Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 39 LISTIR Hvað á að segja og um hvað á að þegja? Margrét Lýður Gunnarsdóttir Björnsson BÆKIJR Mannkynssaga Árni Hcrmannsson, Jón Ingvar Kjaran, Lýður Bjömsson og Mar- grét Gunnarsdóttir: íslands- og mannkynssaga NBI: Frá upphafi til upplýsingar. Nýja bókafélagið ehf, Reykjavík 2000. NÝ aðalnámskrá fyrir framhalds- skólana hefur litið dagsins ljós og tók gildi á þv’í kennsluári sem nú er nýhafið. Aður en námskráin tók gildi voru uppi háværar raddir um að námsbækur þær sem væru á mark- aðnum samræmdust ekki kröfum nú- tímans. Menntamálaráðuneytið ákvað því að láta skrifa nýjar kennslubækur fyrir framhaldsskóla, þar á meðal bækur sem kenna skyldi í fyrsta söguáfanga (sögu 103) og yrðu skyldulesning í öllum framhaldsskól- um landsins. Veririð var boðið út og falið Nýja bókafélaginu. Án þess að leggja dóm á hæfni höf- unda eða forlagsins kemst maður ekki hjá því að velta því fyrir sér hvemig að þessu vali var staðið og hvað sé unnið með því að láta alla framhaldsskólanemendur lesa sömu bókina. Ég laumast jafnvel til að velta því fyrir mér hver tilgangurinn sé með því að leitast við að samræma söguvitund allra framhaldsskóla- nema en fæ enga niðurstöðu. í inngangi útgefanda að bókinni ís- lands- og mannkynssaga NB I segir: „Þessi bók er gerð fyrir söguáfanga 103 en í honum er kennd á einni önn saga mannkyns og íslands frá upp- hafi vega framyfir 1750. Ljóst er að margt verður útundan á svo hraðri yf- irferð en leiðarvísirinn um efnisval bókarinnar er námskráin“ (7). Þar með frýja höfundar og útgefandi sig allri ábyrgð á efnisvali bókarinnar og því er álitamál hvort umijöllun um efnisval hennar beinist frekar að námskránni en kennslubókinni sjálfri. Bókin er með öðrum orðum skrifuð í samræmi við vilja yfirvalda og ákvörðun þeirra um það hverju eigi að segja frá og um hvað eigi að þegja. Það sem einkennir Islands- og mannkynssögu NB I öðru fremur er nývæðingarkenningin, það er sú hug- mynd að sagan stefrá að ákveðinni full- komnun og því séu framfarir lykilorð sögunnar og allar (eða að minnsta kosti flestallar) breytingar teljast því framfarir. Þessar hugmyndir hvetja ekki lesendur til gagnrýninnar hugs- unar um samtímann heldur innleiða bjartsýni og trú á framtíð þar sem fúll- komnunin sjálf ríkir. Námskráin sem skrifúð er sam- kvæmt vilja yfirvalda ákveður hvaða staðreyndir fortíðarinnar eru mikil- vægar og hveijar ekki; hvað sé þess vert að fjallað sé um það í söguáfanga fyrir unglinga sem eru að stíga sín fyrstu spor í framhaldsskóla og hvað ekki. Val á þessum staðreyndum ít- rekar enn sem fyrir að sagan er ekki í framkvæmd lifandi fyrirbæri sem viðtakandi hennar hveiju sinni á þátt í að móta þó að hún kunni að vera það hugmyndafræðilega séð. Sagan er orðin að stofnun sem viðheldur sjálfri sér, hefðin er orðin svo sterk að þær raddir sem vilja líta hana gagnrýnum augum, bæta einhveiju nýju við á kostnað þess gamla eru kveðnar nið- ur. Þetta endurspegl- ast í nýju kennslubók- inni þar sem flestar tilraunir til að skoða söguna í nýju Ijósi ná ekki fram að ganga. Á þessu er þó ein undan- tekning sem er síðasti huti bókarinnar sem íjallar um nýöldina en sá kafli sker sig úr að mörgu leyti. Bókin skiptist í þijá hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um fomöldina, miðhlutinn um mið- haldir og síðasti hluti bókarinnar ber yfir- skriftina Nýöld en í honum er fjallað um tímabilið frá endur- reisninni á 15. öld fram að aldamótunum 1800. Kaflinn um fomöld- ina er skrifaður af Áma Hermannsyni og Jóni Ingvari Kjaran. I honum er fjallað um upphaf siðmenningar og þróun mála í Evrópu fram á 4. öld e.Kr. Þrátt fyrir að meginstefið í þessum kafla sé stjórnmála- sagan