Morgunblaðið - 25.08.1999, Side 24

Morgunblaðið - 25.08.1999, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kosovo-Albanar í Orahovac vígreifír við vegartálma Staðráðnir í að líða enga Rússa nálægt sér Orahovac, Pristina, Genf. Reuters. Fór mun betur en á horfðist Taipei. Reuters. MINNSTU munaði að illa færi í gærmorgun þegar mikill eldur braust út í farþegarými taí- vanskrar farþegaþotu sem var í innanlandsflugi milli höfuðborg- arinnar Taipei og Hualien á Kyrrahafsströnd Taívans. Flug- mönnum vélarinnar tókst hins vegar að lenda vélinni og koma öllum farþegum frá borði áður en vélin varð eldinum að bráð. Á sjónvarpsmyndum mátti sjá hvar flugvélin, sem var af gerð- inni McDonnell Douglas MD-90, varð alelda eftir að hún nauð- lenti á flugvellinum í Hualien. Eldurinn mun hafa kviknað í handfarangursgeymslum í far- þegarýminu. Allir niutíu farþegar vélar- innar komust heilu og höldnu frá borði en að sögn UNI-flug- félagsins þurftu tuttugu og flmm á aðhlynningu lækna að halda, í flestum tilfellum vegna brunasára. Slysið varð einungis tveimur dögum eftir að MD-ll-vél taí- vanska flugfélagsins China Air- lines brotlenti á flugvellinum í Hong Kong í miðjum hitabeltis- stormi, með þeim afleiðingum að tveir fórust og meira en tvö hundruð urðu fyrir meiðslum. Flugmálayfirvöld í Taívan gáfu í skyn í gær að þau teldu flugmann MD-11-vélarinnar hafa gert mistök er hann ákvað að lenda á flugvellinum í Hong Kong því ljóst hefði verið að mótvindur væri of mikill til að lending gæti gengið áfallalaust. KOSOVO-Albanar, íbúar bæjarins Orahovac, hreyfðu sig í gær hvergi frá vegartálmum þeim sem þeir settu upp á öllum þeim sjö vegum sem liggja inn í bæinn, til að hindra að rússneskir hermenn gætu tekið sér þar stöðu sem friðargæzluliðar KFÖR í stað hollenzkra hermanna sem eiu á förum frá bænum. Lýstu bæjarbúar því yfir að vegartálmun- um yrði haldið við eins lengi og nauðsyn krefði. Fjöldi bæjarbúa Orahovac, sem er um 40 km suðvestur af héraðshöfuð- borginni Pristina, eyddi nóttinni við vegartálmana og sagðist myndu gera VISINDALEGUR ráðgjafi Sam- einuðu þjóðanna greindi frá því í gær, að júgóslavneski herinn hefði beitt eiturgasi í hernaði gegn skæruliðum aðskilnaðarsinnaðra Kosovo-Albana í vor. Aubin Hendrickx, prófessor við rannsóknarstofnun í Gent í Belgíu, sagðist hafa rannsakað 20 liðsmenn Frelsishers Kosovo (KLA), sem hefðu verið yfirbugaðir af eiturgasi í sprengjuárás Serba. Hendrickx, sem er sérfræðingur í eiturefna- fræði og hefur sinnt verkefnum íyr- ir SÞ frá því árið 1984, fór til Alban- það eins lengi og þyrfti tii að halda Rússum íj'arri bænum. Sem fornir bandamenn Serba mæta Rússar mikilli tortryggni af hálfu Kosovo-Al- bana. Um 3.600 rússneskir hermenn eru meðal hinna 40.000 alþjóðlegu friðargæzluliða KFOR í Kosovo. Fj- andskapur í garð Rússa er sérstak- lega djúpstæður í Orahovac, en bær- inn var í vor vettvangur harðra bar- daga, er her Serba reyndi að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðum sjálfstæðissinnaðra Kosovo-Albana. Bæjarbúar halda því statt og stöðugt fram, að rússneskir málaliðar hafi barizt við hlið Serba. íu í maí sl. til að skoða menn sem talsmenn KLA sögðu hafa orðið fyr- ir eiturgasárásum. Eftir því sem fram kemur í nýjasta hefti vamar- málatímaritsins Jane’s Defence Weekly báru vottar að hafa séð hundruð KLA-manna sem þjáðust af einkennum eiturefnahemaðar. Sýni úr fórnarlömbunum voru rannsökuð frekar í Belgíu, sem staðfesti að um væri að ræða eitr- un af völdum gass, sem „NATO þekkti ekld“. Mun það verka á mið- taugakerfið og gera þá sem verða fyrir því „algjörlega brjálaða". Bernhard Keul, ofursti í þýzka hernum, sem hefur yfiramsjón með friðargæzlu í suðurhluta Kosovo, sagði í gær að viðræður væra hafn- ar milli málsaðila til að finna frið- samlega lausn á vandanum. Serbar streyma frá Kosovo Talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, sagði í gær að nú stefndi í að meira eða minna allir serbneskir íbúai- Kosovo yfirgæfu héraðið. „Nú er nærri því svo komið, að Kosovo sé orðið „Serbalaust", sem er mjög dapurleg þróun,“ tjáði talsmaður- inn, Kris Janowski, fréttamönnum í Genf. „Hver flóttamannalestin rek- ur aðra.