Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Olíkur upp- runi er okkar helsti styrkur Hugh Stephens er aðstoðarráðherra á sviði upplýsingatækni og menningar- tengsla í kanadíska utanríkisráðuneyt- inu. Hann var staddur hér á landi í tengslum við ráðstefnu Norrænu sam- takanna um kanadísk fræði. Hávar Sigurjónsson ræddi við hann. „KANADÍSK fræði er kannski ekki hið íyrsta sem mönnum dettur í hug að leggja fyrir sig þegar þeir velja sér viðfangsefni til rannsóknar. Við leggjum því mikla áherslu á að styðja við rannsóknir á kanadískum fræðum og návist okkar á ráðstefn- unni hér í Reykjavík er sannarlega liður í þeirri stefnu okkar, segir Hugh Stephens aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti Kanada, sem staddur var hér á landi í tengslum við ráðstefnu Norrænu samtakanna um Kanadískar fræðirannsóknir, NACS (Nordie Association for Canadian Studies), sem haldin er á þriggja ára fresti. „Þetta er í sjötta sinn sem nor- rænu samtökin halda ráðstefnu, hér hittast fræðimenn frá Norðurlönd- unum en að þessu sinni eru hér einnig þátttakendur frá Eystra- saltslöndunum, Kanada og víðar að úr heiminum. Það sem tengir þá saman er áhugi á Kanada, landinu sjálfu og fræðigreinum því tengdu. Sviðið sem greinamar ná yfir er stórt, allt frá íslensk-kanadískum bókmenntum, yfir í kanadísk/franskar og enskar bók- menntir, stjórnmálafræði, sagn- fræði, þjóðfræði, kvikmyndagerð og fjölmiðlun," segir Stephens sein fer með málaflokka sem lúta að upplýs- ingatækni og menningarmálum á vegum ráðuneytisins. Sjö þúsund fræðimenn „Við köllum þá Kanadasinna sem hafa helgað sig kanadískum fræði- rannsóknum," segir Stephens. „Elstu samtök Kanadasinna utan Kanada eru orðin nær þrjátíu ára gömul og nú er svo komið að um sjö þúsund fræðimenn við háskóla og rannsóknastofnanir um víða veröld hafa gert Kanada og kanadísk fræði að viðfangsefni sínu. Á háskólastigi eru um 120 þúsund nemendur sem helga sig Kanada svo þetta er um- talsverður fjöldi fólks utan Kanada sem fylgist vel með okkur. Það eru um þrjátíu lönd sem tengjast saman í tuttugu samtökum sem tengjast ýmist innan einstakra landa eða á milli landa. Þama er því mikil starf- semi í gangi, ráðstefnur eins og þessi, fréttabréf og fræðirit, netsíð- ur og ýmis önnur starfsemi sem beinist að því að tengja saman Kanadasinna um allan heim og halda við áhuga þeirra ásamt því að vekja athygli annarra á Kanada sem viðfangsefni," segir Stephens. Aukin tengsl við Kanada „Ríkisstjórn Kanada styður þessa starfsemi með ýmsum hætti, t.d. með beinum styrkjum til fræði- manna utan Kanada sem vilja koma og leggja stund á rannsóknir sínar í landinu sjálfu,“ segir Stephens. „Við styðjum einnig við bakið á al- þjóðlegu samtökunum ICCS og svæðisbundnum samtökum eins og þeim norrænu. Við styrkjum einnig háskóladeildir sem vilja bæta við námsbrautum um kanadísk málefni, bókmenntir, sögu og stjómmál og þannig mætti áfram telja. Nefna má einnig að háskólabókasöfn víða um veröld hafa notið stuðnings frá okk- ur við að auka við kanadískan bóka- kost sinn. Þetta er gert á algjörlega ópólitískan hátt og ekki er reynt með nokkrum hætti að hafa áhrif á eða trufla fræðilegt sjálfstæði rann- sókna á þessum sviðum. Markmið okkar er að hvetja til rannsókna á menningu og þjóðlífi í Kanada og stuðla þannig að auknum skilningi annarra þjóða á landinu og koma á Morgunblaðið/Kristinn „ÞJÓÐARVITUND Islendinga er mjög sterk,“ segir Hugh Stephens, aðstoðarráðherra í utan- ríkisráðuneyti Kanada. tengslum við þær.