Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Eva ehf, sameinast NTC hf. sem rekur Sautján og fieiri tískuverslanir Fjórtán verslanir í Kringlunni og miðbænum Morgunblaóið/Sverrir Forsvarsmenn NTC hf. og Evu ehf. eftir undirritun samningsins. Ásgeir Bolli Kristinsson og Svava Johansen frá NTC, Marta Bjarnadóttir og Jónína Þórarinsdóttir frá Evu ehf. og Sigurður Bollason, NTC. Fyrir aftan standa Kristjón Grétarsson og Þórarinn Ólafsson frá Evu ehf. og Aðalsteinn Pálsson frá NTC. NTC hf., sem m.a. rekur tískuversl- unina Sautján, hefur keypt öll hlutabréf í Evu ehf. Þar með verð- ur til keðja 14 tískuverslana, með um 150 starfsmenn í Kringlunni og miðbænum. NTC hf. rekur fyrir verslanirnar Smash, Deres og Morgan, auk Sautján. Undir merkjum Evu ehf. eru tískuverslanimar Eva, Gallery og Centrum, ásamt húsgagnaversl- uninni Company. NTC mun taka yfir rekstur þessara verslana, auk nýju verslunarinnar In Wear sem opnuð verður í Kringlunni á fimmtudag. Marta Bjarnadóttir, eigandi Evu ehf., segist ánægð með samninginn við NTC hf. og vonar að fyrirtækið styrkist við sameininguna. „Við höldum að þetta sé rétti tímapunkt- urinn til að selja, núna rétt fyrir aldarlok. Við erum búin að vera í þessu í þrjátíu ár og samkeppnin fer harðnandi. Okkur bauðst tæki- færi til að sameinast sterku og rót- grónu fyrirtæki og ákváðum að taka tilboði sem við teljum ágæt skipti fyrir báða aðila,“ segir Marta. Hún mun ásamt öðru starfsfólki Evu ehf. vinna áfram við sameinað fyrirtæki fyrst um sinn en segist hafa ótalmargt að snúa sér að fyrir sig og fjölskyldu sína í framhaldinu. Hlutafé Evu ehf. 25-30% af heildarhlutafé Asgeir Bolli Kristinsson og Svava Johansen eru eigendur NTC hf. „Samningurinn á sér ekki langan aðdraganda en þetta tók um það bil viku. Eftir viðræður gerðum við eig- endum Evu ehf. tilboð og þeir tóku því,“ segir Bolli. Hann segir hlutafé Evu ehf. verða um 25-30% af heild- arhlutafé NTC hf. Að sögn Bolla munu viðskiptavinir ekki koma til með að taka eftir breytingum. „Það er stefnt að því að hagræða eins og við getum í rekstrinum og vonandi tekst að lækka vöruverð." Svava segir verslanirnar verða reknar með óbreyttum hætti fyrst um sinn. „Eigendur Evu ehf. munu starfa með okkur, að minnsta kosti fram að áramótum. Svo erum við að skoða alla möguleika á því hvernig hægt er að hagræða og samnýta möguleika fyrirtækjanna." Hún segir rekstur húsgagnaverslunar- innar Company vera til athugunar. „Við höfum hug á að halda áfram innflutningi og sölu á húsgögnum en það færist einmitt í vöxt erlendis að verslanir í stærri kantinum bjóði til sölu tískufatnað og húsgögn und- ir sama þaki.“ Deutsche í við- ræðum við SBC New York. Reuters. ÞÝZKI fjarskiptarisinn Deutsche Telekom leitar að al- þjóðlegum samherja og á í við- ræðum við Ameritech Corp. og SBC Communications, sem hafa fengið leyfi frá banda- rískum yfirvöldum til að sam- einast. I blaðinu Welt am Sonntag er þess ekki getið um hvaða tengsl yrði að ræða. Talsmað- ur Deutsche Telekom sagði að fyrirtækið tæki ekki þátt í vangaveltum. Deutsche Telekom hefur reynt að finna alþjóðlegan samstarfsaðila síðan fyrirtæk- ið var einkavætt að hluta fyrir nokkrum árum. SBC og