Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR10. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Samstarfshópur fjölmiðla og SÍA vinnur að framtíðarskipan gagnaöflunar Opnað fyrir að- gang að fjöl- miðlagögnum Á FUNDI sem haldinn var í gær í samstarfshópi helstu fjölmiðla og Sambands íslenskra auglýsinga- stofa um fjölmiðlakannanir var tekið fyrsta skrefið í að heimila öll- um fyrirtækjum sem áhuga hafa aðgang að gögnum um fjölmiðlan- otkun. í samstarfshópnum eru, auk SIA; Islenska útvarpsfélagið, RÚV, Skjárl, DV, Morgunblaðið og Fróði. Einnig eiga Samtök auglýsenda, SAU, áheyrnarfulltrúa í hópnum. Að sögn Ólafs Inga Óiafssonar, formanns SIA, var einróma sam- þykkt að veita öllum fyrirtækjum sem þess óskuðu aðgang að grunn- gögnum næstu dagbókarkönnunar gegn 490.000 króna greiðslu að við- bættum kostnaði við afhendingu gagna. „Hér er auðvitað um talsverða breytingu að ræða. Fram að þessu hafa SÍA-stofurnar einar átt bein- an aðgang að þessum gögnum en fyrirtæki sem ekki hafa verið þar í viðskiptum hafa þurft að treysta á úrvinnslu hjá fjölmiðlunum. Það hefur hins vegar ekki breyst að eitt er að eiga aðgang að gögnunum en annað að nýta þau. Til þess þarf bæði dýran hugbúnað og mikla og samfellda reynslu hjá hæfu starfs- fólki,“ segir Ólafur Ingi. Samstarfshópurinn hyggst í framhaldinu vinna áfram að fram- tíðarskipan gagnaöflunarinnar, en þar hefur helst verið rætt um að stofna fyrirtæki um málið eins og víða hefur verið gert erlendis. Gallup sér um framkvæmd könn- unarinnar samkvæmt samningi við samstarfshópinn og eiga væntan- legir kaupendur að snúa sér þang- að en skrifstofa SÍA veitir einnig upplýsingar um málið. 92 af 100 stærstu I nternetf yr i rtækj um Bandaríkjanna nota Orade* www.teymi.is Svo virðist sem fremstu fyrirtækin á Netinu eigí eitthvað sameiginlegt. *USA Today internet 100 TEYMI HUGBUNAÐUR KNYR INTERNETIÐ S í m i 5 5 0 2 5 0 0 www.teymi.is Niu milljarðar textaskilaboða á mánuði Ósló. Morgunblaöið. • FARSIMANOTENDUR í heiminum sendu níu milljaröa textaskilaboða um GSM-síma í ágúst á þessu ári en fyrir 15 mánuöum, t aprtl ífyrra, var fjöldinn einn milljaröur, aö því er Dag- ens næringsliv hefur eftir sambandi farsímafélaga, GSM Association. Sambandiö reiknar meö aö fjöldi textaskilaboöa í septemberfari yfir tíu milljaröa og í desember allt upp í 15 milljarða. Um 365 milljónirfar- símaeigenda um alian heim hafa möguleika á því aö senda textaskila- boö meö GSM-símunum sínum og að ári liönu veröa þeir um 500 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá GSM- sambandinu. Textaskilaboö eru mest notuð í Þýskalandi þar sem send skilaboö fara yfir einn milljarð á mánuði. Búist er viö aö aukningin verði mest t Asíu, þar sem farsímaeigendum fjölgar nú mjög í Kína. Dagens næringsliv ræöir við Ing- vild Myhre, forstjóra Telenor Mobil, en aö hennar mati munu textaskila- boöin halda velli þráttfyrirtilkomu þriöju kynslóðarfarsíma eftirtvö ár, en um þá veröur einnig hægt að senda mvndir. Hægt að greina áhættu hluta- bréfa • Á vef Búnaðarbankans er nú hægt að greina áhættu íslenskra hlutabréfa oggera samanburö á milli félaga og í 1/5 fréttum Búnaöar- bankans í gær segir aö meö greining- unni sé leitast við aö gera almenning og fjárfesta meövitaöri um þá áhættu sem felst í því að eiga hluta- bréf á markaði. Aðferöir sem notaöar eru viö mat á gengisáhættu hluta- bréfa byggjast á sögulegum gögnum um gengisþróun viökomandi félags á markaöi. Fram kemur aó fylgst er meö dag- legum veröbreytingum ogflökt þeirra reiknaö. Félögum er sföan gefin áhættueinkunn á 100-skala í hlutfalli vió mælt flökt. Fyrir utan útreikning á áhættu fýrir einstök félög er ítarleg greining á áhættu safna, en með því aö skrá ákveöiö safn hlutabréfa, ím- yndaö eöa raunverulegt, er hægt aö fá mat á heildaráhættu safnsins. Vestmark ehf. á ísafirði hefur starfsemi • NÝTT fyrirtæki f þekkingariðnaöi var stofnaö nýlega og hóf starfsemi í 400 fm húsnæöi á ísafirði. Megin- starfsemi fyrirtækisins veróur kerfis- leiga, almenn tölvurekstrarþjónusta, netþjónusta og hugbúnaðargerö, sér- staklega hönnun og viðhald vefsíöna. Heildarhlutafé fyrirtækisins er 20 milljónir króna og stærstu eigendur eru einstaklingar og fyrirtæki á Vest- fjörðum. Einnig erSkýrr hf. hluthafi. í fréttatilkynningu segir aó þaö sé trú forsvarsmanna Vestmarks ehf. aö kerfisleiga sé framtíöarrekstrar- form tölvukerfa á íslandi. Fyrirtækiö hafi því sett upp öflugan miölægan tölvusal sem samanstendur af net- þjónum, afritatökubúnaði og að- gangseiningum og býöurfyrirtækjum á Vestfjöröum heildarlausn á sviöi tölvurekstrarþjónustu. Nú þegarer búiö aö gera samning við Mennta- skólann á fsafirði og vió ísafjarðar- bæ um kerfisleigu. Tengingin viö Menntaskójann er komin í notkun en tenging við ísafjaröarbæ og fleiri að- ila kemst í gagnið á næstu vikum. Tæknileg uppbygging og rekstur kerf- isleigunnar er í samráöi viö Skýrr hf. „Mikill metnaður er lagöur í upp- byggingu tæknibúnaöar Vestmark til þess aö tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins. M.a. er unniö aö upp- setningu á öflugri Ijósleiöaratengingu milli ísafjaröar og Reykjavíkurí sam- vinnu viö Snerpu ehf. á ísafirói og Landssímann. Meö slíkri gagna- flutningstengingu opnast möguleikar fyrir Vestmark ehf. að veita þjónustu til viðskiptavina um allt land en þaö er eitt af meginmarkmiöum fyrirtæk- isins," segirítilkynningunni. Starfsmenn Vestmark ehf. eru fimm í dag oggert er ráö fyrir fjölgun þeirra strax á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.