Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 43 r EINAR PÁLMI JÓHANNSSON + Einar Pálmi Jó- hannsson fædd- ist á Þönglaskála við Hofsós 24. nóv- ember 1933. Hann lést á Landspítalan- um 8. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigur- laug Einarsdóttir frá Njljabæ undir Eyjafjöllum og Jó- hann Eiríksson frá Berlín við Hofsós. Systkini Einars voru Alda Kristín, sem er látin, og Haraldur, sem er búsettur í Austurríki. Árið 1958 hóf Einar búskap með eiginkonu sinni Ernu Geirmundsdóttur á Hofsósi og eignuðust þau íjögur börn. Þau eru: 1) Sveinn Jóhann, f. 1956, kvæntur Jóhönnu Ingimars- dóttur og eiga þau tvö börn. 2) Hólmgeir, f. 1958, sambýlis- kona hans Þórleif Friðriksdóttir og eiga þau þijú börn, hann átti eina dótt- ur áður. 3) Einar Örn, f. 1960, kvæntur Elínu Sverrisdóttur sem er látin, áttu þau tvö börn, sambýlis- kona hans Sigríður Stefánsdóttir og eiga þau eina dótt- ur. 4) Sigurlaug, f. 1972, sambýlismað- ur hennar Oddur Gunnar Jónsson og eiga þau einn son. Lengst af ævinnar stundaði Einar eigin útgerð og með öðr- um. Árið 1985 gerðist hann stöðvarsijóri Pósts og síma á Hofsósi og tvö síðustu árin hjá Islandspósti. Útför Einars fer fram frá Hofsóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Þegar ég hitti þig laugardagskvöldið 7. ágúst sl. varst þú svo hress og kátur. Þú labbaðir með mér, Oddi og Eyþóri um ganginn á spítalan- um og talaðir og grínaðist eins og þér einum var lagið. Þá var ég viss um að nú værir þú að hress- ast eftir erfiða legu. Þú talaðir um að daginn eftir ætlaðir þú að koma heim þó að enginn væri bú- inn að tala um það við þig, þá ætti ég bara að stela þér. En hvað gerðist? Því að daginn eftir fórst þú í ferðina löngu. Ég skildi ekki af hverju þú varst farinn. Þú sem varst svo hress daginn áður. Við erum búin að eiga margar góðar stundir saman hér á Ira- bakkanum sem og heima á Hofsósi. Þó er sérstaklega minnisstætt þeg- ar ég var að koma í heimsóknir norður með fjölskyldu minni og þið mamma ákveðin í að gera dvölina sem ánægjulegasta. Ég er þakklát fyrir að hafa getað gefið þér heimili hér á írabakkanum þó að þröngt hafi verið en svona langaði þig að hafa það og það var í alla staði mjög gott að hafa þig þennan tíma sem þú barðist við illvígan sjúk- dóm. Þessar stundir gleymast aldrei þó að það hafi verið bæði gleði og sorg. Elsku pabbi, Guð geymi þig. Elsku mamma, Svenni, Hólmgeir, Orri og fjölskyldur ykkar, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Þín dóttir, Sigurlaug. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdapabba míns, hans Einars Jóa. Það eru rúm 20 ár síð- an ég kom fyrst inn á heimili hans og Emu á Kárastíg og var það upphafið að góðri vináttu við þau sem ávallt hefur haldist. Við fyrstu kynni virkaði Einar á mig sem svolítið „kaldur“ karl. Hann var sjóari af lífi og sál og fannst hinni tilvonandi tengdadótt- ur nóg um þegar hann var að draga kærastann fram úr um miðjar næt- ur til að fara á sjóinn, en í því sam- bandi voru engin grið gefin. En við nánari kynni kom hans mjúki maður í ljós og þá sérstak- lega með tilkomu barnabarnanna. Hann lét sig ávallt miklu skipta velferð þeirra og hamingju, og eiga bömin okkar góðar minningar um afa á Kárastígnum, eins og hann var og verður alltaf kallaður. Þegar við vomm flutt frá Hofs- ósi og voram að koma þangað í frí- um varð helst matseðill næstu viku að vera tilbúinn. Það var saltað hrossakjöt, siginn fiskur, silungur og nýjar kartöflur, að ógleymdum rauðmaganum sem hann geymdi alltaf handa mér, allt hanterað að hætti veiðimannsins og allt þetta bragðaðist svo óskaplega vel upp úrpottunum hjá Ernu. I mars á þessu ári greindist Ein- ar með illvígan sjúkdóm og varð