Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 39 MINNINGAR + Guðmundur Benediktsson fæddist í Reykjavík 5. mars 1920. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 29. maí síðastliðinn. Foreldrar Guðmund- ar voru Benedikt Guðmundsson, hús- gagnasmíðameistari í Reykjavík, f. 22. apríl 1892, d. 1. nóv- ember 1971, ættaður úr Húnavatnssýslu, og Guðrún Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir, f. 30. mars 1885, d. 4. febrúar 1978, frá Mið-Hvoli í Mýr- dal. Þau eignuðust fjögur börn; stúlku sem dó á öðru ári, Jón fædd- an 1916, Guðmund fæddan 1920 og Unni Hróðnýju fædda 1924. Guð- mundur var ókvæntur og barn- laus. Jón er húsgagnasmíðameist- Guðmundur Benediktsson eða Mummi eins og hann var alltaf kall- aður er eftirminnilegur maður. Hann var allt í senn, hógvær, lítillátur og hjálpsamur, nákvæmur og vandvirk- ur í iðn sinni og listsköpun, gæddur miklum listrænum hæfileikum og var mikið ljúfmenni í öllum samskiptum. Hann hafði samt ákveðnar skoðanir, fylgdi eigin stefnu og straumi en hlustaði og virti eigi að síður viðhorf og sjónarmið annarra, þó ekki færu þau alltaf saman við hans eigin. Hann var laus við allan hégóma og oflæti. Hann bar takmarkalausa virðingu fyrir öðrum listamönnum, látnum og núlifandi, og var ófús að gagnrýna það sem þeir höfðu gert eða voru að vinna að. Allir áttu sinn rétt á þeim vettvangi enda listin frjáls. Þar sem Mummi var ókvæntur og bamlaus fengum við í fjölskyldunni að njóta eiginleika hans og kosta meir en annars. Þessu fengum við að kynnast vel þegar við bjuggum á Freyjugötunni meðan Mummi bjó þar með foreldrum sínum og síðar móður á sama tíma. Einnig var sam- band Mumma og systur hans, Unnar, afar sterkt, sérstaklega hin síðari ár. A heimili hennar og Magnúsar í As- endanum dvaldi Mummi reglulega, stundum dag hvem, enda fannst okk- ur öllum hann ekki vera þar gestur heldur einn af heimilisfólkinu. Hann átti þó sitt heimili á Laufásveginum. Reyndust þau Unnur og Magnús honum alla tíð vel, þó sérstaklega eft; ir að Mummi tók að kenna veikinda. í umgengni við börn sýndi Mummi umhyggju og natni, sérstaklega þeg- ar kom að því að draga upp myndir með blýanti, tússi eða lit, klippa út eða búa til ólík form úr hverskonar efnum. Eiga börnin okkar margar ari og myndlistarmað- ur í Reykjavík, kvænt- ur Jóhönnu Hannes- dóttur og eiga þau Qögur uppkomin börn. Unnur Hróðný er húsmóðir í Reykja- vík, kvænt Magnúsi E. Baldvinssyni, úr- smíðameistara, og eiga þau þrjár upp- komnar dætur. Guðmundur lauk sveinsprófi í hús- gagnasmíði árið 1944 hjá föður sínum. Hann stundaði þá iðn framan af ævi með föður sínum og bróður. Guðmundur hóf nám við Myndlistarskólann í Reykjavík árið 1950, þrítugur að aldri, og naut þar m.a. tilsagnar Ásmundar Sveinssonar sem hafði mikil áhrif á þróun hans sem myndlistar- manns. Hann fylgdist stöðugt með ánægjulegar minningar um slíkar stundir. Þar var hann á heimavelli. í iðn sinni var Mummi góður og vandvirkur fagmaður. Naut hann traustrar leiðsagnar föður síns sem hann lærði iðn sína hjá. Húsgagna- og innréttingasmíði þeirra feðga og Jóns bróður Mumma var viðurkennd og virt meðan þeir þrír unnu saman á því sviði. Smíðuðu þeir m.a. innrétt- ingamar í gamla Hæstaréttarhúsið, í Mosfellskirkju og í Kópavogskirkju. Strax í barnæsku tók að bera á list- hæfileikum Mumma. Hann var góður teiknari og útskurðarmaður í tré og bein. Þá eiginleika hefur móðir hans Guðrún án efa ræktað með honum en hún var mikil hagleiks- og hannyrða- kona. Framan af vann Mummi