Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Með hlutverk „Don Giovanni" fór Bryn Terfel og José Van Dam söngr hlutverk Leporellos, hins dygga þjóns Don Giovannis. II commenda- tore lætur líflð í einvígi við Don Giovanni en kemur síðar fram í óperunni sem stytta. Don Giovanni býður styttunni til kvöldverðar til að storka örlög- unum og fer þar með beina leið til vítis. Sýningin fékk laka dóma vegna tómlegrar sviðsmyndar og larfalegra búninga og Don Giovanni, sem oftast er gæddur vissri viðfelldni, er nú „hold- tekja kolsvartrar tómhyggju", svo vitnað sé í helstu gagn- rýnendur. „Franskir áheyrendur eru ekki feimnir við að láta í sér heyra ef þeim mislíkar," segir Kristinn Sigmundsson. „Leik- stjóri „Don Giovanni" var púað- ur niður á frumsýningunni og það var engu líkara en að hver einasti sýningargestur væri sammála því að uppsetningin væri stórlega mislukkuð.“ Gagnrýnendur voru hins veg- ar sammála um að söngurinn bætti upp það sem á vantaði og óhætt er að segja að Kristinn hafi fengið frábæra dóma: „Óvenjubreitt raddsvið (Kristins) ljáir hinum endurlífg- aða II commendatore mikla dramalík," segir í International Herald Tribune og „Kristinn Sigmundsson er Commendatore sem maður fær alltof sjaldan að njóta; með djúpa, styrka, kraft- mikla og truflandi rödd,“ segir í Le Figaro. „Hver sá sem hefur heyrt Kristinn Sigmundsson syngja þarf ekki að efast um frammistöðu hans sem áhrifa- mikils II commendatore," segir í National Hebdo. Og svo mætti lengi telja. Hvernig stóð á því að leiðin lá til Parísar? „Ég var búinn að heyra mikið talað um nýja óperuhúsið á Ba- stillutorgi í París, en það er eitt af stærstu óperuhúsum í heimi. Síðan fór einn af kunningjum mínum þangað að syngja. Hann Iýsti fyrir mér aðstöðunni og mér fannst hún ævintýri líkust. Búningsherbergin eru fullbúin húsgögnum, píanói, sjónvarpi ___________LISTIR _______ Húsinu og röddinni kemur vel saman Parísaróperan setti nýlega á svið umdeilda sýningu á „Don Giovanni“ þar sem Kristinn Sigmundsson söng hlutverk II comm- ------------------------------------—--------------------- endatore, föður hinnar tragísku Donnu Onnu sem hefur látið tæl- ast af flagaranum mikla. Qddný Sen hitti Kristin að máli. Morgunblaðið/Ólafur Benedikt Guðbjartsson KRISTINN Sigmundsson í búningsherberginu. og síma, þannig að það væri hægt að búa í þeim. Mig langaði vissulega að syngja þar en ég sóttist samt ekki sérstaklega eftir því. Óperusljórinn í Genf, þar sem ég hafði sungið nokkrum sinnum áður, tók við stjórn Parísaróperunnar og vildi að ég kæmi og syngi hér. Mitt fyrsta hlutverk í Parísar- óperunni var Mefístófeles árið 1995. Síðan hef ég sungið hér á hveiju ári.“ Stóð húsið undir væntingum? „Ég er mjög ánægður með það og röddin í mér hljómar vel í húsinu. Raddir berast misvel eftir húsum og ég er svo hepp- inn að húsinu og röddinni kem- ur vel saman. Svo ekki sé minnst á búningsklefana," bæt- ir hann við. Er þetta ekki harður heimur og hart barist um hlutverkin? „Ég var varaður við því að óperuheimurinn væri fullur af ríg og samkeppni, en í raun og veru er þetta Ijúfur heimur. Eg hef aldrei kynnst ríg né róg- burði af eigin raun. Það er til einstaka fólk sem á slíkt til, en það er yfirleitt sniðgengið. All- ar þessar klisjur og príma- donnusögur heyra fortíðinni til. Sennilega er það vegna þess að óperuheimurinn í gamla daga var eins og kvikmyndaheimur nútímans. Óperusöngvarar voru stjörnur og það var veru- Iegur hástéttarbragur á þeim, L’INQUISITEUR