Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 9 FRÉTTIR Landbúnaðarráðherra svarar gagnrýni fjárbænda á 10% útflutningsskyldu á sumarslátrun Vill ekki verða til þess að stytta sláturtímann GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðhen-a segist ekki vilja verða til þess að stytta sláturtímann en bendir á að 10% útflutningsskylda á sumarslátrun eigi, að vel athug- uðu máli, ekki að draga úr áhuga bænda þar sem um mjög litlar upp- hæðir sé að ræða. Segist hann ætla að skoða nánar í samráði við bænd- ur hvaða áhrif útflutningsskyldan hafí á sumarslátrun. Eyjólfur Gunnarsson, formaður Ferskra fjárbænda, gagnrýndi í Morgunblaðinu í gær að 10% út- flutningsskylda skyldi hafa verið lögð á sumarslátrun. Áður hafi sumarslátrun verið undanþegin út- flutningsskyldu, og sagði hann kvöðina draga úr áhuga bænda á að slátra á þessum tíma. Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra segir að því miður hafí blasað við í ár að magnið sem flytja þyrfti út væri mun meira en í fyrra, þá hafi það verið 13%, en í ár fari það líklega upp í 25%. Staðan í ár sé því mun verri og hann hafi fallist á tillögu Bændasamtakanna og Landssambands sauðfjárbænda til að bæta stöðuna. „Eg mun grandskoða málið,“ segir ráðherra og bætti við: „Ég bendi þó á að þetta er ekki hátt gjald á hvert lamb yfir sumarmánuðina." Ráðherra segist taka undir með Eyjólfi að það sé mikið hagsmuna- mál að lengja sláturtíðina. „En menn verða líka að skoða hvað þessi 10% þýða. Þessi útflutningur er auðvitað félagsleg aðgerð sem allir bændur taka þátt í og þeir sem trúa á hann, þeir trúa á að hægt sé að ná þar hærra verði en verið hefur, og að því vil ég vinna.“ Guðni sagðist einnig taka undir með Eyjólfi að ekki væri nógu gott hvað auglýsingin um útflutnings- skylduna hafi verið seint á ferð- inni, en að sögn Eyjólfs birtist auglýsingin síðasta dag júlímánað- ar. „Það getur vel verið að þetta hafi einhver „sjokkerandi" áhrif á ágústslátrun. Þetta hefði þurft að liggja fyrir fyrr, það er mjög mikil- vægt, því við þurfum að sjá langt fram í tímann á öllum sviðum. Eg þarf að skoða þetta mál í samráði við bændur og sjá hvaða þýðingu það hefur því ég vil alls ekki verða til þess að stytta sláturtímann. Stærsta málið er auðvitað að lengja hann og að greinin hafi sem mest svigrúm til þess að keppa með sínar vörur,“ segir landbúnað- arráðherra. Snumiillilli Morgunblaðið/Árni Sæberg Sex vikur í opnun nýrr- ar Kringlu NU eru einungis sex vikur þar til viðbygging Kringlunnar verður opnuð almenningi. Unnið er af fullum krafti að byggingafram- kvæmdum utan dyra og innan og fyrstu verslunar- og veitinga- husaplássin hafa þegar verið af- hent til innréttingar. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Kringlunnar, fá flestir verslunareigendur pláss sín afhent til innréttingar um helgina. Samhliða vinnunni inn- andyra er haldið áfram utanhúss við byggingarvinnu og við bfla- stæðahús, útisvæði og tengingu Kringlunnar við Borgarleikhús- ið. Nær þrjú hundruð manns eru um þessar mundir við vinnu á byggingarstaðnum. Nýjar vörur! WM/k Eddufelli 2 - sími 557 1730. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. Útsölulok! Frábær tilboð Nýjar vörur eftir helgi Tískuversiun • Kringlunni 8-12 •Sími 5533300 r VICTORIA-ANTIK Antik og gjafavörur. Sígihlar vörur. kynslóð efllr kynsióð. Anlik cr fjárfesting * Antik er lífsstíll. Fjölbreytt vöruúrvai. Næg bílastæði á baklóð. Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. 11-17 og sun. 13-17. VICTORIA-ANTIK Grensásvegi 14 sími: 568 6076 Smart ogr spennandi haustfatnaður hjáXffáMtíMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, Iaugardaga frá kl. 10.00—15.00. BALLY Einstakt tækifæri Nokkrar gerðir 20-50% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.