Morgunblaðið - 02.09.2000, Side 23

Morgunblaðið - 02.09.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 23 Hraðfpystistöð Þórshafnar Úr milliuppgjöri 2000 Rekstrarreikningur jan.-júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 952,6 826,3 665,6 548,9 +43% +50% Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 143,8 79,0 134,3 33,9 +7% +133% Tap af reglulegri starfsemi -96,4 -51,5 -87% Aðrar tekjur og gjöld 34,0 6,9 +393% Tap ársins -32,2 -12,8 -352% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtais Milljónir króna Eigið fé 3.017,2 2.577,7 +17% 303,7 373,2 -19% Skuldlr 2.718,5 2.224,1 +22% Skuldir og eigið fé samtals 3.017,2 2.577,7 +17% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Veltufjárh 1 utfai 1 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 0,55 31,5 0,3 43,5 -28% Tap á rekstri Hrað- frystistöðvar Þórs- hafnar 32,2 millj. kr. HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar var rekin með 32,2 milljóna ki-óna tapi fyrstu sex mánuði ársins saman- borið við um 12,8 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 31,5 milljón króna samanborðið við um 43,5 millj- ónir króna fyrstu 6 mánuðina 1999. Rekstrartekjur námu 952,6 milljón- um króna samanborið við 665,6 millj- ónir króna á sama tíma 1999. Dótturfélagið Skálar ehf., sem annaðist útgerð nótaskipanna Júpit- ers og Neptúnusar, var sameinað HÞ miðað við 1. janúar síðastliðinn og í tilkynningu HÞ til Verðbréfa- þings segir að því sé rekstrarniður- staða á milli ára ekki fyllilega saman- burðarhæf. Fram kemur í tilkynningunni að það sem olli taprekstri var slæm af- koma á útgerð samstæðunnar. Þann- ig hafí verið ráðist í kostnaðarsamt viðhald á báðum nótaskipum félags- ins auk þess að frystitogari sam- stæðunnar var útbúinn til rækju- veiða á Flæmingjagi'unni. Veiðarfæra- og viðhaldskostnaður útgerðarinnar er mjög hár á tímabil- inu á móti hlutfallslega litlum tekjum. Tekjur vegna útgerðar fé- lagsins á Flæmingjagrunni eru óverulegar á fyrstu sex mánuðum ársins þar sem Stakfellið hóf þar ekki veiðar fyrr en í júní. Þá segir að afurðaverð hafi verið lágt og til- kostnaður aukist. Dregið var úr bol- fiskvinnslu félagsins eftir fyrsta árs- fjórðung vegna tapreksturs sem að miklu leyti verði rakinn til verðfalls á mörkuðum. Verð á mjöli og lýsi hélst lágt en olíuverð hefur hækkað veru- lega. Afurðabirgðir jukust með til- svarandi kostnaði. Skuldir HÞ jukust meðal annars vegna aukinnai- fjárbindingar í birgðum og kröfum. Þetta ásamt hækkun vaxta leiddi til verulegrar hækkunar á fjármagnskostnaði fé- lagsins. Þessu til viðbótar kemur nokkurt gengistap vegna lækkunar krónunnar á síðustu dögum júní- mánaðar. í tilkynningunni til Verðbréfa- þings segir að afkoma seinni hluta ársins ráðist mikið af veiðum á upp- sjávarfiskum og á verðþróun á mjöli og lýsi. Með breyttum áherslum í út- gerð nótaskipa félagsins sé miðað að því að komast fyrir taprekstur þeirra auk þess sem þess sé vænst að sá kostnaður er lagt var í vegna nótaskipanna og rækjuveiðanna á Flæmingjagrunni fari að skila sér á seinni hluta ársins. Unnið sé mark- visst að lækkun skulda félagsins með það að markmiði að lækka vaxta- kostnað þess til lengri tíma litið. • • Ossur hf. kaupir Skóstofuna ehf. í GÆR var undirritaður samning- ur um kaup Össurar hf. á Skóstof- unni ehf., Dunhaga. í tilkynningu frá Össuri hf. segir að tilgangurinn með kaupunum sé að efla og víkka út þjónustu innanlandsdeildar fyr- irtækisins á sviði stoðtækjasmíða, skósmíða, innleggjagerðar og göngugreiningar. Samningurinn nær til kaupa á vélbúnaði, tæknibúnaði og birgð- um Skóstofunnar ehf., ásamt því að Össur hf. tekur yfir samninga við Tryggingastofnun ríkisins um sérgerða og aðlagaða skó. I samningnum er einnig gert ráð fyrir að eigendur Skóstofunnar ehf. komi til starfa hjá Össuri hf. í tilkynningunni segir að með til- komu eigenda Skóstofunnar í starfslið Össurar verði þar með enn frekari stækkun á hópi fag- legra starfsmanna hjá innanlands- deild fyrirtækisins. Kaupverðið er 15 milljónir króna og greiðist með hlutabréfum í Össuri hf., auk 5 milljóna króna sem koma til greiðslu á næstu 3 árum, verði sölu- og hagnaðar- markmiðum fullnægt. Samningur- inn mun taka gildi 2. október næstkomandi og leggst starfsemi Skóstofunnar ehf. á Dunhaga af í núverandi mynd. Langur laugardagur /tl t(f\ •AJlofnnö tg>7-* munít Langur laugardagur Höfum stækkað verslunina Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. in \ 15.580 kr. verð áður: 16.980 kr. 14.980 kr. verð áður: 16.980 kr. SAGEM MC950 Ending rafhlöðu 2,5 klst. í notkun og 130 klst. f bið Innbyggt mótald Handfrjáls notkun Vekjari og skeiðklukka Titrari ERICSS0N R320s • WAP simi • Styður 900 og 1800 mhz GSM kerfin • Gagnaflutningur • Innrautt tengi • Rafhlaða endist í 4 klst. í notkun og 100 klst. í bið • Fæst f þremur mismunandi litum 13.580 kr. verð áður: 15.980 kr. N0KIA 5110 • Rafhlaðan endist í allt að 270 klst. í bið og 4 klst. í notkun • Styður myndsendingar • Upplýstur skjár með allt að fimm línum fyrir texta og grafík 11.980 kr. verð áður: 13.980 kr. N0KIA 3210 • 900/1800 mhz • Rafhlaðan endist f 50-250 klst. f bið og 2-4 klst. f notkun • Styður myndskeytasendingar • Hægt að semja hringingar f sfmann og senda þær ( aðra sfma 29.980 kr. verð áður: 39.900 kr. ERICSS0N A2618s • Hægt er að skipta um framhlið • Stærð 131x 51x 25 mm • Lithium rafhlaða • Raddstýrð svörun og hringing • 3 leikir, t.d.Tetris og PacMan • Sfmafundur • Sfmtal f bið IrwTrrrw www.simi nn.is/gsm 1 ( ÞjAnustunúmtr 800 7000 N SIMINN-GSM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.