Morgunblaðið - 04.06.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.06.2000, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Samtímann og annað ekki... MYNÐLIST Lislasafn Kópavogs BLÖNDUÐ TÆKNI EINKASAFN PÉTURS ARASONAR OG RÖGNU RÓBERTSDÓTTUR Til 8. ágúst. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17,en fimmtudaga frá kl. 11-19. EINKASAFN hjónanna Rögnu Róbertsdóttur og Péturs Arasonar er engu líkt. í um það bil þrjá áratugi hafa þau hjónin safnað erlendri og innlendri samtímalist þótt síðasti áratugurinn hafí ef til vill verið þeim drýgstur, en þá ráku þau Pétur og Ragna sýningarsalinn Ónnur hæð, á heimili sínu við Laugaveg 37, ásamt Ingólfi Arnarssyni. Nú hefur verið sett saman sýning á þessu einstæða einkasafni í Listasafni Kópavogs og þar með gefst gestum kostur á að kynnast verkum eftir marga af merkustu listamönnum samtímans. Eitt af því sem einkennir einkasafn Péturs og Rögnu er lágur aldur verkanna, en eins og fram hefur komið í viðtölum hafa hjónin lagt mikið kapp á að kaupa listaverk þeg- ar þau eru enn ný af nálinni. Þetta er ólíkt flestum núlifandi söfnurum hér á landi, sem leitast flestir við að kaupa mun eldri list og halda sig nær einvörðungu við innlenda listamenn. Vissulega er fólgin snöggtum meiri fyrirhöfn í nálgun Péturs Arasonar. Honum er það til dæmis töluvert kappsmál að kynnast listamönnunum á bakvið verkin sem hann eignast. Söfnunin er ekki einungis „árátta" - en það er heiti sýningarinnar - held- ur einnig ástríða sem kostar mikla vinnu, yfirlegu og lærdóm. Eins og Pétur bendir á er sam- tímalistin langt frá því að vera auð- veld viðfangs. Aldrei hefur annað eins stefnu- og stílmoð einkennt hinn alþjóðlega vettvang. Það er af sem áður var þegar ein stefna eða tvær réðu lögum og lofum í listaheimin- um. Nú, á tímum hins rómaða plúral- isma er lýðræðið í heiðri haft þannig að engin ein stefna fær að blómstra á kostnað annarrar. Það táknar að safnari verður að vera mun betur vakandi en nokkru sinni fyrr. Hann verður að vera fljótari að viða að sér þekkingu, og taka ákvörðun mun af- dráttarlausar en safnarar þurftu að gera áður fyrr. Það virðist útilokað að allt einka- safnið komist fyrir í salarkynnum Listasafns Kópavogs. Pétur hefur orðið að aðlaga sýninguna eftir föng- um og fækka verkum eftir hvern og einn. Hvert sem litið er má þó sjá listaverk, ýmist á veggjum eða á gólfi, þannig að allt nýtanlegt rými safnsins er undirlagt, en þó er ekki að sjá að þyngsli sligi salina. Það er raunar merkilegt hve mörgum verk- um er komið fyrir án þess að þau ræni athyglinni hvert frá öðru. Að mati Péturs eru árin frá 1962 til 1975 sérstaklega áhugaverð því að þá átti sér stað nær stöðug bylting í listinni. Rýmið fékk nýtt hlutverk og var skilgreint með áður óþekktum hætti. Hugmynd leysti hreint hand- verk af hólmi sem gjaldgeng mynd- list og nýir miðlar á borð við mynd- bandalist ruddu sér til rúms. Það hlýtur að vísu að vera spurning hvers vegna árið 1962 verður íyrir valinu en ekki 1960 eða 1958, eða hvers vegna árið 1975 skiptir sköp- um frekar en 1973 og 1977, en auð- vitað eru þetta hártoganir. Sýningargesturinn þykist vita að ártalið 1962 tengist framgangi Flux- us-hreyfingarinnar og 1975 markar hápunkt og lokaferli minimalismans, áður en postmódernisminn rann í hlað. Reyndar er nokkuð sláandi að Pétur virðist hafa hrifist töluvert af hræringum sem áttu sér stað í ár- daga nýja málverksins. Þó er að sjá sem það sem kalla mætti „nýju teikninguna" hafi hrifið hann meira en sjálft málverkið. Peter Holstein, Steingrímur Eyfjörð og Helgi Þ. Friðjónsson eru fyrst og síðast teiknarar og grafíklistamenn í safni