt og á því sviði var áhuginn óþrjót- andi. Á jólakorti frá síðustu árum segir hún m.a.: Mikil þökk fyrir allt liðið. Þessi orð gerum við að okkar loka- orðum. Hafi Lauga mikla þökk fyr- ir allt liðið. Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, drottinn hár. - Lát mig þreytta, þjáða styðja, þerra tár og græða sár, gleðja og fóma öll min ár. (Oterdahl.) Blessuð sé minning hennar. Kristmundur, Guðmundur og Elín frá Bjargi. 1927, d. 22. sept. 1985. Hinn 25. maí 1945 giftist Guðlaug Guð- jóni Kristni Guð- brandssyni frá Kald- bak í Hrunamanna- hreppi, f. 4. mars 1900, d. 22. apríl 1994. Þau hófu bú- skap í Hörgsholti í sömu sveit og flutt- ust 1948 að Bjargi þar sein þau bjuggu allt til ársins 1990. Bróðursonur Guð- jóns, Guðbrandur og kona hans Sigrún fluttu til þeirra að Bjargi 1957 og tóku þau alfarið við bú- inu af Guðjóni og Guðlaugu árið 1971. Síðustu ár ævi sinnar bjó Guðlaug í íbúð aldraðra á Flúð- um. Útför Guðlaugar fer fram frá Hrunakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hún var ferðbúin út í lífið litla stúlkan, léttstíg og glöð í bragði því að hún átti að sitja yfir ánum, en það gerði hún löngum ásamt systk- inum sínum í Skarði. Ekki síst hún, sem varð strax mikið fyrir skepnur og sérstaklega sauðféð og svo hélst alla ævi. I banalegunni talaði hún um það að hressast það vel að kom- ast í réttirnar í haust. Lauga var starfsöm alla ævi enda þurfti hún þess oft með og vann langan vinnudag, fyrst á fætur og síðust í rúmið. Henni féll betur að vinna útiverkin en þai’ var hún jafn- víg á flest, hvort sem það var t.d. við skepnuhirðingu eða heyskap. En innanbæjarverk fórust henni líka vel úr hendi og alveg sérstaklega tóvinnan sem hún hafði mikla ánægju af og miðlaði öðrum af kunnáttu sinni þar. Hún fór ásamt Steinunni systur sinni einn vetur í Kvennaskólann á Blönduósi og hún minntist þess vetrar oft. I farskóla gekk hún í Gnúpverjahreppi, heimavistarskól- inn í Ásum kom síðar. Lauga var sérlega minnug og fróð og las mjög mikið alla ævi og var gaman að ræða við hana um það sem hún las. Við þökkum henni langa sam- fylgd og margar góðar stundir og ekki síst hvað hún gaf bömum okk- ar gott veganesti út í lífið sem þau búa alla tíð að. Þau voru orðin nærri 89 árin og ferðbúin var hún, tilbúin að fara í sína hinstu för. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Guðlaugar Matthíasdóttur. Sigrún og Guðbrandur. Ég hafði ekki búið lengi á Flúðum þegar ég kynntist Laugu, enda vor- um við nágrannar og höfðum báðar gaman af að vinna úr ull. Hún sat oft og spann eða prjónaði, ýmist sokka eða vettlinga sem hún gaf einhverj- um sem hafði not fyrir þá. Hún var vön að koma við hjá mér þegar hún kom úr búðinni eða bóka- safninu og drekka með mér kaffi- bolla. Þá kom hún stikandi með staf- inn sinn og klofdjúpir skaflar voi-u henni ekki nein fyrirstaða. Eftir að ég fluttist í Flóann hitt- umst við ekki eins oft en þó kom hún og gisti nokkrum sinnum og ekki fór ég í gegnum Flúðahlaðið án þess að koma við hjá Laugu. í fyrra fór hún með mér í Húsið á Eyrarbakka að sýna spuna eina helgi. Það var gam- an að vera með henni þar, hún hafði svar við öllu sem gestir safnsins spurðu um og var fljót að reka þá á gat sem allt þóttust vita. Ekki var hún síður vinkona Heið- mars en þau gátu talað um íslenskt mál, bókmenntir, vísur og fólk. Heiðmar átti líka gamla Tvist, sem kominn var út af Nasa frá Skarði s.vo hann þóttist vera venslaður henni. Alltaf var stutt í spaugið hjá Laugu. Hún taldi t.d. að það væri allra meina bót að lesa krassandi glæpasögu fyrir svefninn, en veik- indafréttir úr sveitinni var hún fljót að afgreiða og vildi tala um eitthvað annað. Lífið er einkennilegt eða maður sjálfur. Mér hefur alltaf fund- ist að það hlyti að vera óralangt þangað til Lauga kveddi okkur, en á sama tíma hefur mér fundist ég verða að fara að hitta hana þar sem hver stund er svo dýrmæt. Já, hver stund er mér dýrmæt í minningunni. Harpa í Þingborg. Það var alltaf gott að vera samvist- um við Laugu. Hún hafði sérstaklega notalega og gefandi næiveru. Lítið barn orðaði eitt sinn þá vissu sína að Lauga væri algóð. Vissan var byggð á reynslu þess. Glaðværð vakti óvenju hlýtt blik í augum henn- ar og kæmi fyrir að barn væri leitt eða í örgu skapi kunni hún að bregð- ast við með mjúkri stroku um kinn eða spaugilegri sögu. Barnið orðaði hlutina á sína vísu, fullorðnir með öðrum hætti en þeir sem stigu velkomnir skref yfir þröskuldinn hjá Guðlaugu fundu að þar bjó kona óvenju