Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTIR „Hreinsað upp44 eftir Amster- dam-fundinn Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins lagði í síðustu viku fram tillög- ur sínar fyrir ríkjaráðstefnu um endur- skoðun stofnanakerfís ESB sem hefst um miðjan þennan mánuð. Auðunn Arn- órsson rekur hér inntak tillagnanna. MEÐ ríkjaráðstefnuna sem á að hefjast um miðjan febrúar fyrir augum hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) lagt fram eigin tillögur að því hvernig bezt verði tryggt að stofnanakerfi sambandsins verði í stakk búið til að taka allt að 13 ný ríki inn í sínar raðir. Fjölgun meirihlutaákvarð- ana og reglur um sveigjanlegan samruna eiga að mati fram- kvæmdastjórnarinnar að tryggja að sambandið geti starfað áfram með skilvirkum hætti eftir stækk- un. Framkvæmdastjórnin lýsti í skjali sem birt var í síðustu viku viðhorfum sínum til umbótadag- skrár ríkjaráðstefnunnar sem stendur fyrir dyrum. A ráðstefn- unni stendur til að núverandi að- ildarríkin 15 komi sér saman um umbætur á stofnanakerfi sam- bandsins áður en nýjum er veitt innganga, en eins og kunnugt er voru að því leytinu skildir eftir þónokkrir lausir endar þegar síð- ustu ríkjaráðstefnu lauk með leið- togafundinum í Amsterdam í júní 1997. Á leiðtogafundinum í Helsinki í desember var samþykkt að 13 ríkjum byðist aðild og línur lagðar íyrir þær stofnanalegu breytingar sem gera þarf til að gera slíka stækkun mögulega án þess að lama starfsemi sambandsins. Kvað leiðtogaráðið á um að þessar breytingar skyldu í aðalatriðum ná tO þriggja atriða; samsetningar framkvæmdastjórnarinnar, at- kvæðavægis í ráðherraráðinu og endurskoðunar þeirra sviða ESB- samstarfsins, þar sem ákvarðana- taka fer fram með samhljóða sam- þykki. Hvöttu leiðtogarnir til þess á Helsinki-fundinum að aðildar- ríkin drifu það af að ganga frá þessum nauðsynlegu umbótum, svo að sambandið geti staðið við fyrirheit um að hleypa nýjum að- ildarríkjum inn í ársbyrjun 2003. Ríkjaráðstefnan megi ekki verða hemill á stækkunarferlið. Meirihlutaákvarðanir verði grundvallarreglan Forseti framkvæmdastjórnar- innar, Romano Prodi, hafði strax er hann tók við embættinu í haust lýst því yfir að samhljóða sam- þykki og neitunarvald gengi ekki upp ef aðildarríkin yrðu 20 eða fleiri. Framkvæmdastjómin gerir í afstöðuskýrslunni frá í síðustu viku þessi sjónarmið að sínum, og hún æskir þess að í framtíðinni verði meirihlutaákvarðanir að grundvallarreglu en reglan um samhljóða samþykki gildi aðeins í fimm tilteknum undantekningar- tilvikum, þar á meðal þegar taka á ákvarðanir um breytingar á stjómskipan sambandsins eða um samræmingu skatta og almanna- trygginga. Jafnframt leggur framkvæmdastjómin til að nú- gildandi kerfi atkvæðagreiðslna með vegnum meirihluta í ráð- herraráðinu verði einfaldað og breyting á því yfir í atkvæða- greiðslur með tvöföldum meiri- hluta undirbúin. Með tvöföldum meirihluta er átt við að atkvæða- greiðslukerfið tryggi, að þegar ákvörðun er tekin sé bæði meiri- hluti aðildaníkja og meirihluti íbúa sambandsins að baki henni. (Þar sem öll tilvonandi ný aðildar- ríki utan Póllands teljast smá em auknar líkur á því, að óbreyttum reglum, að eftir stækkunina geti náðst meirihluti með atkvæðum margra smárra ríkja í ráðherra- ráðinu, þótt ekki sé helmingur íbúa