Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 3

Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 C 3 Stórt skref í átt að erfiðu verkefni Morgunblaðið/Golli jaúrvalinu eru komnir í riðlakeppni >er og nóvember. Guðjón lék ágæt- I m.a. 11 stig. lóðir Staðan var 47:39 í leikhléi. Ljóst var að Lundúnaliðið varð að ná svipaðri ef ekki betri byrjun og í fyrri hálfleik í upphafí þess síðari ef það átti að eiga möguleika á að komast áfram. Pað gekk ekki eftir, gestirnir höfðu þegar fundið taktinn. Markmiðið var í höfn og varamennirnir af Reykjanesi voru farnir að gera að gamni sínu á bekkn- um. íslenska liðið tók tvívegis forystu í síðari hálfleik og hafði hana undir lok- in, þar til heimamenn jöfnuðu og eftir misheppnaða sókn ÍRB skoraði Bandaríkjamaðurinn Kenya Capers er hann braust í gegnum vörnina og lagði boltann ofan í. Þijár sekúndur voru eftir og boltanum var leikið hratt upp völlinn, þar sem Teitur Örlygsson var einn og óvaldaður við þriggja stiga línuna, en boltinn dansaði á körfuhringnum og vildi ekki ofan í. Þetta var sárabót fyrir enska liðið, sem varð fyrir miklu áfalli í Keflavík síðastliðinn miðvikudag. Þeir fögnuðu ákaft er lokaflautan gall. Lið Reykjanesbæjar verðskuldaði að komast áfram. Liðsheildin er aðals- merki þess. Purnell Perry var því afar mikilvægur í þessum leik því hann ógnaði andstæðingunum innan teigs þegar liðið þurfti nauðsynlega á því að halda. Allir leikmenn liðsins skoruðu í fyrri leiknum, og allir þeirra nema einn komust á blað í gær. Friðrik Ragnarsson var sá eini, sem skoraði ekki, en var samt enginn eftirbátur fé- laga sinna og skilaði hlutverki sínu vel. Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflavíkur, sem þjálfar IRB ásamt Friðriki Inga Rúnarssyni, var mjög ánægður með að liðið skyldi komast áfram, en benti á að erfítt verkefni væri framundan. „Það er stutt í riðlakeppnina og við verðum að byrja að skipuleggja hana vel. Þeir byrjuðu mjög vel, höfðu engu að tapa og gerðu allt sem þeir gátu. Við höfðum stórt forskot. Við ætluðum að halda hraðanum í leiknum meira niðri, en það tók okkur svolítinn tíma að komast inní Hola grafin á Islandi BILLY Mims, bandarískur þjálfari London Leopards, var mjög ánægð- ur með sigurinn og bætti við að lið Reykjanesbæjar ætti skilið að fara áfram. „Við lékum eilítið betur en á Islandi. Þar töldum við okkur ekki hafa nýtt líkamlega yfirburði okkar. Við leyfðum íslenska liðinu að at- hafna sig að vild. í byrjun þessa leiks náðum við góðri forystu, sem hvatti okkur til dáða. Við lentum þó í villuvandræðum og seint í leiknum var ég ekki viss um að ákvarðana- takan inni á vellinum yrði nógu góð til að sigra, þar sem helsti leik- stjórnandi okkar var utan valiar. En við sigruðum og hvað er hægt að segja um það sem Kenya Capers gerði í lokin? Þetta er ástæðan íyrir því að við greiðum honum há laun. Hann er besti leikmaður okkar og hann heimtaði boltann á lokasek- úndunum, þegar brugðið gat til beggja vona. IRB verðskuldaði að fara áfram. Liðið var betur undir fyrri leikinn búið og barðist mun betur þai- - gerði betur á öllum svið- um. Við veittum því meiri keppni hér, en ég óska því alls hins besta í riðlakeppninni," sagði Mims. Er hann var spurður hvort hann myndi eftir á að hyggja búa liðið undir leikinn á annan hátt ef liðin tvö mættust aftur, sagði hann: „Við vissum ekki að leikur þeirra væri byggður á jafn traustum grunni og raun ber vitni, auk þess sem frábær hittni þeirra kom okkur á óvart. Við áttum samt að sækja harðar að þeim. Ég sé eftir að hafa ekki látið mína menn gera það. Við máluðum okkur út í hom og þeim óx ásmegin. Stuðningsmenn þeirra vom stór- kostlegir og þeir hittu betur og bet- ur efth- því sem á leið. A Islandi grófum við sjálfa okkur í svo djúpa holu