Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nokkrir yfírmenn sjúkrahúsanna í Reykjavík telja leiðréttingu á fjárhag þeirra ónóga Þingmenn segja að dskum hafi verið mætt Hafa sjúkrahúsin í Reykjavík nægilegt fjár- magn? Hefur veríð nóg að gert í niður- skurði? Hafa óþarfa innlagnir átt sér stað? Má spara enn frekar? Er hægt að skera eitthvað niður án þess að það bitni á sjúkl- ingum? Þetta var meðal þess sem bar á góma er Jóhannes Tðmasson leitaði álits nokkurra lykilmanna sjúkrahúsanna og tveggja þingmanna á fjárveitingunum. Einar Oddur Kristjánsson Gfsli S. Einarsson Bergdís Kristjándóttir Hannes Pótursson Gunnar Sigurðsson Gyða Halldórsdóttir „FORRÁÐAMENN sjúkrahúsanna í Reykjavík verða að gera sér grein fyrir því áð hér eins og í öðrum lönd- um er fjármagnið takmarkað og allir verða að fara eftir fjárlögunum. Annars er öllu stefnt í voða og sjúkrahúsin hafa fengið nóg,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og varafor- maður fjárlaganefndar, um fjármál spítalanna í Reykjavík, en framlag til þeirra á þessu ári er tæplega 19,2 milljarðar króna. Einar Oddur minnir á að stjóm- völd hafi lagt sjúkrahúsunum til vemlega aukið fjármagn síðustu tvö árin og gert þeim kleift að greiða upp skuldahala. Árið 1998 hefði um 1.400 milljónum verið bætt við heilbrigðis- stofnanir landsins og hefðu sjúkra- húsin í Reykjavík fengið bróðurpart- inn af þeirri upphæð og í fyrra hefði enn verið bætt við um tveimur millj- örðum. Árið 1996 vom samanlögð fjárframlög til spítalanna tveggja um 12,5 milljarðar króna, 15 millj- arðar árið 1998,17 milljarðar í fyrra og tæpir 19,2 milljarðar em ætlaðir til rekstrarins í ár. Áríðandi að verja fjárlögin „Menn töldu framan af ári 1999 að upphæð fjárlaganna væri í lagi en annað kom á daginn og framúr- keyrslan var meiri en áður,“ segir Einar Oddur. Hann segir að þá hefðu fjárlaganefnd og ríkisstjómin farið vel yfir fjárframlög til sjúkra- húsanna og ákveðið að greiða upp- safnaðar skuldir og að mikill vilji hefði verið fyrir því að gera vel við spítalana. „Nú hafa þeir fengið alla þessa fjármuni og nú ríður á að verja fjárlögin,“ segir varaformaðurinn. Einar segir engan vafa leika á því að Islendingar vilji góða heilbrigðis- þjónustu og að allur samanburður við útlönd hafi sýnt að íslensk heil- brigðisþjónusta standi vel. Framlög til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu séu hér með því hæsta. Segir hann að ef- laust mætti verja svo til öllum fjármunum ríkisins til heilbrigðismála ef farið væri að öllum óskum. Einar segir sjúkrahúss vera einn flóknasta rekstur sem hægt sé að ímynda sér. Hann segir lækna og hjúkrunarfræðinga verða að haga störfum sínum þannig að þeir horfi á heildarhagsmuni en ekki aðeins á eigin sjúkradeild sem hann sagði að virtist of oft blasa við. „Eg vona að nú verði hægt, vonandi með góðu, að koma öllum aðilum til að fara að fjár- lögum og það verður að ríkja það sjónarmið hjá öllum fyrirtækjum ríkisins að fjárlög beri að virða, hvað sem tautar og raular." Svekktur ef grípa þarf til sérstakra ráðstafana „Ég studdi af heilum hug þær að- gerðir sem ráðist var í til að bæta fjárhag spítalanna og var mjög sátt- ur við árangurinn. Þess vegna er ég mjög svekktur yfir því sem ég les nú að grípa þurfi til sérstakra ráðstaf- ana eftir þessa vinnu fjárlaganefnd- ar sem ég var viss um að var rétt,“ sagði Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingar, er