Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MÁLFRÍÐUR LÁRA JÓHANNSDÓTTIR + Málfríður Lára Jóhannsdóttir, húsmóðir, fæddist á Hellissandi 17. maí 1923. Hún lést á heimili sínu, Lang- eyrarvegi 20 í Hafn- arfírði, 8. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Kristinn Jónsson, útvegsbóndi á Hell- issandi, f. 17. júlí 1887 í Bjarneyjum, d. 16. aprfl 1970 í Reykjavík og k.h. Lárensina Lárus- dóttir, f. 5. febrúar 1890 í Nes- hreppi á Snæfellsnesi, d. 10. ágúst 1952 í Reykjavík. Systkini Málfríðar eru: Lúðvík Mouhl, skipamiðlari í Reykjavík, f. 1912, d. 1968; Guðrún, f. 1913, d. 1940; Jóhanna, kennari, f. 1918, d. 1985; Lárus, sjómaður, f. 1928, d. 1970 og Ragna Kristín, húsmóðir í Reykjavík, f. 1931. Hinn 21. janúar 1951 giftist Mál- fríður eftirlifandi eiginmanni sinum, Sverri Erni Valdimars- syni, prentsmiðjusljóra, f. 16. desember 1923. Hann er sonur Valdimars Kristjáns Guðmunds- sonar, prentara í Reykjavík, f. 1898, d. 1975 og Vilborgar Bjargar Þórðardóttur, húsmóð- ur, f. 1889, d. 1968. Börn Mál- fríðar og Sverris eru: 1) Guð- mundur Ingvi, læknir, f. 26. febrúar 1950, kvæntur Kristínu Karlsdóttur, kennara. Börn þeirra eru Olöf Ösp, f. 1981 og Tengdamóðir mín elskuleg er nú látin eftir stutt en erfið veikindi. Ekki eru nema tæpar sjö vikur frá því er við vissum að hún gekk með alvarlegan sjúkdóm, krabbamein, sem nú hefur haft fullan sigur eftir svo stuttan tíma. Það eru liðin rúm 27 ár frá því að ég kynntist Fríðu fyrst. Ég hafði kynnst syni hennar, Þórði, í menntaskóla en við erum samstúd- entar. Ung, ástfangin og óörugg var ég þegar hann kynnti mig fyrir móður sinni sem sýndi það strax við fyrstu kynni hve þægilegt og gott var að umgangast hana. Hún bauð mig velkomna á sinn hógværa hátt en hlýjan og brosið sagði meir en mörg orð. Mér leið strax eins og Björn Ómar, f. 1985. Frá fyrra hjóna- bandi á Guðmundur Draupni, f. 1972, móðir hans er Þuríður Fannberg. Draupnir er kvænt- ur Önnu Sigurvins- dóttur og eiga þau Bryndísi Ingu, f. 1997. 2) Valdimar Örn, prentsmiður, f. 27. mars 1951, kvæntur Ingunni Hauksdóttur ritara. Börn þeirra eru Sverrir Örn, f. 1974, Fríða Rós, f. 1977 og Haukur, f. 1980. 3) Þórður, framkvæmdastjóri, f. 24 aprfl 1952, kvæntur Lilju Héðinsdótt- ur, kennara. Börn þeirra eru Vilborg, f. 1976, Héðinn, f. 1982 og Bryndís Þóra, f. 1988. 4) Lára Björg, hjúkrunarfræðing- ur í Noregi, f. 28 janúar 1954, gift Roald Borthne, lækni. Börn þeirra eru Vidar, f. 1979, Heidi, f. 1982 og Sandra, f. 1988.5) Vil- borg, kerfisfræðingur, f. 19 júní 1957, gift Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, hagfræðingi. Sonur þeirra er Ragnar, f. 1982. 6) Aðalsteinn, f. 20 júní 1960. Málfríður starfaði á sínum yngri árum hjá Ingólfsapóteki, en var húsmóðir stærstan hluta ævinnar. títför Málfríðar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ég væri komin inn á mitt annað heimili, og þannig vildi Fríða líka hafa það. Allir vinir bamanna henn- ar voru velkomnir hvenær sem var. Alltaf var nóg rými og nóg til fyrir alla. Sunnudagamir og máltíðimar sem ég átti ófáar á Langeyrarveg- inum hjá henni og Sverri á næstu ámm em mér ógleymanlegar. Þó að nokkrir vinir eða vinkonur bætt- ust við með litlum sem engum íyr- irvara var alltaf komið að veislu- borði sem hún veitti af af mikilli ánægju. Þá var oft mikið fjör er synimir fjórir og dætumar tvær ásamt vinum og vinkonum vora mætt. Tíu til tólf manns í mat, bara si svona, það var eitthvað sem Fríðu fannst ekki tiltökumál og MINNINGAR reiddi hún íram dásamlegan veislu- mat á engum tíma. Allir hlógu og skemmtu sér, Sverrir sagði sögur