Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 69 "c F ag-na stofnun Vatna j ökulsþj óðgar ðs NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Islands hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Náttúruverndarsamtök íslands lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja nú þegar undirbúning að stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs. Stofnun slíks þjóð- garðs réttlætir þó ekki eyðileggingu stórkostlegra náttúruverðmæta norðan Vatnajökuls í þágu virkjana- framkvæmda. Náttúruverndarsamtökin minna á að í sameiginlegri yfirlýsingu 9 frjálsra félagasamtaka, frá 26. júní sl. var því beint til stjórnvalda að ..verndar- og útvistargildi svæðis- ins fyrir norðan Vatnajökul verði metið með faglegum hætti. Mat á gildi þjóðgarðs norðan Vatnajökuls - sem hluti af fyrirhuguðum Vatna- líf og náttúruvernd, þarf að fara fram samhliða vinnu við mat á um- hverfisáhrifum Kárahnúkavirkjunar með Hrauna- og Fljótsdalsveitu. í þessu sambandi minna samtökin á ráðstefnu um Vatnajökulsþjóðgarð sem haldin verður í lok september. Ennfremur sagði í yfirlýsingunni að brýnt væri að „... sá fórnarkostnað- ur sem kann að felast í skaða á stór- brotinni náttúru í þágu vii'kjana- framkvæmda verði metinn til fjár við arðsemisútreikninga vegna Kárahnúkavirkjunar. Benda má á að hagfræðin býr nú yfír aðferðum til að meta efnahags- legt gildi óbyggðra víðema á hálend- inu. Náttúmverndarsamtök íslands ítreka nauðsyn þess að sá valkostur sem felst í stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls verði metinn með fag- legum hætti.“ jökulsþjóðgarði - bæði fyrir atvinnu- Alþjóðleg próf í spænsku ALÞJÓÐLEG próf í spænsku verða haldin föstudaginn 17. nóvember á Islandi. Spænskukennarar Háskóla Islands annast framkvæmd prófsins á vegum Menningarmálastofnunar Spánar og háskólans í Salamanca. Farið er yfir prófin á Spáni. Prófin verða haldin í Háskóla íslands og fer innritun fram hjá nemendaskrá, að- albyggingu. Frestm- til að innrita sig rennur út 13. október. Prófað verðm' á þremur þyngdar- stigum: Certificado Inicial, Diploma Básico og Diploma Superior. Certif- icado Inicial er hugsað fyrir nemend- ur sem hafa lokið stúdentsprófi í spænsku (lagt stund á skipulagt nám í tvö ár). Miðað er við að nemendur er hafa lokið áföngum 600 eða 700 í framhaldsskóla, hafa dvalið í spænskumælandi landi í lengri eða skemmri tíma eða hafa lagt stund á spænsku á háskólastigi ráði við Dipl- oma básico. Diploma Superior er ætl- að þeim sem hafa BA-próf í spænsku eða samsvarandi tungumálakunn- áttu, þekkingu á menningu Spánar eða geta ráðið við flókna texta, fram- setningu og orðfæri. Próftökugjald er 7.570 kr. fyrir Certificado Inicial, 10.810 kr. fyrir Diploma Básico og 14.050 ki'. fyrir Diploma Superior. Nánari upplýsingar fást um innritun hjá Nemendaskrá Háskóla Islands. Markmiðið með þessum prófum í spænsku er að setja greininni alþjóð- leg viðmið og bjóða nemendum upp á alþjóðleg tungumálapróf. Nemend- um jafnt í menntaskóla sem háskóla býðst framvegis að þreyta prófin tvisvar á ári og þannig vita mennta- skólakennarar og háskólakennarar nákvæmlega hvað nemendur eiga að kunna þegar ákveðnum áfanga í námi þeirra er náð, segir m.a. í fréttatil- kynningu frá Háskóla íslands. LEIÐRÉTT Rangt starfsheiti Rangt var farið með starfsheiti Lárusar Þórðarsonar, höfundar ljóðsins Við Hlöðufell í síðustu Lesbók. Hann er smíðakennari en ekki trésmiður. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Launakjör hamla skóla- starfí MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktanir sem sam- þykktar voru samhljóða á aðal- fundi Kennarafélags Iðnskólans í Reykjavík 5. október sl.: „Til fjármálaráðuneytisins. Aðalfundur Kennarafélags Iðn- skólans í Reykjavík haldinn 5. október 2000 lýsir yfir mikilli óánægju með launakjör kennara og tregðu viðsemjenda framhalds- skólakennara til að vinna með samninganefnd Félags framhalds- skólakennara að stórbættum launakjörum stéttarinnar. Fundur- inn lýsir ábyrgð á hendur samning- anefnd ríkisins og ríkisstjórn ef til verkfalls kemur. Núverandi launakjör kennara eru hamlandi í öllu skólastarfi og ef ekki verður bætt úr er menntun ungmenna landsins í uppnámi.