Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 66
- % 66 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Söngkeppni Samfés 2000 haldin í Garðabæ Draumurinn rættist SÖNGKEPPNI Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva á Islandi, fór fram síðastliðinn föstudag í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Keppendur voru frá 31 félagsmiðstöð víðs vegar af landinu og augljóst var að allir höfðu lagt mikla vinnu í sitt framlag því . v söngvararnir voru mjög góðir og framkoman á sviðinu lífleg með hjálp dansara. Kynnir keppninnar var Hvati frá útvarpsstöðinni FM 95,7 en mikil stemmning var í salnum allan tím- ann enda um 1.500 ungmenni saman komin. Dómnefndin var ekki öfunds- verð af því hlutverki að þurfa að velja sigurvegara úr þessum glæsi- lega hópi en dómnefndina skipuðu þau Hreimur Heimisson söngvari úr Landi og Sonum og var hann for- maður dómnefndar, Selma Bjöms- dóttir söng- og leikkona, Stefán H. Henrýsson úr Sóldögg og Svali frá útvarpsstöðinni FM 95,7. ^ Stefnir á söngnám I ár sigraði stúlka frá félagsmið- stöðinni Garðalundi í Garðabæ, Ragnheiður Gröndal að nafni, og söng hún lagið „To Love You More“ sem betur er þekkt í flutningi Celine Dion. Ragnheiður sagðist þó ekkert sérstaklega halda upp á Celine Dion en var í sjöunda himni yfir sigrinum. „Mig hefur dreymt um að taka þátt í þessari keppni síðan að ég var í 7. bekk svo fyrir mér er þetta draumur að rætast," sagði Ragnheiður sem er Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ragnheiður Gröndal sigraði í söngkeppni Samfés með laginu „To Love You More“. nemandi í 10. bekk í Garðaskóla og er að hugsa um að fara í Menntaskól- ann í Hamrahlíð næsta haust. „Mér fannst öll lögin ótrúlega góð og greinilegt að það voru allir að leggja sig mikið fram, ég bjóst því ekki við því að vinna en auðvitað er ég rosa- lega ánægð.“ Ragnheiður fékk bikar til eignar og annan sem er farand- bikar keppninnar. Einnig fékk hún vegleg verðlaun, s.s. síma, tölvuúr, geisladisk og margt fleira. „Eg elska að syngja, það er það skemmtileg- Erla Hansen söng sig inn í hug og hjarta viðstaddra. asta sem ég geri,“ sagði hún hlæj- andi. „Eg hef farið á söngnámskeið en ég stefni á söngnám í framtíð- inni.“ í öðru sæti höfnuðu Arna Rún Ómarsdóttir, Lilja Helgadóttir og Gyða Arna Halldórsdóttir frá félags- miðstöðinni Hólnum í Kópavogi. Þær sungu lagið „Waterfalls" sem stúlknasveitin TLC gerði frægt. Tvær félagsmiðstöðvar skiptu með sér þriðja sætinu, annars vegar Tónabær en fulltrúi þeirra var Sig- urlaug Gísladóttir sem söng lagið „The Other Side Of the Game“ eftir Erykuh Badu og hins vegar framlag Miðbergs í Breiðholtinu en þar voru unglingarnir með frumsamið lag og texta. Þau heita Kristín Ýr Bjama- dóttir, Friðrik Fannar Gíslason og Pétur Örn Gunnarsson og lagið sem þau fluttu heitir „Its ok“. Ahorfend- ur voru rúmlega 1.500 og skemmtu þeir sér konunglega og greinilegt að allir voru komnir til að styðja sitt fólk til sigurs. r Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir úr félagsmiðstöð- inni Miðbergi. Kristín hafnaði í þriðja sæti í keppninni. Arna Rún Ómarsdóttir, Lilja Helgadóttir og Gyða Arna Halldórsdóttir frá félagsmiðstöðinni Hólnum í Kópavogi höfnuðu í öðru sæti. Hraðlestrarnámskeið! Á árinu 1999 jókst lestrarhraði nemenda Hraðlestrarskólans að jafnaði úr 160 orðum á mínútu í 680 orð á mínútu í fremur erfiðu lesefni. Eftirtekt batnaði um 18%. Afköst í námi og starfi uxu mikið samfara þessum mikla árangri. Er ekki komin tími til að þú takir á þínum málum? Upplýsingar og skráning er í síma 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN http://www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.