Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VIK m ||^H U| \i Vaxandi áhugi á höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun „Allt er orka“ ÁHUGI hjúkrunar- og umönnunar- stétta á höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnun fer vaxandi víða um heim og því má ætla að þessu meðferðarformi verði beitt í auknum mæli í framtíð- inni,“ segir Thomas Attlee, breskur sérfræðingur á þessu sviði sem stadd- ur var hér á landi í vikunni. Thomas Attlee flutti á miðvikudag fyrirlestur á vegum Hjúkrunarfélagsins um höf- uðbeina- og spjaldhryggsjöfnun en slík meðferð byggist á ákveðinni heildarhyggju um manninn og nauð- syn eðlilegs orkuflæðis um líkamann. Thomas Attlee segir að enn séu margir læknar fullir efasemda um ágæti höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnunar og sé það ef til vill ekki að undra þar eð þetta meðferðarform fari ekki nema að litlu leyti saman við þær hugmyndir um lækningar sem viðteknar hafí verið til þessa á Vest- urlöndum. Áhuginn fari hins vegar vaxandi innan heilbrigðisstétta enda geti þetta meðferðarform skilað ár- angri sem ekki verði dreginn í efa. Engnm tækjum beitt Morgunblaðið/Jim Smart Thomas Attlee sýnir hvernig menn bera sig að við höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Drengurinn á myndinni er sonur hans. Engum tækjum eða tólum er beitt við höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfn- un. Sjúklingar þurfa ekki einu sinni að afklæðast. Ofurlétt handasnerting er notuð til að losa um stíflur og spennu sem myndast hafa í vöðva-, æða-, tauga-, vefja-, vessa- og liða- kerfi þess sem verið er að meðhöndla. „Meðferðin byggist á tæmandi þekk- ingu á þessum keríúm en hins vegar er ýmislegt tengt þessum fræðum, sem ekki heíúr verið útskýrt tii fulln- ustu,“ segir Thomas Attlee er hann er spurður hvort hann gefi frá sér orku og hvemig hann nái að losa um orku- stíflur með svo laufléttri snertingu. „Kerfið byggist á því að allt sé orka og að með því að tiyggja jafnvægi og eðlilegt orkustreymi í líkamanum megi í senn hjálpa sjúklingum og hjálpa líkamanum að lækna sig sjálf- ur.“ Hann bætir við að sá sem veiti meðferðina skynji hita og orku og gefi hið sama einnig frá sér. Ekkiyfir- náttúrulegt Thomas Attlee leggur hins vegar áherslu á að ekki megi blanda þessu meðferðarformi saman við heilun eða handayfirlagningar. „Hér er ekkert yfimáttúrulegt á ferðinni og allir geta lært þetta. Menn em hins vegar mis- góðir eða öllu heldur misnæmir m.a. fyrir því hvar í líkamanum vandinn liggur. Þetta krefst reynslu og æfing: ar en einnig meðfæddra hæfileika. I raun er þetta ekki svo ólíkt því sem gildir um tónlist. Allir geta lært að spila en sumir hafa augljóslega meiri hæfileika en aðrir.“ Á ensku neínist höfúðbeina- og spjaldhryggsjöfnun „Cranio-Sacral Therapy". Thomas Attlee kynntist þessum fræðum er hann var við nám í Bretlandi en hann er menntaður „ost- eopati“ eða „liðamótafræðingur". Hann rekur nú skóla í Bretlandi þar sem hann kennir höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun auk þess sem hann heldur námskeið og fyrirlestra erlendis. Þessi fræði em 70-80 ára gömul og era rakin til Bandaríkja- manns eins er William Sutherland hét. „Við beitum þessari meðferð í raun við hvers konar líkamlegum og andlegum eymslum og aldur viðkom- andi skiptir engu,“ segir Thomas Attlee. Hann segir algengt að fólk sem orðið hafi fyrir slysum þurfi á slíkri orkuflæðis-meðferð að halda. Líkamlegir kvillar geti oft af sér and- lega og öfugt og því þurfi að líta á sál og líkama sem eina heild þegar þess- ari meðferð sé beitt. Hún komi einnig oft að notum sem viðbót við hefð- bundnar lækningar. Thomas Attlee hefur mikið unnið með ungböm og kveður höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun geta skilað miklum árangri í tilfellum þar sem böm séu óvær, gráti mikið, sofi illa og séu það sem nefnt er „erfið". „Fæð- ingin er mikið og erfitt ferli og segja má að allir verði fyrir andlegu og líkamlegu áfalli við að fara þessa erf- iðu leið er þeir koma inn í þennan heim. Þar með er auðvitað ekki sagt að allir verði fyrir skaða sem móti allt líf þeirra en