Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 52 FOLKI FRETTUM Ástin og lífíð TOIVLIST Goisladiskur MYNDIR Myndir, geisladiskur Halla Reynis og Þorvaldar Flemming. Halli syngur og raddar ásamt því að leika á 6 og 12 strengja kassagítar og munnhörpu. Þorvaldur leikur á kassagítar og einnig á rafgítar í laginu „Landslagið". Þeim til að- stoðar eru þeir Orn Hjálmarsson (rafgítar), Ríkharður Flemming Jensen (trommur), Jóhann Ásmundsson (bassi), Otto Sidenius (Hammond orgel), Morten „Luco“ Nielsen (rödd í ,,Stína“), Christian Warning (kúbein), Morten Sidenius (ásláttur), Solveig Asmussen (upp- lestur) og Björn Blöndal (kontra- bassi). Halli og Þorvaldur semja lög og texta, ýmist saman eða í sitt hvoru lagi. Upptökur og hljóð- blöndn voru í höndum Flemming „Razz“ Rasmussen. 49,38 mín. Global iT gefur út. Þorvaldur Flemming og Halli Reynis. Morgunblaðið/Porkell TRÚBADÚRAR eru þeir kallaðir á vondi-i íslensku, einyrkjamir í dægurtónlistarflórunni, hverra aðal- smerki er að lemja gítara af einlægni og ást og flytja fólki sagnabálka um bága stöðu samfélagsins eða þá vísur af örlögum einmana ástarpunga. Halli Reynis hefur starfað undir formerkjum trúbadúrsins um nokk- urt skeið og gefið út nokkrar einleiksskífur. Halli söng í fyrsta sinn í hljóðveri fyrir ellefu árum síð- an en þá flutti hann lagið „Landslag- ið“ fyrir Þorvald nokkum Flemming. Þorvaldur fluttist svo til Danmörku og samstarf hans við Halla lá þar af leiðandi í híði á síðasta áratug. Það var ekki fyrr en Halli flutti einnig til Ðanmerkur fyrir um tveimur áram að þeir félagar ákváðu að tendra neistann á ný og afurðin af þeim end- urfundum er piatan „Myndir". Mörgum og mismunandi blæ- brigðum hins dæmigerða trábadúrs, ef hann er til, bregður fyrir á plöt- unni. Fyrsta lagið er til dæmis sára- saklaus en hressilegur ástaróður, skreyttur næstum því bamalega ein- lægum texta og gott ef skuggi þess mikla meistara, Kim Larsen, fellur ekki á lagið í smástund. Strax í næsta lagi er svo leitað á náðir kóngsins, Dylan, allavega hvað tónlistina áhrærir, ljóðrænan fellur þó nokkuð langt frá eikinni. Svo era hér lög eins og „Komdu til mín“, ,Ástarorð á vör- um“, „Stína“ og „Regnið lemur“ sem eru öll óskaplega hefðbundin þriggja gripa lög sem skilja lítið sem ekkert eftir sig. „Regnið lemur“ grópar reyndar ágætlega og óhætt væri að kalla það dansvænasta lagið á plöt- unni. „Komdu kona mín“ og „Þymar í krans“ era hins vegar vel útfærð lög, sérstaklega er síðara lagið flott og grípandi, nær melódískri dýpt sem þó illu heilli afhjúpar flest önnur lög plötunnar sem klasturslegt hnoð í samanburði. Besta lagið á plötunni er það elsta, „Landslagið", borið uppi af frábæram rafgítarleik sem minnir nokkuð á gítaræfingar The Edge í U2. Eitt af höfuðeinkennum alvöra trábadúra er að þeir era, eða reyna a.m.k. að vera, spakvitrir gagnrýn- endur á þjóðfélagið. Þessar tilhneig- ingar þeirra kumpána ganga stund- um ágæta vel upp, gott dæmi væri síðasta lagið, „Kristnitakan", sem er afar vel heppnuð lagasmíð, textalega jafnt sem tónlistarlega. Lagið er til- raunakennt og magnþrangið og gengur vel upp. Stundum rýna þeir þó yfir sig, dæmi væri titillagið sem er fremur tilgerðarlegt. Textaleg til- vera plötunnar er reyndar á heildina litið fremur döpur, sökum allt of margra lítt innblásinna ástartexta og ofgnóttar af allt of dæmigerðu trába- dúrahjali. Halli Reynis býr yfir rödd sem byggist á % Bubba og 14 Bjartmari en þrátt fyrir þetta á hann það vel til að vera í senn sannfærandi og einlægur söngvari, sérstaklega þá í rólegu lögunum. Meginkostur plötunnar er að hvort sem lögin eru þunnir þrettánd- ar eða dramatísk meistaraverk er flutningur ávallt frá hjartanu, lifandi og ástríðufullur. Á heildina Utið flýt- Sambandið í hættu? SÚ SAGA flýgur nú fjöllum hærra um kvikmyndaborgina Hollywood að leikkonan brosmilda, Julia Roberts, hafí látið unnusta sinn, leikarann Benjamin Bratt, flakka. Netmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum um skilnaðinn og er sagt að Julia hafi meinað Bratt að koma á tökustað nýjustu myndar hennar, The Mexican, sem er verið að taka í Mexíkó. Bratt er þó ekki langt und- an því hann er við tökur á myndinni Miss Congeniality rétt hinum megin við landamærin, í Texas-fylki í Bandaríkjunum. Heimildarmaður JVew York Magazine segir að „núna hafi þau ekki hist í marga mánuði. Það þýðir þó ekki að sambandinu sé lokið en það er greinilega að nálgast ein- hvers konar uppgjör." Julia Roberts er svo sem þekkt fyrir að skilja kærastana eftir í sár- um og á til að Iáta einn flakka fyrir annan. Hún var t.d. fljót að skila Kiefer Sutherland er hún kynntist Jason Patric og ekki víst að ástar- glóðin sé kulnuð þar. Það sást víst til hennar og Patric á dögunum og náði ljósmyndari dagblaðsins Star mynd af þeim saman í faðmlögum. Talsmaður Patrics fullyrðir hins vegar að eina konan í lífi hans sé of- ur platan þó of auðveldlega fram hjá eyranum þar sem lögin era flest of hefðbundin til að festast almennilega í hausnum, hvað þá að koma ein- hveiju róti á hjai-tað eða hleypa upp gæsahúð. Það er ekkert að því að fara hefðbundnar leiðir í tónlistar- sköpun svo fremi að eitthvað kjöt sé á beinum og melódíur séu grípandi og eftirtektarverðar. Enda standa þær lagasmíðar, þar sem þeir félagar áræddu að fara út fyrir reiknilíkanið, áberandi hátt fyrir ofan restina. Arnar EggertThoroddsen lulok lulok afsláttur luvörum 4T ■ mrnrn m ykur fostu- n 4. ágúst. tískuverslun v/Nesveg, larnesi, sími 561 1680. Opið daglega kl. 10-18. Fréttir á Netinu ^mbl.is ALL7j*f= rJÝTl Reuters urfyrirsætan Christy Turlington en þau hafa verið saman í mörg ár. Þá scgir talsmaður Juliu að þau Bratt séu enn saman og mjög hamingju- söm. Talsmaður Bratt vill þó ekkert tjá sig um málið. Þá fullyrðir dálka- höfundurinn Jeannette Walls að í þetta skipti sé það ekki Julia sem sé hrædd við skuldbindingu. Hún hef- ur eftir vini að Julia vilji ólm giftast en Bratt vilji bíða og njóta frelsis um stund og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni í Kaliforníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.