Morgunblaðið - 17.09.1999, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 17.09.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 55 BREF TIL BLAÐSINS Bensínhækkanir og hjólamenning Frá Öldu Jónsdóttur: JA, NU hækkar og hækkar bensín- ið og finnst fólki orðið nóg um og er meira að segja farið að reikna út hvað ríkið græðir á þessu öllu sam- an og var síðasta tala sem ég heyrði nefnda 800 milljónir ef bensínverð héldist óbreytt út árið. Einhverjir vilja nú spyrja hvað þetta eigi sameiginlegt, bensín- hækkanir og hjólamenning, og er það harla fátt ef frá er talið að hugs- anlega fer fólk að spara bílinn og leita annarra samgönguleiða. Þá gætu margir komið auga á að reið- hjólið er orðið raunhæfur kostur víða á höfuðborgarsvæðinu. Eg lít þannig á að við þurfum að gera hjól- reiðar aðgengilegri kost í samgöng- um og væri þá alveg tilvalið að nota eitthvað af þessum peningum, sem koma í formi bensíngjalds, til að leggja hjólavegi en það er einmitt vandamál að hjólavegir eru ekki til í skipulaginu og hvorki ríkið né sveit- arfélögin eiga að byggja þá upp, þar sem þeir eru ekki inni í vegalögum (ólíkt reiðvegum hestamanna). Mikið hefur verið gert í lagningu útivistarstíga á höfuðborgarsvæð- inu og gengur vel að setja fláa á kanta gangstétta hér í Reykjavíkur- borg. Er þetta mjög mikil endurbót á fáum árum og eiga borgai’yfirvöld miklar þakkir skildar. En þar kem- ur að vanda okkar hjólreiðafólks því að þar sem stígamir eru komnir svo víða og orðnir að samgönguneti þá er fólk farið að nota þá í mjög mikl- um mæli bæði til að skokka, ganga, viðra hundana, fara á línuskauta og leyfa börnunum að æfa sig að hjóla. Það er því farið að þrengjast um á stígunum svo þeir henta ekki alltaf til samgangna fyrir fólk sem er að hraða sér á áfangastað. Við hjól- reiðafólk höfum verið að fara þess á leit að fá hjólavegi meðfram helstu leiðum svo sem Miklubraut, Kr- inglumýrarbraut, Sundabraut (þeg- ar hún kemur) og ekki síst tenging- ar við nágrannasveitarfélögin. Það væri t.d. hægt að nýta sárið sem kemur þegar skipt er um vatnslagn- ir t.d. á leiðinni Reykjavík-Mosfells- bær og setja þar hjólaveg með mal- biki því að undirstaðan væri komin. Það vantar bara smá skipulag og að klára verkið. Eg skora því á alþingismenn að koma hjólavegum í vegalög og nýta eitthvað af peningunum, sem bens- ínhækkanirnar skilja eftir sig, í þágu þeirra sem vilja nota hjólið sem samgöngutæki sér til heilsu- bótar, peningaspamaðar og í þágu minni mengunar. Það er fullt af fólki sem vildi hjóla í og úr vinnu en telur sig ekki geta það vegna að- stöðuleysis. Það væri auðvitað hægt að byrja á að gera könnun á því hvað fólki finnst vanta upp á til að það geti notað hjólið og strætis- vagnana (sem margir taka hjól) meira og einkabílinn minna. Það er ég viss um að svörin kæmu á óvart. Yfirvöld verða að hafa forystu um breytingar til batnaðar og ekki ein- blína á einkabílinn. Grænu svæðin í borginni, leiksvæði bamanna, mega ekki hverfa undir breikkaðar götur, mislæg gatnamót og bílastæði. Það þarf að leita annarra leiða. Leiða sem era í takt við þá þróun sem er í umhverfismálum í umheiminum, í takt við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og í takt við sjálfbæra þróun. Við þurfum að gera þeim holla og umhverfisvæna kosti í samgöngu- málum, sem reiðhjólið er, hátt undir höfði. Það fé myndi skila sér marg- falt til baka, bæði til reiðhjólafólks- ins í bættri heilsu í og spamaði við stærsta útgjaldalið heimilisins sem rekstur einkabílsins er og líka til ríkisins í formi bættrar heilsu al- mennings og fækkunar umferðar- slysa. ALDA JÓNSDÓTTIR, formaður Islenska fjallahjólaklúbbs- ins. Um