við gerð tré- og járnmynda og svo- nefndra konkretmynda. Verkin eru flest hefðbundin tegund stanskúlpt- úra og bera vott um mikla efnis- kennd og formskynjun. Um 1960 fór hann að gera svonefndar spíssa- myndir, sem voru fátíðar hérlendis á þeim tíma. Um 1970 hverfur hann að gerð eirskúlptúra sem eru efnismikl- ir og byggjast töluvert á samspili þrí- víðra forma og um 1980 snýr hann sér að harðplasts-, tré- og gifsmynd- um sem síðan eru steyptar í kopar. Hann kom því víða við í vali á efnivið og sagði sjálfur að mikilvægt væri að koma heiðarlega fram við öll efni sem maður notar í myndlist. Mummi hélt aðeins tvær einkasýningar á sínum ferli, sem ber fyrst og fremst vott um hógværð hans. Hann tók hins vegar þátt í mörgum samsýningum og var vikur í störfum FIM. Hann taldi sig aldrei vera einangraðan eða misskil- inn, þó að fáir ef nokkrir íslenskir myndlistarmenn væru á sömu braut og hann var. Hann sagði sjálfur að fé- straumum á sviði höggmyndalist- ar og myndlistar almcnnt og fór af því tilefni í námsferðir til Dan- merkur árið 1949 og til Frakk- lands og Englands árið 1955. Guð- mundur sat í stjórn Safns Ásgríms Jónssonar árin 1979-1987. Hann hlaut styrk úr Minningarsjóði Barböru og Magnúsar Á. Arnason- ar árið 1981 og starfslaun lista- manna árin 1985 og 1987. Guð- mundur vann ýmis störf bæði fyrir fistamannasamtökin og Listasafn Islands. Samhliða húsgagnasmiði vann Guðmundur að höggmynda- list sinni og síðari hluta ævinnar helgaði hann sig list sinni ein- göngu. Hann vann einkum í járn, við og eir. Guðmundur hélt tvær einkasýningar á listferli sínum og tók þátt í fjölmörgum samsýning- um, einkum með Félagi íslenskra myndlistarmanna (FIM) og Sept- emhópnum. Verk Guðmundar eru í eigu margra safna, stofnana, fyr- irtækja og einstaklinga. Utför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morg- un, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 15. lagsskapurinn í FÍM hafi veitt hon- um þá viðurkenningu sem hann þurfti. Þar sem hann sinnti jafnframt ýmsu öðru en list sinni var hann held- ur aldrei háður því að selja verk sín, þó að eftirspumin væri næg. Það gaf honum því meira frelsi og rúm í list- sköpuninni. Með Mumma er genginn merkur maður. Við minnumst hans með hlýju og virðingu og þökkum fyrir sam- verustundimar. Guðnin Magnúsdóttir og Jón Sveinsson. Til margra ára hefur einn vegfar- andi framar öðmm gert Laufásveg- inn að sinni heimatröð; roskinn mað- ur og grannholda með sjálfstætt hvítt hár og stór og barnslega einlæg augu á bak við enn stærri hornspangargleraugu. Viðbúið er að ekki hafi margir gert sér grein fyrir því að þar færi einn af okkar vönduð- ustu myndlistarmönnum í seinni tíð, völundur jafnt á tré og málma, ljúfl- ingurinn Guðmundur Benediktsson. Og það er jafnvíst að aðspurður hefði hann sjálfur gert lítið úr framlagi sínu til myndlistar og hönnunar í landinu og talið öllu mikilvægara að spjalla um tíðarfar og ættir manna. Guðmundur tók hagleik sinn í arf og ræktaði hann með námi í hús- gagnasmíði við Iðnskólann í Reykja- vík, en eftir námsferð til Danmerkur árið 1949 hóf hann nám við Mynd- listaskólann í Reykjavík þar sem hann var til 1956, m.a. undir hand- arjaðri Ásmundar Sveinssonar. Myndlistarlega hugljómun fékk Guð- mundur hins vegar fyrir alvöru í skreppitúr til Parísar árið 1955, þar sem Hörður Ágústsson fór með hóp Islendinga um helstu söfn og sýning- GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON MAGNÚS KRISTINN JÓNSSON + Magnús Kristinn Jónsson fæddist í Reykjavík 20. jan- úar 1918. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Skógarbæ 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sesselja Hansdóttir og Jón Jónsson frá Fuglavík, sem bæði eru látin. Magnús og bróðir hans Hans Adolf Hermann Jónsson, sem er lát- inn, ólust upp hjá foreldrum sínum á Smiðjustíg 9 í Reykjavík og áttu þeir bræður og fjölskyldur þeirra heima á Smiðjustígnum til ársins 1956. Magnús kvæntist í júlí árið 1942 eftirlifandi eiginkonu Nú er Maddi vinur okkar búinn að fá hvíldina eftir langt og erfitt sjúk- dómsstríð. Eg kynntist Madda þegar við vor- uin að vinna við vegagerð á úti- skemmtistað, sem þá var að Eiði rétt hjá Korpúlfsstöðum. Þá mættum við á Smiðjustígnum og heilsuðum upp á sinni, Sigríði Krist- ínu Sigurðardóttur, f. 5. desember 1919. Eignuðust þau sex börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Jón Halldór, f. 1941, Helgi Kristinn, f. 1943, Sesselja, f. 1944, Sigurður Ein- ar, f. 1947, Guðrún Kristín, f. 1952, og Erlendur Magnús, f. 1958. Síðustu mánuði var Magnús á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Utför Magnúsar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánu- daginn 5. júní, og hefst athöfnin klukkan 15. Settu móður Madda, sem var hjarta- hlý kona og vinur vina sinna alla tíð. Maddi var einn besti vinur föður míns og ók honum í sjúkravitjanir. Mesta vinátta þeirra var þó bundin Vogi á Kjalamesi, en þar byggðum við sumarbústað fyrir meira en 50 ár- um. Þá fóru þeir oft, pabbi og Maddi, á sjóinn, stunduðu hrognkelsaveiðar og annað fiskerí á handfæri. Það var alltaf mikil gleði og ánægja í þessum veiðiferðum á sundin út af Álftanesi. Það myndaðist líka einlæg vinátta á milli fjölskyldnanna, sem nú hefur varað út yfir gröf og dauða. Maddi var lengst af strætisvagna- bílstjóri, minnist ég margra ferða upp í Lækjarbotnaskálann og gátum við tekið strætisvagninn upp eftir með allt okkar hafurtask og dót, m.a. skíði. Alltaf tók Maddi þessum ungu skátum vel og greiddi götu þeirra. Maddi var mjög farsæll í starfi og vel liðinn af öllum. Maddi lenti í alvarlegu slysi fyrir 10-15 árum og náði aldrei fullri fæmi síðan, þótt hann stundaði vinnu áfram. Nú er komið að tímamótum í bili og ástæða til að þakka Madda og fjöl- skyldu hans fyrir áralanga vináttu sem var öllum mikils virði. Við sem eldri emm eigum margar ánægju- legar minningar um samverustundir. Ég vil færa Diddu og börnum þeirra samúðarkveðjur og þakka fyr- ir að löngu sjúkdómsstríði er lokið. Páll Gíslason. arsali. Áður en menn gátu sagt „geómetrísk afstraksjón“ hafði Guð- mundur skilið hvemig sú myndlistar- stefna gerði sig í þrívíðu formi og skynjað hvemig mátti nota hana til að innlima rýmið og hræringar lífsins án þess að varpa fýrir róða rök- hyggju og góðu handbragði. Hann var ekki fyrr kominn frá París en hann hóf að skapa úr jámi tæmstu og stílhreinustu verk þessarar gerð- ar sem íslendingur hefur sett saman. í sameiningu urðu þau þrjú, Guð- mundur, Jón Benediktsson bróðir hans og Gerður Helgadóttir til að brúa bilið milli mannlægrar þrívídd- arlistar þeirra Ásmundar Sveinsson- ar og Sigurjóns Ólafssonar annars vegar og óhlutbundinna hreyfilista- verka SUMarans Jóns Gunnars Árnasonar hins vegar. Þá er ógetið húsgagna-og innrétt- ingahönnunar þeirra Guðmundar og Jóns, sem stóð samfellt frá því um miðjan sjötta áratuginn og fram und- ir 1970. Þar tóku þeir bræður sér til fyrirmyndar það besta í danskri hús- gagnahönnun og juku við þessa dönsku hefð af eigin innsæi og smekkvísi. Mér segir