Ameritech verða stærsta svæðissímfélag Banda- ríkjanna með samruna sínum, sem er rúmlega 70 milljarða dollara virði og einn sá mesti sem um getur. Fá Frakkar Global One? Um leið hermir tímaritið Focus að Deutsche Telekom vilji binda enda á samstarf sitt í Global One við France Tele- com og Sprint í Bandaríkjun- um. Sprint verður hvort sem er að segja sig úr Global One þegar 115 milljarða dollara samningurinn um samruna Sprint og WorldCom verður að veruleika. „Ef Frakkar bjóða gott verð geta þeir fengið Global One,“ sagði stjórnarformaður Tele- kom í samtali við Focus. Nestle SA semur um sölu deilda Zurich. Reuter. • • Ossur hf. hækkar um 46% frá útboði NESTLE SA í Sviss hefur samið um sölu hluta Evrópudeiidar, sem hefur haft frystan mat á sínum snærum, og mestalla Findus-deildina í banda- rísk-sænsku fjárfestingarfélagi. Velta fyrirtækjanmna nemur 592,9 milljónum dollara og kaup- andinn er EQT Scandinavia BV. Sérfræðingar segja að salan sé staðfesting á því að Nestle sé reiðu- Ránarborg keypti hlut KG í SH RÁNARBORG ehf., eignar- haldsfyrirtæki Þorsteins Vil- helmssonar, var kaupandinn að 5,5% hlut Kristjáns Guðmunds- sonar hf. á Rifi í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem seldur var í síðustu viku. Nafnvirði bréfanna var 82,8 milljónir króna, en þau voru seld á geng- inu 4,45. Kaupverðið er því ríf- lega 368 milljónir króna. Þorsteinn Vilhelmsson stað- festi í samtali við Morgunblað- ið að Ránarborg væri kaup- andi hlutabréfanna. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið eða hvað fyrir honum vekti með kaupunum. Þor- steinn er einn af þremur stærstu hluthöfum í Samheija hf. og hann á einnig stóran hlut í Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru í Isafjarðarbæ. búið að losa sig við fyrirtæki, sem skila litlum hagnaði, jafnvel eins þekkt merki og Findus. Samningurinn nær til allrar frystrar matvöru, sem Nestle fram- leiðir í Bretlandi og á Norðurlönd- um, og hluta starfseminnar - aðal- lega grænmetis og fisks - í fimm Evrópulöndum. Að sögn Nestle munu 14 verk- smiðjur í sjö Evrópulöndum skipta um eigendur og um 3.500 starfs- menn fá nýjan vinnuveitanda. Findus-merkið verður eign EQT Scandianvia alls staðar í heiminun nema í Sviss og á Ítalíu. Salan er liður í þeirri stefnu Nestle að endurskipuleggja fram- leiðslu sína á frystum mat í Evrópu með því að leggja meiri áherzlu á tilbúna rétti, snarl og pítsur. BREIÐBANDS-, kapal- og net- stjóri AT&T-fjarskiptarisans í Bandaríkjunum, sem kom fjármál- um Tele-Communications Inc. á réttan kjöl, er á förum frá fyrirtæk- inu eftir sjö mánuði í starfi að þess sögn. Hindery hóf störf hjá fyrirtækinu í marz þegar AT&T keypti Tele- Communications Inc., annað stærsta kapalfyrirtæki Bandaríkjanna, en hefur ákveðið að hætta til að sinna öðrum áhugamálum að sögn AT&T. VIÐSKIPTI með hlutabréf í Össuri hf. námu 126 milljónum króna á Verðbréfaþingi íslands í gær, á fyrsta skráningardegi félagsins á Aðallista VÞI. Gengi bréfanna fór hæst í 37 yfir daginn en endaði í 35. I almennu hlutafjárútboði Össurar í síðasta mánuði var gengi bréfanna 24. Gengi hlutabréfa í félaginu hef- ur því hækkað um 46% frá útboðs- degi. Markaðsvirði Össurar