Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 32

Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listahátíð í Reykjavík sett í sextánda sinn LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett í sextánda sinn að viðstöddu fjöi- menni í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn laugardag. Stendur hún til 8. júní. Við athöfnina voru meðal ann- ars veitt verðlaun í smásagna- keppni hátíðarinnar og flutt dag- skráin Hvert örstutt spor, með tónlist og söngvum úr ieikhúsinu. í frétt í blaðinu síðastliðinn sunnudag féllu niður nokkur orð í málsgrein úr setningarræðu Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra. Rétt er málsgreinin svona: „Á þessari listahátið eigum við ekki einungis stefnumót við tímann. Við eigum stefnumót við okkur sjálf, því að listahátíð er þroskatími, tækifæri til að opna hugann fyrir hinu nýja og fram- andi. Listahátíð er áfangastaður á okkar eigin vegferð í heimi, þar sem leiðirnar eru fieiri en nokkru sinni og tækifærin bíða þess eins að verða nýtt.“ Beðist er velvirðingar á þessu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ólafur Kjartan Sigurðarson, Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson og fleiri fluttu dagskrána Hvert örstutt spor. Úlfur Hjörvar (t.v) bar sigur úr býtum í smásagnakeppni Listahátíðai- en Egill Helgason varð annar. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra setti hátíðina. Sveinn Einai'sson, formaður framkvæmdasijórnar Listahá- tíðar, flutti ávarp. Art.is og Glaxo Wellcome Lífæðar fékk viðurkenningu Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hannes Sigurðsson listfræðingur og Iljörleifur Þórarinsson við verðlaunagripinn. Farandsýningin Líf- æðar fékk nýverið viðurkenningn Glaxo Wellcome-fyrir- tækjasamsteypunnar sem besta verkefni ársins 1999 sem ís- landsdeild Glaxo Wellcome stóð fyrir. Glaxo Wellcome- lyfjafyrirtækið starf- ar í 150 löndum og er í hópi 10 stærstu fyrirtækja heims. Þetta er í þriðja sinn sem aðalforstjóri Glaxo Wellcome, Sir Richard Sykes, veitir þessi verðlaun fyrir markverðasta framlag fyrirtækis- ins til mannlífs og menningar í við- komandi landi. Verkefnið Lífæðar, var farand- sýning mynd- og ljóðlistar 24 sam- tímalistamanna sem send var til 11 sjúkrahúsa á íslandi. Með sýning- unni fylgdi vönduð sýningarskrá sem gefin var sjúklingum og starfsfólki spítalanna. Það var ís- lenska menningarsamsteypan ART.IS sem hafði veg og vanda af framkvæmdinni en hugmyndina átti Hannes Sigurðsson listfræð- ingur. Hannes sagði í samtali við Morg- unblaðið að á undanförnum áratug hafa sprottið upp margvísleg sam- tök sem sérhæfa sig í verkefnum á sviði sjónlista. „Þetta er til marks um þær breyttu áherslur sem eru að eiga sér stað í myndlistinni. Hún gengur ekki lengur einvörð- ungu út á málverk og skúlptúra sem listamenn selja síðan heldur er um að ræða verkefni, oft mjög flókin og dýr, sem kalla á marga sérfræðinga og eru nánast leikræn í eðli sínu. A vondu máli mætti kalla þetta „viðburðasköpun". Listasöfn og gallerí hafa ekki farið varhluta af þessari þróun en kostn- aður við slíkar sýningar er miklu meiri en áður tíðkaðist, auk þess sem listamennirnir hafa í raun og veru ekkert að selja, ekkert sem getur prýtt stofuveggina. Á sama tíma hafa orðið til eins konar sam- steypur sem vinna með lista- mönnum og fyrirtækjum í einka- geira, gjarnan fyrir utan hinn hefðbundna sýningarvettvang eins og átti sér stað með Lífæðum. ART.IS er brautryðjandi á þessu sviði á Islandi en jafnframt því að starfa í nánu samstarfi við lista- menn, fyrirtæki og stofnanir sækist það eftir að brúa bilið milli ólíkra lista- og fræðigreina og miðla þeirri þekkingu út í samfé- lagið.