fær menningar- sagan einnig töluvert vægi, einkum í kaflan- um um Grikki. Þar er til dæmis íjallað um fomleifafundi, aðbúnað fólks, heimspeki og listir. Þá er leitast við að tengja atburði fortíðar við nútímann eins og kemur til dæmis fram í um- fjölluninni um lýðræði í Aþenu til foma. í þessum hluta em einnig nokkrir undirkaflar um þjóðir í öðr- um heimshlutum, s.s. menningu Ind- veija og Kínveija til foma. í kaflan- um um miðaldir er sami háttur hafður á í umfjöllun um önnur menningar- svæði en Evrópu. Umfjöllun um önn- ur lönd en Evrópu er ekld til staðar í kaflanum um nýöldina nema í tengsl- um við landaftindi Evrópubúa. ís- lands- og mannkynssaga NB I er því augljóslega Evrópusaga með stuttum útúrdúmm. Þessir útúrdúrar verða ósköp léttvægir í samanburði við um- fjöllunina um vestræna menningu. Þrátt fyrir að þeir kunni að vekja áhuga og forvitni einhverra lesanda þá gefur vægi þeirra til kynna að sjálfsmynd okkar mótist fyrst og fremst af sögu Evrópu og vestrænni menningu en ekki þróun mannkyns og menningar í heiminum öllum. Því spyr maður sig hvort það sé ekki kominn tími til að kalla þá sögu sem fæst fyrst og fremst við sögu Evrópu og vestrænnar menningar sínu rétta nafni. Það væri þá nær að fræða nem- endur um fjölbreytni annarra menn- ingarheima í sérstöku riti þar sem ekki væri gefið í skyn að þeir væru eitthvað meira en skemmtilegir fróð- leiksmolar og kynnu ef til vill að hafa einhveija þýðingu fyrir líf okkar hér ognú. Kaflinn um miðaldir, sem skrifaður er af Lýði Bjömssyni, er fyrst og fremst stjómmálasaga og þar með karlasaga, og ágætur sem slíkur. Saga íslenskra stjómmála er tengd á skemmtilegan hátt þróun stjómmála í Evrópu. Einn helsti galli kaflans er þó að konur era hafðar með upp á punt eða til málamynda í sérstökum undirkafla sem nær aðeins yfii’ tæp- lega eina blaðsíðu. Umfjöllun af þessu tagi er döpur áminning um hversu sagan sem stofnun viðheldur ójafn- réttinu með því að gefa í skyn að saga kvenna sé aðeins útúrdúr hinnar mik- ilvægu sögu, það er sögu valdamikilla hvítra karlmanna af evrópskum upp- rana. Saga kvenna ætti að vera jafn sjálfsögð og saga karlmanna en ekki höfð til skrauts. Þá sakna ég þess að sjá ekki fleiri dæmi sem vitna um fjölbreytni menn- ingar á miðöldum, t.d. hefði verið hægt að birta dæmi úr framheimild- um eins og gert er í öðram köflum bókarinnar. Einnig er athyglisvert áð ekkert er fjallað um byggingarlist miðalda en vilji menn stikla á stóra í sögu breytinga sem hafa augljósa þýðingu fyrir nútímamanninn væri nærtækt að taka dæmi af framföram á sviði verkfræði og arkitektúrs sem áttu sér stað á miðöldum. Þá er lítið fjallað um heimspeki eða bókmenntir tímabilsins, ef frá era taldar Islend- ingasögumar, og listasaga tímabUs- ins fær ekki góða umfjöllun sem birt- ist meðal annars í því að tvö af höfuðverkum endurreisnarinnar í Niðurlöndum era notuð í þessum kafla tU þess að sýna daglegt líf á miðöldum en það gefur óneitanlega villandi mynd af tímabilinu. Ef þetta dæmi er undanskUið má segja að myndimar í bókinni séu mjög vel valdar og á það við um alla kafla bók- arinnar. Þeim er greinUega ætlað að miðla ákveðnum fróðleik sem (h'aga megi lærdóm af og þannig era þær órjúfanlegur hluti af verkinu en ekki aðeins hafðar með tU gamans eins og stundum virðist vera raunin í bókum af þessu tagi. Um myndaritstjóm sá Alda Lóa Leifsdóttir. I kaflanum um nýöld, sem skrifað- ur er af Margréti Gunnarsdóttur, er fjallað um ólíka hluta menningarinn- ar og þróun mála á íslandi og í Evrópu er þar tengd saman á skemmtilegan hátt, t.d. í kaflanum um siðaskipti og í kaflanum um kaupauðgistefnu Evrópuríkja en inn í hann fléttast einokunarverslun Dana á Islandi. I þessum kafla er fjallað um