það er mjög algengt." Bamið verður fyrir gífurlegum þrýstingi er það yfirgefur móðurkvið. Höfuð þess og líkami allur aflagast sökum þess mikla þrýstings sem það verður fyrir. Þrýstingnum getur síð- an fylgt sársauki og honum andlegt áfall auk viðbrigðanna, sem bamið verður fyrir eftir að hafa verið ömggt í móðurkviði. Hann tekur fram að börn sem tekin séu með keisara- skurði verði fyrir annars konar áföll- xnn, sem einnig megi bæta upp með höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Thomas Attlee segir mikilvægt að börn fái rétta meðferð því þannig megi hafa áhrif á allt líf þeirra. Þann- ig reyni t.d. bam sem gráti mikið og sofi illa vitanlega á þolinmæði og þrek foreldranna, sem aftur geti haft margvísleg áhrif í uppeldinu sem móti síðan að miklu leyti líf þessa einstakl- ings þegar fullorðinsárin taki við. Vandi sem rekja megi til líkam- legra áverka og andlegs áfalls við fæðingu geti að sönnu verið mis- alvarlegur. Algengt sé að vinna megi gegn ofvirkni í börnum með þessu móti og alls kyns námsörðugleikum t.a.m. lesblindu. Auk þess að vera viðstaddur fæð- ingar til að aðstoða bæði bam og móð- ur hefur hann tekið að sér að undir- búa bæði þungaðar konur og fóstrin sem þær bera fyrir fæðinguna. „Ég tel að í framtíðinni verði mun algeng- ara að ljósmæður og aðrir þeir sem að fæðingunni koma beiti höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun," segir Thomas Attlee. „Þannig fáum við heilbrigðari börn í betra jafnvægi og leggjum drög að vellíðan á fullorðinsáram.“ Hann kveður Islendinga hafa sýnt höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun mikinn áhuga og að þeir sýnist næmir á þessu sviði. „Ef til vill kemur það ekki á óvart þegar haft er í huga að hér býr þjóð sem er í óvenju góðum tengslum við öflin og orkuna í náttúr- unni.“ Tenglar Skóli Thomas Attlee: www.- ccst.co.uk/ Heimasíða Félags höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara á íslandi: www.- simnet.is/cranio/ Hrotur o g háþrýstingur New York. Reuters Health. FÓLK sem hrýtur, einkum þeir sem yngri eru, kann að vera í meiri hættu en aðrir á að þjást af of háum blóðþrýstingi og þar af lciðandi öðrum æðasjúkdómum, að því er visindamenn greina frá. Dr. Edward O. Bixler, sem stjórnaði rannsókn sem birt er í ágústhefti Archives oflnternal Medicine, sagðist myndu hafa „verulegar áhyggjur af“ tvítug- um eða þrítugum einstaklingi sem hrjóti. Rannsóknin er sú umfangs- mesta sem gerð hefur verið á fólki úr öllum aldurshópum sem þjáist af öndunartruflunum í svefni, en þær eru kvilli sem lýsir sér í því að öndun stöðvast eitt andartak í svefni, að því er Bixl- er segir. Fólk sem þjáist af önd- unartruflunum í svefni hrjóti oft hátt og öðru hverju stöðvist önd- un þess um stund, en svo hrygli í því og það grípi andann á lofti, oft án þess að vakna fyllilega. Þetta valdi álagi á æðakerfið og geti hækkað blóðþrýstinginn. Bixler og samstarfsfólk hans rannsakaði 741 karl og 1.000 konur á aldrinum 20 til 100 ára sem voru haldin áhættuþáttum svefntruflana, s.s. hrotum, syfju á daginn, offitu, háþrýstingi og tíðahvörfum í tilfcllum kvenn- anna. Þegar áhættuþættir höfðu verið útilokaðir kom í ljós að þeir sem hrjóta eru í 1,5 sinnum meiri hættu á að þjást af háþrýstingi en þeir sem ekki hrjóta. Þeir sem þjáðust af alvar- legustu öndunartruflunum í svefni, s.s. að hætta að anda fimmtán sinnuin eða oftar á nóttu, voru i allt að sjö sinnum meiri hættu á að þjást af há- þrýstingi en þeir sem ekki hrjóta. Bixler sagði að mikilvægasta niðurstaðan sé sú, að hrotur ein- ar og sér bendi til kvilla sem vert sé að kanna. Margt ungt fólk sem hrjóti kunni að vera i aukinni hættu á að fá æðakerfiskvilla eða hækkaðan blóðþrýsting fyrir fimmtugsaldur. Tenglar Upplýsingasíða AHA: www.americanheart.org/hbp/ Hjartavernd:www.hjarta.is/ Landlæknir um háþrýsting: http://lyf.landlaeknir.is/ Hathrystingur.htm LAUGARDAGUR 26. AGUST 2000 31 13:00 - 17:00 Veitingastaðir og Kringiubíó verða með opið iengur. Yið höfum aukið þjónustuna viö viðskiptavini okkar og ætium áh hafa opiö í vetur á sunnudögum. Komdu þegar þér hentar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.