tekur yfir. eins og til dæmis Mariu Callas, enda var hún ævinlega í slúður- blöðunum. Eflaust hefur verið mikil pressa á þessu fólki, það þurfti að beijást hart fyrir sínu og það fékk engan stundlegan frið. Það hlýtur að vera óbæri- legt álag að koma fram, þegar fólk er komið upp á þennan stall. Þegar slagurinn stóð á milli Mariu Callas og Renötu Tebaldi komu áhangendur ann- arrar til að púa hina niður. Þegar fólk er undir svona pressu verða viðbrögð þess sterkari." Fyrir utan „Don Giovanni" hefur Kristinn sungið í „Don Carlo“ eftir Verdi sem Bastillu- óperan er að endursýna um þessar mundir með miklum glæsibrag. Aríurnar í verkinu þykja með þeim fallegustu og blæbrigðaríkustu sem Verdi skrifaði og óperan með átakan- legri verkum hans en hann sótti efniviðinn í smiðju Schillers. Sögusviðið er hin glæsilega en blóði drifna 16. öld þar sem Evrópa er undir járnhæl Fil- ippusar Spánarkonungs og spænska rannsóknarréttarins. Don Carlo, sonur Filippusar, elskar hina ungu og fögru stjúpmóður sína og vill steypa föður sínum af stóli. Kristinn syngur hlutverk II Grande inquisitore, sem stendur við hlið Spánarkonungs gegn Don Carlo. Ferrucio Furlanetto syngur hlutverk Spánarkon- ungs og Sergei Larin syngur Don Carlo. Þessi uppfærsla var fyrst sett upp í september á síð- asta ári við feiknagóðar viðtök- ur, og þá með Samuel Ramey í hlutverki konungs og Neil Schicoff sem Don Carlo. í Le Monde var skrifað um frammistöðu Kristins í „Don Carlo“: „Aðeins tvö óperuhús í heimi geta boðið upp á aðra eins söngvara í óperu sem er jafn flókin og erfitt að sviðsetja. Allt frá rödd Kristins Sig- mundssonar í hlutverki II Grande inquisitore, sem er í senn djúp og grípandi, til Neil Schicoff í hlutverki Don Car- los ... er söngurinn óaðfinnan- legur.“ Önnur gagnrýni er á sömu Ieið. Hvað tekur næst við í París?- „Næsta ár syng ég hlutverk Mustafa í „L’Italiana in Algeri“ (Itölsku stúlkunni í Alsír) eftir Rossini. Ég hlakka mikið til þess. Síðan verð ég með hlut- verk Zaccaria í Nabucco eftir Verdi, svo verður Don Carlo aftur fyrri hluta ársins 2001 og hlutverk Don Basilios í „Rakar- anum frá SeviIIa“ árið 2002. Svo er verið að tala um Parsifal árið 2003 en þá syng ég Gur- nemanz, eitt af mínum uppá- haldshlutverkum, en það er stærsta hlutverkið í óperunni. Ég er mjög ánægður með Parísaróperuna og allt skipulag hér er til fyrirmyndar, að minnsta kosti það sem að okkur söngvurunum snýr,“ segir Kristinn að lokum. Glæsileg spunaverk TOJVLIST Hallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Susan Landale flutti orgelverk eftir J.S. Bach, César Franck, Louis Vier- ne, Petr Eben og Charles A. Tour- nemire. Sunnudagurinn 25. júlí, 1999. ÁFRAM heldur tónleikaröðin Sumarkvöld við orgelið, í þéttset- inni Hallgrímskirkju, sem er orðin alþjóðlegur samkomustaður orgel- unnenda, enda er orgelið sem hljóðfæri og ekki síst Klais-orgel Hallgrímskirkju, ótrúlegt hljóð- færi, hvað snertir möguleika í raddskipan, útfærslu styrkleika. í höndum góðs orgelleikara, er org- elið í raun jafngildi heillar sinfóníu- hljómsveitar. Tónleikar skoska orgelleikarans Susan Landale, hófust á c-moll passacagliunni eftir meistara Johann Sebastian Bach en þessu stórbrotna verki hefur verið líkt við stórkirkjur miðalda, að í þessu verki sé að finna þann mikilleik í tignun, sem á sér aðeins hliðstæðu í því stærsta, sem mað- urinn hefur skapað Guði til dýrðar, þ.e að passcaglian í c-moll sé sann- arlega dómkirkja. Leikur Susan Landale var nokkuð á „stóru