Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Efnt til Evrópuátaks um aukna neyslu á grænmeti og ávöxtum „LÍFGAÐU upp á lífið - heilsubót með græn- meti og ávöxtum“ er yfirskrift átaks sem heit- ir Evrópa gegn krabbameini og 16 lönd standa fyrir á sama tíma og varir út þessa viku. Hér- lendis standa heilbrigðisráðuneytið, Krabba- meinsfélagið og Manneldisráð fyrir átakinu i samvinnu við Hjartavernd. „Markmiðið er að hvetja tii aukinnar neyslu á grænmeti og ávöxtum, sérstaklega meðal barna. Þótt allar Evrópuþjóðirnar séu með sameiginlegt átak í þessum efnum er þó sér- stök ástæða fyrir okkur íslendinga að benda á þessar matvörur því við borðum minna aí grænmeti og ávöxtum en nokkur Vestur- Ewópuþjóð og það þrátt fyrir að neyslan sé stöðugt að aukast. Þegar börn og ungiingar eiga í hlut er grænmetisneyslan sérstaklega fátækleg. Könnun frá 1993 sýndi að 10-15 ára krakkar borða að jafnaði grænmeti sem samsvarar ■ hálfum tómati á dag og ný könnun sýnir að: tveggja ára börn fá það sem samsvarar einu|!ji salatblaði á dag. Minna gat það varla verið, segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaðu Manneldisráðs. Laufey segir að hér sé ársneyslan um 50 kg af grænmeti og 60 af ávöxtum, þ.e. rúm- lega 100 kg í heild. í flestum Norður- Evrópulöndum sé sambærileg tala um og yf- ir 150 kg og enn meiri á Spáni og Grikklandi, 264 kg og 444 kg. Hún segir eðlilega meira borðað af ávöxtum og grænmeti í suðlægum löndum þar sem framboð er nóg og verðlag lágt en telur að með ákveðinni stefnu og fræðslu megi beina neyslunni meira inn á þessa braut. 500 grömm á dag „Stefna Manneldisráðs er að hvetja til auk- innar neyslu ávaxta og grænmetis og því fellur þessi átaksvika mjög að okkar markmiðum. Við hvetjum til þess að þeir sem eru orðnir 10 ára og eldri borði minnst 500 grömm á dag af ávöxtum og grænmeti og þá teljum við kar- töflur til grænmetis. Norðurlandabúar borða almennt mun minna af grænmeti og ávöxtum en íbúar suð- urhluta Evrópu en Finnland er ágætt dæmi um hvernig hægt er að breyta mynstrinu og fá fólk til að borða meira af þessum fæðutegund- um þótt í norðlægu landi sé. Arið 1970 var neysla Finna og íslendinga á ávöxtum og grænmeti mjög svipuð en þá hófu Finnar her- ferð og juku framboðið, t.d. bættu þeir skóla- mat nemenda og mat í mötuneytum. Þetta leiddi til þess að neyslan þrefaldaðist," segir Laufey og telur að hérlendis séu einnig skil- yrði til svipaðrar aukningar. En hvað er eftir- sóknarvert við þessa fæðu? „Frá alda öðli hafa menn haft trú á hollustu Morgunblaðið/Ami Sæberg Þrír næringar- og matvælafræðingar starfa nú hjá Manneldisráði. Standandi er Anna Sig- ríður Ólafsdóttir, fyrir framan hana situr Laufey Steingrímsdóttir forstöðumaður og til hægri er Hólmfríður Þorgeirsdóttir. Arsneyslan hér rúr’ 100 kg en 150 ' N or ðurlöndunur Talið er að ákveðið samband sé milli neyslu ávaxta grænmetis og heilsufars og að mikil neysla þess dregið úr tíðni hjartasjúkdóma og krabbameins. margra jurta og grænmetistegunda og jafnvel notað þær til lækninga án þess að hafa fyrir því mikla vísindalega staðfestingu. A síðustu árum hafa hins vegar verið gerðar fjölmargar faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem tengsl neyslu ávaxta og grænmetis við heilsufar eru skoðuð. Þar hefur komið í ljós að fólk sem borðar mikið af þessari fæðu fær síður ýmis krabbamein eða hjarta- og æðasjúkdóma en hinir sem borða lítið af grænmeti og ávöxtum. Grunnrannsóknir í frumulíffræði styðja þess- ar niðurstöður því það hafa fundist fjölmörg líffræðiiega virk efni í grænmeti og ávöxtum sem vernda frumur gegn ýmsum skaða. Þar á meðal eru andoxunarefni sem koma í veg fyrir oxunarskemmdir á frumum og eins eru þar efni sem örva eyðingu skaðlegra eiturefna, t.d. krabbameinsvaldandi efna. En þar með eru ekki alllir kostir grænmetis og ávaxta upptaldir því þessi fæða er bætiefnarík en hitaeiningasnauð og inniheldur litla sem enga fitu. Hún auðveldar okkur því að halda þyngd- inni í skefjum og minnkar líkurnar á offitu.