“ Stevens segir fróðlegt að velta fyrir sér hvers vegna Kanada sé áhugavert við- fangsefni fræðimanna á ýmsum sviðum félagsvísinda, menningar og lista. „Kanada á sér ekki sögu bylt- inga eða harkalegra sviptinga í þró- un sinni. Landið fór friðsamlega í gegnum ferlið frá nýlendu til sjálf- stæðis. Pólitísk vandamál hafa verið leyst með lýðræðislegum hætti og okkur hefur tekist að halda þjóðinni saman og sameina fólk af ólíkum uppruna. Skapa eina þjóð úr mjög mislitri hjörð. Eitt sterkasta ein- kennið á Kanada sem þjóð er einmitt að allir eru innflytjendur, hvort sem það er fyrsta, önnur, þriðja eða fjórða kynslóð innflytj- enda sem um ræðir. AUir rekja ætt- ir sínar til annarra heimshluta, nema að sjálfsögðu afkomendur frumbyggjanna. Þetta er vafalaust ein ástæða þess að víða um heim rekur fólk tengsl sín við fólk í Kanada og áhugi þess er vakinn á landinu og menningu þess. Þannig eru ólíkir þættir í þjóðmenningu okkar áhugaverðir fyrir fræðimenn í öðrum löndum. Nærtækt dæmi er að sjálfsögðu tengsl Islands við Kanada í gegnum íslenska innflytj- endur á síðustu öld og í byrjun þessarar og afkomendur þeirra. Þær bókmenntir sem urðu til í Kanada á íslensku tengja þjóðirnar saman, varðveisla innflytjendanna á íslenskri tungu og íslenskum menn- ingararfi á hvað sterkastan þátt í að viðhalda tengslum þjóðanna. Þetta á að sjálfsögðu við um innflytjendur frá öðrum þjóðum hvort sem þeir eru japanskir, kínverskir, austur- evrópskir, rússneskir eða annars staðar frá. Því má ekki heldur gleyma að um fjórðungur úr milljón innflytjenda kem- ur árlega til Kanada. Þjóðin er því í stöðugri mót- un, nýtt fólk bætist við og viðfangsefni okkar í stjóm landsins er að bjóða þessu fólki öllu viðunandi skil- yrði til að setjast að.“ Stolt og umburðarlyndi Stephens bendir á aðra ástæðu þess að áhugi fræði- manna á menningu Kanada sé vakinn. „Ég hygg að marga fýsi að kynna sér hvemig unnið er úr svo flóknum og marg- breytilegum menn- ingarvef sem hinn alþjóðlegi bak- gmnnur þjóðar- innar setur henni. Það er flókið verk- efni að skapa þjóð- areiningu og þjóð- arvitund hjá fólki sem hefur svo ólíkan menningarlegan og þjóðem- islegan bakgmnn. Kanada hefur í augum margra orðið fyrirmynd að því hvemig þetta er hægt, að skapa eina þjóð úr svo ólíkum hópi. Bandaríkin em annað dæmi um hvemig þetta hefur tekist en með nokkuð öðmm hætti en í Kanada. Margir í Bandaríkjunum telja sig reyndar geta lært ýmislegt af Kanada hvað varðar innflytjenda- mál og uppbyggingu hins félagslega stuðningskerfis.