Nike Svar til Ingimars Ragnarssonar Frá Birni L. Pórissyni: VIÐ þökkum þann áhuga, sem Ingimar lætur í ljós með því að beina spurningu til Nike á Islandi í Morgunblaðinu þann 11. septem- ber sl. Austurbakki hf. er dreifingarað- ili Nike á íslandi og því viljum við svara spurningunni eftir bestu getu á eftirfarandi hátt. Bæklingurinn, sem kallast Nike Alpha Project, var gefinn út á öll- um Norðurlöndum og var upplagið um milljón eintök. Hann var hann- aður af Nike Scandinavia og hinni heimsþekktu Ogilvy auglýsinga- stofu, útibúinu í Svíþjóð. Setningin sem Ingimar vill fá svar við er þessi: „Marga menn svimar þegar þeir skynja helming þess sársauka, sem kona verður að þola við fæðingar." Spurningin frá Ingimari hljóðar svo: „Mig langar að spyrja þann aðila, sem ábyrgur er fyrir bæk- lingnum á Islandi en kýs að fara huldu höfði: Hver er tilgangur þessarar síðu? Markmið auglýsing- TROÐFULL BÚÐ AF NÝJUM SKÓM Teg: 2141 Litur: Svartur Stærðir: 41-46 Verð Teg:44607 Litur: Svartur Stærðir: 41-46 Verð Mokkasinur Teg: MD 04 Litur: Svartur Stærðir: 40-46 Verð PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR r Já toppskórinn L VELTUSUNÐI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 Nýjustu skólatöskurnar Stærsta töskuverslun landsins, Skólavörðustíg 7, sími 551-5814 ar er að koma einhverjum skila- boðum til neytanda sem fá þá til að kjósa ákveðna vöru fram yfir aðra. Auglýsingar eru dýrar og því eru skilaboð yfirleitt hnitmiðuð til að hámarka gildi þeirra. Hvaða skilaboð felast í þessari síðu, sem eru auglýsanda svona mikilvæg vöranum til framdráttar?" Stefan Olander, auglýsingastjóri Nike á Norðurlöndum segir: „Þetta er áhugaverð spurning, en ég er ekki sammála að þetta sé eins einfalt og Ingimar skrifar. Ef Nike notaði alla sína krafta eingöngu til að ná fram skamm- tíma hagnaði og/eða sjónarmiðum, þá væri fyrirtækið ekki statt þar sem það er í dag. Ef við gerðum eins og Ingimar virðist vera að segja, þá væri sennilega ekkert annað í bæklingnum annað en mynd af skóm og upplýsingar um verð. Að byggja upp gott vörumerki er erfitt og það er langtímaverk- efni. Bæklingurinn okkar á að gera margt, eitt er að sýna bestu vör- urnar frá Nike, en einnig að bjóða lesandanum efni, sem vonandi get- ur orðið honum til innblásturs og upplýsingar um íþróttaiðkun sína og þannig skapað merkinu jákvæða ímynd í huga lesandans." Um leið og við þökkum við- skiptavinum Nike og Austurbakka góð viðbrögð við Nike Alpha Project bæklingnum og haustlín- unni vill undirritaður bæta við, að tilgangur auglýsinga er jafnframt að ná athygli lesandans. Okkur finnst við hafa náð því marki. F.h. Nike og Austurbakka hf. BJÖRN L. ÞÓRISSON, sölu- og markaðsstjóri. Skólavörðu-. 101 Reykjavflf4 Sími/fax552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is FLORÍDA - ORLANDÓ Sól - Sól - Sól Hús og íbúðir til leigu. Golf, tennis, sund o.fl. á staðnum. Upplýsingar í síma 557 2231 eftir kl. 20.00 og 407 628 3606, fax 407 628 1428. Sjáið síðu 617 í textvarpinu. Stjórntækniskóli Islamls Höföabakka 9 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli Islands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Stjórnun og sjálfstyrking. Sölustjórnun og sölutækni. Auglýsingar. Vöruþróun. Tölvunotkun í áætlanagerð. Vörustjórnun. Viðskiptasiðferði. I „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og | sölustörf. Ég hef verið í sölumennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið." Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja." Hendricus Bjarnason Skýrr Starfsmenntun. Fjárfesting til framtiðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.