“ Laufey segir að hollenskir vísindamenn hafi reynt að meta hvaða áhrif það hefði á heilsufar ef neysla ávaxta og grænmetis myndi aukast. „Þeim reiknaðist svo til að ef fólk borðaði al- mennt sem samsvaraði 400 grömmum á dag í staðinn fyrir 250 grömm mætti búast við að krabbameinstilfellum fækkaði um 20% og að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma lækkaði um 7- 20%. Þótt ekki sé hægt að yfirfæra þessa út- reikninga beint á okkur hér á landi er engin ástæða til að ætla að áhrifin yrðu mjög ólík hér.“ Af hverju eru íslendingar eftirbátar ann- arra í neyslu ávaxta og grænmetis? „Að einhverju leyti stafar það einfaldlega af okkar landfræðilegu legu og gömlu matar- menningu þar sem matur var fyrst og fremst kjöt, fiskur, mysa og smjör, annað var nánast óþarfi. Þetta viðhorf hefur vitanlega gjörbreyst en enn þá er grænmeti dýrara hér en víða annars staðar og það er stór hluti skýringarinnar. Við getum hins vegar reynt að velja ávexti og grænmeti eftir árstíðum, kaupa hverja tegund þegar verðið er hagstæðast og ég er sannfærð um að þróunin sé í rétta átt. Fólk er smám saman að læra að meta gæðin sem felast í grænmetinu og átta sig á að það er sjálfsagður hluti af hverri máltíð." Börn sem fullorðnir Markmið vikunnar er að auka neyslu græn- metis og ávaxta, sérstaklega hjá börnum og er Laufey spui-ð af hverju sérstaklega hjá þeim: „Börnin eru framtíðin og heilsufar þjóðarinn- ar í framtíðinni byggir á því hvernig við búum að börnunum okkar. Börn sem venjast því frá unga aldri að fá góðan og fjölbreyttan mat eru líkleg til að halda því áfram. Foreldrar og upp- alendur hafa því áhrif til að móta lífsvenjurnar I framtíðinni, þar með talið matarsmekk barn- anna sinna. Við beinum því athyglinni ekki síð- ur til fullorðinna, þau eru fyrirmyndin. Svo er heldur aldrei of seint að byrja og bæta matar- æðið,“ segir Laufey og kemur að lokum með nokkrar ábendingar um hvernig má hugsan- lega bæta hér úr: „Ávaxtaskál innan seilingar á vinnustað og heima, ávextir sem meðlæti á fundum í staðinn fyrir eilíft kex og kökur, grænmetissalat með súpunni í hádeginu. Möguleikarnir eru svo ótalmargir. Markmiðið er að minnsta kosti fimm skammtar af grænmeti og ávöxtum á dag. Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð eru þar hjartanlega sammála og hafa sameiginlega sent veggspjald og einblöð- unga í grunnskóla með þessari hvatningu - veljum fimm á dag!“ Ráðstefnan Heimurinn er heima fjallaði um fjölmenningarlegt samfélag á fslandi Morgunblaðið/Ami Sæberg Áhuginn leyndi sér ekki meðal ráðstefnugestanna á ráðstefnunni Heimurinn er heima. Samfélagið fái notið fjölbreytni í mannlífí STEFNA Reykjavíkurborgar í málefnum nýbúa hefur að leiðarljósi að reykvískt samfé- lag fái notið fjölbreytni í mannlífi þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virð- ing einkenni samskipti fólks af ólíkum upp- runa að því er fram kom í máli Jóns Björnsson- ar, framkvæmdastjóra þróunar- og fjöl- skyldusviðs Reykjavíkurborgar, á ráðstefn- unni Heimurinn er heima - fjölmenningarlegt samfélag á íslandi á Grand Hótel á fimmtu- dag. Jón byrjaði á því að nefna tvö dæmi um fjölgun nýbúa hér á landi. Annars vegar að nærri því tíundi hver tíundibekkingur byggi á heimili þar sem talað væri annað tungumál auk íslensku. Hins vegar að í árlegri fiskflök- unarkeppni á sjómannadaginn hafi 60% þátt- takenda ekki verið af íslenskum uppruna í vor. Jón taldi að þróunin gæti átt eftir að verða enn örari í nánustu framtíð og vitnaði því til stuðn- ings í framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífs- ins í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Haft er eftir honum að miðað við 3% hagvöxt vanti 10.000 manns á vinnumarkaðinn árið 2010. „Eg sá það haft eftir forsætisráðherra í dag, að við eigum einmitt von á þessum hagvexti, þremur, jafnvel fjórum prósentum, og hann vonaði að við yrðum þá kannski efnaðasta þjóð á heimslistanum.