Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 13 Samstarf um uppbyggingu ættfræ ðigrunns SAMNINGUR var undirritaður í gær milli Gen.is og Snorra Þor- finnssonar ehf. sem á og rekur Vesturfarasetrið á Hofsósi um uppbyggingu ættfræðigrunns með áherslu á fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. „Samningurinn gefur okkur nýja möguleika á að veita þá þjón- ustu sem okkur er í raunar skylt að veita,“ sagði Valgeir Þorvalds- son, forstöðumaður Vestur- farasetursins. „Við sáum fram á að byggja okkar eigin grunn sem hefði tekið lengri tíma því við vilj- um standa undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar.“ Samningurinn er liður í að byggja Vesturfarasetrið upp sem alhliða þjónustumiðstöð fyrir þá sem vilja kynna sér ættir og örlög þeirra sem fluttu vestur um haf. Jafnframt er ætlunin að aðstoða fólk af fslenskum ættum í Norður- Ameríku við að leita upprunans á íslandi. Tryggvi Pétursson, stjórnarfor- maður Gen.is, sagði að 30 ára vinna Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar væri sé grunnur sem byggt væri á. „Þetta er einn stærsti grunnur sem til er með um 3-400 þúsund manns af ís- lenskum ættum í Vesturheimi,“ sagði hann. Frekari upplýsingar í grunninn verða m.a. unnar í sam- vinnu við erlenda ættfræðinga, t.d. í Kanada. Gen.is mun leggja Vestur- farasetrinu til ættfræðing, sem skrá mun öll gögn og jafnframt mun fyrirtækið annast upp- lýsingaþjónustu um ættir fyrir setrið og sjá um bókasafn safns- ins. Mikilvæg þjónusta Mikill áhugi er meðal afkom- enda Islendinga í vesturheimi á ætt- og uppruna og berast fjöl- margar fyrirspurnir til Vestur- farasetursins á hverju ári. Spurt er um hvort mögulegt sé að finna bæinn sem forfeðurnir komu frá, leiði í kirkjugarðinum eða núlif- andi ættingja, sem talar ensku. „Þetta er mjög mikilvæg þjónusta Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þorsteinn Jónsson útgáfustjóri, Tryggvi Pétursson stjórnarformaður Gen.is, Jóhann Páll Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Gen.is og Valgeir Þorvaldsson forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi við undirskrift samnings milli Genealogia Islandorum hf. (Gen.is) og Snorra Þorfinssonar ehf. sem við veitum en jafnframt vand- meðfarin en þakklátara fólk fyrir- finnst ekki,“ sagði Valgeir. Þorsteinn Jónsson, útgáfustjóri Gen.is, sagði að þegar væru komnar út nokkrar bækur sem byggðar væru á ættfræðigrunnin- um og að auki sögulegum grunni. Ætlunin væri að gefa út fleiri slíkar bækur með upplýsingum um íbúa á hverjum stað og sögu þeirra ásamt nýjum og gömlum myndum af fólki og landslagi. Sagði hann að þegar fram liðu stundir yrði þessum upplýsingum um alla Islendinga komið á Netið. „Þetta snýst því ekki eingöngu um að tengja fólk í gegnum ætt- fræðina,“ sagði Þorsteinn. „Held- ur er söguleg áhersla einnig mjög mikil.“ sii-i 09 raftækjaverslunarkeðja RflFTff KMUERZLUN ÍSLflNDS If ■ heiminum - ekki aðeins a Norðurlöndum - ANNO 1929 Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.