Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 FÓLK í FRÉTTUM Ray Davies spiiar um næstu heigi á Tónlistarhátíðinni í Reykjavík Minnist glöggt tónl anna í Austurbæjar Ray Davies söngvari og aðallagahöfundur Kinks er löngu orðinn goðsögn. wUndanfarið hefur hann ferðast um heiminn og sagt sögur frá ferli sveitar- innar í tali og tónum og er nú röðin komin að landinu þar sem hann spilaði fyrst í september árið 1965 fyrir troðfullu Austurbæjarbíói af óðum táningum. Skarphéðinn Guðmundsson var ekki þeirra á meðal en sló samt á þráðinn til þessa sanna Islandsvinar og spjallaði við hann um minningar, Arsenal, Damon og Lolu. „HALLÓ,“ heyrist frá hinum enda línunnar eða réttara sagt bylgjunn- ar. „Halló! - halló!“ Röddin ráðvillt en kunnugleg þó. - „Herra Davies?“ Blaðamaður er viðlíka ráðvilltur og talar háum rómi 4%vo að bylgjan beri hann nú örugglega alla leið. „Herra Davies heyrirðu í mér?“ - „Halló, þú þarna hinum meg- in, ég held að þú verðir bara að hringja aftur, ég heyri ekkert í þér...“ Blaðamaður ^Heggur á og slær símanúmerið inn á ný. - „Jæja, heyr- irðu núna í mér?“ - „Já blessaður, blaðamaðurinn frá íslandi geri ég ráð fyrir?“ - „Jú, það passar. Hvar ertu eigin- lega niðurkominn, ef ég leyfi mér að gerast svo nærgöngull?" - „Sambandið er svo slæmt af því að ég er í farsíma, þú verður að fyrir- gefa mér. Ég er staddur á írlandi og er einmitt núna á leið til Galway til að flytja „Storyteller“-dagskrána mína... Bíddu ég ætla að stoppa bíl- inn ... svona, nú er ég klár.“ Pú ert að fara að endurnýja kynni -Sþín við ísland, hvernig leggst það í Þig? „Það leggst ákaflega vel í mig skal ég segja þér, það er orðið allt of langt síðan ég sótti landið heim síðast og ég get ímyndað mér að ansi margt hafi breyst. Ef ég man rétt hef ég spilað þar tvisvar áður og eftir standa einungis ljúfar og góðar minningar, sérstaklega frá fyrri ferðinni. Hún var alveg einstök og ég minnist hennar glöggt því að þá virt- . ist vera algjört Kinks-æði á íslandi." Kjaftshögg Kinksaranna Ray er að tala um það þegar Kinks komu hingað til lands í september árið 1965 á hátindi frægðar sinnar og •ibkki nóg með það heldur einnig á hátindi Bítlaæðisins hér á landi. Þá höfðu þegar á því ári komið nokkrir minni spámenn og gert góða reisu miðað við aðstæður en þegar Kinks komu ætlaði allt að verða vitlaust. Kinksarar, eins og þeir voru stund- um kallaðir hérna, héldu tvenna tón- leika í Austurbæjarbíói og gerðu æsku landsins þar með kleift að þreifa berum og sveittum höndum á einni mestu tónlistarbyltingu sög- unnar. Eftir að unglingaböndin Bravó og Tempó höfðu lokið sér af voru hráir og háværir upphafshljóm- 'ámir í „You Really Got Me“ sem vænt kjaftshögg á viðstadda og sveitin vann sér varanlegan sess í hugum þeirra. „Ég man vel eftir þessum mögnuðu viðbrögðum," seg- ir Ray, „öll heimsóknin var mjög ruglingsleg, allt of stutt og tvennir tónleikar sem mæltust alveg ótrú- . jpga vel fyrir. Svei mér þá, þegar ég hugsa út í það er þessi heimsókn hreinlega einn af mínum hápun- ktum. Viðbrögðin komu okkur svo í opna skjöldu, þessi gríðarlega stemmning og sanni tónlistaráhugi." Nýbakaðir og aðrir vanari Kinks- aðdáendur héngu í rigningu og sudda fyrir utan hótelið þar sem sveitin gisti og í einhveijum látum fótbrotnaði ung stúlka og öðlingarn- ir sem stórstjömurnar vora tóku sig til og heimsóttu hana á spítalann og skrifuðu nöfn sín á gifsið. Manstu eftir þessari spítalaheim- sókn? „Já svona óljóst. Aumingja stúlk- an, ég vona að árin hafi verið góð við hana.