Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 65

Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 65 UMRÆÐAN Láttu drauminn rætast... Tökum til hendinni VINNA og geðheil- brigði er þema alþjóða geðheilbrigðisdagsins að þessu sinni og á það vel við. Áætlað er að geðraskanir kosti samfélagið á bilinu átján til tuttugu millj- arða króna á ári í töp- uðum vinnustundum, lyfja- og umönnunar- kostnaði. Ríflega fimmtíu þúsund manns á íslandi þjást af geðröskunum. Það er í ljósi þessa sem Geðhjálp í samvinnu við Landlæknisemb- ættið og Landsspítala hrindir af stað umfangsmesta fræðslu- og forvarnarátaki í geð- heilbrigðismálum sem um getur á íslandi, Geðrækt. Hver milljón sem fer í fræðslu og forvarnir á að skila sér margfalt til baka. Það er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur geri sér gi-ein fyrir þessu. En við getum heldur ekki mælt geðheilbrigðismál svo vel sé á vog- arskál kostnaðar og innkomu. Geðraskanir og sjúkdómar taka gríðarlegan tilfinningalegan toll af þeim sem veikjast og aðstandend- um þeirra. Þær þjáningar verða ekki mældar í peningum. Undir- búningur að geðræktinni hefur staðið yfir í hartnær ár og hefur hann tekist mjög vel. Ég vænti mikils af framhaldinu og að fyrir- tæki og stofnanir auk skóla nýti sér þá fræðslu sem stendur til boða. Á þessum tímamótum þarf líka að huga að öðrum málum. Umönnun geðfatlaðra á íslandi er mjög ábótavant. Víða er húsnæði sem þeim er útvegað slæmt og geðdeildir Landspítala eru kuldalegar. Ég minn- ist þess þegar ég sjálf- ur þurfti að leggjast inn á deild 33C í októ- ber 1996 að þá var mikið rætt um nauðsýn þess að verja x-mörgum milljónum í að gera fæðingardeild- ina huggulega. Ekki vil ég gera lítið úr mikilvægi þess en sér- kennileg áhersla þeg- ar enn þann dag í dag hafa sjúklingar á geð- deildum ekki annað að líta á en kuldalega hraunveggi sem eru þó hluti af dvalarstað fólks, vik- um og stundum mánuðum saman en ekki í örfáa daga. Annað í um- önnuninni þarf að endurskoða og nægir oft að líta til þess sem Danir eru að gera. Meira um það síðar. Stundum heyrist kvartað yfir of há- um lyfjakostnaði ríkisins vegna geðraskana en sá kostnaður mun vera einn hinn hæsti í heimi. Það er kannski það jákvæðasta við geð- heilbrigðiskerfið á íslandi vegna þess að það segir mér að fleiri en áður séu farnir að taka á vandamál- inu enda fleiri lyfjaúiTæði í boði. Við skulum bara horfast í augu við að það er ekki heiglum hent að búa í þessu landi fámennis þar sem myrkrið grúfir sig yfir okkur hálft árið í mesta veðravíti Evrópu. Enn búum við við eitt af hæstu hlutföll- um sjálfsvíga hjá ungum mönnum í heiminum og er það verkefni okkar allra að snúa þeirri þróun við. Nú þegar vinna og geðheilbrigði er þema nýs geðheilbrigðisárs er full Geðheilbrigði Til að sigrast á fordómunum, segir Sigursteinn Másson, verðum við að byrja á fordómunum í sjálfum okkur. ástæða til að brýna fyrir almenn- ingi og vinnuveitendum að gefa geðheilbrigðinu sérstakan gaum. Einkunnarorð geðræktarinnar eru „engin heilsa án geðheilsu" og vill þetta oft gleymast. Geðraskanir og geðsjúkdómar eru nú í ald- arbyrjun ennþá verulegt feimnis- mál. Ef ég brýt á mér handlegginn eða fótinn í íþróttum þarf ég ekkert að skammast mín en ef ég verð fyr- ir miklu tilfinningalegu áreiti á vinnustað sem leiðir til geðraskana, þarf að fara með það eins og mannsmorð. Líkamshlutar láta undan miklu álagi og alveg eins er það með blessaðan heilann. Við sem höfum greinst með geðsjúkdóma höfum enga ástæðu til að skammast okkar fyrir það. Þvert á móti búum við yfir reynslu sem væri mörgum tilfinningaheftum og sjálfumglöð- um mönnum hollt að kynnast. Til að sigrast á fordómunum verðum við að byrja á fordómunum í sjálfum okkur, vera ófeimin að stíga fram og viðurkenna veikleika okkar. I því felst framtíðin okkar og ykkar. Höfundur er varaformaður Geðlýálpar. Sigursteinn Másson 5.-8. OKTÓBER Til sölu einbýlishúsalóðir í Reykholti, Biskupstungum. Hér er um að ræða 18 einbýlishúsalóðir, 1500-5000 m2 á góðu byggingarlandi þar sem náttúrufegurðin blasir við. Lóðirnar eru tilbúnar til afhendingar nú þegar. Haustið er komið! Nýjar haustvörur eru nú í öllum verslunum Kringlunnar. Komdu og skoðaðu, gæddu þér á girnilegum réttum og geröu góð kaup á nýjum vörum á Kringlukasti. Opió til kl. 18:00 í dag. Kemdu f Kringluna og nióttu haustsins f hlýlegu umhverfi. NÝJAR VÖRUR með sérstökum afslætti 20%-50% Upplýsingar i sima 588 7788 • Grunnskóll og leikskóli • Sundlaug, íþróttahús og íþróttavellir • Verslun, banki og veitingahús • Hitaveita • Náttúrufegurð • Vöntun á iðnaðarmönnum og öðru starfsfólki • Mikil uppbygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis • 90 km frá Reykjavík • Heilsugæslustöð • Fjölbreytt menningarlíf Ef þú og þín fjölskylda eígíð ykkur draum þá er þetta rétti tíminn til að láta hann rætast Opinn kynningardagur verður í dag, laugardaginn 7. október, frá kl. 14:00-17:00 í Félagsheimilinu Aratungu, Reykholti, Biskupstungum. Líttu við - allar nánari upplýsingar veittar á staðnum. Biskupstungnahreppur I k _____________r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.