Péturs og Rögnu, en stórsmellinn smáskúlptúr eftir Helga segir mikið um frumlegar hliðar þessa merki- lega einkasafns. Elstu fulltrúarnir í einkasafni Pét- urs og Rögnu eru Svavar Guðnason, Kristján Davíðsson og Guðmunda Andrésdóttir. Þá eru Dieter Roth og Magnús Pálsson vel kynntir ásamt SÚM-urunum; Hreini, Kristjáni og Sigurði. Hérna má sjá Fluxus- tengslin, sem og þræðina sem liggja til Richard Tuttle, Richard Long, Céleste Boursier-Mougenot, On Kawara, Stanley Brouwn, Roger Ackling, Martin Kippenberger og þeirra Fischli og Weiss. Ljósmynd/Halldór Bjöm Finnbogi Pétursson tekur rispu framan við verk sitt „FM-suðhringurinn“ frá 1999. Ljósmynd/Halldór Bjöm Kanínuverk Dieter Roth, „Köttelkarinickel", frá 1969/1991, vekur alltaf athygli og kátínu. Þetta eru allt saman listamenn sem heyra til hugmyndlistinni, en einkum þó þeirri grein hennar sem lýtur að einfaldri, hversdagslegri og næsta fátæklegri tjáningu, enda er Rússinn Ilya Kabakov ekki langt frá þessum hópi. Af Islendingum má nefna Kristin G. Harðarson og Sól- veigu Aðalsteinsdóttur, en þau eru þekkt fyrh' að rekast illa í ákveðnum stefn- um. Andspænis eru svo allir minimalist- arnir, eða réttara sagt þeir listamenn sem temja sér fag- legá naumhyggju í formi og framsetn- ingu. Þar nægir að nefna Donald Judd, Dan Flavin, Carl Andre, Lawrence Weiner og Roni Hom, íslandsvin allra Islandsvina, sem Pétur Arason og Ragna Róbertsdóttir hafa til skamms tíma verið ein um að styðja hér á landi í allrí við- leitni hennar til að nýta sér hérlend að- föng til listsköpunar. Af íslenskum lista- mönnum af þessum toga er af nægu að taka, enda hefur naumhyggjan verið einn vinsælasti fram- setningarmátinn í list okkar á tveim til þrem síðustu áratugum. Ragna Ró- bertsdóttir er í þessum hópi, sem og Kristján Guðmundsson, Finnbogi Pétursson, Birgir Andrésson, Þór Vigfússon og svo auðvitað Ingólfur Arnarsson, sem um langt skeið rak Aðra hæð ásamt þeim Pétri og Rögnu. Sýningunni á einkasafni þeirra Péturs og Rögnu fylgir frábær sýn- ingarskrá, full af gagnlegum upplýs- ingum og fagurlega myndskreytt. Vissulega hlýtur einkasafn af þessari gerð að vera okkur verðugt umhugsunarefni. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna ekkert framtak þessu líkt - það er söfnun á erlendri samtímalist - er iðkað af hálfu opinberra safna, eða hvers vegna ekld er allt fullt af óháðum söfnurum íslenskrar og erlendrar samtímalistar? Pétur og Ragna hafa sett markið hátt, og merkilegt hlýtur að teljast ef enginn fylgir þessu for- dæmi þeirra. Hingað til hafa pen- ingaöflin í landinu verið svo upptekin af að höndla með list millistríðsár- anna að engir aðrir en frumherjarnir og aftur frumherjarnir hafa komist að í hugskoti þeirra sem safna myndlist. Það er sorglegur vitnis- burður um rangt viðmið og slæma áráttu, enda höfum við á undanförn- um misserum uppskorið heldur vafa- saman heiður af hugsunarlítilli for- tíðardýrkun okkar í listrænu mati. Þegar fjöldinn allur af einkasöfnum hefur dalað í verði vegna slysalegrar skammsýni og þröngsýni safnaranna margfalda þau Pétur Arason og Ragna Róbertsdóttir sitt pund. Aræði þeirra og framsækni helst í hendur við sanna ástríðu og djúpan skilning á því besta sem gerst hefur í tíðþeirra. I þeim efnum hafa þau haft vinn- inginn umfram alla hérlenda sam- ferðarmenn sína. Halldór Björn Runólfsson Fæ milliliðalaust sam band við náttúruna Á HÓTEL Skaftafelli í Freysnesi stendur nú yfir myndlistarsýning Kristínar Þorkelsdóttur mynd- listarmanns, sem ber yfirskriftina „Ljósdægur á ísalandi“. Á sýning- unni eru 60 vatnslitamyndir sem málaðar eru í skjóli jökla á Suðaust- urlandi. Sýning