Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 43 HELGA SJÖFN FORTESCUE + Helga Sjöfn Fortescue fædd- ist í Reykjavik 19. janúar 1984. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hcnnar fram frá Grensás- kirkju 23. ágúst. Elsku Helga mín, nú þegar ég er að kveðja þig rifjast upp fyrir mér sagan sem ég bjó til um járnbrautarlest- ina og dýrin og sagði þér svo oft þegar ég var að svæfa þig. Þetta var þegar við vorum að kynn- ast, þú þá tveggja ára. Þá bjuggum við í Akurgerði í Reykjavík, svo flutt- um við austur að Völlum til ömmu og afa í sveitinni, þar vannst þú hjörtu allra eins og annars staðar. Þú varst fyrsta barnabarnið þeirra eins og þú varst fyrsta barnabarnabarnið henn- ar nöfnu þinnar, Sigríðar Helgu ömmu, sem ég veit að hefur tekið á móti þér þegar þú fórst héðan. Við fluttum nú íljótlega til Hvera- gerðis, þar fjölgaði nú hratt í heimili. Fyrst fengum við hundinn, hana Tönju, svo systur þína, hana Maríu, þær voru þér báðar svo kærkomnar. Þar eignaðistu þína fyrstu alvöru vinkonu, hana Sigrúnu, þar hófstu einnig skólagönguna. Já, þar áttum við oft mikið af góðum stundum eins og þegar Tanja átti alla hvolpana og allar ferðirnar í réttirnar. Leiðir okkar skildu svo þegar ég og mamma þín skildum en þó ekki alveg sem betur fer, núna síðustu árin átt- um við nokkrar góðar stundir sam- an, réttarferð, ferminguna þína og afmælið mitt sem ég hélt upp á í sveitinni, það var þá sem ég uppgötv- aði að þú varst ekki lengur barn heldur ung kona. Elsku Helga mín, þú vannst þér strax stað í hjarta mér þegar við kynntumst og hann mundu alltaf eiga. Bjössi pabbi. Elsku Helga okkar. Nú hefur Ijós þitt slökknað, þú sem áttir svo stóra drauma og hafðir allt sem þurfti til að framfylgja þeim. Nú þegar þú ert farin frá okkur varðveitum við minn- ingar okkar um þig eins og gull. Efst í huga okkar eru minningar sem tengjast íshokkíinu, sérstaklega fyrsti leikurinn sem þú spilaðir, við vorum svo stolt þegar við fylgdumst með þér á ísnum. Baráttugleðin og krafturinn sem skein frá þér á svell- inu var yndislegur. Þessi minning ásamt öllum hinum munu varðveit- ast í hjarta okkar alla tíð. Þín er sárt saknað. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér! (Vatnsenda-Rósa) Ólafur bróðir, Brynhildur og Róbert. Snær. Síðan ég kynntist Helgu Sjöfn, ung að aldri, hefur mér þótt mjög vænt um hana og hún var fyrirmyndin mín. Þegar von var á henni til Jónu systur minnar og Ottós, sem var sambýlismaður hennar og faðir Helgu Sjafnar, spurði ég 1000 sinnum hvort hún færi nú ekki að koma. Þegar Jón Ingi var kominn í heiminn, bróðir hennar og systursonur minn, fórum við alltaf með hann í „mömmó“ og skemmtum okk- ur öll þrjú konunglega. Ég gleymi því aldrei þegar ég og hún ákváðum í saméiningu að við ætluðum að vera frænkur þó svo að við værum ekkert skyldar og enn þann dag í dag þegar fólk spyr mig hvernig ég hafi þekkt Helgu Sjöfn segr ég alltaf „við vorum frænkur". Ég hef ekki haft mikið samband við Helgu Sjöfn upp á síðkastið og þykir mér það mjög slæmt að við höfum fjarlægst svo hvor aðra á unglingsárunum því við vorum svo nánar þegar við vorum yngri. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Helgu Sjöfn, því ég hefði sko alls ekki viljað missa af því að þekkja þessa yndislegu og frábæru stelpu. Eg sakna hennar mjög mikið en ég veit að henni líður vel þar sem hún er núna hjá Guði. Helga Björg Jónsdóttir. Elsku Helga Sjöfn mín. Þessar línur eru ábyggilega þær erfíðustu sem ég hef nokkurn tímann skrifað, en ég skifa þær vegna þess að mig langaði að segja þér hve mik- ið mér hefur alltaf þótt vænt um þig og hve mikið ég á eftir að sakna þín. Ég kom heim frá Danmörku sama dag og fréttin um að þú hefðir látist í þessu hræðilega slysi birtist. Það var eins og hjartað í mér hefði stoppað og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera né hugsa. Við vorum svo góðar vinkonur þegar þú bjóst í Garðabænum og vorum svo oft tvær saman, heima hjá þér eða mér að leika okkur. