Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðir okkar, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Marbæli, lést að kvöldi fimmtudagsins 24. ágúst á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Guðrún Sigurðardóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlína Sigurðardóttir, Árni Sigurðsson, Sigrún Sigurðardóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARTEINN BÖÐVAR BJÖRGVINSSON húsgagnasmiður, Yrsufelli 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtu- daginn 24. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurrós Marteinsdóttir, Brynja Marteinsdóttir, Árni Þórhallsson, Skúli Marteinsson, Ágústa Ósk Ágústsdóttir, Tryggvi Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Kær vinur okkar og frændi, TRYGGVI BERGSTEINSSON, Kirkjubraut 12, Innri-Njarðvík, lést á Landspítalanum að morgni fimmtudagsins 24. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. t Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRA ÁRNADÓTTIR, Gullsmára 7, Kópavogi, lést fimmtudaginn 24. ágúst á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Soffía Einarsdóttir, Anna R. Einarsdóttir, Þórir E. Magnússon, Arnar Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúö við andlát og útför móður minnar, ömmu okkar og langömmu, KRISTBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR. Starfsfólki á Skjóli, 5. hæð, þökkum við inni- lega hlýja og góða umönnun. Agnes Jóhannesdóttir, Svava Hrafnkelsdóttir, Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Guðbjartur Þórarinsson, Helena Kristbjörg Hrafnkelsdóttir, Valtýr Helgi Diego og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ESTERAR BJÖRNSDÓTTUR, Austurbergi 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Karitasar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Páll Aðalsteinsson, Björn S. Pálsson, Guðbjörg Þórðardóttir, Anna Lilja Pálsdóttír, Arnþór Ævarsson, Sæmundur Pálsson, Sóley Stefánsdóttir og barnabörn. SIGRÍÐUR •• * OGMUNDSDOTTIR + Sigríður Björg Ögmundsdóttir fæddist á Sauðár- króki 2. maí 1921 og lést þar á sjúkra- húsinu 19. ágúst sið- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ög- mundur Magnússon, f. 31. mars 1879 á Brandaskarði á Skagaströnd, A- Hún., d. 9. ágúst 1968 á Sauðárkróki, og Kristin Björg Páls- dóttir kona hans, f. 15. apríl 1884 í Gröf í Víðidal, V-Hún., d. 17. ágúst 1942 á Sauðárkróki. Systkini Sigríðar voru: Magnús, f. 17. október 1904, d. 3. mars 1964, Ingibjörg Jak- obína, f. 12. janúar 1906, Sigur- björg, f. 23. október 1907, d. 29. júní 1994, Páll, f. 29. júlí 1914, d. 10. október 1995, Jóhanna, f. 6. júní 1917, d. 27. maí 1997. Fyrri maður Sigríðar var Helgi Einarsson, f . 2. maí 1912 á Akra- nesi, d. 9. janúar 1964 á Sauðár- króki. Börn þeirra: 1) Ögmundur, f. 28. júlí 1944; m. Ragna Ölafs- dóttir, f. 7. maí 1944. Börn þeirra: a) Helga, f. 15. september 1965; m. Reynir Sigurbjömson, f. 11. maí 1966. Dætur þeirra: Ragna, f. 20. október 1995, og Þórhildur, f. 30. mars 1997. b) Ólafur, f. 15. febrúar 1976; unnusta Pálína Margrét Haf- steinsdóttir, f. 28. janúar 1976. 2) Halldóra, f. 25. nóvember 1945; m. Ingimar Pálsson, f. 24. júní 1946. Böm þeirra: a) Sigríður Margrét, f. 8. janúar 1968; m. Kristján Örn Kristjánsson, f. 29. maí 1968. Dæt- ur þeirra: Ingunn, f. 12. júlí 1990, og Sig- urbjörg, f. 30. mars 1997. b) Helgi, f. 21. júlí 1972; m. Védís Elfa Torfadóttir, f. 3. júlí 1972. Sonur þeirra er Hinrik Pét- ur, f. 17. desember 1998. c) Inga Dóra, f. 6. ágúst 1984. 