það okkur öllum mikið áfall. En þessi sterki maður barðist eins og hetja og tókst á við sjúkdóm sinn af æðruleysi og dugnaði. Má þá helst minnast þess að Einar keyrði alltaf sjálfur á milli í sínar með- ferðir hér fyrir sunnan og er aðeins rúmur mánuður síðan hann fór sína síðustu ferð á milli einn. Hvert tækifæri sem gafst á milli með- ferða notaði Einar til að skreppa í Skagafjörðinn og að sögn hans sjálfs varð líðan hans alltaf betri og betri eftir því sem norðar dró. Ég held að ég megi segja að Ein- ar Jóa hafi lifað lífinu lifandi. Hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að njóta þess sem hugur hans stóð til. Hann unni sjónum og allri úti- veru og var þá gjarnan stokkið upp á reiðhjólið eða gengið á skíðum að ógleymdum rjúpnaferðunum á haustin sem vora fastir liðir. Á seinni áram var Einar líka virkur í félagsmálum og starfaði hann meðal annars í Björgunar- sveitinni á Hofsósi og bar ætíð hag hennar mjög fyrir brjósti. Einnig starfaði hann mikið við kirkjuna og kirkjugarðinn og sinnti því starfi af alúð og áhuga. Þegar börnin okkar Hólmgeirs voru lítil héldu þau að afi á Kárastíg ætti kirkjuna, því það íyrsta sem þau sögðu þegar við keyrðum inn í Hofsós var: „Þarna er kirkjan hans afa.“ í dag kveðjum við Einar Jóa í þessari kirkju norður á Hofsósi. Á þessum fallega stað, þar sem rætur hans era og hann unni svo heitt. Kirkjukórinn sem hann söng í í fjölda ára og honum þótti svo und- ur vænt um mun syngja fyrir hann í síðasta sinn í þessari jarðvist. Ég ætla að enda þessi orð mín á broti úr vísu sem hann söng stund- um í glöðum hóp. Tengdapabbi tilvonandi, tek ég ofan fyrir þér. Elsku Ema mín, Guð gefi þér styrk til að halda ótrauð áfram. Ég veit að þú gerir það. Við eigum svo margar góðar minningar af Kára- stígnum sem við getum yljað okkur við í framtíðinni. Þórleif Friðriksdóttir. Elsku tengdapabbi minn. Ég kveð þig með söknuði, elsku Einar minn. Er ég lít til baka hugsa ég um þær stundir sem við áttum saman. Þær voru ánægjulegar því þú varst ekki bara tengdapabbi minn, þú varst góður vinur sem ég gat leitað til, og svo varstu líka yfirmaður minn hjá Pósti og síma á Hofsósi í nokkur ár. Það var mjög gott að vinna með þér þó að þú hafir nú stundum verið harður húsbóndi, en það var svo stutt í það mjúka hjá þér, kæri vinur. Þetta voru yndis- legir tímar sem ég fékk að eiga með þér. Elsku Ema mín, Guð styrki þig og fjölskyldu þína. Legg ég bæði b'f og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég softia fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Péturss.) Jóhanna Ingimarsdóttir. Elsku afi, nú ertu farinn og mér þykir svo sárt að hafa ekki getað kvatt þig og sagt J)ér hvað mér þyk- ir vænt um þig. Eg er að reyna, afi, að vera sterk en það er svo erfitt. Eftir hálfs árs veikindastríð er samt ekki annað hægt en að samgleðjast þér yfir því að nú þarft þú ekki að berjast meir. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til þín og allt vildi ég geta talið upp. Ég man þegar að ég var yngri, hvemig ég var alveg friðlaus ef ég gat ekki farið strax til þín og ömmu á Kára- stíg um leið og skólinn var búinn á vorin. Við áttum margar góðar og skemmtilegar stundir saman, en eftirminnilegast er mér þegar þú varst að reyna að kenna mér og systur minni að róa árabátnum. Þetta varð svo alltaf árviss viðburð- ur, og athugað hvort við hefðum gleymt róðrartækninni yfir vetur- inn. Þegar ég varð eldri kom ég nú ekki eins oft, því miður, en þegar ég kom var alltaf svo gaman að setjast niður í eldhúsinu og borða bláber með sykri og rjóma og rifja upp gamla tíma. Nú vil ég, elsku afi minn, kveðja þig með bæninni sem amma kenndi mér: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú naftii, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Péturss.) Ástarkveðja. Þín Berglind. Elsku afi minn á Kárastíg. Ég get því miður ekki komið í jarðarförina þína og finnst mér það mjög sárt. Þegar ég kvaddi þig á Irabakkan- um fyrir hálfum mánuði vissi ég kannski innst inni að það gæti verið í síðasta sinn sem ég sæi þig. En það er erfitt að fá svona fréttir þeg- ar maður er einn í ókunnugu landi langt í burtu. En ég veit að nú líður þér vel. Ég ætla að kveðja þig með bæn- inni sem Ema amma saumaði í mynd handa okkur systkinunum: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín Drífa. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brottfall söknuð vekur, sorgíþjartamér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignastvinsemþig. Þú varst )jós á villuvegi, viti á minni leið. Þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárinstraukstafkinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson) Hann afi minn er dáinn. Af hverju afi minn? Þú varst alltaf svo miklu meira en afi minn, þú varst líka svo mikill vinur og leikfélagi. Þegar ég kom í heimsókn til þín og ömmu á Hofsós varst þú alltaf tilbúinn til að taka mig með þér út um allt. Þú fórst með mig á skíði og tengdir snjóþot- una aftan í skíðin og dróst mig síðan á henni. Svo áttum við líka stað saman sem við kölluðum „smíðakof- ann“ og svo fór ég á sjó með þér og við veiddum fisk saman og færðum ömmu í soðið. Þetta lifir allt í minn- ingunni. Elsku afi, þín er sárt saknað. Ég skil ekki alveg af hverju þú ert dá- inn. Ég veit að nú líður þér vel og kannski ertu búinn að hitta mömmu þína og pabba þinn. Amma mín, Guð styrki þig í sorg- inni. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Þinn vinur og dóttursonur, Eyþór Emir Oddsson. Elsku afi minn á Kárastígnum. Mig langaði að minnast þín í nokkr- um orðum. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu á Kárastíginn, alltaf var nóg að gera hjá okkur. Ég minnist t.d. eitt sinn þegar við Gísli bróðir voram hjá ykkur að vitja um silunganet. Þegar við komum á staðinn sagðir þú: „Nei, nei, sjáið krakkar allan silunginn í netinu.“ Þegar við fóram að draga upp kom þá í Ijós að ekld var um silung að ræða heldur ufsa. Þú varst nú ekld mjög hrifinn af því en amma kunni ráð við öllu saman og bjó bara til þessar fínu ufsabollur sem við minnumst enn þann dag í dag. Þetta er bara brot af ótal minn- ingum sem ég á um þig, afi minn, en það era einmitt þessar minningar sem mér þykir svo vænt um nú þeg- ar ég hef þig ekki lengur hjá mér. Ég þakka þér fyrir allar stundimar sem við áttum saman, elsku afi minn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Þín Halldóra Ragna. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði, en lítum til baka til allra ánægjustundanna sem við áttum saman, allra sjóferðanna sem þú fórst með okkur. Sérstaklega minn- umst við ógleymanlegrar ferðar í Málmey og ferðanna út í Naustavík til silungsveiða. Alltaf ríkti mikil eftirvænting þegar von var á afa og ömmu í heimsókn að norðan því alltaf var eitthvað með í farteskinu, t.d. kart- öflur og sfld, sem okkur þótti sér- staklega góð og það vissir þú manna best. Hafðu, Jesús, mig í minni, mæðu og dauðans hrelling stytt Börn mín hjá þér forsjón finni frá þeim öllum vanda hritt. Láttu standa á lífsbók þinni líka þeirra nafti sem mitt. (Hallgr.Pét) Pótur og Inga. Penninn hefur oft veitt mörgum sáluhjálp er náinn ættingi eða vinur fellur frá og eins er nú þegar mig langar með fáeinum orðum að minnast Einars Jóhannssonar sem var pabbi hennar Sillu vinkonu minnar. Mig setti hljóða er ég heyrði fyrst um veikindi Einars og hversu alvar- leg þau væra. Þessi sömu veikindi sem