sambandsins á bak við hann.) Aukin notkun meirihluta- ákvarðana kallar á að Evrópu- þingið komi með samákvörðunar- ferlinu meira að ákvarðanatöku í sambandinu. Þetta mun þýða auk- in áhrif þingsins, einkum á sviði landbúnaðar- og viðskiptamála. Sameiginleg viðskiptastefna sam- bandsins gagnvart þriðju ríkjum á, að mati framkvæmdastjórnar- innar, framvegis einnig að ná til þjónustu, fjárfestinga og hug- verkaeignarréttar. Og samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnar- innar ætti hámarksfjöldi þing- manna á Evrópuþinginu að vera áfram 700, eins og samið var um í Amsterdam-sáttmálanum. Hvað varðar breytingar á sjálfri sér mælir framkvæmda- stjórnin mjög eindregið með því að haldið verði í þá grundvallar- reglu, að meðlimir hennar beri sameiginlega ábyrgð á þeim ákvörðunum sem hún tekur („kol- legialprinsípp“). Hvað varðar samsetninguna býður hún upp á tvo möguleika; að hvert aðildar- ríki hafi einn fulltrúa í fram- kvæmdastjórninni, en í því skyni að tryggja samheldni og skilvirkni hennar ætti að styrkja völd for- seta hennar. Hinn valkosturinn hljóðar upp á að festa tölu með- lima framkvæmdastjórnarinnar við 20, en koma á ákveðnu út- skiptikerfi sem tryggi jafnan rétt allra aðildarrílqa. Sveigjanlegur samruni Umfram þann ramma sem gef- inn var á Helsinki-fundinum legg- ur framkvæmdastjórnin til að að- ildarríkjunum verði, samhliða stækkun sambandsins, gert kleift að sameinast í minni hópum um að ganga lengra en önnur í samvinnu á ákveðnum sviðum. Fram- kvæmdastjórnin vill að afnuminn verði sá „neyðarhemill" gegn slíku, sem gert er ráð fyrir í stofnsáttmálanum og felst í því að eitt einasta aðildarríki geti með neitunarvaldi hindrað önnur í að fara út í þess háttar „dýpri“ sam- runa á afmörkuðu sviði. Almennt vill framkvæmdastjórnin að sam- hliða fjölgun aðildarríkjanna verði séð til þess að sveigjanlegur sam- runi af þessu tagi verði möguleg- ur, að gefnu því skilyrði að ekki megi útiloka neinn og hvert ríki geti bætzt seinna í hóp hinna sem ganga lengra. Morgunblaðið/Ásdís Daði Kolbeinsson í nýju hlutverki með Sinfoníuhljómsveit Islands - sem einleikari í Óbókonsert eftir Mozart. Skotiimjsem skaust til Islands Sinfóníuhljómsveit íslands sækir ekki vatn- ið yfir lækinn á tónleikum kvöldsins í Há- skólabíói, einleikari verður einn af hennar reyndustu sonum, Daði Kolbeinsson óbó- leikari. Orri Páll Ormarsson kom að máli við hinn skoskættaða Daða sem þreytir nú frumraun sína í þessu hlutverki. ÞAÐ VAR að kvöldi fimmtu- dags í byrjun árs 1973 að síminn hringdi hjá 22 ára gömlum skoskum óbóleik- ara í Lundúnum, Duncan Campbell að nafni. Á línunni var starfsbróðir hans, Andrew Cauthery, tengdason- ur Ama heitins Bjömssonar tón- skálds, með beiðni á vöram. „Hann spurði hvort ég vildi skjótast til Reykjavíkur og bjarga málum hjá Sinfóníuhljómsveit íslands í nokkr- ar vikur vegna veikinda. Eina skil- yrðið var að ég varð að vera mættur á æfingu á þriðjudegi," segist þeim fyrrnefnda frá. „Hljómsveitin hafði upphaflega leitað til Andrew en hann átti ekki heimangengt. Ég var ennþá í námi á þessum tíma en ákvað að drífa mig, enda sá ég þarna fram á dýrmæta reynslu. Áður en ég lagði í hann þurfti ég þó að ljúka einum tónleik- um í Lundúnum. Þeir voru á laugar- dagskvöldi og strax á eftir ók ég norður til Skotlands í blindhríð - á sumardekkjunum, eins og tíðkast í Bretlandi, og var sólarhring á leið- inni. Á mánudeginum flaug ég til Is- lands - mín fyrsta flugferð á ævinni - og mætti á æfinguna á þriðjudeg- inum. Þetta var fyrir 27 áram - og ég er hérna enn.