Morgunblaðið - 30.11.1999, Page 32

Morgunblaðið - 30.11.1999, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Óvæntar áherslur Útfærð ljósmynd Önnu Hallin af hrúti með baksýnisspcgil býr yfir þeirri gamansemi sem er helsti kostur hennar, segir m.a. 1 umfjölluninni. MYNDLIST \ýI j slasa I n i ii, Valns- stíg 3b BLANDAÐEFNI ANNA HALLIN, DIDDA HJARTARDÓTTIR LEAM- AN, OLGABERGMANNog ÞÓRUNN HJARTAR- DÓTTIR Til 12. desember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. FJÓRAR konur sýna í Nýlista- safninu, hver í sínu herbergi. Þótt sameiginleg einkenni liggi ekki í augum uppi er skyldleiki með þeim hvað varðar nálgun við við- fangsefnið. Allar hverfa listakon- urnar aftur til kunnuglegra mót- unarhátta til að finna þar nýja tjáningarmöguleika. Til dæmis mála þær Didda og Þórunn Hjart- ardætur hefðbundin málverk án þess að útkoman sé bein endur- tekning á málaralist fyiri tíðar. Sama má segja um Önnu Hallin - en verk hennar, ljósmyndir, teikningar og smámunir, eru merkilega sundurleit án þess að það hái beinlínis framsögn hennar - og Olgu Bergmann, sem notar alla miðla eins og garðyrkjumaður, hvar og hvenær sem það hentar henni. Frómt frá sagt má líkja konunum fjórum við fyrirrennara sína á sjöunda áratugnum, sem leyfðu sér að halda samsýningar í SUM þar sem öllum miðlum, hefð- bundnum og óhefðbundnum, mögulegum og ómögulegum, ægði saman í fyrirhyggjulítilli tilrauna- gleði. Þórunn Hjartardóttir ríður á vaðið í forsalnum á jarðhæð með málverkum sínum sem hún kallar einu nafni „antíkabstrakt", líkt og abstraktlistin væri orðin fornmun- ir frá ákveðnu og afmörkuðu tíma- skeiði, með sama hætti og barokk- húsgögn eða Feneyjakristall. Reyndar minna myndir Þórunnar töluvert á „neo-geo“ níunda ára- tugarins, einkum verk Mið-Evróp- umálaranna Armleders, Rocken- schaubs og Federles, en þeir voru reyndar allir mjög meðvitaðir um aðföng sín, og tengsl við tísku og skreytilist. Didda Hjartardóttir Leaman er einnig málari, en málverk hennar eru ekki nærri eins bundin við ákveðin stíleinkenni, þótt lýrísk abstraksjón hefði einhvern tíma þótt viðeigandi réttnefni. Didda er meiri náttúrumálari en Þórunn, og þunn áferð hennar hefur óneitan- lega mikið aðdráttarafl þótt stíll- inn sé miklu losaralegri en geom- etría Þórunnar. Þá er skipan hennar í gryfjunni einstaklega létt og leikandi. Böngsum og tusku- brúðum er skeytt saman í mjúkan „vegg“, sem samstundis keyrir sýninguna á vit ævintýranna í barnaherberginu. Margir hafa spurt hvers vegna listamenn samtímans séu svo hændir að bernskunni sem raun ber vitni. Franska listakonan Ann- ette Messager og bandaríski lista- maðurinn Mike Kelley eru til dæmis löngu orðin heimsfræg fyrir dæmalausa notkun sína á tusku- dýrum. Er það „stikkfrí-staða“ listamannsins sem teymir hann inn í barnaherbergið, eða er það freu- dískt upplag hans - allar hinar óuppgerðu kenndir frá bernskuár- unum - sem heimtar hann í brúðu- leikinn? Eflaust eru ástæðurnar eins margar og listamennirnir. Því má ekki gleyma að þörfin fyrir að varðveita í sér hluta af sakleysi bernskunnar, hugmyndaflug henn- ar, áræði og frumkraft er af mörg- um talin forsenda hamingju á ful- lorðinsárum. í verkum Olgu Bergmann lýsir bernskan sér í ka- bínetti fullu af undursamlegum leikföngum, fundnum, heimasmíð- uðum og settum saman úr hvoru tveggja. Með því að kalla sýningu sína í bjarta- og svartasal Nýlistasafns- ins „Wunderkammer", vísar Olga meðvitað til hefðar endurreisnar- tímans þegar heldri menn áttu sér gluggalaust athvarf, eða leyniher- bergi, hlaðið undursamlegum safn- gripum, fágætum tækjum, stein- um, jurtum og bókum. Samsafn hennar á sér rætur í súrrealisman- um, svo sem skápum Bandaríkja- mannsins Josephs Cornells, en kassalist hans eða „box art“, hefur þróast eftir ýmsum leiðum fram á okkar dag, með viðkomu hjá ekki ómætari listamönnum en Þjóðverj- anum Joseph Beuys og Rússanum Ilya Kabakov. Sýning Olgu er sú heilsteyptasta og besta sem hún hefur haldið hér. Tilvísun hennar í viktoríanskan ævintýraheim - sem flestir kann- ast við úr Fanný og Alexander Ingmars Bergmans - á sér jafn- framt spegilmynd í vangaveltum um framtíðarveröld klóna og kvik- sjárkenndrar náttúru þar sem endalaust endurvarp umbreytir öllum sérstæðum fyrirbærum í endurteknar samhverfur. Barn- vænni listaverk er vart hægt að hugsa sér. Ymislegt í smellinni framsögn Olgu endurtekur sig í verkum Önnu Hallin í SÚM-salnum, eink- um í vel útfærðum teikningum hennar og smáverkum úr leir. Ljósmyndirnar úr Straumi og Kapelluhrauni eru annar handleg- gur, þótt frábærlega útfærð ljós- mynd hennar af hrúti með baksýn- isspegil búi yfir þeirri gamansemi sem er helsti kostur hennar. Ef til vill hefði Anna mátt tengja betur verk sín, ljósmyndirnar á austur- veggnum og teikningarnar og smá- verkin á vesturveggnum. Samband þessara tveggja þátta í list hennar er ekki nægilega skýrt, þótt gesti geti eflaust rennt grun í hugmynd- irnar og tilfinningarnar sem liggja að baki öllum verkunum. Eins og títt er um Nýlistasafnið býr sýning kvennanna fjögurra yf- ir áhugaverðum og óvæntum áherslum, sem ef til vill eru alltof sjaldséðar í öðrum söfnum. Kalla mætti það hið afslappaða and- rúmsloft tilraunastarfseminnar. Hins vegar vantar enn töluvert upp á það upplýsingastreymi sem nauðsynlegt er að fylgi jafnstóru fyi'irtæki og þessum fernu einka- sýningum. Halldór Björn Runólfsson Jóladagatal Happaþrennunnar. Vinningur á öðru hverju dagatali þqcJ eru spennondi moíYnor frormindcm! VgJ m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.