rík af gáfum og gjöfulli lund. Lauga nefndi oft að hún gæti seint þakkað hversu mikið eftirlæti hún og þau systkinin ólust upp við hjá for- eldrum sínum í Skai’ði. Þar voru sög- ur, vísur og gátur jafnsjálfsagður þáttur heimilislífsins og dagleg störf. Hversdagsleg atvik og setningar urðu iðulega tilefni upprifjana og auk glettni eða alvöru mátti draga af frásögnunum lærdóm og víðari sýn. Lauga var ólöt að deila með okkur þessum gamla fróðleik og segja okk- ur á sinn hreinskipta hátt frá liðinni tíð. Við hjónin nutum þess að koma við hjá Laugu og spjalla við hana um daginn og veginn. Hún fyldist vel með því sem var að gerast á hverjum tíma og gáfur hennar og skarp- skyggni veittu oft nýja sýn á atburði líðandi stundar. Til mai’ks um þetta má til dæmis nefna að hún spáði rétt fyrir um niðurstöður síðustu forseta- kosninga löngu áður en núverandi forseti var umtalaður í því samhengi. Ekki var síður fróðlegt að rifja upp gamla tíma með henni enda hafði hún einstaklega gott minni. Jafn- framt var Lauga ávallt tilbúin til að takast á um menn og málefni. Glettni, gáski og vígfimi birtist þá í mörgum myndum. Jafnræðin og hún var og lét sér annt fólkið sitt og velferð þeirra þá sagði hún færra af sjálfri sér. Hún var eftirlát um margt við aðra en ætlaðist til lítils fyrir sjálfa sig. Hún lét frekar sinn hlut en að gera kröfur sem hún síðar sæi eftir. Því réð hennar gjafmilda hjartalag. Guðlaug lifði lífinu og kvaddi með æðruleysi. Við kveðjum Laugu með virðingu og þökk fyrir allar samvei-ustundirn- ar og trúnað hennar. Þrúður G. Haraldsdóttir, Þórður Friðjónsson. Aðeins nokkur orð í minningu gamallar konu, Guðlaugar Matthí- asdóttur, sem ég þekkti aðeins í þau níu ár sem við bjuggum í sama húsi. Ég var svo heppin að eignast í henni góða vinkonu. Hún hefði ekki vfljað að ég skrifaði eftir hana langa minningargrein. Hún sagði sjálf sitt álit í fáum orðum og var lítið fyrir mælgi og orðskrúð. Þeim mun betur lét henni að láta manni finna að hún kynni að meta návist manns og það sem gert var fyrir hana. Hún var ekki allra, en þeim sem hún tók, var svo sannarlega borgið í návist henn- ar. Ég sakna hennar, þótt ég viti að hvfldin var orðin henni kærkomin og ég mun geyma í minningunni mynd af skapríkri konu, sem hafði lifað tímana tvenna og var hafsjór af fróðleik og minni sem hún fékk að halda fram á síðustu mánuði. Okkur varð aldrei sundurorða, þó að við hefðum ólíkar skoðanir og ég mun aldrei gleyma því hversu vel hún tók á móti mér, þegar ég kom heim úr „flakki“, eins og hún nefndi hin ýmsu ferðalög sem ég fór í. Blessuð sé minning hennar. Sigurbjörg Hreiðarsdóttir. GUÐLAUG MA TTHÍASDÓTTIR + Elskuleg móðir mín, RAGNHEIÐUR JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugarnesvegi 40, Reykjavík, áður Þórsmörk, Grindavík, andaðist mánudaginn 19. júlí. Útför hennar fer fram frá kapellunni í Fossvogi föstudaginn 30. júlí kl. 13.30. Jóhanna Sigurðardóttir. + Systir okkar, GUÐNÝ ÞORKELSDÓTTIR frá Arnórsstöðum á Jökuldal, verður jarðsungin frá Grensáskirkju þriðju- daginn 3. ágúst kl. 13.30. Systkini hinnar látnu. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Halldórsstöðum í Reykjadal, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 30. júlíkl. 13.30. Steinunn Aðólfsdóttir, Páll Hafliðason, Emil Aðólfsson, Margrét Árnadóttir, Pálfna H. Aðólfsdóttir, Jakob Ólafsson, Jóna A. Aðólfsdóttir, Reynir Karlsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS THORLACIUS fyrrverandi formanns BSRB, Bólstaðarhlíð 16. Aðalheiður Thorlacius, Gylfi Thorlacius, Svala Thorlacius, Sigríður Thorlacius, Árni Kolbeinsson, barnabörn og barnabarnabörn. V tT + Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa JÓNS HALLDÓRS ÞÓRARINSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði, Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði. Ingiberg Þ. Halldórsson, Jórunn Hadda Egilsdóttir, Katrín M. Þórðardóttir, Jens S. Halldórsson, Alexía M. Ólafsdóttir, Ástbjörg Halldórsdóttir, Teitur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. + Kæru vinir. Hjartans þakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega VIÐARS ÞÓRS ÓMARSSONAR, Lautasmára 24, Kópavogi. Megi góður Guð blessa ykkur öll. Aðalheiður Jóhannesdóttir, Friðjófur Friðþjófsson, Ómar Þórhallsson, Magnea Richardsdóttir, Geirlaug Geirsdóttir, Þórhallur P. Halldórsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Guðbjörg Ósk, Ríkharð, Lilja Dröfn og Rúnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.