Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bensín 12 krónum dýr- ara ef eldra kerfi gilti FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ segir að bensínverð hér innanlands væri nú um 12 krónum hærra á lítra ef eldri tilhögun á vörugjaldi á bens- ÞRÍR ítalir voru handteknir á Kefla- víkurflugvelli aðfaranótt 18. október sl. í sameiginlegri aðgerð fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík og Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. ítalirnir, tvær konur á þrítugsaldri og karlmaður á fertugsaldri, reynd- ust allir hafa fíkniefni innvortis. Alls var fólkið með um 300-400 g af kókaíni og um 50 g af e-töflumulningi sem komið hafði verið íyrir í smokk- um. Efnið er í vörslu lögreglunnar. Fólkið var að koma frá Barcelona á Spáni þegar það var handtekið. Hér- aðsdómur Reykjavíkur hefur úr- skurðað það í gæsluvarðhald til 8. íni væri í gildi. Vörugjaldstekjur ríkisins af bensíni hafa hækkað um 6% í ár, eða svipað og í fyrra þrátt fyrir að olíuverð á heimsmarkaði nóvember nk. Fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík hefur málið til rannsóknar. Enn með smokka innvortis Islendingurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli sl. sunnu- dag með um 800 e-töflur innvortis er enn á sjúkrahúsi. Smokkamir, sem efnunum hafði verið komið fyrir í, hafa ekki enn allir gengið niður. Gæsluvarðhald yfir manninum renn- ur út í dag en samkv. upplýsingum frá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík verður farið fram á áfram- haldandi varðhald. hafi á sama tíma hækkað um ná- lægt 80%. Álagningu almenns vörugjalds á bensín vár breytt í októberlok í fyrra til lækkunar, úr hlutfallslegu gjaldi af innflutningsverði í fast krónugjald á hvern lítra, í því skyni að draga úr áhrifum hækkandi heimsmarkaðsverðs á bensíni á söluverð hér heima. Vörugjaldstekjur af ökutækjum, sem jukust um meira en 30% í fyrra, hafa lækkað á fyrstu níu mánuðum þessa árs um 11%. Fjár- málaráðuneytið segir að þetta end- urspegli fyrst og fremst minni bíla- innflutning á þessu ári, en einnig kunni að gæta áhrifa frá lækkun vörugjalds síðastliðið vor. í yfirliti yfir rekstur ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins kemur fram að inn- heimtar tekjur ríkissjóðs námu 4,9 milljörðum króna umfram greidd gjöld, samanborið við 8,1 milljarðs króna afgang á sama tíma í fyrra og 2,3 milljarða halla árið 1998. Þetta er um 6 milljörðum króna hagstæðari niðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Með kókaín og e-töflur innvortis Hross svelt ÞRJÚ hross fundust í slæmri van- hirðu í hesthúsi í Faxabóli í Víðidal í fyrrakvöld og virtist Ijóst að þau hefðu verið þar í einhverja daga án fóðurs og líklega enn lengur án þess að þrifíð væri undan þeim. Hrossin fundust þegar maður nokk- ur hugðist skoða hesthús sem var til sölu en fyrir mistök gekk hann inn í umrætt hesthús, sem var ólæst. Sá hann þá hvers kyns var og kallaði til hestamann í nærliggjandi húsi og fékk hann til að færa hross- unum hey. Því næst var kallað á lögreglu, dýralækni og í framhald- inu héraðsdýralækni. Sérstaklega var eitt hrossanna mjög illa út- lítandi, grindhorað og slqögrandi. Hafði sá hestur reynt að troða sér undir eina jötuna og var hálf- fastur þar þegar að var komið. Á hrossinu var múll sem þrengdi að augum og höfði og hafði valdið bólgum. Annað hross var mjög rýrt en það þriðja í þokkalegum holdum. Hrossin, sem eru á aldrinum fjög- urra til fimm vetra, voru mjög kvið- dregin. Búið er að hafa uppi á eigendum hrossanna, að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýralæknis, en að öðru leyti sagðist hann ekki vilja Ijá sig um málið meðan það væri í rannsókn. Búið er að taka blóð- og saursýni frá hrossunum og verða þau væntanlega rannsökuð. Morgunblaðið/Ásdís Ásthildur í útstillingardeild IKEA setur skraut á jólatré í versluninni. Bifreiðastöð ÞÞÞ greiði þrotabúi 15 milljónir króna HÆSTIRÉTTUR hefur samþykkt kröfur þrotabús Þórðar Þórðarsonar um að rifta ráðstöfun eigna bifreiða- stöðvar Þórðar og eiginkonu hans til fyrirtækis undir stjóm sona þeirra. Með dóminum er bifreiðastöðinni gert að greiða þrotabúinu bætur. Hæstiréttur segir að verulega lág verðlagning eignanna hafi ekki getað dulist fjölskyldunni. Skuldabréfin, sem fyrir eignimar áttu að koma, vora án allrar trygg- ingar, vora til