og Fríða hló og sussaði. Þannig sýndi hún höfðinglyndi sitt og elskaði glaðværð í kring um sig. Á þessum áram voram við yngra fólk- ið oft upptekin af okkur sjálfum og heimur okkar snerist um möndul skóla, náms, skólafélaga, stofnun heimilis og allt sem því fylgir. Þessu sýndi Fríða mikinn skilning og áhuga og var boðin og búin til aðstoðar með allt sem hún gat. Eftir að barnabömin bættust í hópinn, en þau era alls þrettán, var gott að koma til ömmu og fá að dvelja um stund eða jafnvel lengri tíma ef foreldrar voru á flakki. Börnum okkar Þórðar þremur hef- ur hún verið afar kær sem þeirra eina amma eftir að ég missti móður mína fyrir sautján áram. Börnin minnast nú ömmu sinnar með söknuði. Á þeim erfiða tíma sýndi hún líka vel hvern mann hún hafði að geyma. Ræktarsemi og um- hyggja hennar í minn garð komu þá vel í ljós. Hún var tilbúin til að hjálpa mér að komast að sjúkra- beði móður minnar hvenær sem hentaði með því að annast bömin og styðja mig á allan máta. Þannig var Fríða, vildi öllum hjálpa, sýndi tryggð og örlæti hjartans. Hún bað aldrei um neitt fyrir sjálfa sig, en gaf af sjálfri sér og böm hennar og fjölskyldur þeirra nutu umhyggju- semi og elsku hennar ríkulega. Þannig innrætti hún afkomendum sínum tryggð og heiðarleika sem hún sýndi sjálf í sínum verkum. Nú seinni árin höfum við Þórður og börnin notið þess að hafa Fríðu, Sverri og Aðalstein heima hjá okk- ur á aðfangadagskvöld. Jólin vora aldrei alveg komin fyrr en þau birt- ust að messu lokinni. Það verður sorg og söknuður nú á næstu jól- um, en allt er breytingum háð og ekkert varir til eilífðar. Síðustu vikumar var Fríða svo lánsöm að fá að dvelja heima þrátt fyrir veik- indin. Það er mest Lára dóttur hennar að þakka, en hún kom frá Noregi með fjölskyldu sína og sinnti móður sinni í veikindunum af mikilli alúð ásamt systkinum sín- um. Hún lést síðan sl. sunnudag í faðmi fjölskyldunnar heima á Langeyrarveginum. Elsku Sverrir, ég sendi þér mín- ar innilegustu samúðarkveðjur, missir þinn er mestur eftir hálfrar aldar samvistir við Fríðu. Guð blessi minningu hennar. Lifja Héðinsdóttir. Elsku Fríða amma mín er nú látin og ég sakna hennar mikið. Frá því að ég var sex ára gömul var hún eina amma mín og hún var ekta amma. Búin að ala upp heilan her barna og barnabarna með miklum ágætum. Amma mín kunni að prjóna, hún bakaði bestu skúffukökuna, eldaði besta lærið og ekki má gleyma jóalafrómasin- um sem var engu líkur. Fyrstu minningar mínar um ömmu era án efa þær þegar ég stóð undir þurrkunni eftir sund með ömmu í vesturbæjarlauginni, en amma og afi fóru á hverjum degi í laugina. Einnig er mér minnisstætt þega ég og Fríða Rós frænka vildum fara í búleik í hrauninu við Langeyrarveginn og amma fann til fyrir okkur dót til að hafa í búinu. Amma hætti í raun aldrei að gefa okkur dót í bú- ið þó seinna meir hafi það frekar verið eitthvað úr kjallaranum til að hafa í herberginu eða í fyrstu íbúðinni. Ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með ömmu. Þær voru ófáar og eftir að við fjöl- skyldan fluttum nær Langeyi’ar- veginum urðu heimsóknir tíðari. Þegar afi og amma fóru í göngutúr var ágætt að koma við hér heima og svala þorstanum. Við systkinin voram líka alltaf vel- komin í mat til ömmu ef mamma og pabbi voru ekki heima og auð- vitað vildu allir ömmumat frekar en samsull stóru systur. Það eru ekki nema sex vikur síðan pabbi hringdi í mig frá út- löndum og sagði mér frá því að amma hefði greinst með alvarleg- an sjúkdóm. Þá voru flest systkini pabba á ferðalögum. Að hafa get- að verið ömmu innan handar á þessum stutta tíma er mér ómet- anlegt