“ Hjörleifur Þórarinsson, forstjóri Glaxo Wellcome á íslandi, segir að þeim hafi komið ánægjulega á óvart að fá þessa viðurkenningu frá höfuðstöðvunum. „Glaxo Wellcome á íslandi hefur 8 starfs- menn og umfang okkar er lítið miðað við Glaxo Wellcome í flest- um öðrum löndum. Þau verkefni sem fyrirtækin hafa staðið að eru margvísleg og sum mjög umfangs- mikil. Lífæðar þótti ná vel til al- mennings, sjúklinga og starfsfólks heilbrigðisstofnana og kynningar- efni og sýningarskrá var vandað og vel frá gengið. Verkefnið þótti falla vel að hugmyndum fyrirtækisins um þátttöku í mannlífi og menn- ingu landsins. Sýningin og hug- myndin að baki henni var einnig talin geta orðið öðrum fyrirmynd og þannig mætti hugsa sér að hug- myndin væri orðin útflutningsvara. Glaxo Wellcome starfar einungis á markaði með lyfseðilsskyld lyf og auglýsir því ekki vöru sína. Lífæð- ar er dæmi um leið til að vekja at- hygli á fyrirtækinu í samfélaginu og nálgast bæði almenning og við- skiptavini okkar með jákvæðum hætti,“ segir Hjörleifur og bætir því við að þar sem verkefnið Líf- æðar hafí tekist svo vel hafi verið ákveðið að efna til samstarfs við ART.IS um annað verkefni, Hlát- urgas - læknaskop frá vöggu til grafar, en sú sýning hefur verið á ferðinni um heilbrigðsstofnanir á þessu ári og stendur enn. Seiður þriggja heima TONLIST fslenska iíperan TÓNLEIKAR Söngkonan, tónskáidið og píanó- leikarinn Aziza Mustafa Zadeh frá Azerbaijan. Sunnudaginn 18. maí kl. 20. GATSLITIÐ fleygjrði Sesars um að koma, sjá og sigra öðlaðist nýtt líf á sunnudagskvöldið var þegar hin hálfþrítuga Aziza Mustafa Zadeh birtist fyrir fullu húsi í íslenzku óp- erunni á vegum Listahátíðar. Þar fór sannarlega tónlistarmaður með tímaskynið í lagi. Og ef slíkt er lyk- ilatriði í allri músík mætti sem hæg- ast líka yfirfæra það á stjórn Lista- hátíðar, er lánaðist að hremma stórtalent á réttu augnabliki áður en heimsfrægðin skellur á. Eftir á að hyggja væri hljómlistar- konan sennilega kjörið karpefni handa hörðustu femínistum þátíðar; sláandi dæmi um hvað konur þurfi að hafa til að bera umfram karla í tónl- ist áður en mark sé á þeim tekið. Að sjálfsögðu að æsku og yndisþokka slepptum. En vonandi fer tíminn að vera runninn frá slíkri viðmiðun. Fyrir undirrituðum var tónlist Za- dehs a.m.k. upplifun sem sat eftir og hefði sagt músíkölskum útvarps- hlustanda nærri því jafnmikið og áheyrendum í Gamla bíói. Hér fór aldrei þessu vant „cross-over“ eða íjölgreinatónlist sem mann langaði ósjálfrátt að höndla að bragði í næstu plötubúð. I stað prentaðrar tónleikaskrár voru hin 15 dagskráratriði kynnt munnlega af píanistanum sjálfum. Burtséð frá frjálslegri úttekt á þrem djassstandörðum í lokin, My Funny Valentine (Rodgers), It Ain’t Necessarily So (Gershwin) og Georgia On My mind, var allt frum- samið og ekki hlaupið að því að draga í dilka, því stílbrigðin voru vægast sagt fjölskrúðug. Heimstón- listarunnendur kunna betur að greina frá arfi heimaslóðanna, azerbaijönsku „Mugam“-tónlistinni, sem í mínum eyrum hljómaði í fljótu bragði sem arabískur flúrsöngui'. Sá þáttur virtist þó íremur mynda krydd eða aukalit en meginuppi- stöðu, sem virtist að mestu standa á vestrænum grunni, öðrum fæti á rómantísk-impressjónískri listmúsík (að vísu með útskotum allt aftur til Bachs), hinum á djassi. Víða brá fyr- ir sterkum blæ af spuna eða snar- stefjun, enda mörg lög að sögn ný af nálinni eða jafnvel frumflutt á staðn- um. Engu að síður var auðheyrt, að undirstaða tónsmíðanna og útfærsla þeirra, stundum niður í smæstu at- riði, áttu sér forsendur í bæði sígildri tónfræðimenntun og greinargóðri þekkingu á vestrænum píanóbók- menntum. Auk fyrrgetinna Bach- áhrifa var víða komið við, einkum í „impromptu"- eða prelúdíukenndum píanólögum fyrsta hlutans, þar sem nöfn eins og Chopin, Mendelssohn, Debussy, Satie og Bartók komu ann- að slagið upp í hugann. Einnig mátti greina áhrif frá tón- og hryntaki balkneskrar þjóðlagatónlistar, m.a. með