Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Clinton forseti flytur ávarp á efnahagsráðstefnuimi í Davos í skugga óeirða Segir leiðtogana verða að útskýra hnatt- væðinguna betur AP Andstæðingar hnattvæðingar ráðast á McDonalds-skyndibitastað í Davos í tilefni af efnahagsráðsstefnunni sem haldin er árlega í bænum. Davos. AFP, AP, The Daily Telegraph. GÖTUÓEIRÐIR vörpuðu skugga á alþjóðlegu efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss um helgina þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti flutti þar ávarp og lýsti viðhorfum sínum til hnattvæðingarinnar. Clinton skoraði á ráðstefnugestina að útskýra betur fyrir almenningi hvað fælist í hnatt- væðingunni og taka tillit til sjónar- miða þeirra sem hafa lagst gegn henni. Clinton fór með flugvél yfir Atlantshafið til að flytja ávarp á ráð- stefnunni á laugardag og fjallaði eink- um um þá lærdóma sem draga mætti af götumótmælunum sem settu svip sinn á fund Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO) í Seattle í Bandaríkjun- um í desember. Um 30 forsetar og forsætisráðherr- ar sitja ráðstefnuna í Davos auk rúm- lega hundrað ráðherra og nær 2.000 fjármálamanna. Clinton sagði að mót- mælin í Seattle sýndu að þeir yrðu að taka meira tillit til viðhorfa þeirra sem eru andvígir hnattvæðingunni. „Mótmælendumir á götum Seattle höfðu ólíka hagsmuni að leiðarljósi en það sem þeir áttu sameiginlagt var að þeim fannst þeir ekki hafa nein áhrif,“ sagði Clinton. „Þeim verður ekki meinað að taka þátt í umræðunni. Viðskipti geta ekki lengur verið einkamál stjómmálamanna, hagfræð- inga og viðskiptasérfræðinga." Clinton hafnaði þó röksemdum mótmælendanna í Seattle og sagði að hnattvæðingin væri af hinu góða. „Þeir sem vilja hrekja hnattvæðing- aröflin til baka hafa rangt fyrir sér,“ sagði forsetinn en bætti við: „Þeir sem telja að hnattvæðingin snúist að- eins um markaðshagfræði hafa einnig á röngu að standa.“ „Við getum ekki lengur afneitað því sem gerðist [í Seattle],“ hélt forsetinn áfram. „Við verðum að hjálpa fólki að skilja það sem er að gerast og finna leið til að veita andófsmönnunum áhrif og heija uppbyggilegt samstarf við þá.“ Mdtraælendur ganga berserksgang Fyrr um daginn höfðu hátt í 2.000 manns gengið berserksgang um göt- ur Davos til að mótmæla hnattvæð- ingunni og starfsemi Heimsviðskipta- stofnunarinnar. Lögreglumenn og svissneskir her- menn komu í veg fyrir að mótmæl- endumir gætu gengið að ráðstefnum- iðstöðinni en þeir réðust þá á skyndibitastaðinn McDonalds í mið- bænum, skemmdu bíla og máluðu víg- orð á veggi húsa. Tveir lögreglumenn særðust í átök- unum og lögreglan varð að skjóta gúmmíkúlum og beita pipargasi til að hafa hemil á mótmælendunum. Svissneskur dómstóll hafði bannað mótmæli í Davos á meðan ráðstefnan er haldin og lögreglan var með meiri öryggisviðbúnað á götum bæjarins en nokkru sinni fyrr frá því fyrsta ráð- stefnan var haldin fyrir 30 árum. Bandaríkin gagnrýnd „Heimsviðskiptastofnunin er and- lýðræðisleg, menn eru ekki kjömir í hana,“ sagði einn mótmælendanna. „Enginn stjómar þeim en þeir stjórna okkur og því hvemig við lif- um.“ Mótmælin beindust einkum að Bandaríkjunum og meint ofurvald Bandaríkjanna í efnahags- og stjóm- málum heimsins hefur oft borið á góma á ráðstefnunni að þessu sinni. Hubert Vedrine, utanríkisráðheiTa Frakklands, hefur t.a.m. talað um Bandaríkin sem „Ofurveldið“. Madel- eine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni og varaði við því að hún gæti orðið til þess að Bandaríkja- menn tækju aftur upp einangrunar- stefnuna sem hún sagði að hefði stuðl- að að síðari heimsstyrjöldinni. „Þetta er mjög skrýtið," sagði hún þegar hún var spurð um þá gagnrýni sem Bandaríkin hafa sætt á síðustu ámm, ekki aðeins í löndum múslíma heldur einnig í Kína, Rússlandi og Evrópu. „Bandaríkin báðu ekki um að verða eina stórveldið. En þegar við höfðum okkur ekki í frammi, á þriðja og fjórða áratugnum, olli það miklu tómarúmi í heiminum og leiddi til mikilla hörmunga.“ Albright bætti við að Bandaríkin gengju nú í gegnum „mjög viðkvæmt tímabil". „Margir Bandaríkjamenn vilja frekar pakka niður og fara heim.