hluti sem áður hafa fengið litla athygli í sögubókum sem gefnar hafa verið út á íslandi en snerta grandvallarskiln- ing okkar á samfélagi hvers tíma, eins og t.d. tímahugtakið. Þá er listasagan sett í stærra samhengi og tiltekin dæmi um það hvemig unnt er að nota einstök listaverk til að öðlast skilning á ákveðnum þjóðfélögum. Aðrar heimildir era dregnar inn í umræð- una og sem dæmi má nefna að sér- stakur kafli er um manntalið sem tek- ið var á íslandi árið 1703. Lögð er áhersla á að fortíðin sé flókið við- fangsefni og verði ekki skýrð á ein- faldan hátt eins og kemur meðal ann- ars fram í umfjöllun um iðnbyltinguna. I þessum kafla er leit- ast við að fjalla um menningu og stjómmál tímabilsins jöfnum höndum um leið og lögð er áhersla á fjöl- breytni samfélagsins og heimildanna sem um það vitna. Þannig segir til að mynda í kafla um daglegt h'f á nýöld: „Félagssaga hefur notið vaxandi vin- sælda síðustu áratugina. Sjónum er þá frekar beint að sögu kvenna, bama, fjölskyldunnar, daglegum venjum og hugarheimi alþýðufólks en stjómmálum og valdakerfi einstakra ríkja.... En með þvi að beina sjónum að „smærri“ viðfangsefnum má greina margt nýtt í samfélagsgerð- inni sem ekki hefði verið hægt að greina með hefðbundinni sagnfræði stóratburðanna“ (219). Þetta viðhorf endurspeglast hvarvetna í efnistök- um nýaldarkaflans. Því miður verður hið sama ekki sagt um bókina í heild og svo virðist sem höfundar hennar hafi ekki allir lagt upp með sömu markmið við ritun hennar. Á köflum er bókin mjög hefð- bundin og bætir fáu við þá stað- reyndaþekkingu sem nemendur eiga að hafa tileinkað sér í grannskólun- um. Annars staðar vottar fyrir nýj- ungum sem gefa jafnvel fyrirheit um að með þessari bók sé stigið skref í átt frá þeirri hugmynd að mannkynssag- an sé fyrst og fremst upptalning á ákveðnum staðreyndum er varða at- hafnir evrópskra karlmanna á sviði stjómmála og allt annað sé skraut sem hvorki sé nauðsynlegt að læra ut- an að né hugsa um á gagnrýninn hátt. Sigrún Sigurðardóttir Umræðufundir um leikhús í VETUR verður staðið fyrir reglulegum umræðufundum um leikhús í Borgarleikhúsinu. Til- gangurinn er að skapa vits- munalega umræðu um leiklist og skýra stöðu leikhússins á Is- landi í dag. „Leiklistarumræða á Islandi hefur að unfanförnu verið mjög lituð af deilum um eignarhald á stjörnum, slagnum um áhorf- endur og persónulegum væring- um. I þessari einkennilegu, gagnslitlu og oft illskeyttu um- ræðu er eins og leikhúsið hafi glatað tilgangi sínum og um leið hefur lengi gleymst að ræða þær spurningar sem mestu máli skipta: Til hvers er leikhúsið? Hefur það einhverju hlutverki að gegna í samfélaginu? Hver eru markmið þess? Hverjar eru skyldur þess?“ segir í fréttatil- kynningu. Fyrsti fundurinn verður í kvöld þriðjudagskvöldið 10. október kl. 20 og ber hann yfir- skriftina „Leikhús, til hvers?“ Hann er hugsaður sem stökk- pallur inn í fyrrnefnda umræðu. Þar verður tekið fyrir hvort leikhúsið eigi eitthvert erindi í nútímasamfélagi og velt upp hvort leiklistarkennsla og leik- hús styrkt af almannafé eigi sér lengur nokkurn tilverurétt. Hef- ur leikhúsið einhverju hlutverki að gegna í samfélaginu lengur? Hefur það nokkurn tímann haft einhverju hlutverki að gegna? Frummælendur eru: Ragnheiður Skúladóttir, deildarstjóri leiklistardeildar Listaháskólans, Guðjón Peder- sen, leikhússtjóri í Borgarleik- húsinu, og Hallgrímur Helga- son, rithöfundur. Aðgangseyrir er 500 kr. á gjafaöskjum með matar- og kaffi- stelli fyrir einn. Antique Lace Platinum Lace Crown Jewel Crown Jewel platinum Gothic Gold Gothic platinum Silver Shell Golden Shell Bæjarlind 1-3. Kópavogi, simi 544 40 44 Gerið góð kaup!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.