“ Samkvæmt upplýsingum sem UNHCR hafa fengið frá júgóslavneskum stjórnvöldum hafa 195.000 manns sem ekki eru Kosovo-Albanar flúið héraðið á síð- ustu mánuðum til Serbíu og Svart- fjallalands. í mesta lagi 30.000 Ser- bar séu nú eftir í Kosovo. Vestrænir stjórnarerindrekar í Pristina höfnuðu í gær tillögu sem stjómvöld í Belgrad höfðu lagt fram um afmörkun íbúðarsvæða Serba og Kosovo-Albana í Kosovo. Hug- myndin að baki tillögunni er að að- skilnaður þjóðernishópanna sé eina leiðin til að vemda serbneska íbúa héraðsins fyrir árásum Albana í hefndarhug. Erindrekarnir tjáðu Reuters að serbneska tillagan um svokallaða „kantóníseringu" Kosovo væri á skjön við alþjóðlega viðleitni til að skapa sameinað samfélag í Kosovo. 5000 kr. til höfuðs Clinton AFGANSKUR múslimi sem styður Talebana hefur heitið hverjum þeim, sem myrðir Bill Clinton Bandaríkjaforseta verðlaunum að upphæð fimm milljónir af- ganíur, and- virði tæplega 5200 króna. „Þetta er lít- ið, en að mínu mati er höfuð hans ekki meira virði,“ sagði Maulana Abdur Rahim Muslimdost, sem kennir ís- lömsk fræði í Peshawar í Pakistan. Hann sagðist hafa ákveðið að setja þetta fé til höfuðs Clinton sem svar við þeim fimm milljónum banda- ríkjadala, andvirði 360 millj- óna króna, sem bandarísk stjórnvöld hafa heitið þeim sem getur stuðlað að hand- töku hins meinta hryðjuverka- manns Osama bin Laden, sem dvelur í Afganistan undir verndarvæng Talebana. 22.000 hund- um lógað YFIR 22.000 villi- og óskila- hundar vora svæfðir í Bret- landi á síðasta ári, vegna þess að ekki tókst að finna þeim heimili. Þetta er 10% aukning frá fyrra ári, eftir því sem fram kemur í niðurstöðu könn- unar sem gerð var á vegum hundavinafélagsins National Canine League og birtar vora í gær. Talsmenn samtakanna segja þetta ekki sæma þjóð, sem eitthvað leggi upp úr því að vera álitin dýravæn. Heróínsmygl- hringur sagð- ur upprættur YFIRVÖLD í Kólumbíu hafa upprætt heróínsmyglhring, sem grunaður er um að hafa staðið að smygli að minnsta kosti hálfs tonns af eiturlyfinu til Bandaríkjanna. Tilkynn- ingin um handtöku 10 meintra meðlima smyglhringsins kom sama dag og sérskipaður ráð- gjafi Bills Clintons Banda- ríkjaforseta í eityrlyfjamálum, Barry McAffrey, hélt í leið- angur til Kólumbíu og þriggja nágrannalanda hennar, með það að markmiði að stuðla að samræmdu átaki stjórnvalda í þessum löndum til að skrúfa fyrir starfsemi eiturlyfjafram- leiðenda- og smyglara. I Kól- umbíu er talið að framleitt sé um 80% alls kókaíns í heimin- um og að heróínframleiðsla þar sé vaxandi. Neðanjarðar- lestarslys SJÖ manns slösuðust alvar- lega þegar tvær neðanjarðar- lestir lentu í árekstri í Köln í Þýzkalandi á mánudagskvöld. Um það bil 60 hlutu minni háttar meiðsl. Slysið varð með þeim hætti að lest, sem hefði átt að stanza, klessti aftan á aðra sem hafði numið staðar á neðanjarðarlestarstöð í mið- borginni. Fyrrnefnda lestin er af tilraunagerð, sem á sjálf- krafa að nema staðar ef önnur hemlar fyrir framan hana. Reuters Misvísandi svör um IRA gagnrýnd London. Reuters. SAMBANDSSINNAR á Norður-írlandi gagn- rýndu bæði bresk og írsk stjórnvöld harðlega í gær íyrir að hafa á mánudag gefið afar mis- vísandi skilaboð um það hvort þau teldu vopna- hlé írska lýðveldishersins (IRA) enn halda. Ken Maginnis, talsmaður Sambandsflokks Ulsters (UUP) í öryggismálum, sagði í gær að sjónvarpsviðtal við þau Mo Mowlam, N-írlands- málaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, og Da- vid Andrews, utanríkisráðherra Irlands, á mánudag hefði verið tómt klúður og að svör ráð- herranna hefðu raglað alla í ríminu. „Ég held að menn hljóti að skilja að hér á N- írlandi er fólk ringlað og jafnvel örvæntingar- fullt þegar það horfir á tvo ráðherra... klúðra sjónvarpsviðtali með þessum hætti,“ sagði Mag- innis í samtali á BBC í gær. Hvað telst vopnahlésrof? Andrews hafði á mánudag sagt að þau Mowlam hefðu komist að þeirri niðurstöðu að vopnahlé IRA héldi enn en Mowlam greip þá fram í fyrir honum og sagðist þurfa frekari upp- lýsingar áður en hún lýsti því yfir. Granur leikur á að IRA hafi staðið að morði á kaþólskum manni í Belfast í síðasta mánuði, og einnig að herinn hafi átt þátt í tilraunum til vopnasmygls frá Bandaríkjunum sem upp komst um íyrr í sumar. Maginnis lýsti óánægju sinni með að svo virt- ist sem öfgahópar á N-Irlandi kæmust upp með að skilgreina hvaða öfgaverk teldust vopnahlés- rof, og hvaða öfgaverk væra það ekki. Hann gekk þó ekki svo langt að fara fram á að Sinn Féin, stjórnmálaarmi IRA, yrði meinuð þátt- taka að friðarviðræðum í næsta mánuði vegna meintra vopnahlésrofa IRA. Júgóslavíuher beitti eiturgasi Lundúnum. Reuters. Bill Clinton

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.