Morgunblaðið - 22.09.1999, Page 1

Morgunblaðið - 22.09.1999, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1999 IMfagtttiMjiftifr ■ MIÐVIKUDACUR 22. SEPTEMBER BLAÐ Dregið í ríðla á EM á sunnudag DREGIÐ verður í riðlana tvo í Evrópumótinu í handknattleik á sunnudaginn. Keppnin fer hins vegar fram í Króatíu í lok janúar og verða fs- lendingar með í fyrsta skipti. Auk Islendinga verða þátttökuþjóðir Svíar, Portúgalar, Rússar, Spánverjar, Þjóðverjar, Frakkar, Danir, Sló- venar, Norðmenn, Ukraínumenn og heima- menn, Króatar. Á Evrópumótinu verður m.a. keppt um eitt sæti til viðbótar sem Evrópa á í handknatt- leikskeppni næstu Ólympíuleika. I þá keppni hafa þegar sex þjóðir frá Evrópu tryggt sér sæti en það eru Svíar, Rússar, Spánverjar, Frakkar, Júgóslavar og Þjóðverjar. Júgóslavar verða ekki með á EM sem þýðir að efsta þjóðin á EM fyrir utan þær fimm sem þegar hafa unn- ið sér inn farseðil til Sydney vinnur sjötta sæti Evrópu á Ólyinpíuleikunum. KNATTSPYRNA Reuters Gamla kempan Gheorghe Hagi og félagar í Galatasaray sóttu ekki gull í greipar leikmanna AC Milan á San Síró í meistaradeildinni í gær, lokatölur 2:1. Á myndinni að ofan reynir Hagi að komast framhjá Gennaro Gattuso, Demetrio Albertini og Paolo Maldini. ii Leikirnir / C3 Guðmundur þjálfar Fýlki Handknattleiksdeild Fylkis hef- ur ráðið Guðmund Þórðarson til þess að þjálfa meistaraflokk fé- lagsins í 1. deild í vetur. Þá hefur félagið fengið til sín örvhenta skyttu, David Kekelia, sem hefur átt sæti í landsliðshóp Rússa. Von er á leikmanninum, sem leikið hef- ur í 1. deild í Rússlandi, til landsins í dag. Samningur Guðmundar, er tekur við starfi Einars Þorvarðarsonar, sem hætti fyrir skömmu, við félagið er til eins árs. Guðmundur lék á ár- um áður með IR. Hermann Erlingsson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem vann sér sæti í 1. deifd í vor, kvaðst vona að þeir erfiðleikar er dunið hefðu yfir deildina í sumar væru liðnir og markmiðið væri að standa sig í deildarkeppninni í vetur. „Margir Arbæingar voru slegnir er í ljós kom að félagið hygðist jafn- vel draga sig út úr keppni í 1. deild og hafa sýnt okkur mikinn stuðning. Við höfum misst nokkra leikmenn en erum engu síður með ágætan leikmannahóp og ætlum okkur að styrkja hann enn frekar fyrir keppni í vetur," sagði Hermann og benti á að ekki væri loku fyrir skot- ið að annar erlendur leikmaður yrði fenginn til liðsins áður en liðið hefur keppni í 1. deild í næstu viku. Þá mætir Fylkir ÍBV. Seldu w m u m BE ■ i sigurliði Sá fáheyrði atburður gerðist í Borgamesi í síðustu umferð 1. deildar karla, þegar Fylkir lék við Skallagrím, að Fylkismenn seldu sæti í liðinu. Verðið var 75.000 krón- ur, sem Fylkismenn segja að renni í ferðasjóð hjá 15 til 17 ára leikmönn- um félagsins og eru á leið í æfínga- ferð til í Skotlands. Kaupandinn heitir Smári Ludvigsson, en hann æfði lengi vel með liðinu en hefur búið í Þýska- landi að undanförnu. Smári, sem varð 37 ára í byrjun september, skipti við Ólaf Þórðarson, þjálfara og leikmann þegar átta mínútur voru tii leiksloka. Fyrir vikið varð hann meistari í 1. deild með liðinu og fékk verðlaunapening eins og aðrir leikmenn liðsins. Sett voru skilyrði fyrir því að hann fengi að koma inná - það yrði að vera undir lok leiksins og úrslit myndu á engan hátt hafa áhrif á niðurstöðu deildarinnar. Smári fékk tækifæri til að komast á blað í leiknum þegar hann fékk ágætt færi en var of seinn og varn- armaður Skallagríms náði frá hon- um boltanum. Að sögn Fylkismanna létu Borgfirðingar sér þetta í léttu rúmi liggja, voru búnir að sætta sig við stöðuna í leiknum. Árbæingar segja nú að þeir munu eflaust gera þetta aftur ef aðstæður eru fyrir hendi. Bush til liðs við KF' KFI hefur samið við banda- rískan leikmann, Clifton Bush. Hann kemur í stað Julius Teal, sem hafði samið við félagið í sumar en fékk heimþrá og var leystur und- an samningi. Bush, sem er 29 ára, kem- ur frá Central Arkansas-há- skóianum í Bandaríkjunum, sama skóla og Rodney Dean, sem hyggst leika með Hamri. Bush hefur áður leikið hér á landi, meðal annars með Breiðabliki og Snæfelli. Hann lék síðast í sama félagi og Rob Wilson, sem lék áður með Snæfelli, í efstu deild á Nýja-Sjálandi, Bush skoraði um 20,8 stig að meðaltali í leik og tók 10,9 fráköst með nýsjálenska liðinu. KFI hefur einnig fengið 17 ára leikmann, Tom Huli, frá Bretlandi. Félagið leitar enn að framherja og vonast for- ráðamenn liðsins til að hann verði kominn fyrir fyrsta leik þess, sem er gegn KR á fimmtudag í næstu viku. Hamar fær liðs- styrk Körfuknatf leiksdeild Hamars í Hveragerði hefur gert samning við Rodney Dean, rúmlega tvítugan bandarísk- an leikmann. Hann er 1.90 m á hæð og kemur frá Central Arkansas-háskólanum og skoraði 24 stig að meðaltali í fyrra. Þá er hann sagður eiga met í þriggja stiga hittni innan skólaliðsins. Búist er við að Dean, er kemur í stað Oleg Kriszhanovskij frá Úkraínu, komi til Iandsins í dag og að hann verði klár í slaginn í fyrsta leik gegn Snæfelli í úr- valsdeildinni á fímmtudag eftir viku. Hamar, sem er í fyrsta skipti í úrvalsdeild, hefur fengið liðstyrk undan- farnar vikur en Omar Sig- marsson og Skarphéðinn Ingason eru komnir frá Tindastóli og Ægir Gunnars- son frá Njarðvík. KNATTSPYRNA: SKELFUMST EKKI OG ÆTLUM OKKUR SIGUR/C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.