hann er spurður um niðurskurð á sjúkrahúsunum. Gísli kvaðst hafa beitt sér innan fjárlaganefndar á síðasta ári fyrir aðgerðum vegna ástandsins á sjúkrahúsunum og sagðist hafa sýnt fram á að 2,6 milljarða króna vantaði íyrir utan launahækkanir til að end- ar næðu saman. „Ég tel að í fjárlaga- gerðinni hafi verið komið rækilega til móts við það sjónarmið og að menn hafi bætt þessa slæmu stöðu. Ég vissi ekki annað en forsvarsmenn stóru sjúkrahúsanna væru sáttir en nú kemur í ljós að grípa þarf til sér- stakra ráðstafana," sagði Gísli og spurði af hverju þeir hefðu þá ekki getað útskýrt stöðuna fyrir fjárlaga- nefnd áður en gengið var frá fjárlög- um. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að fylgjast með framvindu á fjárhag sjúkrahúsanna og hvemig fjárlögum væri fylgt eftir og kvaðst hafa beðið formann fjárlaganefndar um skýr- ingu á hvernig því verði háttað. Sagði hann hugmyndina um að fylgja fjárlögunum eftir hafa orðið til hjá fjárlaganefnd, ekkert síður hjá þingmönnum stjórnarandstöðu en stjórnarþingmönnum. „Yfírsýnin er ekki nægileg af því að fjármálaráðu- neytið hefur ekki aðgang að fjár- hagsráðstöfunum heilbrigðisstofn- ana, meðal annars vegna þess að fjárhags- og bókhaldskerfi stofnan- anna eru ólík.“ Ekki hægt að ganga lengra í sparnaði „Það er ekki hægt að ganga lengra í átt til spamaðar eða hagræðingar nema farið verði út í forgangsröðun,“ segir Bergdís Kristjáns- dóttir, hjúkranarfram- kvæmdastjóri á lyflækn- ingasviði Landspítalans. Bergdís segir að mikil umræða verði að fara fram í þjóðfélaginu ef koma eigi til forgangsröðunar og leggur áherslu á að það sé stjórnvalda að taka slíka ákvörðun en ekki fagmanna spítal- anna. Sagði hún þá umræðu sem bet- ur fer lítt farna af stað hérlendis en þá leið hefðu önnur lönd farið sem hefðu þurft að grípa til niðurskurðar. „Menntun heilbrigðisstétta gengur út á að lækna og líkna og þess vegna verður slík ákvörðun að koma að of- an. Við myndum síðan vinna eftir henni eins og annað sem okkur er falið að gera eða er skylt samkvæmt lögum.“ Lyflækningasviðið er annað stærsta sviðið og segir Bergdís að tekið sé á móti öllum og allt gert fyr- ir alla. Nálega 98% sjúklinga leggj- ast inn vegna bráðra veikinda og tel- ur hún því hreint engar óþarfar aðgerðir eða innlagnir vera á lyf- lækningasviðinu. „Hingað kemur að- eins fólk sem er mjög veikt og þarf á þjónustu að halda. Við geram allt sem í okkar valdi stendur til að sinna fólki og þá skiptir ekki máli hvort menn era tvítugir eða hundrað ára.“ Hún segir marga koma á bráðamót- töku spítalans sem sendir væra heim án þess að leggjast inn og aðspyrja mætti hversvegna það væri og að kannski mætti veita þeim sjúkling- um þjónustu annars staðar. Bergdís segir spítalann hafa verið í vanda vegna fjárhags og niður- skurðar allt frá 1990-1992 og væri sí- fellt gengið harðar að honum. „Ég veit ekki hvort fólk hefur gert sér grein fyrir því að þegar við leggjum fram fjárhagsáætlun gerum við ráð fyrir svipaðri starfsemi en fáum ekki þá fjármuni sem þarf til að reka þjónustuna eins og við viljum reka hana.“ Hjúkranarframkvæmda- stjórinn bendir á að fólk sé stundum sent mjög veikt heim en að ýmsir aðrir sinni því fólki áfram. I því sam- bandi segir hún brýnt að koma upp sjúkrahóteli, sem hún hafi verið mik- ill talsmaður fyrir og hefði átt að vera komið upp f'yrir mörgum áram. „Það form hentar mörgum betur en að vera í sjúkrahússumhverfí eftir meðferð á spítala og ég hef þá trú að fólk nái fyrr bata ef það er í slíku hót- elumhverfi, en um leið sé því tryggð þjónusta ef eitthvað bjátar á.