að okkur tókst hreinlega ekki að komast upp úr henni,“ sagði þjálfarinn. Júlíus for- maður BLÍ JÚLÍUS Hafstein var kjörinn formaður Blaksambands fs- lands, BLÍ, á ársþingi BLI uin síðustu helgi. Tekur hann við af Stefáni Jóhannssyni sem gaf ekki kost á sér til endur- kjörs eftir Qögurra ára starf. í Iok þingsins var fráfarandi formaður sæmdur silfurmerki ÍSÍ. BLÍ var rekið með 702.000 króna hagnaði á síðasta starfsári auk þess sem það er skuldlaust. hann. Þeir tóku ákveðna áhættu í byrjun, vörðust framarlega, og það tók okkur tvær eða þrjár mínútur að átta okkur á því. Við ætluðum að fara meira undir körfuna, en þeir komu með mótleik, leyfðu okkur að skjóta úr færam sem við bjuggumst ekki við. Þegar við gerðum fyrstu körfuna fór þetta að mjakast hægt og bít- andi. Það er erfitt að byrja með svona mikið forskot. En síðan jafn- aðist leikurinn og við voram, að mínu mati, óheppnir að vinna hann ekki. Það skiptir ekki máli, heldur Bayem Munchen, með áhuga- manninn Stefen Wessels inn- anborðs, náði l:l-jafntefli gegn Rangers í meistaradeild Evrópu. Real Madrid burstaði norska liðið Molde 4:1 og Hertha Berlín lagði Chelsea 2:1 með tveimur mörkum frá Ali Daei. Michael Tarnat jafnaði á síðustu stundu fyrir Bayern Munchen gegn Glasgow Rangers í Skotlandi. Ran- gers hafði náð forystu með marki Jorg Albertz snemma í leiknum en Tarnat jafnaði á 90. mínútu. Ottmar Hitzfeld, þjálfari þýska liðsins, við- urkenndi að sitt lið hefði haft heppnina með sér, en jafnteflið tryggir þeim efsta sæti F-riðils ásamt Valencia, sem gerði l:l-jafn- tefli við PSV. Hitzfeld var spurður hvort leikmenn liðsins hefðu átt skilið að heppnin væri loks á þeirra bandi eftir að hafa tapað úrslita- leiknum í meistaradeildinni í vor gegn Manchester United og sagðist hann fremur vilja að góður lokakafli gegn Rangers hefði þess í stað komið í úrslitaleiknum. Dick Advocaat, þjálfari Rangers, var gi-íðarlega vonsvikinn í leikslok og taldi að lið sitt hefði borið skarð- an hlut frá borði. „Leikmenn lögðu hart að sér en við fengum sex eða sjö góð marktækifæri og náðum ekki að nýta þau.“ Áhugamaðurinn Stefen Wessels stóð í marki Bayern vegna meiðsla þriggja mai'kvarða félagsins. Hann er sagður hafa staðið sig vel og tví- vegis komið í veg iyrir að Rangers næði að bæta við mörkum. íranski leikmaðurinn Aii Daei gerði tvö mörk er Hertha Berlín, sem lék sinn fyrsta Evrópuleik á það eitt að komast áfram.“ Sigurður benti á að lið London Leopards væri alls ekki jafn slakt og margir íslendingar, sem sáu fyrri leikinn í Keflavík, halda. „Þetta lið er ekki jafn lélegt og margir héldu eftir fyrri leikinn heima. Þetta er ekki slakt lið. Við spiluðum mun betur heima og þar vora þeir frekar daprir. Þetta lið er mikið betra en fólk sá. Við vissum það og ætluðum að vinna þennan leik, en það gekk ekki,“ sagði Sig- urður Ingimundarson, þjálfari ÍRB. heimavelli í 20 ár, lagði enska liðið Chelsea 2:1 að velli. Fyrra markið kom á upphafsmínútum leiksins og hið síðara eftir byrjendamistök Franks Leboeufs. Þrátt fyrir að Chelsea réði lögum og lofum í seinni hálfleik tókst því ekki að bæta við marki fyrr en undir lokin. Chelsea hefur tapað tveimur leikjum í ensku deildinni og í meist- aradeildinni á fjórum dögum og sagði Gianluca Vialli, knattspyi'nu- stjóri liðsins, að leikmenn sínir hefðu ekki sótt nægilega mikið til þess að uppskera fleiri mörk. „Við hefðum átt að gera þeim erfiðara fyrir.“ Sebastian Deisler, leikmaður Herthu Berlín, sagði að Chelsea hefði fyrir leikinn verið álitið sigur- stranglegra en félagar sínir hefðu engu að tapa og lagt allt í sölurnar. Leikmenn spænska liðsins Real Madrid fóra á kostum er þeir unnu norska liðið Molde 4:1. John Tos- hack, þjálfari Madrídarliðsins, var engu síður óánægður með fram- gang leiksins. „Fyrstu 20 mínút- urnar var ég hreinlega áhyggjufull- ur því norska liðið fékk tvö góð færi á þeim tíma. Ég var ósáttur með hvernig varnarleikurinn þróaðist á þessum tíma.