Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ljósmynd/Benjamín Baldursson Kaupa- konur í útreiðar- túr ÞÝSKU kaupakonurnar Anne Fischer og Andrea Biittner brugðu sér í út- reiðartúr í Eyjafjarðar- sveit í haustblíðunni á dögunum og kunnu vei að meta. Þær komu til landsins í ágúst síðastliðnum og verða við störf fram á næsta sumar og hyggjast á þeim tíma kynnast ís- lenskum landbúnaði. Anne er frá eyjunni Ju- ist í Norðursjó úti fyrir Þýskalandi en Andrea kemur frá bænum Thiir- ingen sem áður tilheyrði Austur-Þýskalandi. Þær stöllur eru kaupakonur á bæjunum Þverá og Ytri- Tjörnum í Eyjafjarðar- sveit. Sinfóníuhl j ómsveit Norðurlands heldur tónleika um helgina Sálumessur, sellókonsert og svítur á efnisskránni ÁTTUNDA starfsár Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands hefst með tón- leikum í Glerárkirkju laugardaginn 21. október kl. 20.30. Tónleikarnir verða endurteknir í Dalvíkurkirkju á sunnudag, 22. október, kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna eru kór- þættir úr sálumessum eftir G. Fauré og W.A. Mozart, sellókonsert eftir J. Haydn og L’Arlésinne svítur eftir G. Bizet. Með hljómsveitinni koma fram Pawel Panasiuk, selló- leikari og Kór Dalvíkurkirkju. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunn- arsson. Tónleikarnir hefjast á kórþáttum úr tveimur sálumessum. Þá fyrri samdi franska tónskáldið Fauré á árunum 1886-1887 til minningar um foður sinn og var hún frumflutt ári seinna í París. Þar er um að ræða Lamb Guðs úr Sálumessu op. 48. Síðari sálumessan er eftir Mozart, Fórnarbæn k 626, en hana samdi hann skömmu fyrir andlát sitt árið 1791, en nemandi hans, Franz Suss- mayr lauk við verkið. Kór Dalvíkurkirkju syngur með hljómsveitinni í þessum verkum. Þá verður fluttur sellókonsert í C- dúr eftir Josep Haydn, hann var saminn 1765 en fannst í Prag árið 1961. Konsertinn er í þremur köfl- um og gefur einleikaranum tækifæri til ljóðfænnar túlkunar um leið og hann gerir miklar tæknilegar kröf- ur. Einleikarinn í þessu verki, Pawel Panasiuk, fæddist í Póllandi árið 1973 og þar stundaði hann sellónám, en hefur auk þess sótt námskeið víða um heim hjá þekktum selló- leikurum. Hann flutti til Akureyrar haustið 1999 og kennir nú við Tón- listarskóla Eyjafjarðar og leikur með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands. Svíturnar halda nafni Bizet á lofti Lokaverkið á tónleikunum er hljómsveitarsvíta, L’Arlésienne svíta eftir George Bizet, en honum var árið 1872 falið að semja tónlist við samnefnt leikrit. Við flutning leikritsins var tónlistinni illa tekið, en Bizet tók saman þætti úr þessari tónlist og samdi tvær svítur fyrir fulla hljómsveit úr efniviðnum. Þær vöktu mikla athygli og lof og eru á meðal þeirra verka hans sem halda nafni hans á lofti enn þann dag í dag. Svíturnar eru mikið leiknar á tón- leikum hljómsveita, bæði einar sér eða saman en algengast er að leiknir séu úr þeim valdir þættir. Á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands verður sá háttur hafður á. -------f-4-*------ Ráðstefna um þjónustu í heimabyggð ÞROSKAHJÁLP á Norðurlandi eystra heldur ráðstefnu á Fosshót- eli KEA dagana 27. og 28. október næstkomandi og er hún haldin í samvinnu við félagssvið Akureyr- arbæjar. Á ráðstefnunni