“ „Til samninganefndar FF. Aðalfundur Kennarafélags Iðn- skólans í Reykjavík haldinn 5. október 2000 hvetur samningan- efnd Félags framhaldsskólakenn- ara til dáða í komandi samningum og tekur undir þau meginsjónar- mið um nýjan kjarasamning sem kynnt hafa verið á vegum FF. Fundarmenn eru reiðubúnir að fylgja kröfunum eftir með öllum þeim ráðum sem Félagi framhalds- skólakennara eru handbær í kjara- viðræðum." Fjallað um unglinga í vímuefnavanda SÁÁ og Nýkaup hafa tekið hönd- um saman um fræðsluátak sem beinist að foreldrum. Fræðslu- kvöldin eru á þriðjudagskvöldum kl. 20.30-22 í húsnæði foi’varna- deildar SÁÁ, Ármúla 18. Fimmti fyrirlesturinn verður í kvöld, 10. október og mun Hjalti Björnsson, dagskrárstjóri á Vogi, fjalla um „Unglingar í vímuefnavanda og þjónusta SÁÁ“. ■ ' « /v ' VSð eigum það sameSgjnlegt að hafti btiðtii' lokið skrifstofn- og tðlvimámi hjð NTV sL haust. Það er ekkí líara að skólíun hafi upptýllt allar okkai væntingar hvað námið sjálft varðar heldur var stemmi ngin og félagsskapuiinn frábær. Að luimi loknu (eugtiin víð báðar vinmt á skritstofu VR. EBsabe-t Mngmisálittir og RflgnWliinr Anii.i ÞorgeirsdOttlr Upplýstngar og innritun í Símum 555 4980 og 544 4500 Tölvubókhald Verslimamnkningur Sölutækni og þjonusto - Ma nnleg so mskipti Bókhdld - Almennt umtölvur Timastjórnun Windows 98 • Word 2000 Exrel 2000 PowerPoint2000 Intemetidfrá A-Ö Access gagnrtgnmnur Lokaverkefni Tilvalid námskeið fyrir fólk á leiðinni út á vinnumaritaðinn eða |iá sem \4lja styrkja stöðu sína með aukinni menntun, Námið er 258 kennslustundir. örfá sa?ti laus á morgunnániskeiði sem Iiefst 16. október n.k. ntv Nýi töivu- & viðskiptaskóiinn Hóishmunl 2 - 220 - Sfml: 55S 4980 - Fax: SS5 4981 Hliöaamárt 9 - 200 Kópavogi - Síml: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupástfang: Wio(i@ntv,ís - Heimasiöa; www.mv.ts SÁÁ hefur frá upphafi leitast við að koma til móts við þarfir yngstu neytendanna. í dag bjóða samtökin upp á fjölbreytta þjónustu við unglinga og aðstandendur þeirra: Á Vogi, eftirmeðferðarstöðunum tveimur, göngudeildinni og for- varnadeildinni, segir í fréttatil- kynningu. Aðgangseyrir er 700 kr. Leiðrétting MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Nátt- úruverndarsamtökum Islands: „Heimasíða Staðarvalsnefndar um álver í Reyðarfirði (http:// www.star.is) hefur gert alvarlegar athugasemdir við fréttatilkynningu sem Náttúruverndarsamtök Is- lands sendu frá sér hinn 3. október sl. og gefin var út af hálfu World Wide Fund for Nature í Osló sama dag. Þar kom fram að Siv Friðleifs- dóttir hefði skipað starfshóp til að meta verðmæti lands norðan Vatnajökuls. Náttúruverndarsamtökunum er bæði ljúft og skylt að koma á fram- færi þeirri leiðréttingu að umhverf- isráðherra skipaði ekki þennan starfshóp. Hið rétta er að umhverf- isráðherra átti frumkvæði að skip- an starfshóps á vegum Ramma- áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sem á að kanna hvort og þá hvernig hægt sé að meta með faglegum hætti gildi þjóðgarðs norðan Vatnajökuls sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Með þessu kom umhverfísráðherra til móts við óskir níu náttúruverndar-, um- hverfis- og útivistarsamtaka sem fram kom í yfirlýsingu þeirra frá 26. júní sl. Sjá ræðu umhverfis- ráðherra hér að neðan. Ekki er ástæða til að draga til baka ályktanir sem dregnar voru í kjölfar yfirlýsingar forstjóra ál- deildar Norsk Hydro þar sem hann lýsti efasemdum sínum um stað- setningu álvers á Austurlandi. Ekkert hefur komið fram af hálfu Eivinds Reitens eða Norsk Hydro sem gefur til kynna að efasemdir varðandi byggingu álvers á Austur- landi eigi ekki við rök að styðjast.“ Fallegar haustvörur Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Kennd er gerö og uypsetnii ig ciuglvsingo. blaöa ogbæklinga. Vínnuferlið er vakiö,allt frá liugmyndaðfullunnu verki. Námið er 104 klst. eða 156 kennslustundir. ► M>oiíIv4\rnsla í Pliotosliop ► Teikning og liönnim í Freelimid ► Unibi ot í Qum kXpress ► Heimasíðugerð í Fi ontpage ► Smnskipti við prentsmiðjnr og í jolniiðla ► Meðferð letíirgerða ► Meðböndlun lita ► Lokaverkefni N. Öifá sæti Imis á kvöldnámskeiði sem bvni jni 23. októbern.k. ) UpplýsmgaT og mmitim í sinmm 544 4500 og 555 4980 * Hýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hótehrauni 2 - 220 HafnarfirÖi - Sfmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlföasmára 9- 200 Kópavogl - Sfml: 544 4500 - Fax 544 4501 Tötvupóstfeng: skoli@ntv.te - Helmasíöa: www.ntv.te
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.