“ Nicholas Anelka, sem gekk til liðs við Real Madrid fyrir metfé í sumar, var tekinn út af á 55. mínútu við fagnaðaróp stuðningsmanna liðsins. Toshack sagðist hafa gert sér vonir um að Anelka gæti leikið allan leikinn en bætti svo við að hann hefði engu síður þurft að hugsa um liðsheildina. „Anelka virðist ekki líða vel og eftir slíka írammistöðu má búast við að sjálfs- traustið dvíni,“ sagði Toshack. ■ IBRAHIM Ba getur átt það á hættu að vera dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að skalla Fabio Macellari, leikmann Cagliari, í fyrsta leik sínum fyrir Perugia um liðna helgi. Dómari leiksins sá at- vikið ekki en það náðist á mynd- band sem nú hefur verið sent aga- nefnd ítalska knattspymusam- bandsins til athugunar. ■ KESTUTIS Latozha, landsliðs- þjálfari Litháen í knattspyrnu, sagði starfí sínu lausu í vikunni, en aðeins era þrjár vikur þar til lands- liðið leikur sinn síðasta leik í und- ankeppni EM - gegn Skotlandi. ■ LUC Nilis, belgíski framherjinn í liði PSV Eindhoven, lék ekki með liði sínu gegn Valencia í Meistara- deildinni í gær vegna meiðsla. ■ CLAUDIO Caniggia, fyrrver- andi landsliðsmaður Argentínu, er kominn til Atalanta, sem er í 2. deild ítölsku deildarinnar, en hann hefur leikið sl. tvö ár með Boca Juniors í heimalandi sínu. Ekkb hefur hann náð sér á strik með lið- inu. Caniggga gerði eins árs samnig við Atalanta en hann lék með liðinu 1989 til 1992. Árið eftir gekk hann til liðs við Roma, en vai’ð þá uppvís að notkun kókaíns. Var hann dæmdur í keppnisbann en hefur vart borið sitt barr eftir það. ■ RYAN Giggs leikur ekki með Manchester United gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann meiddist í leik gegn Wimbledon sl. laugardag. ■ RUBIN Ruiz Diaz markvörður frá Paragvæ hefur ákveðið að yfír- gefa Argentínu, þar sem hann hef- ur leikið, sökum þess að hann hef- ur fengið nokkrar líflátshótanir. ■ KRISTÓFER Sigurgeirsson sem hefur farið til Ethnikos Pir- eaus í 2. deildinni í Grikklandi tap- aði fyrir Panalefsiniakos 5:2 á sunnudag. ■ HELGI Sigurðsson lék í 67 mín- útur með Panathinaikos sem vann Trikala 2:0 í 1. deildinni um helg- ina. ■ AEK sem Arnar Grétarsson hefur leikið með gerði 4:4-jafntefli við PAOK. Lið Arnars, sem lék ekki með, komst í 4:2 en PAOK náði að jafna leikinn. ■ SKOSKI leikmaðurinn Alan Prentice slasaðist á handlegg í síð- ari hálfleik gegn Fram á laugardag og var hann fluttur á sjúkrahús. Hann hugðist fara til reynslu hjá skoska 1. deildar liðinu Inverness að loknu tímabili hér á landi en óvíst hvort af því verði. Hins vegar eru líkur á að hann leiki með Vík- ingum á ný næsta sumar. ■ COLIN Mckee og Gordon Hunt- er sem léku einnig með Víkingi í sumar vora meiddir fyrir lokaleik- inn gegn Fram í efstu deild. McKee , var handleggsbrotinn og landi hansHunter var meiddur á höfði. Þeir vora farnir til Skotlands fyrir leikinn. ■ JASON Harden hefur gert samning við Hött, í 1. deild í körfuknattleik, um að leika og þjálfa liðið í vetur. ■ HELGI Jónas Guðfíunsson og félagar í Telindus Antwerpen í Belgíu unnu fyrsta leik sinn á tímabilinu er liðið mætti Aals. Fé- lagið hans Helga vann 81:60 og gerði hann þrjú stig. í fyrstu um-.. ferð tapaði liðið fyrir Brel 81:79. Helgi gerði fimm stig. Þá vann belgíska liðið seinni leikinn gegn Bertange frá Lúxemborg 85:48 í forkeppni Korac-keppninnarí gær- kvöld. ■ FALUR Harðarson og lið hans Topo í Finnlandi tapaði fyrirc HNMKY 89:80. Falur gerði stig. Reuters Ali Daeé fagnar oðru marka sinna gegn Chelsea. Ali Daei sá um Chelsea

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.