langs tíma og án ákvæða um gjaldfellingu. Hæstirétt- ur segir því að fallast verði á það með þrotabúinu að fjölskyldunni hafi ekki mátt dyljast að yfirfærsla eignanna hafi verið óhæfileg og myndi leiða til þess að eignimar yrðu ekki til fulln- ustu yfirvofandi skattakröfum. Þórður sætti rannsókn skatt- rannsóknarstjóra vegna vantalinna skattstofna til tekjuskatts og útsvars í skattframtölum áranna 1990 til 1994. Honum var gert að greiða skatta aftur í tímann þar sem velta hefði verið vantalin um 150 milljónir króna, auk þess sem honum var gert að greiða 50 milljóna króna sekt. Bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta og í kjölfarið höfðaði þrotabúið mál til að rifta ráðstöfun eigna bifreiða- stöðvarinnar. Þrotabúið hafði krafist um 26 milljóna króna vegna tjóns sem það taldi sig hafa orðið fyrir við ráðstöfun eignanna. Hæstiréttur segir að við mat á tjóninu beri að líta til heildar- mats á aðstæðum, þ.á m. þess að for- sendur kaupsamningsins hafi hlotið að miðast við markaðsaðstæður á Akranesi og efnahagsástand á þeim tíma sem hann var gerður og miða hafi mátt við áframhaldandi rekstui' fyrirtækisins í heild. Ýtrustu bóta- kröfur þrotabúsins vora því lækkað- ar niður í 15 milljónir króna. Héraðsdómur Vesturlands, sem dæmdi í málinu í desember í fyrra, sýknaði bifreiðastöðina af kröfum þrotabúsins og sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að miðað við rekstraraðstæður hefði greiðslan sem fyrir eignimar kom verið of lág. Hæstirettur sýknar ríkið af kröfum fyrrverandi sýslumanns á Akranesi Réttilega staðið að áminningu Jólin komin ÍIKEA JÓLASKRAUTIÐ var sett upp í versluninni IKEA í gærdag og þar eru jólavörumar sömuleiðis komn- ar í hillurnar. Að sögn Gerðar Rík- harðsdóttur, framkvæmdasljóra IKEA, er aldrei of snemmt að und- irbúa jólin. „Það verður til þess að fólk er síður stressað síðustu dag- ana fyrir jól og getur tekið það ró- lega með fjölskyldunni," segir hún, en IKEA á íslandi hefur ávallt sett upp jólaskrautið í kringum fyrsta vetrardag. „Við erum þó langt á eftir öðrum IKEA-búðum í Evrópu hvað þetta varðar því þær setja yf- irleitt jóladótið upp fyrstu vikuna í október." HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað ríkið af kröfum Sigurðar Gizurarsonar, fyrrverandi sýslu- manns á Akranesi, en hann taldi áminningu dómsmálaráðherra vegna embættisfærslu sinnar ekki hafa verið réttmæta. Dómsmálaráðherra veitti Sigurði skriflega áminningu vegna embætt- isfærslu hans við innheimtu 50 millj- óna króna sektar sem Hæstiréttur hafði dæmt Þórð Þórðarson til að greiða, í kjölfar skattrannsóknar á rekstri bifreiðastöðvar Þórðar. Áminningin laut að því að Sigurður hefði með gerð samkomulags við Þórð um greiðslu sektarinnar brotið gegn ákvæðum laga, sem mæla fyrir um að ekki megi veita lengri greiðslufrest en eitt ár frá því að sekt kemur til innheimtu. Umrædd lög höfðu tekið gildi áður en sýslumaður fékk sektina til inn- heimtu. Hæstiréttur segir í dómi sínum að sýslumanni hafi borið að kynna sér sérstaklega nýja lagasetningu sem varðaði störf hans og fara eftir henni. Samkvæmt lagaákvæðinu hafi hann ekki mátt semja um inn- heimtu sektarinnar með þeim hætti sem hann gerði. Ekki væri unnt að líta fram hjá því að með gerð sam- komulagsins hefði sýslumaður sýnt af sér athæfi í starfi sem heyrði undir ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ekki væri annað fram komið en að ráð- herra hefði staðið réttilega að áminningunni. Bótamál aftur heim í hérað Hæstiréttur vísaði öðra máli Sig- urðar á hendur ríkinu til héraðs- dóms til málflutnings og dómsálagn- ingar að nýju. Það höfðaði Sigurður í kjölfar þess að dómsmálaráðherra vék honum úr starfi sýslumanns. Hann taldi ákvörðun ráðherra sak- næma og ólögmæta gagnvart sér og krafðist 7 milljóna króna miskabóta og tæplega 25,5 milljóna vegna fjár- hagslegs tjóns. Hæstiréttur segir að héraðsdómur hafi ekki tekið afstöðu til þeirrar grannröksemdar sýslu- manns, að ákvörðunin hafi verið ólögmæt og ógild, og ómerkti þvl dóminn og vísaði málinu heim í hér- að að nýju. Sérblöð í dag BÍÓBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Einvígi Rómarliðanna Lazio og Roma?/C2 •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Silja í undanúrslit á HM-unglinga í Chile/C4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.