“ Duncan þessi Campbell heitir nú Daði Kolbeinsson og starfar ennþá innan vébanda Sinfóníuhljómsveitar Islands. Og í kvöld færir hann sig upp á skaftið - leikur einleik með hljómsveitinni í fyrsta sinn í óbókon- sert í C-dúr K-314 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. „Mér var strax mjög vel tekið hér á landi. Ætli það sé ekki nærtækasta skýringin á því að ég ílentist. Það var gæfuspor að koma til íslands," heldur Daði áfram að rifja upp. Svo kynntist hann íslenskri konu, Ses- selju Halldórsdóttur víóluleikara. „Hún var lausráðin við hljómsveit- ina þegar ég kom en hvarf fljótt utan til náms. Það var ekki fyrr en hún sneri aftur eftir dvöl í Þýskalandi að við fórum að draga okkur saman. Ég held að hún vilji því ekki axla neina ábyrgð á því að ég settist að á Is- landi,“ segir Daði og hlær dátt. Á hestbak, hvernig sem viðrar Meðal þeirra sem tóku vel á móti Daða á sínum tíma var Láras Sveinsson trompetleikari í Sinfón- íunni sem lést með sviplegum hætti á dögunum, 58 ára að aldri. „Láras reyndist mér strax vel enda var það ekki bara tónlistin sem tengdi okkur, heldur líka útivistin. Ég reið út með honum áram saman. Láras kunni að meta að ég var til- búinn að fara á hestbak hvernig sem viðraði og hikaði ekki við að fara geyst og langt - í stað þessa að hanga undir húsvegg og ræða málin. Við áttum góðar stundir saman.“ Daði hefur einnig átt samleið með fjórmenningunum sem stofnuðu með honum Blásarakvintett Reykja- víkur árið 1981, Einari Jóhannes- syni, Jósef Ognibene, Hafsteini Guðmundssyni og Bernharði Wilk- inson. „Já, ég lenti í því ævintýri," segir hann, rétt eins velgengni kvintetts- ins hafi verið tilviljun. Því fer fjarri - fimmmenningarnir hafa fengið frá- bæra dóma fyrir leik sinn víða um lönd og borið hróður íslenskrar tónl- istar. „Það er ótrúlegt að við séum búnir að spila svona lengi saman, bráðum tuttugu ár. Það er ekki svo algengt í þessu fagi.“ Daði segir að kvintettinn hafi æft vikulega fyrstu árin, meðan hann var að samhæfa sig og byggja upp efnisskrá. Nú vinni þeir meira í törnum. „Við höfum verið óvenju virkir að undanförnu enda fengum við góðan styrk til tveggja ára frá Reykjavíkurborg. Hann kom í góðar þarfir enda er þetta tímafrek og dýr starfsemi. Við höfum fært miklar fórnir í gegnum árin en fjölskyldur okkar hafa verið afar skilningsríkar. Þetta hefur því allt verið þess virði.“ En hvernig stendur á því að Daði hefur ekki leikið einleik með Sinfón- íunni áður? „Ég hef ekki verið beðinn um það,“ segir hann og hógværðin slær blaðamann algerlega út af laginu. Við horfúmst sem snöggvast í augu og skellum svo báðir upp úr. „Þetta er alveg satt,“ heldur Daði áfram hlæjandi. „Reyndar tók ég einu sinni þátt í flutningi konserts íyrir fleiri einleikshljóðfæri með Sinfóníunni en þetta er í fyrsta sinn sem ég stend einn í eldlínunni." Það var þá tími til kominn! „Já, það má kannski segja það. Enda ekki seinna vænna - ég verð fimmtugur á þessu ári.“ Hallgrímskirkja gaf fyrir jólin út geislaplötu þar sem Daði leikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.