“ Rússar svara gagnrýni Stjómvöld í Moskvu hafa einnig sætt gagnrýni á ráðstefnunni vegna efnahagsástandsins í Rússlandi og bandaríski fjármálamaðurinn George Soros hvatti Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) til að hætta að veita Rússum aðstoð „þar sem þróunin í stjómmál- um landsins hefur verið í ranga átt“. Míkhaíl Kajanov, fjármálaráðherra Rússlands, sagði að rússneska stjóm- in gæti ekki verið ánægð með viðhorf ráðamanna í nokkrum vestrænum ríkjum til aðstoðarinnar við Rússa og réð þeim frá því að minnka hana. Hann sagði að þótt hagvöxturinn í Rússlandi yrði að minnsta kosti 2% í ár ef allt færi að óskum væra enn blik- ur á lofti vegna fjárlagahallans og mikilla skulda sem ríkið gæti ekki greitt. Einn af farþegum Airbus 310 farþegaþotunnar, sem hrapaði í sjóinn undan Fílabeinsströndinni, er hér borinn í land úr björgunarbáti. Farþegaþota Kenya Airways hrapar í hafíð undan Fflabeinsströndinni Tíu mönnum bjargað úr köld- um sjónum og 86 lík fundin Abidjan. AP, AFP. AÐ MINNSTA kosti tiu manns komust lífs af þegar farþegaþota af gerðinni Airbus 310 hrapaði í Atlantshafið undan Fílabeins- ströndinni í fyrrakvöld. 179 manns voru í þotunni, sem var í eigu flugfé- lagsins Kenya Airways. Ekki var vitað hvað olli slysinu. 86 lík höfðu verið flutt á land í gær og björgunarbátar og þyrlur héldu áfram leitinni. Sjórinn var kaldur á þessum slóðum og talið var ólíklegt að margir til viðbótar fynd- ust á lífi. Flugvélin lagði af stað laust eftir klukkan níu í fyrrakvöld frá Abidj- an á Fílabeinsströndinni. Hún var á leiðinni til Lagos en hrapaði í sjóinn aðeins mínútu eftir flugtak, að sögn George Dapre Yao, yfirflugumferð- arstjóra á Felix Houphouet-Boig- ny-flugvelli í Abidjan. Nígeríumaðurinn Samuel Og- bada Adje, einn þeirra sem var bjargað úr sjónum, sagði að vanda- mál hefði komið upp í þotunni um leið og hún tók á loft. „Hún hallaði nokkuð og allt í einu vorum við í sjónum," sagði hann. Biðu í tvær klukkustundir Ekki var vitað hvað fór úrskeiðis. Nokkrir sjónarvottar, sem búa ná- lægt slysstaðnum, sögðust hafa heyrt tvo háa hvelli þegar þotan skall í sjóinn. Adje tókst að synda frá flaki þot- unnar eftir að hafa lent í sjónum. Hann og fleiri farþegar þotunnar urðu að bíða í að minnsta kosti tvær klukkustundir eftir björgunar- mönnunum. „Ef þeir hefðu komið fyrr hefði verið hægt að bjarga mörgum okk- ar,“ sagði hann reiður á svip áður en honum var ekið á brott í sjúkrabíl. Blaise Grah, undirofursti í sjóher Fílabeinsstrandarinnar, varði björgunarsveitirnar. „Við teljum tvær klukkustundir eðlilegan tíma, miðað við öll þau tæki sem við þurft- um að safna saman, víðáttu hafsins og þær ónákvæmu upplýsingar sem við fengum,“ sagði hann. Yfirflugumferðarstjórinn sagði að 169 farþegar, þar af tvö börn, hefðu verið í þotunni, auk tíu manna áhafnar. Þotan fór frá Nairobi í Kenýa á sunnudag og átti að lenda í Lagos síðdegis en millilenti í Abidj- an vegna slæms veðurs. Talsmenn Kenya Airways sögðu að ekkert væri vitað um orsakir slyssins en Steve Clarke, yfirmaður tæknideildar flugfélagsins, sagði að „engin umtalsverð tæknileg vanda- mál“ hefðu komið í ljós. Flugfélagið sendi sérfræðinga til Abidjan og Nígeríu til að rannsaka orsakir slyssins ásamt verkfræð- ingum Airims og þremur frönskum rannsóknannönnum. Flestir farþeganna Nígeríuraenn Flestir farþega þotunnar voru Nígeríumenn en flugfélagið sagði að farþegarnir væru frá að minnsta kosti 23 löndum. A meðal þeirra sem komust lífs af voru þrír Níger- íumenn, Rúandabúi, Gambíumaður, Kenýamaður, Frakki og Indverji. Frakkinn var fluttur á sjúkrahús í grennd við slysstaðinn. „Hann var góður sundmaður. Þess vegna hélt hann lífi,“ sagði læknir sem gerði að sárum hans. Fyrsta flugvél Kenya Airways sem ferst Þotan var þrettán ára gömul og þetta er í fyrsta sinn sem flugvél i eigu Kenya Aii’ways ferst. Flugfé- lagið var stofnað árið 1977. Steve Clarke sagði að flugfélagið hefði ráðgert að endurnýja flugvél- ar sínar á næstu tveimur árum og kaupa nýjar þotur í stað Airbus 310- þotna sinna. Hann lagði þó áherslu á að það væri ekki vegna þess að Airbus-þoturnar væru orðnar of gamlar, heldur vegna þess að flug- félagið vildi kaupa stærri þotur og auka þægindi farþeganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.