Kristínar er fyrsta auglýsta myndlistarsýningin sem Hótel Skaftafell hýsir og að sögn Önnu Maríu Ragnarsdóttur hótel- haldara má vænta þess að sýningin marki upphafið að frekari sýninga- haldi á hótelinu. Anna María lýsir yfir mikilli ánægju með sýningu Kristínar, segir hana hafa tekist frábærlega og að vel sé athugandi með fleiri sýningar í framtíðinni. Salirnir eru enda ágætir til sýn- ingahalds, hvort sem um ræðir Freyssal og Brúarbar á efri hæð hótelsins eða matsalina á neðri hæð. Allt málað undir berum himni Ljósdægur á ísalandi er tfunda einkasýning Kristínar á 16 árum og allar eiga myndirnar það sameigin- legt að vera málaðar undir berum himni, sem Kristín telur ómissandi þátt í sköpunarferlinu. „Ég fæ þannig milliliðalaust samband við náttúruna og það er mikil áskorun og skemmtun fólgin í því að fanga síbreytileika hennar og upplifa hana eins og hún gefur sig sjálf. í vatnslitaferlinu er um stöðugt val að ræða og allt sést sem komist hef- ur í tæri við pappirinn. Ég held að það sé einmitt þessi síbreytileiki sem fólk er að sækjast eftir þegar það heldur út í náttúruna," segir Kristín í samtali við Morgunblaðið. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur segir um list Kristínar að ekki fari á milli mála hvað það er í nátt- úrunni sem hún vill komast í sam- band við. „Hún safnar ekki þekkt- um stöðum. Né heldur sækist hún eftir ljúfri heild eða alltumlykjandi veðursæld heldur stríðu samspili og hringrás náttúrukraftanna, lands- laginu þar sem það tekur stakka- skiptum: efni sem er við það að breytast í tæra orku,“ segir Aðal- steinn í sýningarskrá vatnslita- myndasýningar Kristínar í Hafnar- borg í fyrra. Kristín hrifst af jöklum landsins sem og raunar öðrum stöðum sem verða henni að yrkisefni en segir jöklana þó vera einstaklega áhuga- verða fyrir vatnslitamálara sökum hinna Ijósu Iitbrigða hvort heldur í ljósi eða skugga. „Með jöklana sem viðfangsefni er ég mjög nálægt þeim iðandi léttleika sem ég sækist eftir. Vatnslitamálarar mála úr ljós- um litum yfir í dökka, öfugt við þá aðferð sem beitt er við olíumálun, þar sem málað er úr dökku yfír í Ijóst. f vatnslitunum er maður því nyög nálægtþeim léttleika sem maður sækist eftir,“ segir Kristín. Léttleikanum er þó ekki alltaf fyrir að fara þegar útimálarar reyna að fanga svipi náttúrunnar milli skúra eða heiftarlegra vind- hviða. Litlu munaði að allt fyki út í veður og vind í bókstaflegri merk- ingu þegar Kristín var stödd með áhöld sín og stóra mynd í vinnslu á Breiðamerkursandi ekki alls fyrir löngu. „Þetta var í septembermán- uði og ég hafði lagt í stóra vatnslita- mynd af Breiðamerkuijökli,“ rifjar Kristín upp. „Viðfangsefni mitt að þessu sinni var tengt þyngdaraflinu og hvernig það er að verki í hreyf- ingu jökulsins og umhverfi hans. Þarna úti á sandinum vildi ég skoða myndina úr nokkurri Qarlægð, kom henni fyrir hlémegin við bílinn minn og gekk aftur á bak með aug- un föst á myndinni. Þá kom þessi roknahvellur sem hefði feykt mynd, litum og vinnuborði langt upp á jök- ul ef ég hefði ekki verið nýbúin að færa myndina og fergja dótið eftir föngum." Þess má að lokum geta að sýning- in á Hótel Skaftafelli getur verið breytileg frá degi til dags, þar sem um er að ræða sölusýningu við óhefðbundnar aðstæður. Vilji sýn- ingargestur kaupa mynd getur hann fengið hana afhenta strax í stað þess að panta hana og fá hana afhenta í sýningarlok. „Flestir sem hingað koma eru á faraldsfæti og eiga því óhægt um vik að nálgast myndir í sýningarlok eins og venja er,“ segir Kristín. Ljósdægur á ísalandi stendur til 12. júní og er opin alla daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.