“ Stephens segir að íslensku inn- flytjendumir sem settust að í Manitoba séu gott dæmi um sjálf- stæða innflytjendur sem varðveittu menningu sína, héldu við tungu sinni og sköpuðu bókmenntir á ís- lensku en urðu jafnframt Kanada- búar strax við fyrstu kynslóð. „Það er tvennt sem skiptir miklu máli hér. Stolt og umburðarlyndi. Inn- flytjendur sem setjast að í Kanada em stoltir af nýja landinu sínu og vilja veg þess sem mestan. Þeir vilja verða Kanadabúar. Þá er kanadíska þjóðin mjög umburðarlynd gagn- vart nýjum innflytjendum einmitt vegna þess að allir eiga sér svipaða sögu. Á seinni ámm hafa kanadísk yfirvöld mótað skýrari stefnu en áð- ur til að hvetja innflytjendur til að varðveita uppmna sinn, tungumál og hlúa að menningu sinni. Um leið er lögð áhersla á að allir innflytj- endur verði meðvitaðir um hið kanadíska þjóðemi sitt og réttindin og skyldurnar sem því fylgja.“ Fjölbreytileikinn er styrkur Hin hefðbundna uppmnalega skipting þjóðarinnar er þríþætt, fmmbyggjar, fólk af enskum upp- rana og fólk af frönskum upprana. Franska og enska em opinber tungumál í Kanada og þessi sterku og beinu tengsl við hinn frönsku- mælandi heim annars vegar og enskumælandi heim hins vegar gefa okkur óneitanlega sterka stöðu á al- þjóðlegum vettvangi í menningar- legu og pólitísku tilliti. Auðvitað fylgja vandamál og átök, sérstak- lega á stjómmálasviðinu en þau eru ekki til umræðu hér.“ (Fyrir áhuga- sama um þau málefni skal bent á viðtal við Stephane Dion, sam- bandsmálaráðherra Kanada, sem birtist í Morgunblaðinu sl. þriðju- dag.) „Innbyrðis gefur þetta okkur sterka stöðu líka þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að Kana; dabúar læri bæði tungumálin. I enskumælandi hluta landsins hefur sérstaklega verið lögð áhersla á að böm læri frönsku og mjög vel heppnað átak í skólakerfinu hefur beinst að því að kenna enskumæl- andi bömum á frönsku. Þannig hef- ur heil kynslóð enskumælandi bama á ákveðnum svæðum stundað skólanám sitt frá upphafi á frönsku, jafnvel lært að lesa á frönsku þó þau tali ensku heimafyrir. Staðan er núna sú að af sex milljónum frönskumælandi íbúa em tveir þriðju hlutar jafnvígir á bæði tungu- málin. Þrátt fyrir átakið í skólakerf- inu, sem ég nefndi, er staðan ennþá sú að meirihluti enskumælandi íbú- anna talar ekki frönsku. Þama er mikið verkefni framundan til að styrkja tengslin enn betur innbyrð- is.“ Stephens segist þó bjartsýnn á að þetta takist og kveðst sannfærð- ur um að fjölbreytileiki hinnar kanadísku þjóðar muni verða styrk- ur hennar á nýrri öld tækni- og upp- lýsingar. .Álþjóðahyggja og þekk- ing á ólíkum menningarsvæðum og fjölbreytt tungumálakunnátta munu verða einn aðalstyrkur kanadísku þjóðarinnar á nýrri öld.“ Tengsl íslands og Kanada „Kanada og ísland ásamt hinum norrænu löndunum eiga öll hlut- deild í þessum norræna heimshluta. Umhverfið og menningin tengja okkur saman. Tengslin í þessu efni era mikil bæði á stjórnmálasviðinu og menningarlega. I bókmenntum má sjá sameiginlegt þema sem snýst um að lifa af við erfiðar að- stæður, óvægin náttúran hefur mót- að menningu þjóðanna. Þjóðarvit- und Islendinga er mjög sterk og okkur sem þekkjum til afkomenda íslenskra innflytjenda í Kanada er þetta betur ljóst en flestum öðmm þar sem þeir hafa varðveitt upprana sinn og haldið tengslum við Island langt umfram það sem aðrir hópar hafa gert í Kanada. Þá