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn er hve smitandi hlátur þinn var og hvernig þér tókst að lífga upp á alla í kringum þig. Mér fannst augun þín vera svo stór og falleg en voru í senn svo alvarleg og hugsandi, það var eins og þú værir að hugsa um eitthvað sem við í kringum þig gæt- um ekki skilið. Svo fluttirðu til Reykjavíkur og þá slitnaði smám saman upp úr sam- bandi okkar. Við vorum samt alltaf að hitta hvor aðra í bænum og á alls konar skemmtunum, og var alltaf jafn gam- an að hitta þig aftur, því eins og í „gamla daga“ varstu alltaf brosandi. Þú faðmaðir mig svo og kynntir mig sem vinkonu þína fyrir öllum krökk- unum sem voru með þér á ferðinni og þótti mér mjög vænt um það, því við hittumst svo sjaldan. Þú varst alltaf svo frábær stelpa og ég trúi því ekki að þú sért farin í burtu. Þetta er svo ósanngjarnt að þú hafir verið tekin svona ung, þú áttir eftir að upplifa svo margt sem við vorum búnar að ákveða þegar við vorum litlar að mundi gerast! Guð hlýtur að hafa ætlað þér eitthvert æðra hlutverk hjá sér. En, elsku Helga Sjöfn mín, hér kveð ég þig með söknuði og segi stolt að þú hafir verið vinkona mín og munir vera það um ókomna tíð. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð, en ég veit að Guð mun hjálpa þeim að komast í gegnum þennan sára missi. Kær kveðja, Thelma Kristín Kvaran. Þú komst í heiminn 19. janúar 1984. Pabbi þinn og mamma voru bæði ákaflega stolt af litlu stelpunni sinni og ákváðu að búa fyrstu mán- uðina heima hjá foreldrum mínum. Ég hef sjaldan séð jafn stoltan nýbakaðan föður og hann pabba þinn. Þú varst, ert og verður alltaf litla ljósið hans. Með fæðingu þinni færðir þú mér og fjölskyldunni minni líka þá ánægju sem fylgir því að hafa nýfætt barn inni á heimilinu. En það var ekki það eina. Ég man vel eftir því þegar mér var treyst fyiir þér í fyrsta skipti. Ég fann til mikillar ábyrgðartilfinningar og fékk vin- konu mína til að vera með mér hjá þér. Þegar það kom að því að setja þig út í vagn var þessi vinkona mín ekkert á því að hleypa mér að, sagð- ist hafa miklu meiri reynslu af böm- um en ég. Við rifumst um að fá að sinna þer og ég gaf eftir í þetta skipti. Ég var ósátt og ákvað að láta þetta ekki koma fyrir aftur, þú varst nú einu sinni litla frænka mín. Frænkan sem brostir svo fallega og hlóst svo innilega. Þú varst heldur ekki gömul þegar þú sast við sjón- varpið inni í Akraseli og horfðir á dýralífsþátt í sjónvarpinu. Háhym- ingur lék sér að sel og drap hann að lokum. Þú horfðir gáttuð á sjón- varpið og spurðir afa þinn hissa: ,Áfi, af hverju geta ekki bara allir verið vinir?“ Þessi spuming segir meira en mörg orð um þig. Þú sem trúðir alltaf á það besta í hverri manneskju. Þú sem kenndir okkur hinum svo margt. Þú sem leiddir mig svo fast. Ó - þú. Seinna eignaðist þú systur og bróður sem þér þótti ákaflega vænt um. Missir þeirra er mikill því þú varst ástrík stóra systir og hafðir velferð þeirra alltaf ofarlega í huga. Þú talaðir oft og innilega um þau bæði. Sjöfn, litla frænka þín, spyr oft um þig og segir mér að henni finnist leiðinlegt að fá ekki að sjá þig aftur. Hún er ekki ein um að vera leið yfir því. Minningarnar um þig og tilfinn- ingamar sem ég ber til þín ætla ég að varðveita í hjartanu. Þær fær enginn frá mér tekið. Ég get leitað í þessar minningar hvenær sem mér hentar og það er mikil huggun núna þegar þú ert farin á undan okkur hinum í ferðina löngu. Elsku litla frænka mín, ég mun hugsa til þín á hverjum einasta degi, mörgum sinn- um á dag. Erla Marfa Markúsdóttir. Ég kynntist