verður fjallað um þjónustu í heimabyggð, framtíðar- sýn í skóla- og búsetumálum fatl- aðra, frá sjónarhóli ráðamanna, foreldra, aðstandenda og þeirra sem vinna með fötluðum. Ráð- stefnan er öllum opin og eru for- eldrar ungra fatlaðra bama sér- staklega hvattir til að koma og kynna sér hvaða þjónustu bæjarfé- lagið býður upp á. Vinnuvélanámskeið Vinnuvélanámskeið hefst á Akureyri 10. nóvember. Innritun og upplýsingar: Kristinn Örn Jónsson, símar 892 9166 og 462 2350 og Hreiðar Gíslason, símar 892 0228 og 462 1141 éQkusV.óWwrv Av V. u MEÐEIGANDI OSKAST Eg er að leita að áhugasömum traustum og fjársterkum meðeigenda í spennandi nýjungar og þróunarverkeíni. Um er að ræða skemmtilega föndurvöru- og minjagripa verslun / örum vexti í miðbæ Akureyrar. Möguleikar margir og spennandi fyrir rétta aðila. Fyrirtækið er fjölþætt og sinnir smásölu, heildsölu, framleiðslu og námskeiðahaldi. Áhugasamir vinsamlega skilið inn skriflegri umsókn í umslagi merkt X-2000 á afgreiðslu Morgunblaðsins. Austur-Hérað opnar nýja heimasíðu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Brynjar Þórhallsson og Bjarghildur Sigurðardóttir, langamma hans, opna heimasíðu Austur-Héraðs. Ibúar geta nú fylgst með dag- legri stjórnsýslu Egilsstöðum - Bæjarstjórn Austur- Héraðs hefur endurbætt heima- síðu sveitarfélagsins, egilsstadir.is. Nú gefst íbúum og öðrum þeim sem leita upplýsinga af einhverju tagi kostur á að fylgjast á virkan hátt með stjórnun og innri málefn- um sveitarfélagsins. Síðunni er skipt í níu efnis- flokka: almennar upplýsingar, stjórnsýslu, stofnanir, fyrirtæki, skipulags- og byggingarmál, um- hverfísmál, íþróttir og tómstundir, menningarstarfsémi og umsóknar- eyðublöð og hver flokkur hefur fjölmarga undirflokka og tenging- ar. Viðmót heimasíðunnar er mjög þægilegt í notkun, en hún hleður sig fljótt inn og mun verða upp- færð daglega. Bæjarstjórnin fékk þau Brynjar Þórhallsson og Bjarghildi Sigurð- ardóttur, langömmu hans, til þess að opna síðuna formlega, en segja má að í þeim mætist yngsta og elsta kynslóð tölvunotenda sveitar- félagsins. Ritstjóri heimasíðunnar er Helga Guðmundsdóttir, forstöðu- maður menningar- og fræðslusviðs Austur-Héraðs, en Hallur Jónsson sá um útlit hennar og forritun. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vala Flosadóttir tekur við viðurkenningu úr hendi bæjarstjóra Austur-Héraðs, Bjöms Hafþórs Guðmundssonar. Bæjarstjórn A-Héraðs heiðrar afrekskonuna Völu Flosadóttur Egilsstöðum - Vala Flosadóttir var í heimsókn hjá móðurforeldr- um sínum á Egilsstöðum í fyrra- dag. Við það tækifæri aflienti bæjarstjóri Austur-Héraðs, Björn Hafþór Guðmundsson, Völu viðurkenningu bæjarstjórn- ar fyrir afrek hennar á nýaf- stöðnum ólympíuleikum. Viðurkenningargripurinn var unnin af útskurðarmeistaranum Hlyni Halldórssyni á Miðhúsum og skírskotar til verðlaunanna í Sydney og ættartengsla Völu á Héraði. Athöfnin fór íram á íþróttavell- inum á Egilsstöðum, en hann var nýlega endurnýjaður samkvæmt ströngustu kröfum vegna 23. landsmóts UMFÍ, sem fram fer á Egilsstöðum 12.-15. júlí 2001. Aðspurð um hvort Vala kæmi á landsmótið, kvaðst hún vonast til að svo mætti verða, en gæti þó ekki gefið ákveðið svar að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.