“ Jón sagði að ef fram héldi sem horfði væri tímabært að spyrja að því hvernig ætti að taka á móti öllu þessu fólki. „Þá er það tímabært, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu, heldur ekki síður fyrir ríkisvaldið og það er tímabært að hvert einasta sveitarfélag, sem ætlar að sinna íbúum sínum eins og til er ætlast, geri sér grein fyrir því hvernig það ætli að veita nýbú- um, sem tala ekki íslensku heldur tuttugu og fimm önnur mál, viðunandi þjónustu og sömu lífsgæði og öðrum. Ekki af kurteisi við útlend- inga þarf þetta að gerast heldur af lífsnauðsyn íslendinga. Af því það er lífsnauðsyn að við höidum áfram að vera eitt samfélag, ekki tvö : eða mörg,“ sagði Jón og hann fór yfir níu sér- tæk markmið stefnu Reykjavíkurborgar í mál- efnum nýbúa. Af þeim má nefna að draga úr fordómum gagnvart útlendingum, að tryggja að útlendingar fái notið þjónustu stofnana og börn af erlendum uppruna geti nýtt sér ís- lenskt skólakerfi til jafns við önnur börn. Hann sagði frá því að gerð hefði verið tillaga um Alþjóðahús í Reykjavík. Húsið yrði sam- eiginlegur vettvangur fólks af innlendum og erlendum uppruna og meðal helstu verkefna starfsmannanna væri túlkaþjónusta; almenn og sérhæfð ráðgjöf til einstaklinga, stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja; upplýsingastarf, fræðsla, menningar- og félagsstarf. Samkomu- leg hefur tekist milli sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu um að standa saman að rekstri hússins sem verði staðsett á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að hús- ið verði rekið sem sjálfseignarstofnun, byggð- arsamlag eða hlutafélag. Lauslegar áætlanir gera ráð fyrir um 12 stöðugildum í húsinu. Viðhorf Islendinga í garð innflytjenda- kvenna af asískum uppruna er fremur nei- kvætt og byggist oft á þekkingarleysi og staðalmyndum að því er fram kom í kynningu Sigurlaugar Hrundar Svavarsdóttur á rann- sóknarverkefni hennar Asískar innflytjenda- konur á Islandi til M.A.-prófs í uppeldis- og menntunaifræði frá Háskóla íslands. Notáðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir og safn- að saman gögnum á árabilinu 1997 til 1999. Alls voru þátttakendur 21 kona og voru 9 sér- staklega skilgreindar lykilkonur. Konurnar voru á aldrinum 23 til 43 ára gamlar og höfðu búið í allt að 15 ár á íslandi. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni undir stjórn dr. Rann- veigar Traustadóttur undir yfirskriftinni Kon- ur í minnihlutahópum á íslandi. Sigurlaug sagði að umfjöllun fjölmiðla væri gjarnan byggð á staðalmyndum og ýtti undir neikvætt viðhorf Islendinga gagnvart asískum konum, t.d. væru dæmi um að fjallað væri um konurnar eins og hvern annan varning í frétt- um undir fyrirsögnum eins og Kaup á konum. Önnur dæmi væru um að umfjöllun um asískar konur væri kynlífstengd með yfirskriftum eins og Er kynlífsþrælkun á íslandi? Sigurlaug sagði að óformleg könnun á viðhorfi háskóla- nema hefði endurspeglað fjölmiðlaumræðuna. Nemendur hafi gjarnan álitið asískar konur undirgefnar og kúgaðar af hálfu maka. Asísku konurnar sögðust taka eftir því að talsvert væri horft á þær og líklega af því að þær skæru sig úr í útliti. Þær sögðust hafa orð- ið fyrir áreiti og ættu erfitt með að fara út að skemmta sér vegna hættunnar á því að verða fyrir barðinu á íslenskum körlum. íslenskir karlar spyrðu þær jafnvel fyrir framan maka og vini hvað þær tækju fyrir nóttina. Dæmi voru um að makar kvennanna voru spurðir að því hvað þeir tækju fyrir eina nótt með eigin- konum þeirra. Sigurlaug lagði áherslu á að konum fyndist framkoma sem þessi niðurlægj- andi og liði illa vegna hennar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.