Helgu Sjöfn þegar ég var sjö ára og systir mín og pabbi hennar byijuðu saman. Hún var yndisleg, svo full af orku og lífi. Ég og Helga Björg systir mín elskuðum hana og biðum alltaf eftir því að hún kæmi til Jónu og Otta svo að við gæt- um leikið okkur saman eða síðar meir þegar Jón Ingi sonur þeirra fæddist að fá að passa hann og vaka lengi! Ég hef að vísu ekki haft mikið samband við Helgu upp á síðkastið en við hittumst alltaf öðm hveiju á kaffihúsi og þá varð allt eins og í gamla daga. Ég vildi óska að við hefðum ákveðið að hittast þetta kvöld og hún hefði aldrei farið þá væri hún ef til vill að fara að hitta mig á kaffihúsi í dag til að spjalla. Af hverju hverfa alltaf þeir bestu? Ég sakna þín, Helga, og vona að þér líði vel hvar sem þú ert núna. Þín vinkona, Inga Þóra. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. ALFREÐ EYMUNDSSON + Alfreð Eymunds- son fæddist í Flögu í Skriðdal 18. mars 1922. Hann andaðist á Sjúkra- húsinu á Egilsstöðum 21. ágúst síðastlið- inn. Faðir hans var Eymundur Einars- son, bóndi í Flögu í Skriðdal, f. 1900, d. í janúar 1938. Móðir hans var Helga Vil- helmína Jónsdóttir, húsmóðir í Grófar- gerði, f. 1897, d. 1984. Systkini Al- I dag kveðjum við vin minn og frænda Alfreð Eymundsson frá Grófargerði. Alfreð fæddist í Flögu í Skriðdal, en fluttist ársgamall ásamt móður sinni að Grófargerði í Vallahreppi. Þar bjó hann í eitt ár en fluttist þá að Kveldhólum í sama hreppi, þar sem hann bjó næstu tvö árin. Þaðan flutt- ust mæðginin aftur í Grófargerði þar sem Alfreð bjó í 65 ár og stundaði búskap frá unglingsaldri til ársins 1990. Tæplega sjötugur brá hann búi og fluttist að Miðvangi 22 á Egils- stöðum. Að Grófargerði bjó Ásmundur móðurbróðir Alfreðs og var Helga móðir Alfreðs ráðskona hjá honum meðan hann lifði. Vegna heilsubrests Ásmundar fór Alfreð fljótt að sinna búverkunum. Þegar Ásmundur dó 1951 tók Alfreð formlega við bú- stjórninni ásamt móður sinni. Að Grófargerði vom einnig til heimilis móðuramma Alfreðs, Þór- unn Bjarnadóttir, d. 1949, og móð- ursystkini hans; Gróa, d. 1953, Bjarni barnakennari, d. 1981, og Snjólaug, d. 1985. Alfreð vann allan sinn starfsaldur að hefðbundnum landbúnaðarstörf- um. Vom bústörfin honum mjög hugleikin og vora þau alla tíð hans helsta áhugamál ásamt lestri góðra bóka. Alfreð var hæglátur maður, vel greindur og víðlesinn. Hann átti mikið safn góðra bóka sem hann hafði safnað gegnum árin. Kynni mín af Alfreð vom því miður alltof stutt. En þau ár sem við þekktumst vom okkur báðum mikils virði. Hann naut þess að spjalla við mig um gamla tíma og ræða um freðs samfeðra eru: Sigríður, f. 1.5.1930, búsett í Reykjavík og Einar Birgir, f. 15.5.1935, búsettur í Reykjavík. Alfreð var bóndi í Grófargerði á Völl- um til ársins 1990 er hann fluttist að Mið- vangi 22 á Egilsstöð- um. Útför Alfreðs fer fram frá Valla- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14 atburði líðandi stundar. í dag mun hinsta ferð Alfreðs verða að Vallanesi, en þar hvíla þeir vinir hans sem famir em á undan honum. Ég og fjölskylda mín emm þakk- lát fyrir þau kynni og þær stundir sem við áttum saman, því maður kynnist ekki mörgum mönnum eins og Alfreð á lífsleiðinni. Guð geymi einstakan öðlings- mann. Steinarr Magnússon. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. \ ~ '~4i Sverrir Il3 4 -- íM Einarsson Sverrir útfararstjóri, sími 896 8242 Olsen útfararstjóri. I Baldur I Frederiksen ] útfamrstjóri, isími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is . mmmeJ' Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti utfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þj6nustu allan ? sólarhringinn. Mfs Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Vai á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.