Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 15 AKUREYRI Fullorðinsfræðsla fatlaðra á Akureyri Samstarf við fatlaða nemendur í Skandinavíu FULLORÐINSFRÆÐSLA fatlaðra á Akureyri, FFA, hefur tekið upp samstarf við aðila í Tampere í Finnlandi, sem einnig koma að kennslu fatlaðra nem- enda. Samskiptin fara fram í gegn- um Netið og eru uppi hugmyndir um að fleiri komi að málinu, þ.e. að fjarlægustu byggðir í Skandanavíu tengist saman með þessum hætti og taki upp formlegt samband. Fulltrúar frá Finnlandi voru í heimsókn á Akureyri fyrir helgina þar sem gengið var með formleg- um hætti frá samstarfmu, auk þess sem hinir erlendu gestir kynntu sér skólastarf fatlaðra nemenda í bænum. I Finnlandi hafa skólar þar sem fótluðum nemendum er kennt að tengst saman og þeir þannig skipst á upplýsingum og aukið mannleg samskipti nem- enda. Finnar leituðu í kjölfarið eft- ir samstarfi við Islendinga í gegn- um Námsgagnastofnun og þeir fengu jákvætt svar frá Helga Jós- efssyni, skólastjóra FFA, Hvammshlíðarskóla. Helgi sagði að nemendur í sér- deild Verkamenntaskólans á Akur- eyri hafi tekið upp samstarf við fínnsku nemendurna í gegnum Netið. „Síðan var ákveðið að gera þetta samstarf að formlegu verk- efni með aðild nemenda í Tampere í Suður-Finnlandi, Alta í Norður- Noregi og hér á Islandi. Hér er ekki eingöngu um að ræða tengsl í gegnum skólana, heldur að nem- endur verði bekkjarfélagar og vin- ir til frambúðar." Bekkjarfélagar í fjarlægð Verkefnið heitir á ensku „Class distance friends", Bekkjarfélagar í fjarlægð, og er verið að undirbúa erindi til Norrnæu ráðherranefnd- arinnar, að hún styrki þetta verk- efni til fimm ára. Helgi sagði að hugmdin væri að þessir fötluðu nemendur hefðu bæði gagn og gaman af því að hafa samband hver við annan, þeir viti hvað sé í boði annars staðar og geti þá jafn- vel þrýst á betri þjónustu heima fyrir. Einnig að þau haldi sam- bandi í gegnum Netið eftir að skóla lýkur, eins og gamlir bekkj- arfélagar. Morgunblaðið/Kristján Hlakka til að fá snjóinn VINKONURNAR Aldis, Harpa og Laufey, sem allar eru í fyrsta bekk í Glerárskóla og meira að segja í fyrstu stofu, voru heldur kuldalegar á leið sinni í skólann í gærmorgun, enda er að koma vetur. Þær sögðu ljósmyndara sem hitti þær á leiðinni að þær hlökkuðu til að fá snjóinn. Miklar hræringar á fyrir- tækjamarkaði á Akureyri Tónleikar í safnaðarheimili BJORN Blomquist bassasöngvari og Magnus Svensson píanóleikari halda tónleika í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju annaðkvöld, miðviku- dagskvöldið 13. október, og hefjast þeir kl. 20.30. A tónleikunum flytja þeir m.a. verk eftir Jack Mattsson frá Alandseyjum og einnig eftir Jean Sibelius og Oskar Merikanto. Bjöm Blomquist er finnskur en syngur nú við Konunglegu ópemna í Stokkhólmi og hefur komið þar fram í fjölda hlutverka. Magnus Svensson er sænskur og hefur verið fulltrúi lands síns á mörgum alþjóð- legum listahátíðum. Tónleikamir era samstarfsverk- efni Tónlistarfélags Akureyrar og Norræna hússins í Reykjavík, en þar koma listamennimir fram á fimmtudagskvöld. ÓVENJU miklar hræringar hafa verið á fyrirtækjamarkaðnum á Ak- ureyri undanfarin misseri. Fjölmörg fyrirtæki af höfuðborgar- svæðinu og jafnvel víðar hafa keypt fyrirtæki í rekstri, sameinast fyrir- tækjum í bænum eða komið með sína starfsemi inn á markaðinn. Samkvæmt lauslegri úttekt Morg- unblaðsins er hér í langflestum til- fellum um að ræða fyrirtæki í versl- un. Austfirðingar koma nokkuð við sögu í þessum hræringum. Eins og fram hefur komið hafa Nótastöðin Oddi á Akureyri og Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar í Neskaup- stað sameinað rekstur sinn og verð- ur yfirstjórn fyrirtækisins í Nes- kaupstað. Þá hefur Tölvuþjónusta Austurlands keypt meirihlutann í Est hf., sem verslar með tölvur og ýmiss konar hugbúnað. Baugur hefur tekið við rekstri matvöruverslunarinnar í Kaupangi og opnað þar Hraðkaupsverslun. Húsasmiðjan hefur tekið yfir rekst- ur Byggingavörudeildar