því það er með sanni sælla að gefa en þiggja. Á þeim tíma hefði ég aldrei trúað því að amma færi svona fljótt, en á sunnudag- inn sá ég þó að sálin hennar ömmu var flogin burt og vonandi líður henni vel. Hjá ömmu leið mér alltaf vel, hún var svo hjarta- hlý og góð. Ég bið góðan Guð að varðveita ömmu og hjálpa afa og okkur hinum að takast á við sorg- ina. Blessuð sé minning ömmu minnar. Vilborg. Fátt er þungbærara en að sjá á eftir nánum vinum þegar þeir kveðja þetta jarðlíf. Kær vinkona, Málfríður Lára Jóhannsdóttir, er látin. Við kynntumst þegar við voram báðar ungar og ólofaðar. Seinna hélst sambandið og var^ jafnvel enn nánara þegar við voí^“ um báðar komnar með mann og börn. Flestar helgar fórum við, maðurinn minn og ég, með börnin í heimsókn til Fríðu og Sverris og nutum þar ótrúlegrar gestrisni, sama hvað við komum oft og sama hvað við voram mörg. Bömin þeirra sex eru líka öll sérlega elskuleg og ég held að það sé ein- stakt hvað þau hafa haldið vel saman. Sambandið milli heimilanna hélst og oft var farið í sameiginleg ferðalög með allan krakkaskar-'*- ann. Eða við hjónakornin brugð- um okkur saman í reisur til út- landa. Þá var oft glatt á hjalla. Einnig vorum við Fríða saman í saumaklúbbi ásamt nokkrum öðr- um æskuvinkonum. Þessi hópur hefur ævinlega verið mjög sam- hentur og karlarnir hafa fengið að vera með í samkvæmum, ferðalög- um, innanlands og utan og nú síð- ari árin höfum við haldið uppi þeim fasta sið að fara saman í leik- hús og að lokinni leikhúsferð höf- um við farið heim til hver annars til skiptis og gert úttekt á leikhús- verkunum og rætt frammistöðu leikaranna. Eins og við var að bú^. ast var alltaf sérlega höfðinglega tekið á móti okkur á heimili Fríðu og Sverris. Nú hefur því miður verið að fækka í saumaklúbbnum og við sem eftir lifum söknum sárt þeirra sem gengnar eru. Fríða var alltaf létt á fæti og létt í lund og hún hafði ótrúlega smitandi hlátur. Og engum hef ég á lífsleiðinni kynnst jafn gjafmild- um og þeim hjónum. Alltaf voru þau sígefandi af öllu sem þau átt%j og ætluðust aldrei til þakklætis að launum. Síðustu árin hefur Fríða átt við nokkurt heilsuleysi að stríða. Þó kom það okkur vinum hennar á óvart hvað henni hrakaði fljótt nú þegar illkynja sjúkdómur • skaut upp kollinum fyrr í sumar. Við hjónin eram mjög þakklát fyrir að hafa á langri ævi notið vináttu Fríðu og að hafa kynnst öllum hennar góðu eiginleikum. Ekki held ég að hægt sé að hugsa sér vandaðri manneskju. Að lokum vottum við Sverri og börnunum og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Ingibjörg Þorkelsdóttir. SVEINBJÖRN ANTON JÓNSSON + Sveinbjörn Ant- on Jónsson fæddist í Hlíðar- haga, Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði, 26. júní 1925. Hann lést á gjörgæslu- deild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri 29. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 6. júlí. Að leiðarlokum vil ég minnast svila míns, Sveinbjörns Jónssonar, og þakka honum samfylgdina. Þegar vertíðir í Eyjum voru og hétu flykktist fólk hvaðanæva af landinu til Eyja í atvinnuleit. Vet- urinn 1948 héldu tveir félagar frá Akureyri til Eyja í þeim tilgangi. Þeir réðu sig í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja í „flökun“ eins og það var kallað. Annar þeirra var Sveinbjörn. Má segja að þetta hafi verið mikill örlagavaldur fyrir hann, því á sama stað starfaði ung stúlka, Erla Einarsdóttir. Hún og Sveinbjörn felldu hugi saman og þar með voru örlögin ráðin. Um sumarið héldu þau til Akureyrar og byrjuðu að búa þar um haustið. Sveinbjöm gerðist leigubifreiðarstjóri á