rúmir 7 milljarðar króna Markaðsverðmæti Össurar hf. er nú rúmir sjö milljarðar. Mark- aðsvirði hlutar Össurar Kristins- sonar í félaginu er nú 3,7 milljarðar Tæpri viku áður virtist AT%T bera opinberlega á móti því sem Hindery hafði sagt. Hann bætist í hóp nokkurra háttsettra yfirmanna fyrirtækisins, sem hafa sagt af sér. Sérfræðingar segja að Hindery eigi til að vera of opinskár og hafi ekki kunnað við mikið skrifræði hjá fyr- irtækinu. Hindery verður stjómarformanni AT&T, C. Michael Armstrong, áfram til ráðuneytis við mótun meg- instefnu AT&T. króna en Össur Kristinsson á 49,74% hlut í Össuri hf. í hálf-fimm fréttum Búnaðar- bankans Verðbréfa í gær kemur fram að greiðsludagur þeirra sem keyptu í útboðinu sé 15. október og geta því þeir aðilar selt bréf sín án þess að leggja út fyrir þeim og er hagnaður hvers kaupanda um 30 þúsund krónur. Er markaðsverðmætið of hátt? „Markaðsverðmæti Össurar er nú rúmir sjö milljarðar. Að mati sérfræðinga Búnaðarbankans er gengi félagsins of hátt miðað við þær forsendur sem koma fram í út- boðslýsingu. Marel, með markaðs- verðmæti upp á rúma 8 milljarða, er áhugaverðari kostur. Ástæða þess að þessi fyrirtæki eru borin saman er að þau eru bæði markaðs- sækin hátæknifyrirtæki sem búa við mikla vaxtarmöguleika. Áætlað- ur hagnaður Össurar á þessu ári er um 180 m.kr. en Marels allt að tvö- föld sú fjárhæð. Hjá báðum félög- um er gert ráð fyrir gríðarlegum vexti og eru væntingar á markaði um hagnaðaraukningu. Áhætta fjárfesta við kaup á hlutabréfum þeirra er mikil sem sjá má á sveifl- um á gengi Marels síðustu ár. Telja verður þó að fjárfestingaráhætta hluthafa vegna Marels, sem hefur verið skráð á hlutabréfamarkaði í 7 ár, og hefur vaxið mikið á þeim tíma með aðhaldi og arðsemiskröf- um hlutabréfamarkaðar sé minni en hjá félagi sem verið er að skrá á markaðinn,“ segir í hálf-fimm frétt- um Búnaðarbankans. Umsjónaraðili hlutafjárútboðs Össurar var Kaupþing hf. í hálf- fimm fréttum Búnaðarbankans kemur fram að í útboði því sem nú er lokið hafi sjóðir Kaupþings keypt meirihluta þeirra bréfa sem voru í boði. „Athygli vakti að í út- boðslýsingu kom fram að Kaupt- hing Luxembourg SA. var skráð fyrir 8% hlut. Ekki hefur fengist uppgefið hver raunverulegur eig- andi að þeim hlut er þrátt fyrir að samevrópskar flöggunarreglur kveði á um að eignist aðili yfir 5% í félagi beri að tilkynna slíkt. Þekkt er umræðan um kaup Orca SA. á hlut í FBA og kröfu Verðbréfa- þings og Fjármálaeftirlits þess efn- is að aðilar sem stóðu þar að baki tilkynntu sig sem þeir og gerðu. Hins vegar eru tvö félög nú skráð á hlutabréfamarkaði, Össur og Baugur, þar sem fjárfestar sitja ekki allir við sama borð um upplýs- ingar um stærstu hluthafa. I útboðslýsingu Baugs sem und- irrituð er af Kaupþingi og FBA kemur fram að 20% eigandi að Baugi sé Compagnie Financiere SA Luxembourg. Mikilvægt er fyrir aðra hluthafa að vita hverjir raun- verulegir eigendur þessara bréfa eru og getur það haft mikil áhrif á verðmyndun hlutabréfanna á mark- aði,“ að því er fram kemur í hálf- fimm fréttum Búnaðarbankans Verðbréfa í gær. Einn æðstu manna AT&T segir af sér New York. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.