fylgdu honum síðan að enda- lokum sunnudaginn 8. ágúst síðast- liðinn og tóku hann úr faðmi sinnar yndislegu konu, Emu, bama, tengdabama og bamabama, sem honum þótti svo ákaflega vænt um enda var Einar mikill barnakarl. Skipti þá engu máli hver átti barnið og þegar hann hitti son minn veit ég að honum þótti gaman að fylgjast með honum því þá sagði hann mér* frá þeim tímum þegar faðir sonar*' míns lék sér við Sillu á Kárastígn- um og hvað taktarnir í syni mínum væra honum kunnuglegir. Ég hafði gaman af þessum frásögnum hans því yfirleitt var stríðnin þar undir og svo leit hann til dóttur sinnar sem hló með. Kynni mín við Einar vora kannski ekki löng og náin en ég á mér góðar minningar um hann er ég dvaldi á heimili þeirra hjóna þeg- ar ég heimsótti Sillu dóttur þeirra. Einar var svolítið stríðinn og hafði gaman af því að stríða okkur r unglingunum en það var líka gam- an að tala við hann um alvalegri hluti og minnist ég þess vel er við sátum og ræddum um pólitík. Við Einar höfðum svipaðar skoðanir á þessum málum á þessum áram og hétum því að ef einn ákveðinn stjórnmálaflokkur næði sínu ákveðna takmarki skyldum við kaupa okkur miða aðra leiðina til Ástralíu. Ekki gekk þeim flokknum vel svo aldrei varð úr Ástralíuferð- inni, og verður ekki héðan af, en við höfðum ætíð gaman af að rifja þetta upp er við hittumst seinna á lífsleiðinni. Gestrisni þeirra hjóna var slík að mér hefur alltaf liðið svo undurvel í \ þeirra návist eftir þessa dvöl mína á Hofsósi og hafði alltaf gaman af því að hitta þau í seinni tíð. Ég kynntist honum svo enn betur er ég bjó um nokkurra mánaða skeið hjá Sillu og hennar fjölskyldu á Sauðárkróki og reyndust þau hjónin mér þá vel í mínum erfiðleik- um. Nú síðast þegar ég hitti Einar á heimili dóttur hans var hann orðinn mikið veikur en hélt þó góða skap- inu og stríðnin í honum var ekki, langt undan og það var greinilegt að'1 hann barðist af miklum lífskrafti við þann sjúkdóm sem hann hrjáði þótt Einar hafi ekki borið sigur úr být- um. Ég veit að hjá Emu, bömum hennar og fjölskyldum þeirra ríkir nú mikil sorg og vil ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Megi minningin um góðan mann hjálpa ykkur í gegnum þá miklu sorg. Anna Vilborg Sölmundardóttir. Fáein kveðjuorð til vinar og ná- granna. Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta sunnudaginn 8. ágúst. Sól skein í heiði, en enginn dagur er svo! fagur að ekki geti borið þar skugga á. Sú frétt barst um morguninn að Einar Jóhannsson væri látinn. Ein- ar var búinn að berjast við illvígan sjúkdóm um nokkurt skeið og varð að lokum að lúta í lægra haldi. Einar var Hofsósingur í húð og hár - þar var hans staður. Við vor- um nágrannar á unglingsáram, að- eins girðing milli lóða sem auðvelt var að fara yfir. Einar og Alda, systir hans, vora miklir vinir okkar systkina á Kárastíg 3 og mikill sam- gangur milli fjölskyldna okkar. Ein- ar kvæntist Emu Geirmundsdóttur og flutti sig utar á Kárastíginn og þar stofnuðu þau sína fjölskyldu. . Þótt ég sé löngu flutt frá Hofsósi * kem ég þar nokkram sinnum á ári til dvalar, stuttam tíma í einu og hefur það verið einn af mínum föstu liðum að líta inn til Einars og Emu í spjall og kaffisopa og fá helstu fréttir úr plássinu. Einar minn, ég á eftir að sakna þess að sjá þig arka um Kárastíginn og veifa glaðlega þegar þú sást að við voram komin í húsið. Þakkir fyrir hjálpsemina við móður mína meðan hún bjó ein, þakkir fyrir öll þín elskulegheit og hlýju bros. Emu og fjölskyldunni bið ég guðs blessunar. Jf" Sá sem eftir lifir, deyr þeim sem deyr. En hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) < Sigríður Friðriksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.