“ - „Það gekk víst ansi brösulega hjá foreldrunum að reyna að ná gifs- inu af.“ - „Það er eitthvað við slíkar minn- ingar sem færir okkur vellíðan. Eftir tónleikana í gær var ég t.d. beðinn um að skrifa nafnið mitt á vélhjóla- varahlut. Minjagripir era okkur öll- um kærir; t.d geymi ég bæklinginn sem ég fékk á úrslitaleiknum í Evrópukeppni félagsliða milli Arsenal og Galatasaray um daginn.“ Ég geng út frá að þú sért stuðn- ingsmaður Arsenal og því sár yfir úrslitunum? „Ég veit það ekki, mér var eigin- lega orðið sama þegar kom að gull- markinu, en ég skemmti mér alveg konunglega. Það er algjör pína og kvöl að styðja fótboltalið því áföllin era oftast fleiri en gleðistundirnar og síðasta tímabil hefur verið hlaðið áföllum hjá okkur Arsenal-mönn- um.“ - „Jæja, við komumst þó í Meist- aradeildina." - „Jú reyndar, þetta verður allt í lagi hjá okkur, Wenger á eftir að kaupa einhveija góða leikmenn.“ Rifja upp íslandsferðir á tönleikunum Hvað langar þig til að gera á Is- landi? „Það verður gaman að koma aftur eftir svona langa fjarvera, tækninni hefur fleygt fram og eflaust komnar lestir og annað því um líkt.“ - „Nei, það era reyndar ekki enn komnar neinar lestir." - „Jæja, en ég var annars að velta því fyrir mér að kíkja á nokkur hljóð- ver líka því að ég frétti að Blur hefðu hljóðritað í Reykjavík." Nú, ertu að hugsa um að leika þann leik eftir? „Það er aldrei að vita. Síðan lang- ar mig einfaldlega að slaka á og njóta heimsóknarinnar, kíkja á kaffihús og fá mér eins og einn eða tvo bjóra. Geturðu bent mér á einhvem góðan íslenskan bjór?“ - „Já, já, íslenski bjórinn er fínn, hafðu auga með Gulli, Thule ogVik- ing, þeir félagar era allir íslenskir." Segðu mér eilítið frá því sem þú hyggst bjóða ís- lendingum upp á. „Ég mun flytja samþjappaða út- gáfu af „Storytell- er“-dagskránni minni þar sem ég segi sögur frá til- urð og gullöld Kinks og tengi þær vel völdum og eftirminnilegum lögum sem ég flyt við annan mann í órafmagnaðri út- gáfu. Þessi dagskrá varð til í kring- um 1995 og byggir á sjálfsævisögu minni X-Ray. Hún hefur vægast sagt fallið vel í kramið og eiginlega endur- reist feril minn, enda hafa margir leikið eftir þetta fyrirkomulag." Ætlarðu að segja einhverjar sögur af íslandsferðum ? „Ég ætla gera mitt besta í að að- laga dagskrána íslenskum áhorfend- um, bæði hvað lagaval varðar og þær sögur sem ég segi. Ég er einmitt núna að athuga hversu mikið ég hef upp úr því að grafla í gamla heila- búinu.“ Ég lofa þér að allt slíkt mun falla í afar góðan jarðveg. „Nú ég hef það þá í huga þegar ég set saman dagskrána. Mun fólk al- mennt skilja mig?“ - „Já, já, langflestir íslendingar skilja orðið ensku.“ - „Fínt.“ Færðu mikið út úr því að rifja upp gamla tíma, segja sögur af h'fshlaupi þínu? „Ég hef alltaf haft gaman af því að segja sögur eins og vel má merkja á textasmíðum mínum, en ég er hins- vegar ekki haldinn neinni fortíðar- þrá. Ég reyni fremur að horfa fram á veginn og hlakka mikið til að hefja vinnu síðar í sumar við nýja sólóskífu með glænýju og framsömdu efni. Það hefur samt sem áður verið afar skemmtilegt að flytja „Storyteller" og var í raun nokkuð sem ég hafði vissa þörf fyrir að gera.“ Þú hefur þá enn gaman af því að spila gömlu Kinks-slagarana? „Já í því samhengi sem ég set þá í í „Storyteller"; sögurnar sem ég segi þar gefa tilefni til þess að flytja þau og öfugt, auk þess sem flest lögin eru í nýjum og einfaldari búningi." Hefurðu alltaf verið svona mál- glaðurá tónleikum? „Nei, þvert á móti hefur það orð farið af mér að ég mæli vart orð á tónleikum og ég hef stundum verið kallaður „þögli rokkarinn" sem em- ungis tjáir sig í gegnum lög sín. Ég sýni því á mér nýja hlið með „Story- teller“.