nót- unum“, hvað varðar hljómstyrk, raddvalið „klassískt" og flutningur í heild borinn uppi af öryggi og kunnáttu. Sálmforleikurinn yfir sálmalagið Schmiicke dich, o liebe Seele, eftir meistara J.S. Bach, var fallega flutt. Kóralforspilin eftir J.S. Bach eru sérstök kennslubók í tónsmíði og þetta verk geislar af fögrum kontrapunkti en auk marg- víslegra vinnubragða, sem birtast í kóralforspilunum, voru stefin, sem Bach óf um hin einföldu sálmalög, undarlega seiðmögnuð og fogur og eru í raun sjálfstæðai- tónsmíðar, svo sem á sér stað í Sehmucke dich. Sálmalagið er talið vera eftir Johann Crúger en textann gerði Johann Franck. Þess gætir nokkuð oft hjá orgel- leikurum nútímans, að þeir leika orgelverkin eftir Bach, sem eins konar skylduverkefni og er leikur- inn oftar beint af augum og að því er virðist án leikgleði. Á móti þess- ari raddflóknu tónlist, tefla þeir gjai’nan leiktækniverkum, eins og frönsku orgelverkin mörg eru, sem þrátt fyrir mikla yfirferð eru sára einföld, bæði er varðar raddlega úrvinnslu og hljómskipan. Þessi skrautlega unnu leiktækniverk eins og t.d. Finale-þátturinn eftir Cesar Franck og Skersóið eftir Louis Vierne, úr annarri orgelsin- fóníu hans, voru að vísu mjög vel leikin, en eru því miður smáleg hvað varðar innihald. Á móti leik- tækniþáttunum eru frönsku tón- skáldin til með að stilla upp yfirfal- lega raddmótuðum sætum „smá- lögum“, eins og Vierne í kóralþætt- inum úr áðurnefndri orgelsinfóníu. Biblíudansarnir eftir Petr Eben eru á margan hátt hefðbundin tón- list, þar sem stefjunum, sem hvað varðar tónferli eru skýr og lagræn, er breytt til að „modemisera" þau en þó án þess að þau missi temtískt gildi sitt. Þrátt fyrir fagleg vinnu- brögð er þessi tónlist svolítið tilbúin og ekki sannfærandi tónlist en var mjög vel flutt af Susan Landale. Það franska verk, sem telja verður sérlega athyglisvert á þessum tón- leikum, er spunaverk eftir franska orgelsnillinginn Charles Arnould Tournemire (1870-1939). Spuni þessi var hljóðritaður á tónleikum árið 1930 og skrásettur af Maurice Duruflé. Toumemire var frægur fyrir spunaleik sinn en þessi verk bera með sér, að spuninn hafi verið orðinn fastmótaður hjá Toumemire, því tónbálkurinn var sérlega sam- felldur og í raun ólíkur því sem ger- ist um spunaverk, sem era oft ekki meira en röð af leiktæknibrellum. Susan Landele lék tvo spunaþætti, íyrst Cantiléne og er þetta hægláta sönglag sérlega fögur tónsmíð og seinna verkið, tilbrigði yfír gregor- ískt Te Deum, glæsilegt tónverk, sérlega fastmótað í fonni og í raun nærri því að vera úthugsuð tónsmíð, en uppspunnin skyndiupplifun. Susan Landale er frábær orgel- leikari, og átti mörg skemmtileg tilþrif í frönsku verkunum, sér- staklega í Finale-þættinun, eftir Franck, þar sem nokkuð reyndi á fótspilstækni hennar, en sérstak- lega var leikur hennar þó glæsileg- ur í spunaverkunum eftir Tour- nemire og einnig má nefna fallegan leik hennar í kóralforspilinu, Schmucke dich, eftir J.S. Bach. Jón Ásgeirsson Pastelmyndir Dóru Kristínar á Stokkseyri NÚ stendur yfir sýning á pastel- myndum eftir Dóru Kristínu Hall- dórsdóttur á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri. Myndirnar eru unnar út frá innri upplifun og eru frásagnir af andlegri leit og þroska. Má sjá ýmis andleg tákn og verar í myndunum, segir í fréttatil- kynningu. Dóra Kristín nam við Myndlista- og handíðaskóla Islands á árunum 1971-74 og 1980-82. Sýningin stendur til 15. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.