KEA á Lónsbakka og Penninn hefur keypt verslunina Bókval. Sindra-stál hef- ur keypt verslunina Hita og Bræð- urnir Ormsson hafa keypt Hljómver og reka verslunina í samstarfi við Radionaust. Þá hefur Iskraft keypt húsnæði Kauplands og mun opna heildverslun þar innan tíðar. Fast- eignafélagið Þyrping hefur keypt húsnæði Polaris og þar verður sett- ur upp Domino’s-pitsustaður síðar í haust. Áhugavert að starfa á Akureyri Tæknival, sem rekur verslunina BT sem deild innan fyrirtækisins, stefnir að opnun slíkrar verslunar á Akureyri en hvorki hefur verið tek- in ákvörðun um hvar sú verslun verður til húsa né hvænær hún verður opnuð. Byko hefur rekið byggingavöruverslun í bænum í um eitt ár undir nafni fyrirtækisins og þar á bæ era menn farnir að líta í kringum sig eftir stærra og hent- ugra húsnæði undir starfsemina. Af þessari upptalningu má sjá að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar hafa mikinn áhuga á Akureyri og telja áhugavert að halda úti sinni starfsemi í bænum. Ekiðá _ hross á Ólafsfjarð- arvegi EKIÐ var á tvö hross með skömmu millibili og á svipuðum slóðum á Ólafsfjarðarvegi sunn- an Dalvíkur sl. sunnudagskvöld. Hrossin drápust bæði, ökumaður annars bflsins meiddist en báðir eru bflarnir mikið skemmdir. í fyrra tilvikinu var fólksbíl ekið á hross við bæinn Kálfs- skinn. Hrossið kastaðist upp á vélarhlíf bflsins og við það sprakk framrúðan. Okumaðurinn slasaðist og fór til skoðunar á slysadeild FSA. Skömmu síðar ók jeppabifreið á hross nálægt Hrísmóum og skemmdist jeppinn mikið en ekki urðu slys á fólki, að sögn lögreglunnar á Dalvík. Það telst til tiðinda að ekið sé á hross á Ólafsfjarðarvegi, að söga lögreglunnar á Dalvík, hvað þá að slíkt gerist tvisvar með skörnmu millibili en svo virðist sem hrossin hafi sloppið úr girðingu. Óhöppin urðu í myrkri, malbikið var blautt og skyggni ekki upp á það allra besta. Lögreglan beinir því til öku- manna að fara um þessa vegi með gát. Hálka á laugardag Á laugardag fór að siyóa í Eyjafirði og var víða hálka á veg- um. Lögreglan á Dalvík sagði að við þær aðstæður hefðu ökumenn farið með sérstakri gát og um- ferðin verið áfallalaus þar til á Morgunblaðið/Kristján sunnudagskvöld. Á Akureyri urðu nokkrir minni háttar árekstrar í hálkunni á laugardag en þó ekkert fleiri en um venju- lega helgi. Ökumaður jeppabif- reiðarinnar á myndinni hafnaði á Ijósastaur með áföstum umferð- arljósum við gangbraut á Hörgárbraut um miðjan dag á laugardag. Ljósastaurinn og bfll- inn skemmdust nokkuð og þurfti ökumaðurinn að fara til skoðun- ar á slysadeild FSA. Sigurhæðir - hús skáldsins Sýslumannshj ónin velja ljóðin LJÓÐAKVÖLD verða á Sigur- hæðum - húsi skáldsins öll miðvikudagskvöld í október og nóvember. Erlingur Sigurðarsson for- stöðumaður hússins hefur staðið fyrir slíkum kvöldum af og til undanfama tvo vetur og flutt þar úrval ljóða eftir ýmsa höfunda. I haust hefur hann fengið til liðs við sig ein hjón hverju sinni sem ráða dagskrá kvöldsins það skiptið. Þau Jóhanna Sigrún Þor- steinsdóttir kennari í Glerárskóla og Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður ríða á vaðið miðviku- daginn 13.október. Húsið er opið frá kl. 20 til 22, en flutningur Ijóðadagskrár hefst kl. 20.30. Aðra hverja viku er ætlunin að Akureyrarskáld samtíðarinnar fari með eigin kveðskap sem hluta af dagskrá kvöldsins. Þar verður Þórarinn Guðmundsson fyrstur til en hann hefur gefið út nokkrar bækur á síðustu áram og á sitthvað óprentað. Merkisafmæli I haust verður einnig minnst ýmissa merkisafmæla sem tengj- ast skáldum og útgáfu, en þar má nefna 100 ár frá fæðingu skáld- anna Jóns Helgasonar og Jóhannesar úr Kötlum, 80 ár frá því Davíð Stefánsson gaf út Svartar fjaðrir og 40 ár frá því Hannes Pétursson sendi frá sér aðra bók sína. Þá era 80 ár frá fæðingu Rósbergs G. Snædals og hálf öld síðan fyrsta ljóðabók hans kom út. | í dag er Ií {56 I dag er langlangbesti tíminn.. en bara í dag! -1- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.