“ Ánægður með Lolu í 101 Reykjavík Þú hefur mikið fengist við skriftir upp á síðkastið, skrifað bækur og samið sjónvarpsefni; Uturðu fremur áþigsem skáld en tónlistarmann? „Ég hef alltaf litið á mig sem skáld fyrst og fremst og tónlistin hefur einfaldlega verið sá miðill sem ég hef notast mest við. Reyndar dreymdi mig alltaf um að verða blúsari; ég ætlaði aldrei að verða söngvari og varð það eiginlega fyrir slysni. Skáldið kom síðan fram í mér í lista- skóla.“ Ilvemig er hið daglega líf Ray Daviesídag? „Þessa stundina bý ég reyndar í ferðatösku og er á nokkuð stífu tón- leikaferðalagi og síðan helli ég mér út í plötugerðina, þannig að það er alveg fullt að gera hjá mér.“ Sem sagt ekkert farinn að íhuga að setjast í helgan stein ? „Nei, ég er ekki alveg reiðubúinn að setjast í hjólastólinn ennþá.“ Hvað er að frétta af Kinks? „Sveitin lagðist í dvala þegar ég fór af stað með „Storyteller“, en ég fór út að borða með Dave bróður mínum í síðustu viku og við ákváðum að koma saman næsta vor eftir að ég hef lokið við vinnuna í kringum sóló- plötuna og athuga hvort við höfum eitthvað efni til að vinna með. Við höfum ennþá gaman af því að spila saman.“ Hvemig kanntu við að hafa haft svo ríkuleg áhrif á margar samtíma- sveitir eins og Blur og Pulp? „Þeir segja mig ábyrgan fyrir Brit-poppinu svokallaða, en ég held að áhrifin felist reyndar fyrst og fremst í því að þessar sveitir semja líkt og ég um sitt nánasta umhverfi og það sem þær þekkja fremur en einhvern þjóðveg 66 í Vesturheimi." Þær hafa nú samt stolið hellingi frá ykkur er það ekki? „Jú, jú, nokkram hljómum hér og þar, Damon hefur verið nokkuð dug- legur við það blessaður. En ekki gleyma því að The Who stálu líka frá okkur og við stálum eflaust frá ein- hveijum öðrum, það er bara hluti af dægurtónlist." Eruð þið Damon kunningjar? „Já við þekkjumst vel.“ Hann fékk einmitt „Lolu“ þína að láni og setti í dansbúning ásamt ís- lendingnum Einari Erni fyrir nýja íslenska mynd, 101 Reykjavík, sem verið var að frumsýna hér heima. Hefurðu heyrt nýju „Lolu“? „Já ég hef heyrt það og líkar bara vel. Ef Damon verður á framsýning- unni berðu honum þá kveðju mína og segðu honum að hafa samband við mig.“ Róttækur íhaldsmaður Hvaða tónlist ertu að hlusta á þessa dagana? „Hitt og þetta, t.d. Travis og svo er ég að rifja upp gamla blússtand- arda mér til mikillar ánægju.“ Ertu undir áhrifum frá því sem er aðgerastídag? „Ég kynni mér vel það sem mér líkar.“ Ertu ennþá jafn áhugasamur um stjórnmál ogþú varst? „Við skulum segja að ég fylgist mjög vel með því sem er að gerast í heiminum. En ég hef með tímanum myndað mér mín eigin stjórnmála- viðhorf sem ég á ansi erfitt með að finna í einhveijum skipulögðum stjórnmálasamtökum; ég er róttæk- ur en um leið frekar íhaldssamur." Hvað fínnst þér þá um nýja borg- arstjórann þinn? „Hann er fulldjarfur fyrir minn smekk og tekur heldur mikla áhættu, en ég vona að hann hugsi samt vel um borgina mína sem er mér svo kær. Málið er bara að hinir færa og góðu vilja ekkert með stjórnmál gera.“ Viltu nota tækifærið til að flytja væntanlegum áhorfendum þínum skilaboð? „Komið á tónleikana með opið hugarfar," segir Ray og hlær við. „Það verður gaman að endurnýja kynnin því að ég hef ekki gleymt ykkur. Ég hlakka einnig til að kynn- ast ykkur hinum sem enn hafið ekki séð mig á sviði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.