3) Kristín Björg, f. 26. desember 1946; m. Ingimar Jóhannsson, 9. október 1949. Böm þeirra: a) Ámi, f. 10. desember 1968, d. sama dag. b) Júlíana, f. 24. mars 1974. c) Sóley, f. 13. nóvember 1986.4) Einar, f. 3. desember 1949; m. Brynja Jósefsdóttir, f. 16. júní 1948. Börn þeirra: a) Soffía, f. 3. maí 1968; m. Eyjólfur Pétur Pálmason, f. 21. desember 1972. Sonur þeirra er Ævar Pálmi, f. 8. desember 1996. b) Helgi, f. 3. ágúst 1970; m. Helga Björk Jó- hannesdóttir, f. 28. nóvember 1974. Dóttir þeirra er Anna Mar- grét, f. 20. mars 1998, en dóttir Helgu og stjúpdóttir Helga er Jó- hanna Sigríður Sævarsdóttir, f. 9. janúar 1992. 5) Magnús Halldór, f. 14. janúar 1962; m. Dísa María Eg- ilsdóttir, f. 25. apríl 1963. Synir þeirra eru Árni, f. 27. október 1989, og Egill, f. 9. febrúar 1993. Síðari og eftirlifandi eiginmað- ur Sigríðar er Ámi M. Jónsson, f. 15. júlí 1922 á Kjartansstöðum í Skagafirði. Utför Sigríðar fer fram frá Sauöárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Kveðjustund móður minnar kom snöggt og óvænt, fyrr en ég bjóst við, þrátt fyrir veikindi hennar. Minning- ar frá barnæsku og síðasta skiptinu er við hittumst og ég sagðist mundu koma aftur síðdegis, skiptast á að koma fram í hugann. Margt kemur upp í hugann er við bjuggum saman átta og síðar níu í Skógargötunni. Nóg var að gera á stóru heimili og allt líf mömmu snerist um fjölskyld- una og uppeldi barna sinna. Alltaf var tími til að kenna okkur að dansa eftir lögum í útvarpinu, syngja sam- an, sauma fót á brúður og búa til fal- leg húsgögn úr pappakössum og öðru því sem hendi var næst. Meira að segja áttum við gítara sem hún lét smíða, og síðan lakkaði hún þá og og málaði á þá myndir og setti auðvitað á þá strengi. Mörg falleg húsgögn urðu til úr eldspýtustokkum. Margar nestisferðir voru farnar á sumrin inn í Grænuklauf, og þess á miili var verið að kenna okkur leiki, og margar voru ferðirnar sem hún hélt við hjólið sem við eignuðumst saman, meðan verið var að ná jafn- vægi frá bakaríinu að kirkjunni og til baka aftur. Á heimili okkar var mjög gestkvæmt og vinir okkar alltaf vel- komnir, því þannig vildi mamma hafa það. Hún var heilsugóð og glaðsinna og afskaplega geðgóð. Saumaskapur og mörg önnur heimil- isstörf fóru fram á kvöldin þegar ró var komin á heimilisfólk og þá las pabbi fyrir hana eða söng gamanvís- ur eða var henni bara félagsskapur þegar hann var heima. Mamma missti móður sína er hún var um tví- tugt og saknaði hennar mikið og fylgdi sá söknuður henni alla tíð. Mamma átti miklu ástríki að fagna í lífinu. Hún átti góðan mann sem allt vildi fyrir hana gera. Einnig vorum við svo lánsöm að alast upp með móðurafa okkar og móðurbróður á heimilinu. Þeir feðgar gerðu allt til að létta undir, og vorum við systkin- in mjög hænd að þeim, þar sem pabbi okkar var oft langdvölum að heiman en hann var sjómaður. Foreldrar mínir eignuðust sitt yngsta bam er við hin vorum orðnir unglingar. Milli þeirra mæðgina vai- alltaf sérstakt samband. Ský dró fyr- ir sólu þegar mamma missti bæði eiginmann sinn og bróður með tveggja mánaða millibili eftir erfið veikindi þeirra beggja. Heimilið var í sárum og mamma mjög örvænting- arfull með unglingana sína og tæp- lega tveggja ára barn. En afi var heima, heilsugóður og traustur fram á síðasta dag. Mamma kynntist fljót- lega góðum manni, Ama Jónssyni, sem síðar varð eiginmaður hennar. Hann reyndist henni vel alla tíð og gekk yngsta bróður okkar í fóður- stað. Hafa ætíð verið miklir kærleik- ar á milli þeirra. Á heimili mömmu og Árna vom barnabörnin og þeirra vinir alltaf velkomin, og öll hafa þau t Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu minningu móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, INGER MARIE NIELSEN, dvalarheimilinu Hlévangi, Keflavík, og sýndu okkur samúð og hlýhug. Guðmundur Helgason, Kristinn Helgason, Jófríður Björnsdóttir, Elvína Helgadóttir, Vigdís Helgadóttir, Jóhann Helgason, Guðrún Einarsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Anna Sloane, barnabörn og barnabarnabörn. sótt mikið til þeirra og sum verið þar langdvölum á sumrin. Fyrir tæpum fjórum árum fékk mamma erfiðan sjúkdóm og varð aldrei söm manneskja eftir það. Árni hugsaði vel um hana og gerði henni kleift að vera heima. Nú síðasta árið var eins og allur lífsþróttur hennar væri á þrotum. Mamma var ekki mikil félags- málamanneskja en hún fór í kirkju- kórinn fyrir hvatningu frá Árna, og var það henni mikils virði og sá fé- lagsskapur sem því fylgdi. Hún sagði oft að það væri sitt hálfa líf, og sakn- aði þess mjög er hún missti heilsuna. Undir lokin voru kraftar hennar á þrotum, og sofnaði hún svefninum langa að því er virtist sársaukalaust, og var Árni hjá henni á dánarstund- inni. Við systkinin getum aldrei full- þakkað Ama hve góður hann var við mömmu okkar. Eg vil þakka fyrir allar góðu stundimar sem við höfum átt saman. Guð blessi minningu móður minnar. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt, fyrirfrelsaraþinn ferþúvinurinnminn. Vafmn kærleika Krists áttíkomandivist Sofðuvært,sofðurótt hina síðustu nótt. (Sig. H. Guðm.) Kristín Helgadóttir. Það var á Sæluvikunni á Króknum árið 1964 að ég hitti Sigríði, síðar tengdamóður mína, í fyrsta sinn. ég hafði slegist í för með skólafélögum mínum úr Menntaskólanum á Akur- eyri sem að sjálfsögðu fóra heim á Sæluvikuna og þótti rétt að Austfirð- ingur kynntist þeirri einstöku gleði og stemmingu sem ríkti þar meðal Skagfirðinga og það gekk eftir. Mér finnst gott að geta tengt upp- haf kynna okkar Sigríðar við þessa skemmtun. Það sem vakti mesta at- hygli mína var söngurinn á Sælunni, en falleg söngrödd og sönggleði var eitt af því sem prýddi tengdamömmu og þar með alla fjölskylduna. Hún var afskaplega nett kona og fríð sýn- um, létt á fæti og létt í lund og mikil félagsvera. Þegar kynni mín og Ögmundar, sonar hennar, styrktust fór ég að koma í formlegar heimsóknir sem verðandi tengdadóttir og síðar tengdadóttir. Þegar ég lít til baka til þessa tíma þá veit ég að við höfðum nokkurn fyrirvara hvor á annarri. Það var vandfyllt sætið við hlið fram- burðarins og því tók hún mér með nokkuiTÍ varúð en elskusemi og mér tvítugri fannst hún gera fullmiklar kröfur um umgengni og samræður við son sinn. Úr þessu unnum við svo smám saman eins og vera ber og ekki síst gerðist það hjá mér þegar ég þroskaðist og gerði mér grein fyr- ir hversu mikil fjölskyldumanneskja Sigríður var. Hún vildi hafa fjöl- skylduna í kringum sig og marga gesti, standa svo sjálf og ein við eld- húsborðið og stella við mat, pönnu- kökur og súkkulaði, alls konar bakk- elsi, smurt brauð og stórsteikur - stundum allt sama daginn. Og svo var talað, þvílík frásagnargleði sem einkennir þessa fjölskyldu og mun einnig hafa verið ríkur þáttur í fari Helga tengdaföður míns sem var lát- inn langt fyrir aldur fram og ég fékk því miður ekki að kynnast. Allar sög- urnar sem sagðar voru, sumar ótrú- legri en aðrar, en sannar meðan þær voru sagðar. Jarðbundnum Norð- firðingi fannst víst stundum krítað fullliðugt og var ekki þakkað fyrir að láta í ljós efasemdir um sannleiks- gildi þess sem sagt var. Það var sagnaskemmtunin sem var í fyrir- rúmi. Þarna naut tengdamamma sín best. Hún vildi að aðrir kæmu að hennar borði og hefði þá ekki haft þörf fyrir að sækja aðra heim ef það hefði gengið eftir sem hún vildi. Þegar ég kom fyrst á Skógargötu 9 var tengamamma orðin ekkja með fimm böm, það elsta á tuttugasta aldursári en það yngsta tveggja ára. Hún hafði þá einnig nýlega misst Magnús bróður sinn sem alltaf hafði verið á heimilinu en faðir hennar Ög- mundur söðlasmiður bjó líka alla tíð á heimili dóttur sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.