svo hugur að húsgögn Finns Juhl hafi framar öðr- um höfðað til Guðmundar fyrir það hve vel mótuð þau em í öllum smá- atriðum. Raunar er nærtækt að líta á mörg húsgögn Guðmundar sem framlengingu á skúlptúmm hans úr járni og viði, svo vel sem þau sam- svara sér og taka sig út í rýminu, auk þess sem meðhöndlun efniviðarins er alls staðar listileg. Á sjöunda áratugnum gerðist Guð- mundur handgenginn mjúkmálmun- um, kopar og eir, sem veittu honum svigrúm til blæbrigðaríkari tjáning- ar en áður. í stað þess að láta rýmið tala fyrir sig, hóf hann að biðla til efn- ismassans, litbrigða hans og áferðar, með glæsilegum árangri. Bestu myndverk Guðmundar í þessa vem em samlífræn í víðasta skilningi orðsins, taka mið bæði af hollningu og formgerð mannskepnunnar og breytingum í lífríkinu. Á áttunda ára- tugnum þegar eitraðar gufur tor- velduðu honum að sjóða saman málma í kompu sinni á Laufásvegin- um, sneri hann aftur til upphafsins, grunneininga þríviddarlistar og hús- gagnahönnunar og hóf að tefla þeim saman í formi mikilfenglegra bjálka- skúlptúra. Eitt af því ánægjulegasti*- sem ég hef gert um dagana var að setja saman sýningu á öllum þessum tímabilum á listferli Guðmundar í Listasafni íslands fyrir nokkmm ár- um, þar sem birtist alþjóð fyrst sam- hengið í listsköpun hans. Mér þótti á stundum sem Guð- mundur hefði, einn íslenskra mynd- listarmanna, uppgötvað taóið. Svo rækilega virtist hann hafa losað sig við helstu ágalla sjálfsvitundar. Hann barst ekki á, forðaðist oflæti og kunni ekki að ota sínum tota. Aldrei lagði hann heldur illt orð til nokkurs manns og virti mismunandi skoðanir starfsbræðra sinna. Það var engu líkara en hann sækt- ist beinlínis eftir því að þjóna listgáf- um annarra. Þannig urðu sýningar hans sjálfs allt of fáar, en þaðan af eftirminnilegri. Fyrir aðra listamenn setti hann upp fjölmargar sýningar í áranna rás, vann fram á efri ár við að hengja upp sýningar fyrir opinbem listasöfnin og var m.a. helsti aðstoð- armaður Siguijóns Ólafssonar við gerð Búrfellsmyndarinnar, stærsta útilistaverks á landinu. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þessi afneitun sjálfsins hafi einmitt verið lykilinn að listrænu innræti Guðmundar. Ef til vill gerði hún hon- um kleift að gefa sig heilshugar o skilyrðislaust á vald hveiju listaverki og gæða það þokkafullum lífskrafti sem er einstakur í íslenskri myndlist. Guðmundur gekk ekki heill til skógar síðustu árin en vildi aldrei kenna öðm um en óskilgreindri „slæmsku.“ Hann hvarf úr þessum heimi svo lítið bar á, var þannig full- komlega samkvæmur sjálfum sér til hinstu stundar. Vinir hans, bæði við Laufásveginn og annars staðar, senda ættingjum hans samúðar- kveðjur. Aðalsteinn Ingélfsson. • Fleiri minningargreinar um Guð- mund Benediktsson bíða birtingar ogmunu birtast íblaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLI TRYGGVASON frá Gröf, Svarfaðardal, Svarfaðarbraut 4, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju þriðju- daginn 6. júní kl. 13.30. Ingibjörg Torfadóttir og börn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNA INGIMUNDARDÓTTIR, áður Sörlaskjóli 7, sem lést á Landakotsspítala laugardaginn 27. maí verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 5. júní kl. 15.00. Guðmundur Már Brynjólfsson, Sesselja Þorbjörg Jónsdóttir, Hallvarður Ferdinandsson og fjölskyldur. LEGSTEINAR t'fgM Komið og skoðið 1 > ÁlS í sýningarsal okkar eða iS f : ; fáið sendan myndalista L MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.