Bifreiðastöð Oddeyr- ar. Þetta var oft á tíð- um erfið vinna, ekið um langan veg á vondum vegum og oft fylgdu mikla vökur í starfinu. Árið 1970 flutti fjöl- skyldan til Vest- mannaeyja. Sveinbjörn hóf störf við fiskvinnslu og starfaði við hana þar til eldgosið hófst á Heimaey 1973. Gosárið starfaði hann sem lögregluþjónn í Eyjum, en síðar við verslunarstörf í Reykjavík. Það var svo árið 1975 sem fjöl- skyldan flutti aftur til Eyja, og Sveinbjörn gerðist starfsmaður hjá Vinnslustöðinni. En hugurinn leitaði norður yfir heiðar á ný og þau fluttu úr Eyjum til Akureyrar 1978. Þar var heimili þeirra upp frá því. Gömlu félagarnir á BSO buðu honum að gerast framkvæmda- stjóri stöðvarinnar. Því starfi gegndi hann af mikilli samvisku- semi þar til starfsferli lauk. Sveinbjörn var mikill fjöl- skyldumaður og lagði mikla rækt við heimilið. Áhugamál hans voru brids og knattspyrna. Hann spil- aði í fjölda ára með Bridgefélagi Akureyrar og vann til margra verðlauna. Hann var síðar gerður að heiðursfélaga þess. Er hann dvaldist í Eyjum spilaði hann einnig með Bridgefélagi Vest- mannaeyja. Knattspyrnan var honum einnig hugleikin. Það var ánægjulegt að fara með honum á völlinn. Hann sá fyrir leikfléttur sem oft gengu upp hjá liðunum. Það kunni hann vel að meta. Bjarni sonur hans lék um árabil með Iþróttafélaginu Þór á Akur- eyri og fylgdist Sveinbjörn vel með árangri hans. Þór naut oft krafta hans og í mörg ár stjórnaði hann getraunastarfsemi félagsins. Sveinbjörn var dagfarsprúður maður og einstakt snyrtimenni. Af yfirvegun ræddi hann hlutina og hallaði lítt á aðra. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og mannkostum hans. Erlu og fjöl- skyldu færum við Elsa okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng er huggun harmi gegn. Sigurður Guðmundsson. HARALDUR FREYR ÞORVALDSSON + Haraldur Freyr Þorvaldsson fæddist á Siglufirði 15. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu hinn 1. ágúst síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Háteigskirkju 10. ágúst. Við félagarnir þekktum Halla sem pabba Valda vinar okkar. En við þekktum hann líka vegna þess að hann hafði alltaf áhuga á því sem við vorum að fást við hverju sinni. Það skipti engu máli hvort það var spark okkar í boltanum í yngri flokkunum í KR, námið, starfið, veiðidellan eða stelpurnar. Halli hafði einfaldlega áhuga á að tala við okkur og vita hvernig okkur vegn- aði. Við þekktum Halla líka sem gest- gjafann á Víðimelnum en heimili þeirra Stebbu hefur alltaf staðið okkur opið og hjá þeim höfum við alltaf verið jafn velkomnir. Við fé- lagarnii- höfum báðir búið lengi er- lendis og þótt langur tími líði á milli heimsókna á Víðimelinn er samt eins og við hefðum set- ið þar við eldhúsborðið deginum áður þegar við bönkum uppá eftir langa fjarvera. Við þekktum Halla sem besta vin Valda sonar síns. Þær voru ófáar siglingárnar sem þeú’ feðgar fóru samai# meðan Halli var ennþá á sjónum. Þeir dyttuðu að bflum fjölskyldunn- ar og vinanna fyrir ut- an bflskúrinn á Víði- melnum. Síðari árin unnu þeir við að breyta og endurbæta sumarbústað fjölskyldunnar við Þingvallavatn. í okkar huga eru þeir þannig saman sem einn maður, og það verður erfitt að sætta sig við annað. Við þekktum Halla sem mann- inn sem síðastliðin sjö ár tókst ýs— við vágestinn af þeim kjarki og því þreki sem fáum er nokkurn tímann gefið. Með þessum orðum viljum við fá að þakka fyrir að hafa þekkt Halla. Stebbu, bræðrunum og öðrum ást- vinum vottum við vh’ðingu okkar, vináttu og samúð. Gunnar Skúlason og Hlynur^^ Níels Grímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.