“ Bergdís segir í lokin að mest af fjármunum heilbrigðiskerfisins hafi að undanförnu farið í bráðaþjónustu og heilsugæslu en aðsjúkrahústengd heimaþjónusta, sjúkrahótel og end- urhæfing hafi setið á hakanum. Þar segir hún vera mikil sóknarfæri. „Það kostar sitt að byggja upp end- urhæfingu, en hún borgar sig og ef horft er fimm ár fram í tímann, þá skilar hún sér.“ Alls ekki of mikið gert „Ég tel alls ekki of mikið gert og það er afleitt ef menn telja að koma þurfi til aukins sparnaðar sjúkrahús- anna nú eftir að fjárframlög til þeirra hafa verið aukin,“ sagði Hannes Pétursson, prófessor og for- stöðulæknir geðsviðs Landspítalans. Hann sagði að aðhaldið nú væri eink- anlega erfitt fyrir geðdeildirnar þar sem rámum hefði verið fækkað und- anfarin ár og legutími styst. Hins vegar hefði fjöldi sólarhringsinn- lagna haldist óbreyttur og verið reynt að mæta álagi með því að auka þjónustu dag- og göngudeilda en síð- an verið um yfirnýtingu að ræða á móttökudeildum. „Hugmyndir um aukinn sparnað koma þó ekki alveg á óvart og eftir að ríkið tók við rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur verið búist við kröfum um hagræðingu með aukinni verkaskiptingu. Flestir era sammála um það og þróunin hefur verið sú hjá sjúkrahúsunum tveimur undanfarin ár.“ Hannes lagði áherslu á að bráða- þjónusta yrði áfram veitt geðsjúkum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og benti á að ekki hefðu enn komið fram tillög- ur um hvernig standa eigi að þjón- ustu á SHR ef kemur til veralegs samdráttar geðdeildar þar. „Ég vil vekja athygli á því að síð- ustu árin hefur gætt verulegs að- halds í rekstri geðdeildanna á SHR og Landspítala og við megum illa við frekari aðhaldsaðgerðum þótt geð- deild Landspítala haldi óbreyttum rekstrarfjármunum þetta árið. Því sem næst helmingur vaktdaga geð- deildar SHR var fyrir tveimur áram fluttur til geðdeildar Landspítala án þess að rekstrarfé ykist að sama skapi og það er ein ástæða þess að mikið álag hefur verið á geðdeildina hér síðustu misserin. Deildin er að óbreyttu ekki í stakk búin til að auka starfsemi sína til mikilla muna.“ Hannes sagði háskólasjúkrahús sem tæki til beggja sjúkrahúsanna athyglisverða hugmynd. „Við sjáum vissan ávinning í því fyrirkomulagi sem myndi ef til vill leiða til aukinnar sérhæfingar, bættrar þjónustu við sjúklinga og eflingar kennslu og rannsókna. Hugmyndin er þó enn í mótun og þarfnast ítarlegrar út- færslu áður en hægt verður að taka afstöðu til hennar,“ sagði Hannes og benti á að slík skipulagsbreyting krefðist ákveðinnar fjárfestingar sem skilaði sér ekki fyrr en að tals- verðum tíma liðnum, rétt eins og með aðrar aðgerðir til hagræðingar. Hann sagði að lokum að tryggja yrði geðsjúkum jafnan aðgang á við aðra sjúklinga að heilbrigðisþjónustu og því mætti niðurskurður ekki bitna á þeim umfram aðra. Leiðréttingin var ónóg „Leiðréttingin á síðustu fjárlögum var ónóg, menn náðu ekki að núll- stilla reksturinn og þess vegna var fyrirsjáanlegt að frekari niðurskurð- ur yrði óhjákvæmilegur," segir Gunnar Sigurðsson, prófessor og forstöðulæknir lyflækningasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. „Ef halda á núverandi þjónustu óbreyttri verð- ur að hækka fjárframlögin, því það er engin óráðsía í kerfinu sem unnt er að skera niður. Ef svo væri hefði það verið gert fyrir löngu,“ segir Gunnar ennfremur. Hann segir þingmenn ekki hafa skynjað að kröf- um spítalanna hafi ekki verið mætt þótt þeir hafi gengið langt í því efni og því vanti enn nærri 500 milljónir. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. „Ef þær fást ekki er niðurskurður óhjákvæmilegur, en í þessu sam- bandi er rétt að benda á þá miklu aukningu sem verið hefur á íbúa- fjölda á höfuðborgarsvæðinu og ald- urinn færist yfir þjóðina, sem þýðir að ákveðin aukning verður að vera í þjónustu spítalanna. Ef menn era nú skyldaðir til að halda sig innan ramma fjárlaga verður að skerða þjónustu.“ Gunnar segir það ógerlegt án þess að það bitni á sjúklingum. Hlutfall launakostnaðar spítalanna sé um 70%, tækjakostur og lyf séu einnig stórir póstar þrátt fyiir að tekist hafi að lækka lyfjakostnað talsvert og skera tækjakaup við nögl. Um leið og framlög séu lækkuð verði að draga úr þjónustu á þessum sviðum. Gunnar telur útilokað að draga nokkuð saman seglin án þess að skerða þjónustu og segir að nýting heilbrigðisstéttanna sé sambærileg við það sem gerist hjá sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. „Núna er kraf- an miklu sterkari um að vera innan raða fjárlaga, áður hefur verið geng- ið út frá því að viðbótarframlög fengjust. Nú telja þingmenn sig hafa úthlutað sjúkrahúsunum nægilegu fjármagni sem er langt frá hinu rétta og því kemur okkur á óvart að þeir skuli ekki vera betur að sér í setn- ingu þeirra laga sem þeir ætlast til að við foram eftir.“ Enginn þáttur sem við getum verið án „Ég get ekki séð að lengra verði gengið í sparnaði án þess að draga úr þjónustu og ég sé heldur ekki í fljótu bragði neinn einn þátt í starfseminni sem við getum verið án,“ segir Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri skurðsviðs SHR. „Við eram rétt að sinna því sem nauðsynlegt er og sjúkrahúsið á fullt í fangi með að sinna þeirri bráða- þjónustu sem krafist er. Við stýrum því ekki hversu mikið veika sjúkl- inga við fáum eða hversu alvarlega slasað fólk. Kostnaður verður eðli- lega mikill hjá sjúklingum sem þurfa á mikilli meðferð og umönnun að halda og við gerum það sem við get- um til hagræðis, sú vinna er alltaf i gangi.“ Gyða segir að sjúkra- húsin hefðu verið mjólkuð í sparnaði mörg undanfar- in ár og nú sé skurðlækn- ingasviðinu gert að spara 30 milljónir. Sé nú verið að skoða hvernig það verði unnt. „Því tráir enginn nema sá sem kemst í, hvað starfsfólkið hefur unnið við erfiðar aðstæður og mikið álag. Veturinn hefur verið mikill veikindavetur og deildir yfirhlaðnar og ekki snúum við sjúklingunum frá. Þetta þýðir ein- faldlega að við leggjum meii'a á starfsfólkið og ekki verður lengra gengið í því.“ Gyða bendir á að nýj- ungar í skurðlækningum hafi stund- um þýtt að stytta mætti legutíma en oft þurfi að nota dýra hluti í þeim að- gerðum. „Sumar aðgerðir er hægt að gera án innlagnar og ég get nefnt sem dæmi að við ákveðnar aðgerðir sem fara fram á dagdeild er verið að nota legg sem kostar 65 þúsund krónur, sem eykur útgjöld spítalans og styttir legutímann, en spítalinn hagnast ekkert á styttri legutíma.“ Engin óráðsía sem skera má niður Ekki unnt að leggja meira á starfsfólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.