hugvitssamlegri notkun á ósam- hverfum takttegundum, sérstaklega fimmskiptum. Áhrif frá nýjum tangó Astors Piazzolla voru þó ekki síður áberandi; nærri því um of þegar tón- leikarnir nálguðust lokaþriðjunginn og notkun á 3-3-2-hryni argverska bandoneonistans tók að gerast ofur- lítið langdregin. Sem betur fór þó ekki án tilbreytingar, því að inni á milli komu skemmtileg frávik eins og nr. 8, sem sletti saman balk- önskulegum og nærri því íslenzkum kvæðamannataktskiptum við eld- frussandi djassfimi a la Tatum og Peterson í slunginni heildarsam- tvinnun. Þar mátti og heyra dæmi um laglínu í vinstri hendi, sem lista- konan hefði raunar að öðru jöfnu mátt beita mun oftar í melódísku skyni. Óskipta athygli vakti þegar Zadeh gaf slaghöi'punni hvíld, steig fram á svið með örlitla rammatrommu við mjöðm sér og flutti tvo „Shaman songs“, særingarlög, við eigin undir- slátt. Fór seiðandi túlkun hennar þar á kostum með einhverri smekkleg- ustu og áhrifamestu notkun á berg- málslykkju magnarans sem maður man eftir og gerði að verkum að oft heyrðust tvær eða þrjár raddir á lofti í senn. Lögin voru án efa nær því að vera frumsamin en upphafleg sær- ingarlög, enda greinilega formvisst uppbyggð, en tækni og útfærsla mögnuðu í staðinn upp andrúmsloft sem brúuðu á snilldarlegan hátt bilið milli efahyggju nútíma og andatrúar fortíðar. Samstilling raddar, ásláttar og raftækni okkar tíma var einfald- lega fullkomin. Píanóleikur Zadeh var furðu kraftmikill, allt að því karlmennsku- legur, og gat í fremur öflugri upp- mögnun (nema að smekk yngstu hlustenda) framan af verkað heldur höggvandi. En fljótt kom í ljós, að píanistinn átti einnig til blíðari strengi á hörpunni, auk þess sem leiftrandi hraðaflúr a.m.k. hægri handar virtist í næsta nágrenni við stórvirtúósa djassins. Söngur Zad- ehs var þó ekki síður athygliverður. Hann var fjölbreyttur í meira lagi, skartaði risavöxnu sviði, hvort held- ur í tónhæð eða styrk, og spannaði allan skalann frá munaðarfullum ást- argælum eða hrynskörpu slagvirku hvísli upp í ýmist miðausturlenzkan ættbálkavígamóð eða vesturheimskt „belt“ af gæðagráðu stórsöngvara Broadways, eins og t.d. kom fram í Georgia On My Mind hans Hoagys Carmichaels. Það lék lítill vafi á því, að söngkonan hefði leikandi getað haslað sér völl á sönggáfum sínum einum, en jafnsýnt þótti að fáir píanóleikarar hefðu getað fylgt henni betur en hún sjálf, þegar hún spretti úr spori í þvílíkri rytmískri samstillingu raddar og fingra að lýs- ingarorð falla nánast dauð og ómerk. Aziza Mustafa Zadeh er nafn sem forvitnilegt verður að fylgjast með á næstunni. Sem tónhöfundur hefur hún þegar úr merku að moða, enda þrenning austrænnar arfleifðar, vestræns djass og evrópskrar fagur- tóniistar harla fágæt samsetning. En ekki kæmi heldur á óvart, ef núver- andi kraumandi skeið tilrauna og spuna ætti síðar meir eftir að krist- allast í stærri og þroskaðri tónverk, svo eftir verði tekið. Ríkarður Ö. Pálsson Islensk og erlend mynd- bönd í LÍ VERK Marina Abramovic og Ulay, verða sýnd í Listasafni íslands í dag, þriðjudag, kl. 12 og kl. 15, í sal 2. Yfirskrift sýn- ingarinnar er Islensk og erlend myndbönd og er liður í sýning- unni Nýr heimur - stafrænar sýnir. Sýnd verða verkin Talking about Similarity, 1976, Relation in time, 1977, og Imponderabil- ia, 1977. Marina Abramovic fæddist í Belgrad, Júgóslavíu árið 1946, stundaði nám við Academy of Fine Arts, Belgrad. Ulay (F. Uwe Laysiepen) fæddist í Solingen, Þýskalandi 1943. Samvinna Abramovic og Ul- ay stóð frá 1976 til 1988. 1986 hlutu þau Polaroid Video Art- verðlaunin. Verk þeirra hafa verið sýnd víða um heim í söfn- um og á sýningum, m.a. í Stedelijk Museum, Amster- dam; á Feneyjatvíæringnum, Parísartvíæringnum og Docu- menta 6 og 7 í Kassel, Þýska- landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.