verður árið 2000 til þess að styrkja tengslin á milli landanna þegar þess verður minnst með ýmsum hætti hvemig tengsl Islands og Norður-Ameríku ná í rauninni eitt þúsund ár aftur í tímann. Þá verður ísland sannar- lega í sviðsljósinu í Kanada," segir Hugh Stephens aðstoðarráðherra að lokum. Bandamenn í Noregi Amlóða sögu vel tekið GUÐNI Franzson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Felix Bergsson og Borgar Garðarsson eru meðal Bandamanna sem flytja Amlóða sögu. LEIKHÓPURINN Bandamenn sýndi Amlóða sögu á listahátíð í Bodö í Noregi í liðinni viku. Vom undirtektir mjög góðar að sögn hópsins og uppselt á sýninguna. Gagnrýnandi blaðsins Nordlands Framtid tók svo sterkt til orða ..að sönnum galdri væri ekki hægt að lýsa. Hann verður maður að upplifa eins og í Amlóða sögu, sem er sterk sýning og dramatísk, en býr jafnframt yfir þeirri ró, nærfærni, sannleika og fegurð sem sönn list felur í sér“. Fleiri gagn- rýnendur tóku í sama streng og sagði í Nordlandsposten að eftir- tektarverð væri orkan í sýning- unni, leikgleðin og gamansemin. Síðar í vikunni kom Sigrún Hjálmtýsdóttir fram á tónleikum á sömu hátíð, einnig við mikinn fögn- uð. Auk sýningarinnar á Amlóða sögu komu félagar í Bandamönn- um fram með hálftíma kabarett með lögum úr söngleikjum þeirra bræðra Jóns Múla og Jónasar Árnasonar. Þar sungu Ragnheiður Elfa Amardóttir og Felix Bergs- son við undirleik Guðna Franzson- ar en Sveinn Einarsson tengdi at- riðin saman með stuttum skýring- um. íslendingar í nágrannabyggð- um fjölmenntu á kabarettinn og tóku vel undir í sumum laganna að sögn Bandamanna. Þá var einnig gerður góður rómur að dagskrá þar sem Borgar Garðarsson flutti ljóð eftir íslensk skáld og Guðni Franzson lék íslensk þjóðlög á klarinettu. Höfundur Amlóða sögu og leik- stjóri er Sveinn Einarsson og byggist verkið á gömlum íslensk- um heimildum um Amlóða, sumum 500 ámm eldri en hið fræga leikrit Shakespeares. Þetta er þrettánda leikfor Bandamanna til útlanda frá því leikhópurinn var stofnaður fyr- ir sjö ámm. Amlóða saga var fmm- flutt 1996 á Helsingjaeyri í Dan- mörku sem liður í leikjasyrpu, sem var kölluð Hamlet Sommer; efnið átti að tengjast goðsögunni um Hamlet án þess að styðjast við leikrit Shakespeares. I kjölfarið var sýnt á ýmsum listahátíðum víða um heim, m.a. í Toronto og Seoul, en árið 1997 var Leikhús þjóðanna haldið í S-Kóreu. Telst það mikil viðurkenning fyrir leik- flokk að vera valinn til að koma fram á þeirri hátíð en aðeins vom valdar fimm sýningar frá Evrópu á hátíðina 1997. Alls em sýningar á Amlóða sögu orðnar á fimmta tug og er þetta í þriðja sinn sem Bandamenn koma fram á listahá- tíðum í Noregi. Fyrsta verkefni Bandamanna var Bandamanna- saga sem framsýnd var í Norræna húsinu á Listahátíð í Reykjavík 1992 en einnig hefur leikhópurinn staðið fyrir leiklestram á lítt kunn- um gömlum íslenskum leikritum eins og Álfi í Nóatúnum eftir Jónas Hallgrímsson og fleiri Bessastaða- pilta á 3. áratug 19. aldar og Belíals þætti sem er elsta leikrit sem til er á íslensku, þýtt úr þýsku eftir Sebastian Wild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.